Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ boð á undan sér og fréttir af góðum dreng sem fyrirvaralaust er hrifinn á brott yfir móðuna miklu er öllum mikið áfall og sorgin er djúp. Þórir Jónsson var formaður æskulýðs- og tómstundaráðs Hafn- arfjarðar, ÆTH, árin 1986 til 1994. Hann var ákaflega farsæll í sínum störfum, mikil málafylgjumaður og lét sér fátt vera óviðkomandi er snerti málaflokkinn. Þórir stýrði ákaflega samhentri nefnd og var í raun vonlaust að átta sig á hinu póli- tíska litrófi nefndarmanna enda samstaða eindræg og vörðuð því göfuga markmiði að búa unga fólk- inu í bæjarfélaginu eins góðar að- stæður til félags- og tómstunda- starfs og kostur var. Þórir hafði næman skilning á hög- um unga fólksins enda lét hann til sín taka á mörgum sviðum æskulýð- mála. Hann var víðsýnn maður og skildi þarfir unga fólksins fyrir fjöl- breytileg verkefni á vettvangi frí- tímans. Á sama tíma og hann gerði miklar kröfur til afreksfólks bæði í boltanum og á öðrum sviðum æsku- lýðsmála hvatti hann af heilum hug og ákaft öll ungmenni til dáða. Að taka þátt í starfi og vera virkur var ekki síður mikilvægt. Félagsleg færni og sú mikilvæga þjálfun sem unglingar öðlast með þátttöku í fé- lagsstarfi var honum ljós enda lagði hann mjög mikla áherslu á slíka starfsemi á kennaraárum sínum í Öldutúnsskóla. Þórir var áhrifamikill formaður æskulýðs- og tómstundaráðs og sem slíkur bar hann gæfu til að koma mörgum góðum málum í fram- kvæmd. Sá sem þetta ritar er þakk- látur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að vera honum samferða í ýmsum þeim málum og ekki síst fyrir að eiga vin- áttu hans vísa í gegnum árin. Börnum Þóris, fjölskyldunni allri og unnustu vottum við, starfsfólk íþrótta- og tómstundanefndar Hafn- arfjarðar, okkar dýpstu samúð, missir þeirra og sorg er mikil. Bless- uð sé minning hins góða drengs Þór- is Jónssonar Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstunda- fulltrúi í Hafnarfirði. Miðvikudagur, klukkan rétt orðin níu. Símhringing frá góðum vini, Halldóri Einarssyni, með váleg tíð- indi. Þórir Jónsson hafði dáið í hörmulegu umferðarslysi tveimur tímum áður. Ég féll saman. Sameig- inleg saga okkar Þóris spannaði 40 ár, allt frá því er hann, 13 ára gam- all, hóf knattspyrnuæfingar með Val. Við urðum strax miklir mátar, þrátt fyrir eða kannski vegna þess hve ólíkir við vorum, til orðs og æðis. Það átti eftir að reynast okkur vel, í nánu samstarfi að kennslu, fótbolta og ferðamálum. Í 30 ár vorum við nánast eins og bræður, bestu vinir, en Þórir átti reyndar nokkra slíka, því maðurinn var sannur gleðigjafi og mikill vinur vina sinna. Þórir var mikill áhrifavaldur í lífi mínu, mest á tíu ára tímabili 1986-1995. Hann fékk mig með sér í kennslu í Öldu- túns-skóla í Hafnarfirði, við settum á fót ferðaþjónustu fyrir íþróttahópa sem varð aðal-starfssvið beggja, saman í tíu ár, síðan í samkeppni í tæpan áratug. Við unnum saman hjá FH, fyrst 1986, hann sem fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar, ég sem þjálfari meistarflokks ásamt Inga Birni Albertssyni, sameigin- legum vini úr Val. Aftur 1993 og 94, Þórir þá formaður knattspyrnu- deildar og ég þjálfari. Samstarfið gekk vel og FH varð „langnæst- besta“ lið Íslands. Við ferðuðumst mikið saman til útlanda, eignuðumst fjölda vina og kunningja enda Þórir einstakur maður, ófeiminn og heillandi. Hann gat ekki farið með fólki í lyftu milli hæða án þess að heilsa því og spjalla við það. Lest- arferðir urðu leið til að kynnast fólki og gantast við börn, sama hverrar þjóðar þau voru, fordómar gagnvart þjóðernum eða litarhætti fólks voru ekki til í Þóri. Þegar hann lenti við hlið ókunnugra í flugvél milli landa, mátti bóka að hann vissi allt um við- komandi fyrir lendingu. Á þessum árum eyddum við Þórir að jafnaði tíu klst. á dag saman, oft meira, við störf okkar í ferðaþjónustu og fót- bolta. En það reyndist of mikið fyrir tvo ólíka einstaklinga, því þótt markmiðin væru hin sömu, greindi okkur á um leiðir. Árekstrar urðu og á endanum samstarfsslit og því mið- ur einnig vinslit. Ég saknaði vináttu hans mjög, meira en ég vildi viður- kenna, en tíminn læknar allt og und- anfarið fann ég sterkt fyrir vilja hans til sátta, þegar við hittumst á förnum vegi og í afmælum góðra vina. Forsjónin kom mér til hjálpar. Ég kom óvænt með tveimur vinum okkar í heimsókn til Þóris daginn áður en hann lagði upp í ferð sem átti eftir að reynast hans hinsta í þessari jarðvist. Hann tók mér opn- um örmum, eins og honum einum var lagið, bauð mér á herrakvöld FH og sæti við borð sitt. Það er mér nú ómetanlegt að hafa átt þessa kvöld- stund með mínum gamla og góða vini og gott að finna aftur faðmlag hans og hlýju, enda 30 ára einstök vinátta að baki. Þórir Jónsson var hluti af minni fjölskyldu á sama hátt og foreldrar hans, systkini, börn og vinir voru einnig mínir vinir. Ég, eiginkona mín Rita Kárason, dætur okkar, foreldrar mínir, tengdaforeldrar og systkini biðjum algóðan Guð að blessa ættingja og vini Þóris og styrkja í sorginni. Guð blessi minningu Þóris Jónssonar; hans verður sárt saknað og skarð það sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Hörður, Rita og fjölskylda. Þau verða ekki fleiri símtölin, oft mörg á dag, til að taka stöðuna á FH-liðinu, leikmannahópnum, hvar yrði æft, hvernig æfingin gekk fyrir sig, með vangaveltum um næstu skref. Þau verða ekki fleiri símtölin, oft mörg á dag, um hvernig við ætt- um að skipuleggja körfuboltaferðir til Södertalje og fleiri staði, fótbolta- ferðir til Portúgals og Spánar fyrir páska eða Svíþjóðar á sumrin. Þeir verða ekki fleiri fundirnir um allt þetta og margt fleira, þar sem þú varst hvort tveggja í senn fundar- stjóri og fundarritari. Við setjumst ekki framar með öl og harðfisk og förum yfir framhaldið á fótboltanum, stöðuna í skólanum eða önnur dæmi sem þarf að klára. Við skjótum ekki framar léttum kímniskotum um sentimetrafjölda og hæð, skotum sem ókunnugum stundum blöskraði en kunningjar höfðu gaman af og tóku þátt í. Þær verða ekki fleiri ræðurnar, sem þú fluttir hvort heldur sem var í Krikanum eða á erlendri tungu þar sem „unbelievable believe me“ fylgdi gjarnan með. Það kemur enginn í staðinn fyrir þig, Þóri, Trölla, dverginn, metrann, þúfuna – já, þau voru mörg nöfnin sem okkur datt í hug að skjóta hvor á annan, og alltaf var hlegið dátt á eftir. „Hvernig nennirðu að vera svona lítill?“ „Það er aðalatriðið að ná niður.“ Atorkan, eljusemin, dugnaðurinn og árveknin þegar fótboltinn í FH var annars vegar var ótrúleg. Nýj- asta dæmið var herrakvöldið þar sem við hinir hristum höfuðið í fyrstu þegar þú talaðir um að smala 350 „hausum“ þannig að sem flestar „kúlur“ kæmu í kassann. En auðvit- að hafðist það eins og annað sem þú lagðir upp með. Takk fyrir vináttuna, ráðlegging- arnar, hvatninguna og fyrir það að vera alltaf þú sjálfur. Takk fyrir samleiðina, kæri vinur. Það fyllir enginn skarð Þóris Jónssonar en minningin um hann lifir. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Leifur S. Garðarsson. Vegir okkar Þóris lágu saman fyr- ir 35 árum þegar ég sá hann fyrst, yfir verslunarmannahelgi, í tjaldi. Síðan vorum við félagar næstu fimm árin, með hléum. Þórir var mikið í fótbolta á þessum árum og var í íþróttakennaranámi á Laugarvatni. Þær voru margar ferðirnar til Laug- arvatns á þessum árum. Kennari var hann af náttúrunnar hendi, því hann var alltaf að kenna, á einn eða annan máta. Ég gleymi ekki, þegar hann var að „hlýða“ mér yfir höfuðborgir heimsins. Hann var ímynd heilbrigðis og á móti flestu sem var ekki hollt og heilbrigt. En helst er þó að minnast að hann var hreinn og beinn í öllu og ávallt glað- ur og jákvæður og tók upp hanskann fyrir þá sem voru minnimáttar í samfélaginu. Þannig minnist ég Þór- is Jónssonar. Sérstöku þakklæti vil ég koma á framfæri til hans og hans foreldra, fyrir yndislegt viðmót við mig, er ég dvaldi á þeirra heimili, sem mótaði mig að mörgu leyti sem þann ein- stakling sem ég er í dag. Ekkert fær tekið í burtu minning- arnar frá þessum árum. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er Guðs son mælir. „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (V. Briem.) Friður Guðs veri með fjölskyldu hans. Guðrún I. Gunnarsdóttir, Bandaríkjunum. Kveðja frá Akranesi Góður félagi er genginn. Þórir Jónsson var einn af öflugustu for- ustumönnum íslenskar knattspyrnu. Hann var góður knattspyrnumaður, góður félagi og mikill vinur vina sinna. Við Skagamenn vottum að- stendum hans og FH-ingum öllum okkar dýpstu samúð vegna andláts hans. Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags K.F.Í.A. Góður vinur okkar, Þórir Jónsson, er fallinn frá. Við félagar hans úr Skallablaks- félaginu Skallagrími viljum minnast hans með nokkrum orðum. Árið 1983 fæddist sú hugmynd hjá fyrrverandi leikmönnum Vals að efna til reglubundinna æfinga í íþróttagrein sem nefnist skallablak. Skallablak er eins og venjulegt blak, með þeirri undantekningu að í stað þess að slá bolta með höndum er ein- ungis leyfilegt að skalla eða sparka knetti yfir netið. Sem sagt, skilgetið afkvæmi blaks og fótbolta. Hafist var handa við reglubundnar æfingar í ÍR-húsinu við Túngötu, sem þótti hentugt til þess. Var æft reglulega yfir vetrartímann, auk þess sem við kepptum, bæði heima og heiman, við félaga okkar á Akureyri, sem stund- uðu einnig þessa skemmtilegu íþróttagrein. Án vafa var Þórir leiknastur okk- ar, enda er hann í þeim hópi ís- lenskra knattspyrnumanna, sem náð hafa lengst í fíntækni fótboltans. Skreytti hann æfingar okkar með sínum fágaða stíl, skemmtilega keppnisskapi og hressandi nærveru. Og þó að reglubundnar æfingar hafi lagst af fyrir nokkrum árum hafa menn haldið hópinn og treyst vin- skapinn. Þóris verður sárt saknað í okkar hópi. En sárastur er söknuður fjöl- skyldu hans, barna og unnustu. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skallablaksfélagið Skallagrímur, Bjarni, Dýri, Grímur, Guðmundur Þ., Ingi Björn, Halldór, Helgi B., Helgi M., Hermann, Hilmar, Hörður, Jóhann, Magnús, Magni, Úlfar, Valur og Vilhjálmur. Vormorgunn með vængjaþyt í lofti. Vaknaði söngrödd þrastarins, fagnar komu dags bak við blámóðu fjalls- ins. Jörðin rís af svefni nætur og fyrsta blómið lýkur upp krónu sinni eins og barn sem opnar lófann í gleði yfir því að vera til. Allt er kyrrt og hljótt – og Fjörðurinn er svo fagur. Þú leggur af stað í ferð dagsins. Ný störf bíða úrlausnar þinna hröðu, öruggu handa. Þú lítur fram á veginn með leiftri í auga og fögnuði yfir því að leysa ný verkefni, nýjar þrautir, með gleði og brosi sem vermi veröldina í kring. Snögglega missir sólin birtu sína. Svart ský kemur þjótandi og hylur augu þín og kuldinn nístir hjartað. Þú grúfir andlitið að jörðinni. Á einu andartaki hverfur heimurinn í þögn sem þú þekkir ekki. -Aðeins eitt andartak- Þá finnst þér þú heyra rödd. Var einhver að kalla? ,,Sjáðu,“ segir röddin, ,,bjarmann bak við skýið. Dagur er á lofti þú hefur verk að vinna.“ Þú lítur hikandi upp. Það er að birta. Brátt ertu baðaður ljósi sem bendir þér áfram líkt og fingur Guðs. Var þetta ef til vill sjálfur Guð? Þú horfir umhverfis þig og sérð að Fjörðurinn er á sínum stað, fegurri en nokkru sinni í töfrum morgunljómans. Þá veistu að öllu verður óhætt. Þú finnur að þú ert sterkur, reiðubúinn að halda áfram, takast á við ennþá stærri verkefni, leysa erfiða hnúta, rétt eins og áður. Og þú gengur föstum, ákveðnum skrefum, hraðar – hraðar mót nýjum ókunnum krafti. - Við stöndum hljóð í þökk og vitum að þú, sem alltaf átt svo mikið að gefa öðrum, heldur þína beinu braut, djarfur, glaður og sendir bjarta brosið og hlýja handtakið sem fyrr inn í líf okkar. Og Fjörðurinn speglar fegurð himins í morgunsárinu. Guð blessi Þóri Jónsson og ástvini hans alla. Sigríður I. Þorgeirsdóttir. Miðvikudagurinn 19. maí hófst eins og hver annar dagur. Við héld- um öll af stað til að sinna verkefnum dagsins, alls óundirbúin þeim sorg- arfréttum sem bárust okkur þennan morgun. Þórir Jónsson, kennarinn okkar, hafði látist í hörmulegu bíl- slysi aðeins nokkrum klukku- stundum fyrr. Við slík tíðindi er eins og tíminn standi kyrr og þá skynjar maður hversu veröldin er hverful, þar sem heimurinn er á einu auga- bragði annar en hann var. Seinna sama dag hittumst við nokkrir bekkjarfélagar, kveiktum á kertum og rifjuðum upp ljúfar minningar frá þessum árum. Ljóst var að bekkur- inn okkar samanstóð af fjörugu og hugmyndaríku ungu fólki. Því má segja að það hafi orðið okkur til happs að fá eins snjallan kennara og Þórir var því hann náði að kalla fram það besta í fari okkar með jákvæðni og festu. Hann var einstaklega lag- inn við að fá okkur krakkana til að gera hluti sem höfðu ekki vakið áhuga okkar áður og tóku margir miklum framförum í námi. Einnig kom hann með margar nýjungar inn í kennsluna og við æfðum framsögn með því að stíga í „ræðupúltið“ og fórum í marga nýja og áhugaverða leiki eins og til dæmis „Kommande pikkaló“. Við þetta urðu ákveðin þáttaskil í viðhorfi okkar til okkar sjálfra og íþróttamanninum Þóri tókst að virkja keppnisandann í bekknum og samheldni sem jafnvel enn í dag ríkir á meðal okkar. Þórir, okkur hlýnar um hjarta- ræturnar þegar við rifjum upp þennan tíma og við sjáum þig ljóslif- andi fyrir okkur þar sem þú gengur hröðum skrefum inn í kennslustof- una, hrokkinhærður, glaðhlakkaleg- ur á svip, sveiflandi lyklakippunni í annarri hendinni, í gráum flauels- buxum og ljósbrúnum tréklossum sem glymur vel í. Öðrum fremur bjóst þú yfir þeim hæfileika að mæta hverju okkar sem jafningja þínum þegar því var að skipta og fyrir þér vorum við öll sýnileg. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Kæri Þórir, á stundu sem þessari er fátt um svör en efst í huga okkar er þakklæti og hlýja fyrir tímann sem við áttum með þér. Megi Guð blessa þig og ástvini þína og umvefja með kærleika sínum á þessari sorg- arstund. Gísli Guðlaugsson, Jóhanna Jensdóttir, Karen Viðarsdóttir, Sigríður Á. Gunnlaugsdóttir. Nú hafa mjög margir misst svo mikið, var það fyrsta sem fór í gegn- um hugann þegar þeirri miklu harmafrétt var komið til mín að Þór- ir Jónsson hefði látið lífið í bílslysi. Þakklæti fyrir að hafa átt Þóri sem vin er það sem fyllir hugann, jafn- framt djúp og einlæg samúð til barnanna, kærustu, foreldra og systkina og síðan til alls þess fjölda vina sem nú syrgir. Föðurástin mun aldrei fölna, segir í texta lags sem Þórir kunni vel að meta og hann mun vaka yfir þeirra velferð þótt í fjarlægð sé. Þórir var ekki stór vexti en því stærri í hugsun og áræði. Ein- stakt hjartalag, glaðværð og ríkur vilji til að láta gott af sér leiða og gleðja aðra fór ekki fram hjá þeim sem urðu honum samferða á göng- unni í gegnum lífið. Þórir lifði lífinu svo sannarlega lifandi, sífellt að huga að hlutunum, hringja til að rétt tékka á hvort allt væri ekki í standi og kunni að taka þátt í gleði og sorg- um síns fólks. Haustsamkoman ár- lega á Pallinum var ákveðin á ferð norður í land eitt árið og þangað var safnað góðum hópi vina Þóris þar sem gestrisni hans naut sín svo vel. Þar spilaði kær vinur Þóris á píanóið og aðrir sungu með. Ég man vel þeg- ar ég sá fyrst til Þóris spila innan- hússknattspyrnu í Valsheimilinu á sama tíma og við lærisveinar Óla B. Jónssonar vorum að gera klárt til að fara út á malarvöllinn til æfingaleiks að vetrarlagi. Ég hafði þá aldrei séð nokkurn leikmann jafn lipran með boltann og ég nefndi það við Óla að ef það vantaði mann hjá okkur þá væri gutti inni í sal sem gæti fyllt skarðið þótt ennþá væri hann aðeins í þriðja flokki. Sautján ára var Þórir orðinn leikmaður með meistara- flokki Vals og var þá jafnframt val- inn í landsliðið, einn yngsti lands- liðsmaður okkar. Í leik með Val gegn Anderlecht í Evrópukeppninni þetta sama ár heillaði Þórir forráða- menn þessa stóra félags og knatt- spyrnustjóri liðsins sá ekki annan kost en setja á Þóri þekktan harð- jaxl í seinni leiknum til þess að freista þess að hemja snillinginn. Knattspyrnuferill Þóris var far- sæll en náði ekki þeim fyrirheitum sem vænta mátti frá undrabarninu. Yuri Ilitsjev, sá farsæli rússneski þjálfari sem þjálfaði Valsliðið um nokkurra ára skeið, kallaði hann prófessor Þóri. Honum fannst Þórir alltaf hafa skoðanir á málunum og þeir skeggræddu gjarnan um hin ýmsu atriði knattspyrnunnar. Leið- togahæfileika hafði Þórir í ríkum mæli og þeirra naut fjöldi æskufólks í Hafnarfirði í gegnum tíðina. FH hefur um áratugaskeið notið ríku- lega drifkrafts Þóris sem viljað hef- ur sjá félagið í fremstu röð. Þar hef- ur Þórir einnig notið sín vel í hópi frábærra félaga. Íslensk knatt- spyrna hefur misst einn sinn öflug- asta og jákvæðasta félaga. Einkalíf Þóris var ekki alltaf dans á rósum. Erfiðar ákvarðanir voru teknar en Þórir virti kringumstæður og var vel meðvitaður um að hin ýmsu mál eiga sér fleiri en eina hlið. Minningin um afbragðs dreng mun lifa um ókomna framtíð. Halldór Einarsson. ÞÓRIR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.