Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 46
félaga þar sem glaðværðin var í fyr- irrúmi. Nú er komið að kveðjustund. At- hafnaskáldið Þórir Jónsson kveður. Kveður þennan heim í blóma lífsins. Kveður eins og hrifinn með storm- sveipi í miðjum gróandanum. Fer burt með blessuðu vorinu sem heilsar sumri og kveður. En með sorginni vinnur sunnangolan, sól og birta sumarsins. Uppskerutími framundan, byggður á elju og atorku þeirra sem sáðu góðum fræj- um. Þá fer líka boltinn að rúlla. Þóri Jóns væri nú eflaust efst í huga, ef þekki ég hann rétt, að gefa góð ráð og segja: svona strákar, tökum á, áfram, látum boltann rúlla. Landafræðispurningum vinar míns, Þóris Jónssonar, verður hins vegar nú um sinn erfitt að svara. Kæri vinur, bestu þakkir fyrir trausta og góða vináttu um áratuga- skeið. Þín er sárt saknað. Kæra fjölskylda, Sigga mín og Nonni, megi góður Guð styrkja ykk- ur og blessa á sorgarstundu. Magnús Gunnarsson og Elsa. Man þig fyrst á Umferðarmið- stöðinni snemma hausts 1971. Hrokkinhærður og snaggaralegur með þetta prakkaralega bros og stríðnisglampa í augunum; stuttur, hjólbeinóttur. Við vorum að fara í rútunni til Laugarvatns þar sem við höfðum fengið vist í íþróttakennara- skólanum. Óli Ket með tvær hækjur við stýrið. Man ótalmargt en ekki hvenær við urðum vinir, það bara gerðist, átti að gerast eins og allt gott sem hendir mann í lífinu. Vorum tuttugu strákar en bara tíu stelpur. Þessvegna var ég „dam- an“ þín í danstímunum hjá Mínervu. Held að þú hafir samt aldrei notað dans við kennslustörfin. Man þegar þú tróðst með mig marvaðann í sundprófinu; það var þrekraun fyrir okkur báða. Man Torresdrykkju niðri í fjörunni við Skúlagötu, bongótrommur og gítarspil, trúnað- arsamtöl inná baðherbergi hjá Sverri og Elísabetu. Man hvað þú varst mikill galdrakall með fótbolt- ann. Man hvað þú varst óttalaus og áræðinn og taldir oft í mig kjarkinn. Man að þegar við hittumst aftur eftir nokkurn aðskilnað uppgötvaði ég hvað ég hafði saknað þín. Uppfrá því slitnaði aldrei þráðurinn milli okkar. Man eftir „pallinum“ og herra- kvöldunum. Man umhyggju þína og stöðuga uppörvun þegar ég átti við veikindi að stríða. Man ánægjuhlát- ur þinn þegar ég sagðist vera upp- fyrir haus í vinnu. Man samtölin okkar þegar við lágum uppi á hótel- herbergi á Spáni og veltum fyrir okkur lífinu og tilverunni. Ég dáðist að því hvað þú varst bjartsýnn þrátt fyrir boðaföllin sem þú varst að sigla í gegnum. Man eftir rauðvíninu sem þú gafst okkur á aðfangadag og ræðunni góðu þegar ég varð fimmtugur. Man símtölin okkar. Þér fannst gaman að tala í síma. Þér fannst gaman að tala við fólk, gaman að vesenast, vera að, drífa í hlutunum. Man hvað þú varst mikill vinur minn. Við Olga hugsum til ástvina þinna og vonum að einhvern veginn auðn- ist þeim að takast á við þá stóru sorg sem hefur búið um sig í brjóstum þeirra. Við þökkum þér samfylgdina og geymum minninguna um góðan dreng; þann besta. Mikið á ég eftir að sakna þín. Guðmundur Ólafsson. Hratt flýgur stund. Þórir Jóns- son, vinur minn og félagi, er horfinn á braut. Kallið kom öllum að óvör- um. Laugardaginn 15. maí sl. heim- sótti hann okkur Sigrúnu og sagðist vera að fara til New York þennan sama dag. Sameiginlega höfðum við átt nokkrar ferðir til þessarar miklu heimsborgar og notið þar margra góðra stunda. Nú ætlaði hann að eiga þar nokkra daga með vinkonu sinni. Þrisvar sinnum hringdi hann þessa daga til mín og við rifjuðum upp sameiginleg kynni af hinum ýmsu stöðum þar. Okkar kynni höfðu staðið í rúm 40 ár. Fyrst kom hann til mín í vinnuskólann í Krýsu- vík níu ára patti, síðan réðst hann hjá mér sem kennari í Öldutúns- skóla. Þar, eins og alls staðar sem Þórir hefur verið, var hann drif- krafturinn bæði í skólastarfi og fé- lagslífi nemenda. Hann reyndist nemendum sínum eins og góður fé- lagi og faðir. Í hópi félaga eignaðist Þórir marga góða vini. Við hjónin áttum margar ferðir erlendis með Þóri, Sigurbjörgu og síðar Dagnýju. Þær voru allar ánægjulegar og skildu eftir sig góð- ar minningar um samskipti við þau. En erfiðar stundir átti vinurinn oft. Þá þurfti hann að koma og ræða málin. Fara yfir hlutina hvernig best væri að finna lausnir sem hentuðu í hvert sinn. Það var ekki alltaf auð- velt. En alltaf leitaðist hann við að komast stórmannlega af við alla sem voru nærri honum. Hann lifði svo hratt að oft var erfitt að fylgja hon- um eftir. Erfiðir tímar voru að baki. Á síðuustu mánuðum lét hann oft þessi orð falla: „Nú sigli ég bara lygnan sjó, Haukur minn.“ Athafna- maðurinn Þórir Jónsson hefði þó aldrei siglt lygnan sjó, en brimskafl- arnir risu ekki eins hátt og þeir gerðu í lífi hans um tíma. Hann var einstakur faðir. Allt hans líf miðaðist við börnin hans. Alltaf vildi hann vera á réttum stað og á réttum tíma þegar þau þurftu á honum að halda. En Þórir var um- vefjandi gagnvart allri fjölskyldu sinni. Foreldrar hans og systkin nutu ríkulega af mannkostum hans. Við Sigrún eigum erfitt með að sætta okkur við að þessi góði vinur okkar eigi ekki eftir að líta inn og ræða málin eins og hann gerði svo iðulega. Börnunum hans fjórum, foreldrum hans, systkinum og ferða- félaga hans í þessari síðustu ferð og öllum sem voru honum nánir send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún og Haukur Helgason. Ekki oftar fjölmörg dagleg símtöl um sameiginlega áhugamálið okkar, fótboltann í FH. Ekki oftar fundir hjá þér kl. 8.15 í rekstrarstjórninni. Ekki oftar gerum við okkur glaðan dag í góðra vina hópi. Ekki oftar saman á hliðarlínunni á leikjum FH. Ekki oftar að fylgjast með frammi- stöðu pjakkanna okkar, Hjartar þíns og Brynjars míns í 5. flokknum. Ekki oftar ræðum við saman um stjórnmálin þar sem við áttum góða samleið, eða um daginn og veginn og ýmis áhugamál. Og ekki aftur tölum við saman í trúnaði um okkar innstu hjartans mál. Ekki oftar hérna meg- in tilverunnar. Þú lifðir hratt og vildir láta hend- ur standa fram úr ermum. Komst líka svo miklu í verk. Það var ekki alltaf auðvelt að fylgja þér, þegar þú varst kominn í ham og lést verkin tala. En mikið var það gefandi og skemmtilegt. „Við leysum þetta,“ sagðir þú gjarnan, enda var það svo hjá þér að engin vandamál voru of stór til að takast á við; þau voru að- eins verkefni sem leidd voru til lykta. En þú varst kallaður af velli á einu augabragði – alltof skjótt. Þeim ör- lögum verður ekki breytt. Þau úrslit standa hversu ósanngjörn sem þau eru. „Það er ekkert gefið í boltan- um,“ sagðir þú stundum. Það sama á við um lífið sjálft. Þú gafst mér svo margt sem aldr- ei gleymist. Ákafi þinn og dugnaður voru eins og vítamínsprauta fyrir okkur félaga þína og vini. Og í þér sló heitt hjarta, sem fann til með þeim sem áttu erfiða daga. Það fann ég síðast þegar ég stóð yfir moldum Snjólaugar systur minnar fyrir örfá- um vikum. Þá var gott að eiga þig að – eins og alltaf. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn. Það sem áður var tilhlökkunarefni, verkefni sumarsins í kringum fót- boltann, Evrópukeppni og svo margt og margt, hefur einhvern veginn breytt um lit. En uppgjöf var ekki til í þinni orðabók. Þegar á móti blés, þá færðist þú í aukana og sóttir fram. Ég veit að þú vilt að við gerum slíkt hið sama nú á þessum myrku dögum og í framtíðinni. Og við vinir þínir og félagar munum gera það; í þínum anda. Hún Jóna Dóra sagði að lífið hjá okkur fjölskyldunni á Fjarðargöt- unni yrði aldrei samt, þegar fregnin af fráfalli þínu síaðist inn í huga og sál. Svo stóran hlut áttirðu í okkur hjónum og ekki síður börnum okkar. Og við í þér. Börnin þín stóðu hjarta þínu næst. Erla Björg, Auður, Björk og Hjörtur voru þínir dýrmætu gull- molar. Þú vildir allt gera til að auðga líf þeirra og bæta. Og gerðir það svo sannarlega. Þau hafa misst svo mik- ið. Ég trúi því að góður Guð hjálpi þeim og styðji. Það munum við líka gera, vinir þínir, eins og við getum. Vertu viss um það. Þú lifðir lífinu svo sannarlega lif- andi. Fékkst þinn skerf af mótlæti, en barst alltaf höfuðið hátt. Þær voru þó mun fleiri gleðistundirnar sem lífið gaf þér. Margra þeirra fékk ég að njóta með þér. Allar þær minningar geymi ég og varðveiti. Jóna Dóra biður fyrir góðar kveðjur og þakkar þér ógleyman- lega samleið. Það gera líka börnin mín, Heimir, Fannar, Brynjar og Hildur, sem nutu ávallt vináttu þinn- ar og velvilja. Far þú í friði, kæri vinur. Við hitt- umst aftur, þótt síðar verði, á ann- arri ströndu með góðu fólki. Þá tök- um við upp þráðinn aftur, þar sem frá var horfið. Guðmundur Árni. Vegir almættisins eru að sönnu órannsakanlegir. Verstu tíðindi sem mér hafa borist voru að fregna að Þórir Jónsson væri fallinn frá langt um aldur fram. Hrifinn burt í blóma lífsins frá ungum börnum og hafði nýlega fundið sér elskulega konu sem hann bar mikinn hlýhug til. En á örskotsstund er öllu lokið og eftir sitjum við magnþrota, sorgmædd og skilningsvana. Við Þórir höfum þekkst hartnær allt okkar líf. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Barnaskóla Hafnarfjarðar og höfum verið óaðskiljanlegir æ síðan. Við gengum snemma í Hauka en hann skipti fljótlega yfir í Val og lék þar lungann af sínum knatt- spyrnuferli og komst í allra fremstu röð íslenskra knattspyrnumanna. Árið 1975 hóf hann að leika og síðan þjálfa hjá FH, en hann átti eftir að leggja þar mikið af mörkum og vera einn öflugasti forustumaður félags- ins. Nokkur hvíld varð á því starfi þegar hann flutti til Stokkhólms 1982, og dvaldi þar í þrjú ár. Þar átt- um við margar góðar samverustund- ir, ekki hvað síst eftir að Gísli Ágúst Gunnlaugsson, vinur okkar, slóst í hópinn. Myndaðist þar vinátta sem aldrei bar skugga á. Eftir heimkom- una var haldið uppi sama dampi. Stofnaður matarklúbbur, farið í ferðir, horft á fótbolta og unnið fyrir FH. En fljótlega dró ský fyrir sólu. Gísli greindist með ólæknandi sjúk- dóm sem því miður reið honum að fullu og hann lést árið 1996. Við þetta áfall varð samband okkar Þór- is enn nánara. Við syrgðum sárt hinn góða dreng og einlæga vin. Tekin var upp ný iðja eftir að fót- boltaþrekið þraut. Golfáhugi bloss- aði upp. Kjartan Guðmundsson, sem verið hefur staðfastur vinur okkar, var þar drifkrafturinn. Þórir hafði mikla ánægju af þessum leik og ekki síst þeirri hreyfingu og útiveru sem honum fylgir. Er ég var í námsleyfi á suðaust- urströnd Englands kom Þórir í heimsókn með fjölskylduna og átt- um við yndislegar stundir og töluð- um um að eiga þar tíma í ellinni. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Mikil samskipti hafa verið milli fjölskyldna okkar, enda var ekki svo haldið fjölskylduboð að vinirnir væru ekki mættir. Og ræktarlegri manni var ekki hægt að kynnast. Fengi hann pata af vandamálum var hann fyrstur á vettvang til að leggja líkn með þraut. Þótt við hjónin höf- um misst lífstíðarvin er missir ÞÓRIR JÓNSSON MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær sonur okkar, bróðir, faðir, afi og mágur, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Hörgslundi 4, Garðabæ, lést í Bretlandi föstudaginn 14. maí. Útför hans fer fram frá Garðakirkju fimmtu- daginn 27. maí kl. 13.30. Sigurður Einar Jónsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Ellen Guðmundsdóttir, Viðar Sigurðsson, Halldóra Halldórsdóttir, Jón Rúnar Sigurðsson, Tove Karen Rödne, Guðrún Björg Sigurðardóttir, Ágúst Pedersen. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HALLGRÍMS VALGEIRS GUÐMUNDSSONAR, Stórholti 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- og hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut. Soffía Sandra Cox, Fríða Kristín Elísabet Guðjónsd., Hans Hafsteinsson, Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, Jóhann Sigurður Víglundsson, Anna Lydia Hallgrímsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Guðjón Steinarsson, Sveinn Hallgrímsson, Elsa Halldís Hallgrímsdóttir, Hans Erik Strandberg, Hallgrímur Valgeir Yoakum, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN MARÍN VALDIMARSDÓTTIR frá Bolungarvík, lést fimmtudaginn 20. maí. Hún verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolung- arvík laugardaginn 29. maí kl. 14.00. Dagbjartur Þorbergsson, Álfdís Jakobsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR BJÖRNSSON viðskiptafræðingur, Hrauntungu 9, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, miðvikudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 28. maí kl. 15.00. Jónína Margrét Bjarnadóttir, Björn Gunnlaugsson, Regína W. Gunnarsdóttir, Stefán Bj. Gunnlaugsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðmundur K. Gunnlaugsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Lönguhlíð 7a, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 28. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Pétur Jóhannsson, Sæunn Steindórsdóttir, Garðar Björnsson, Rannveig Alfreðsdóttir, Vilhelm Guðmundsson, Leonóra Möller, Einar Möller, Regína Pétursdóttir, Bergur Ingólfsson, Birgir Pétursson, Maríetta Munoz, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.