Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Úr bæjarlífinu Ánægjuleg vandamál | Sótt hefur verið um lóðir fyrir 46 íbúðir á Hvanneyri í Borgarfirði. Um er að ræða verktaka sem hyggjast ýmist leigja íbúðirnar út eða selja. Í Bændablaðinu kemur fram að Krist- jón Benediktsson byggingameistari hefur sótt um lóðir fyrir 24 íbúðir í parhúsum á þessu ári og 10 á næsta ári. Hyggst hann leigja íbúðirnar út. Þá hafa PJ-byggingar ehf. falast eftir lóðum fyrir 12 íbúðir í parhúsum sem fara til sölu á almennum markaði. Bændablaðið hefur eftir Sveinbirni Eyj- ólfssyni, oddvita Borgarfjarðarsveitar, að margir vilji flytja til Hvanneyrar. Bygging íbúðarhúsnæðis muni auðvelda uppbygg- ingu staðarins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna í landbúnaði. Verið er að deili- skipuleggja byggingasvæðið og gatnagerð er framundan. Haft er eftir Sveinbirni að fólksfjölgun fylgi ánægjuleg vandamál og vísar til fjárfestinga sem sveitarfélagið þurfi að ráðast í vegna uppbygging- arinnar.    Nýr oddviti | Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum var kjörinn nýr oddviti Reyk- hólahrepps til eins árs á síðasta fundi hreppsnefndar. Egill Sigurgeirsson á Mávavatni var endurkjörinn varaoddviti. Gústaf Jökull kemur í stað Málfríðar Vil- bergsdóttur á Hríshóli sem í apríl óskaði eftir lausn í eitt ár frá störfum í hrepps- nefnd af persónulegum ástæðum og þar með oddvitastörfum. Fram kom í bréfi hennar til hreppsnefndar að hún treystir sér ekki til að gegna þeirri ábyrgð sem felst í að starfa í hreppsnefnd.    Hreinsunardagarstanda nú yfir íStykkishólmi og lýkur á morgun. Skipulags- og byggingarnefnd bæj- arins hvetur alla íbúana til að leggja hönd á plóginn og hjálpast að við að halda Hólminum snyrtilegum. Starfsmenn áhaldahúss fara um og fjarlægja garða- úrgang og rusl í pokum sem standa við lóðarmörk. Eftir ábendingu Um- hverfishóps Stykkishólms réðust nemendur í 8. og 9. bekk grunnskólans í það dag einn í vikunni að hreinsa Fúlutjörn sem er andapollur í útjaðri bæj- arins. Fjöldi ónýtra bíl- dekkja og annað drasl sem setti ljótan svip á annars fallegan stað var fjarlægt. Þá fjarlægðu bæjarstarfs- menn tank úr tjörninni, að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vesturlands. Fúlatjörn hreinsuð Jón Sigurðsson íLundi á Völlumdvelur nú löngum stundum yfir sauðburði, eins og víðar er um þess- ar mundir. Jón situr eins og kóngur í ríki sínu á garðabandi í hlöðunni í Lundi þar sem komið hef- ur verið fyrir haganlega og vel smíðuðum sauð- burðarstíum. Jón rekur félagsbú í Lundi ásamt Jóni Gunn- ari syni sínum, og er það eitt afurðahæsta bú landsins og hefur einu sinni verið hæst yfir land- ið hvað afurðir varðar samkvæmt skýrsluhaldi sauðfjárræktarfélaganna og var þá með með tæp þrjátíu og sjö kíló af kjöti eftir kind. Frjósemi fjár- ins er einnig mikil í Lundi og eru þeir feðgar með liðlega tvö lömb fædd eft- ir vetrarfóðraða á. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Kóngur í ríki sínu Friðrik Stein-grímsson varðfimmtugur á dög- unum og hélt hlöðuball í ferðamannafjósinu í Vog- um, en þangað mættu á þriðja hundrað manns. Hann skrifaði í gestabók- ina: Ég á tuginn sjötta senn sigli eins og gengur verð þá eins og elstu menn sem ekkert muna lengur. Í vísnaúrvali Ragnars Inga Aðalsteinssonar frá Vaðbrekku, „Ekki orð af viti“, sem kom út á dög- unum, yrkir hann um prest, sem á í nokkrum vandræðum með að muna eftir smáatriðum sem fylgja starfinu. „Við vor- um að velta þessu fyrir okkur eitt sumarið þegar óvenjuheitt var í veðri,“ segir Ragnar Ingi og bæt- ir við: Hann er klerkur á heims- mælikvarða með kirkjunnar afstöðu harða. Þó að minnið sé valt, samt hann veit þetta allt, – Það er verst ef hann gleymir að jarða. Af gleymsku pebl@mbl.is Fagridalur | Fíflarnir eru fljótir að opna sig þegar sólin fer að skína og eru túnin sem gull- slegin þessa dagana. Þótt fíflarnir séu hvorki bændum né garðeigendum til annars en ama er ekki hægt að segja annað en þeir séu fallegir þar sem þeir vaxa í stórum gulum breiðum á túnunum fyrir austan Vík í Mýrdal. Hekla Björt Birkisdóttir naut þess til fulls að hoppa og leika sér í fíflabreiðunni í góða veðrinu þeg- ar hún kom í heimsókn á bæ í sveitinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hekla Björt í gullnu túni Leikur MEGINNIÐURSTAÐA skýrslu um menningarhús í Vestmannaeyjum er sú að menningarhúsi verði komið upp í salthúsi Ísfélags Vestmannaeyja hf. á horni Kirkju- vegar og Strandvegar. Jafnframt að gerð verði glerbrú yfir í hraunið þar sem komið verði upp gosminjasafni neðanjarðar. Andrés Sigmundsson, formaður bæjar- ráðs, kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í vikunni og er sagt frá málinu á vef Frétta í Eyjum. Fleiri hugmyndir eru reifaðar, þar á meðal varðandi Höllina og nýbyggingu á Stakkagerðistúni. Stefnt er að því að nefnd um byggingu menningarhúss komi saman til fundar í byrjun júní. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmda- stjóri Ísfélagsins, sagði við Fréttir að fé- lagið hefði ekki fengið neitt tilboð í húsið en forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðu- búnir að athuga málið. „Við erum tilbúnir að skoða sölu, bæði á salthúsinu og Imex- húsinu. Við erum einnig opnir fyrir við- ræðum varðandi fleiri hús, við eigum fullt af fermetrum í Eyjum.“ Menning í salthúsi Ísfélagsins RÚMENSKI píanóleikarinn Aladár Rácz verður með tónleika í sal Borgarhólsskóla á Húsavík föstudaginn 28. maí kl. 20, undir yf- irskriftinni: „Dansar síð- ustu alda“. Aðgangur er ókeypis. Flutt verða verk eftir Bach, Mozart, Beethoven, Chopin, Lizt, Stravinsky, Bart- ók, Benjamin, Brubeck og Sveinbjörn Svein- björnsson. Sama efnis- skrá verður flutt á tón- leikum í Salnum í Kópavogi hinn 3. júní og síðan líka í Færeyjum í sumar. Aladár Rácz er fæddur í Rúmeníu. Hann stundaði nám í píanóleik við Georges Enescu-tónlistarskólann í Búkarest en framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Frá árinu 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á og einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Píanótónleikar á Húsavík Aladár Rácz píanóleikari. ♦♦♦ Mínstund frett@mbl.is Einbreiðum brúm fækkar | Brúar- vinnuflokkur hefur að undanförnu unnið að lagfæringu einbreiðra brúa í Öræfum. Sett hafa verið ný brúargólf á Skaftafellsá, Svínafellsá, Virkisá, Gljúfurá, Hólá og Stigá og er því verki að verða lokið. Suðurverk ehf. lauk um síðustu helgi að setja hólk í Heiðarlækinn sem er spölkorn sunnan við vegamótin í Skaftafell og með þeirri framkvæmd hvarf ein af mörgum einbreiðum brúm í Öræfum. Reynir Gunn- arsson hjá Vegagerðinni segir í frétt á Sam- félagsvef Hornafjarðar að vegafram- kvæmdum í Öræfum verði væntanlega lokið fyrir hvítasunnu. HÉÐAN OG ÞAÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.