Morgunblaðið - 27.05.2004, Side 45

Morgunblaðið - 27.05.2004, Side 45
alla tíð mátti merkja að Haukahjart- að sló á sínum stað. – Á síðari árum urðu samskipti Hauka og Þóris mik- il, reyndar á öðru sviði þegar hann tók að sér að skipuleggja utanlands- ferðir ýmissa hópa félagsins og eink- um eru minnisstæðar nokkrar ferðir meistaraflokks karla í handknattleik þegar farið var með fullar vélar áhangenda í Evrópukeppni til hinna ýmsu landa. Oft var Þórir með í þessum ferðum og nú síðast í frægð- arförinni til Barcelona í vetur. Þar lék Þórir á als oddi og var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. – Mik- ill er söknuður okkar í dag og sendir félagið ættingjum og vinum innileg- ustu samúðarkveðjur. – Minning um góðan dreng lifir. Á lífsins leið og í dagsins önn gleymist oft hvað það er sem gefur lífinu gildi. En skyndilega og óvænt gerast hörmulegir atburðir sem minna rækilega á mikilvægi þess að rækta ávallt hin jákvæðu gildi lífs- ins. Slíkur atburður gerðist miðviku- daginn 19. maí síðastliðinn þegar vinur minn, Þórir Jónsson, lést í bíl- slysi. Þegar slík frétt berst hrekkur maður við, trúir ekki að slíkt geti gerst en stendur samt frammi fyrir orðnum hlut og hugsar um hvað lífið er hverfult og hvað framtíðin getur verið óvænt og óviss. Þórir Jónsson var á margan hátt einstakur maður og það er erfitt að sætta sig við að hann sé svo skyndi- lega frá okkur kallaður. Ég átti því láni að fagna að fá að starfa náið með Þóri innan knattspyrnuhreyfingar- innar um margra áratuga skeið. Knattspyrnan átti hug hans allan frá unga aldri. Hann hafði mikla með- fædda hæfileika sem leikmaður og náði langt á því sviði og spilaði meðal annars tvo landsleiki með A landsliði Íslands. Hann spilaði fyrst með Haukum og Val en seinna með FH og með því félagi vann Þórir mörg afrek, bæði innan og utan vallar. Hann var um tíma spilandi þjálfari FH, síðan framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar FH og formaður deildarinnar í mörg ár. Nú síðustu ár var hann formaður rekstrarfélags meistara- og 2. flokks. Það er ljóst að Þórir var í forystu hóps sem hef- ur unnið kraftaverk í starfi knatt- spyrnudeildar FH og lyft félaginu á stall meðal fremstu félaga í knatt- spyrnu á Íslandi. Þórir var vel til forystu fallinn. Hann var mikill eldhugi sem hafði einstakt lag á að safna fólki saman til verka innan knattspyrnuhreyf- ingarinnar og smitaði alla með ákafa sínum, eldmóði og einlægri trú á málstaðinn. Hann var ávallt tilbúinn að taka að sér verkefni innan knatt- spyrnunnar þegar til hans var leitað. Hann var formaður Samtaka félaga í efstu deild, Landsbankadeildinni, og einn af stofnendum og rekstrarað- ilum KSÍ-klúbbsins frá upphafi. Þórir var úrræðagóður, einlægur og með afbrigðum kappsamur og fylginn sér til að ná árangri. Hann var einn af bestu mönnum knatt- spyrnuhreyfingarinnar og hún hefur misst mikið við skyndilegt fráfall Þóris Jónssonar. Ég mun sakna óvæntra símtala frá vini mínum Þóri hvort sem var að nóttu eða degi til að ræða hvað betur mætti fara innan fótboltans. Þórir var einstakur vinur og fé- lagi. Hann var tryggur og trúr og maður vissi alltaf hvar maður hafði Þóri Jónsson. En umfram allt var hann góður maður með stórt hjarta sem ekkert mátti aumt sjá. Því veit ég að missirinn er mikill hjá þeim sem stóðu hjarta hans næst. Ég flyt innilegar samúðarkveðjur til barna, unnustu, foreldra og allra ástvina frá harmi sleginni knatt- spyrnuhreyfingu. Ykkar missir og söknuður er mikill. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi drúpir höfði í bæn og þakklæti í minningu Þóris Jónssonar. Elsku vinur, Þórir, far þú í friði, megi góður Guð geyma þig og varð- veita. Við munum öll sakna þín sárt. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Mikið sé eftir honum Þóri. Alls staðar nálægur, alls staðar uppörv- andi, alltaf áreiðanlegur, atkvæða- mikill, atorkusamur. Áhrifamaður og aðalmaður. Með spaugsyrði á vör, glaður í bragði, vingjarnlegur. Vel- viljaður. Þórir Jónsson var einn af þessum ódrepandi áhugamönnum um íþróttir, sem ætíð voru reiðubún- ir til starfa og liðveislu. Það er miss- ir að slíku fólki, ekki síst þegar mátt- arstólpi á borð við Þóri fellur frá og skilur stórt skarð eftir sig í því liði, sem heldur uppi hinu kröftuga og sí- nýja hugsjónastarfi á vettvangi íþróttanna. Ég man vel eftir Þóri sem leik- manni. Frekar smár á velli en knár, ótrúlega leikinn og útsjónarsamur og áreiðanlega gulls ígildi sem hlekkur í keðjunni, vegna þess að Þórir skildi að knattspyrna er leikur liðsheildar og íþróttir snúast um samheldni og samstöðu. Fé- lagsþorski hans kom fram í áratuga framlagi hans til knattspyrnunnar, félags síns og deildar og hann var að finna á ferð í Kaplakrika við stjórn- unarstörf, við línuna hjá strákunum í fimmta flokki eða í stúkunni, þegar stórleikir fóru fram. Alltaf glaðbeitt- ur og brosandi. Hress. Hann Þórir var hress í bestu merkingu þess orðs og hann lét ekki við það sitja að starfa fyrir FH, heldur gerði hann íþróttaferðir og skipulagningu þeirra að lífsstarfi sínu og þegar saman fara vinna og áhugi, þá er ekki að spyrja að leikslokum. Enda var Þórir vinsæll maður og eftirsótt- ur á báðum vígstöðvum í ferðabrans- anum sem í fótboltanum. Vinsældir Þóris voru fólgnar í glaðværð hans og glettni, hrein- skiptni og heiðarleika, einlægum áhuga á viðmælendum og viðhlæj- endum og þessi litli en hugumstóri einstaklingur, var einn af hornstein- um þess samfélags, sem ég hef kynnst í gegnum afskipti mín af íþróttum, og þó sérstaklega í knatt- spyrnunni. Hann kunni að njóta lífs- ins, var hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir og stóð fullkomlega undir ábyrgð sinni og skyldum, í þeim áhrifastöðum sem hann valdist til. Ég votta vinum mínum í FH sam- úð mína, aðstandendum Þóris og fjölskyldu og þeim stóra vinahópi sem stóð með og um Þóri Jónsson. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands, Knattspyrnusamband Ís- lands, Fimleikafélag Hafnafjarðar og íþróttahreyfingin öll hefur misst einn af sínum bestu mönnum. Megi minning hans varðveitast og sorg- legt fráfall minna okkur á að lífið er stutt og þess þarf að njóta. Eins og Þórir gerði. Ellert B. Schram. Kveðja frá starfsfólki Ferðaskrifstofu Íslands Úrvals-Útsýnar Fallinn er frá langt um aldur fram góður vinur okkar og samstarfs- félagi, Þórir Jónsson. Þórir hóf störf hjá Úrvali-Útsýn árið 1990 og starfaði hann óslitið hjá fyrirtækinu til dauðadags en hann veitti forstöðu íþróttadeild fyrirtæk- isins. Það má með sanni segja að Þórir hafi verið frumkvöðull í skipu- lagningu íþróttaferða á erlendri grund. Íþróttadeild Úrvals-Útsýnar var stofnuð undir hans stjórn árið 1990 og hefur deildin skipulagt æf- inga- og keppnisferðir fyrir íþrótta- fólk ásamt ferðum fyrir áhugafólk um íþróttir víðs vegar um heiminn. Mörg þúsund farþegar hafa notið þess að keppa og horfa á kappleiki á hennar vegum. Í nálægð Þóris var aldrei nein lognmolla og það gustaði af honum hvar sem hann fór. Hann var mikill keppnismaður og hafði mikinn metnað fyrir hönd sinnar deildar. „Við erum „vinnerar“ er það ekki?“ sagði hann gjarnan. Við höfum misst kæran vin og samstarfsfélaga. Skemmtilegur húmor, hnyttin tilsvör og umfram allt léttleiki og lífsgleði einkenndu þennan dreng. Við samstarfsfélag- arnir munum minnast hans á þeim nótum og sækja í brunn minning- anna allar skemmtilegu stundirnar okkar saman. Á þessari stundu hugsum við hlýtt til fjölskyldu Þóris og sérstaklega barnanna hans sem voru honum svo kær. Við sendum þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Okkur langar í nokkrum orðum að minnast Þóris, vinar okkar og yf- irmanns. Það er mjög erfitt að lýsa Þóri í fáum orðum því hann var ein- stakur maður, lífsglaður, gjafmildur og hjartahlýr. Þórir lagði mikið upp úr því að við tækjum virkan þátt í starfsemi fyrirtækisins og lét okkur finna að við værum hluti af liðsheild, eða eins og hann sjálfur hefði orðað það: „Við ætlum að vera „winnerar“ og við tæklum þetta.“ Þrátt fyrir að Þórir væri kröfu- harður yfirmaður þá ætlaðist hann aldrei til meira af okkur heldur en sjálfum sér, og hann var duglegur að launa okkur fyrir vel unnin störf. Hann var alltaf að, og hvort sem hann var í sínum daglegu göngu- ferðum eða að sinna öðrum hvers- dagslegum störfum, þá átti hann það til að hringja og ræða nýjar hug- myndir eða jafnvel bara til að vita hvort allt væri í lagi hjá okkur því hann lét okkur alltaf finna að honum þætti vænt um okkur. Hann lagði mikið upp úr því að við færum í skemmtiferðir til að efla starfsand- ann, eina skilyrðið var það að við hringdum og létum vita af okkur og tækjum lagið fyrir hann. Þó að Þórir væri harðduglegur og jafnan önnum kafinn vegna starfs síns úti um allan heim þá fannst okkur aðdáunarvert hvað hann lét alltaf samband sitt við börnin sín ganga fyrir öllu, og lét ekkert standa í vegi fyrir því að hann gæti annast þau sem best. Elsku Þórir, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og kennt okkur. Þú munt alltaf skipa sérstakan sess í hjarta okkar, og við munum alltaf minnast orða þinna þegar þú sagðir að lífið væri svo stutt að við yrðum að njóta þess. Við sendum börnum hans, foreldr- um og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Jónsdóttir.) Stelpurnar hans Þóris, Silja Rún, Helena, Lilja Guðrún, Þórunn, Vilborg (Bibba), Kristín og Sigrún Ósk. Á Íþrótta- og tónlistardeild Úr- vals-Útsýnar eru engir tveir dagar eins og heldur engin leið að segja fyrir um hvernig dagarnir verða. Eðli ferðaskrifstofustarfsins er reyndar þannig að hlutir geta breyst oft á dag með litlum sem engum fyr- irvara. Þessu er starfsfólk á deild- inni vant og nærist að vissu leyti á, enda nánast allt hlutir sem hægt er að bjarga. Þeirri fregn sem barst að morgni 19. maí, að Þórir Jónsson yf- irmaður hér á deildinni hefði látist í hörmulegu bílslysi, voru menn hins vegar síst viðbúnir. Íþróttadeildin og Þórir er eitthvað sem menn hugsa í sömu andrá og tengja órjúf- anlegum tengslum. Það var lærdómsríkt að vinna með Þóri og synd að segja að lognmolla eða hægagangur hafi einkennt störf hans. Ferðaskrifstofuatið átti vel við hann og hann naut sín sérstaklega þegar mikið gekk á og menn sáu varla út úr hlutunum. Þá var hann í sínu besta formi, leysti það sem leysa þurfti, þó ekki endilega há- vaðalaust. Svo fylgdu í kjölfarið bíl- túrar og þó nokkur símtöl. Fyrir ut- an vinnutíma var það oftast Þórir sem hóaði öllum saman og erfitt að gleyma grillveislunum á pallinum í Fagrahvammi. Fyrir utan starfið kom Þórir víða við en var ekki mikið fyrir að blanda sér í fjöldann, stóð alls staðar upp úr og var áberandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Starfs síns vegna ferðaðist Þórir út um allan heim í mörg ár, óþreyt- andi að skoða æfingaaðstöðu sem gæti farið saman við vilja kúnnans. Nú hefur Þórir hins vegar farið sína síðustu ferð, að minnsta kosti hérna megin landamæra, en finnur örugg- lega góða aðstöðu hinum megin. Takk fyrir samfylgdina, Þórir. Ég sendi öllum ástvinum samúðarkveðj- ur. Sigurður Gunnarsson. Fallinn er í valinn góður vinur og skólabróðir. Þórir Jónsson lést í hörmulegu bílslysi þann 19. maí sl. Við vorum þrjátíu sem innrituð- umst í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni haustið 1971. Þar vor- um við á heimavist næstu níu mán- uðina. Slík vist gerir ekkert nema gott. Þangað bar okkur að frá öllum landshlutum og hafði hvert okkar sitt sérkenni. Alla tíð síðan höfum við haldið hópinn og hist reglulega, rifjað upp gömul kynni og hlegið saman yfir allri vitleysunni sem henti okkur í den. Já, það hafði hver sitt sérkenni, en Þórir bar af. Hann var íþróttamað- urinn í hópnum. Það var sama hvar drepið var niður – Þórir hafði allar greinar á valdi sínu – nema kannski „rythmik“. Við litum „upp“ til hans, því hann hafði verið í landsliðinu í knatt- spyrnu og hann var svo flinkur með knöttinn að það var unun á að horfa. Það sem einkenndi Þóri á skóla- árum okkar var húmorinn; hann gat alltaf séð spaugilegu hliðina á öllu. Og með sínum smitandi hlátri gat hann breytt alvarlegustu málum í þau léttvægustu. Þórir helgaði sig félagsmálum í íþróttahreyfingunni og víðar, og lyfti þar Grettistaki – honum líkt! Við vorum stolt af því að þekkja hann og þreyttumst aldrei á að monta okkur af því að hann hefði verið með okkur í skóla. Þórir var mikill og góður vinur og það var gott að eiga hann að sem slíkan og aldrei var neitt vandamál svo stórt að hann sæi ekki leið út – „ekkert mál,“ sagði hann, „við redd- um þessu.“ Slíkir menn eru vand- fundnir. Nú er komið skarð í þennan litla hóp; skarð sem aldrei verður fyllt, og við hin sitjum eftir hnípin og segjum, um leið og við sendum fjöl- skyldu Þóris innilegar samúðar- kveðjur: Vertu sæll, kæri vinur. Við munum alltaf sakna þín. Skólasystkin á ÍKÍ. ,,Maður er manns gaman. Við verðum að hafa eitthvað til að hlakka til. Hvað getur þú gert fyrir FH?“ Þetta voru meðal annarra ein- kunnarorða Þóris Jónssonar. Okkur setti hljóða þegar þau hörmulegu tíðindi bárust okkur miðvikudags- morguninn þann 19. maí að Þórir væri farinn frá okkur fyrir fullt og allt, aðeins 52 ára. Hann var ótrú- lega lífsglaður maður, skemmtileg- ur, gefandi og lifandi persónuleiki. Hann elskaði lífið og smitaði alla sem umgengust hann af lífsgleði sinni. Við kynntumst Þóri í gegnum fótboltann. Sumir okkar þekktu hann frá því hann gaf einkunnir á hólnum á Hörðuvöllum. Aðrir þegar hann gerðist formaður knattspyrnu- deildar FH árið 1988. Það var ör- lagaríkt ár fyrir fótboltann hjá FH. Hann gjörbreytti allri hugsun, þoldi ekki afsakanir og að FH væri ein- hver „nærbuxnaklúbbur“. Metnaður hans var gríðarlegur, með nokkrum símtölum var málum hrint í fram- kvæmd. „Nei“ eða „kannski“ fund- ust ekki í orðabók Þóris. Í gegnum tíðina höfum við farið í margar æv- intýralegar ferðir, meðal annars til Cayman-eyja og Jamaíku sem Þórir skipulagði á sinn einstaka hátt. Þór- ir var mælistika á allt sem gert var innan vallar sem utan og var nokk- urs konar föðurímynd. Eiginkonur og kærustur leikmanna tók hann með inn í starfið og við það skapaðist einstakur andi sem hjálpaði okkur jafnt á vellinum sem og utan hans. Hann hjálpaði mönnum, mátti ekk- ert aumt sjá og bar aldrei vandamál sín á torg. Skarð Þóris verður vand- fyllt, hann var einstakur og minning hans mun lifa. Hann hafði djúpstæð áhrif á okkur alla og átti þátt í að móta hugsun okkar. Það er erfitt að trúa því að við getum ekki hringt í hann eða komið heim í Fagrahvamm og fengið okkur popp eða harðfisk og eitthvað gott að drekka. Guð blessi þig, við gleymum þér aldrei. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til barnanna hans, foreldra og systkina. Fyrir hönd meistaraflokks FH í knattspyrnu 1988–1993. Andri Marteinsson, Björn Jóns- son, Guðmundur Hilmarsson, Halldór Halldórsson, Hörður Magnússon, Jón Erling, Jón Þór, Magnús Pálsson. Það er vor í lofti. Rigningin sleng- ist niður sem aldrei fyrr. Litlir gutt- ar, klæddir regngöllum, horfa hug- fangnir á litla lækinn, hjá Mössu í Mýrinni, vaxa og vaxa. Skyldi flæða yfir veginn? Verður ófært upp á Holt? Hver dagur er ævintýri. Pálmi Sveinbjörns, Markús, Hjalti, hennar Rúnu Rikka, Júlli Hólmgeirs, Þórir litli Jóns og Maggi Ástu áttu sitt sögusvið. Hringbrautin var heima- völlurinn, verkamannaíbúðir, þar sem Nonni Pálma, Óskar Halldórs, Dadú og Gunni Magg, Geiri, Rikki hennar Rúnu, Svenni Pálma og Kjartan bjuggu fjölskyldum sínum samastað. Hringbrautin var vinsæll leikvöllur þar sem krakkarnir í hverfinu léku sér, spiluðu fótbolta, milli þess sem mæðinni var kastað, nýjustu atriði úr þrjúbíó, gjarnan mynd með Roy Rogers, rædd og leikin. Þá sýndu sumir góða takta í framsögu, leikstjórn og leiklist. Al- úðin við leiklistina var augljós hvort heldur menn léku hetjuna Roy eða hestinn Trigger. Þórir litli Jóns lét snemma að sér kveða. Hvell röddin heyrðist vel á Hringbrautinni, þegar uppáhalds- leikurinn hans var annars vegar. Gefðann, gefðann, skjóttu, skjóttu. Oftar en ekki var þó viðkvæðið hjá okkur hinum. Þórir, hættu að sóla! Þú gefur aldrei boltann. Skjóttu Þórir, skjóttu. Ekki má ég heldur gleyma landafræðileikjunum okkar Þóris, en þeir fólust í því að leggja fram spurningar hvor fyrir annan og þá var nú stundum þráttað. Slíkum spurningum köstuðum við oft fram síðar á lífsleiðinni þegar við treyst- um okkar vináttubönd. Já, þessi minningabrot koma upp í hugann þegar ég minnist æskuvinar míns, Þóris Jónssonar, þess góða drengs. Uppvaxtarárin á Hring- brautinni færðu okkur vináttu sem við mátum báðir mikils og færðu okkur jafnframt vissu um hvar vin- arþræðir lágu. Þórir Jóns varð snemma leikinn, klókur og útsjónarsamur í fót- boltanum. Þar var hann á heima- velli. Einhvern veginn æxlaðist það svo að við félagarnir á Hring- brautinni gengum flestir til liðs við Hauka. Þar sýndi Þórir hvað í hon- um bjó þegar knattspyrnan var ann- ars vegar, enda varð hann strax einn af lykilmönnum í liðinu. Fót- boltaferill Þóris varð síðan langur og glæsilegur með Haukum, Val og FH. Þórir Jóns verður öllum þeim sem honum kynntust minnisstæður. Snöggur í hreyfingum og fasi, dug- legur og einstaklega fylginn sér. Vinur vina sinna, glaðvær og hrókur alls fagnaðar. Sannur FH-ingur með góða þræði til Hauka. Ósérhlífinn baráttumaður sem hefur víða lagt gjörva hönd að verki í okkar ágæta bæjarfélagi. Fyrir það er þakkað. Við Elsa minnumst Þóris Jóns- sonar sem góðs æskuvinar og skóla- SJÁ SÍÐU 46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 45

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.