Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 35

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 35 ÞEIR sem nærast á brjóstamjólk sem ungbörn eiga síður á hættu að fá hjartasjúkdóma, að því er bresk rannsókn hefur leitt í ljós, en nið- urstöðurnar eru birtar í lækna- tímaritinu Lancet. Rannsóknin var gerð á 200 unglingum sem höfðu sem ungbörn tekið þátt í rannsókn á fæðu ungbarna og sýndi því sam- anburð, að því er fram kemur á vef BBC. Niðurstöðurnar eru að þau sem fengu brjóstamjólk sem ungbörn höfðu minna af slæmu kólesteróli í líkamanum en þau sem fengu nær- ingu úr pela sem ungbörn. Ungling- arnir voru orðnir 13–16 ára þegar þeir voru rannsakaðir aftur. Dr. Atul Singhal, sem fór fyrir vísindamönnunum, segir í greininni í Lancet að niðurstöðurnar bendi til þess að brjóstagjöf hafi mjög góð áhrif á hjarta- og æðakerfið til lengri tíma litið. Og vísindamenn- irnir benda á að það geti verið vegna þess að brjóstabörn vaxi hægar en pelabörn, þar sem hraður vöxtur í frumbernsku hefur áhrif á líf barnsins og getur aukið líkur á hjartasjúkdómum og offitu.  HEILSA Góð áhrif brjósta- mjólkur á hjartað Morgunblaðið/Brynjar Gauti GULLSMIÐIR í versluninni Gull- kistunni við Frakkastíg hafa nú bú- ið til glænýja skúfhólka í tilefni af aldarafmæli heimastjórnarfálkans. Skúfhólkar, sem gerðir eru úr silfri, eru notaðir á skotthúfur upp- hluta og peysufata. Dóra Jónsdóttir verslunareig- andi segir algengt að búnir séu til minjagripir tengdir ákveðnum at- burðum í sögunni. „Sérstakir skúf- hólkar voru t.d. búnir til í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi til minningar um konungskomuna 1874 og fálkaminjagripir voru gerðir árið 1921 þegar Kristján X kom til Íslands þegar rafstöðin við Elliðaárnar var tekin í notkun.“ Þegar Ísland fékk heimastjórn árið 1904 var gert sérstakt skjald- armerki með íslenska fálkanum á bláum fleti sem notað var allt til ársins 1944 er Íslendingar fengu sjálfstæði. Þá voru einnig búnir til skúfhólkar með fálkamynd og því þótti, að sögn Dóru, tilvalið að koma með nýja skúfhólka núna í til- efni aldarafmælis fálkans, en þeir kosta 12.500 og 14.000 krónur í versluninni. „Það er mikill áhugi fyrir ís- lensku þjóðbúningunum og þar með er áhugi fyrir öllu búningasilfri. Tuttugustu aldar nútíma upphlut- urinn er algengastur nú til dags. Svo koma peysufötin og aðrir eldri búningar.“  HANDVERK |Aldarafmæli Skúfhólkar: Á skotthúfur. Morgunblaðið/Ásdís Dóra Jónsdóttir: Verslunareigandi. Fálkar í skúfhólkum Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR Nýja kremlínan „Golden Caviar“ frá BIODROGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.