Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 49

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 49 Góður félagi er fallinn frá. Þórir var lífsglaður, skemmtilegur og vel- viljaður maður. Leiðtogahæfileikar hans nutu sín í félagsstörfum fyrir FH og með framtakssemi og metn- aði sínum átti hann stóran þátt í uppgangi og framþróun knattspyrn- unnar í félaginu. Einlægar samúðarkveðjur til að- standenda. Hallsteinn Arnarson. Drengur góður í bestu merkingu þeirra orða hefur kvatt og minning- ar hrannast upp. Kynni okkar Þóris hófust í Kenn- araskólanum á námsárum okkar og að sjálfsögðu í tengslum við fótbolt- ann. Á þessum tíma var hann þekkt- ur knattspyrnusnillingur en ég sveitamaður sem ekki hafði leikið al- mennilegan leik og varla séð alvöru leik. Við Þórir vorum báðir í knatt- spyrnuliði skólans og með okkur val- inn maður í hverri stöðu. Sjálfs- traust mitt var ekki upp á marga fiskana innan um þessi þekktu nöfn. Þórir skynjaði fljótt minnimáttar- kennd mína og leiðbeindi mér, hvatti og hrósaði á sinn sérstaka hátt. Sannfæringarkrafturinn var ómót- stæðilegur þá eins og alltaf síðar. Ég fékk fljótt á tilfinninguna að það væri eitthvað spunnið í þennan hressa og galgopalega strák. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman í FH, félaginu okkar. Þórir, þá fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH og driffjöður í öllu starfi deild- arinnar, réð mig í starf aðalþjálfara og til að hafa umsjón með uppbygg- ingarstarfi yngri flokka félagsins. Að mörgu leyti vorum við Þórir ólíkir en náðum vel saman. Við bætt- um hvor annan upp og vorum báðir tilbúnir að vaða eld og reyk til að efla félagið okkar. Ég vona og trúi að FH hafi notið góðs af samstarfi okkar og brölti. Það var lærdómsríkt að umgang- ast og starfa með Þóri og ekki síður skemmtilegt. Áhuginn, metnaður- inn, keppnisskapið og ekki síst „snerpan“ gerðu hann óvenju af- kastamikinn. Ánægjulegar og eftir- minnilegar samvistir við hann hafa gefið mér mikið og nú á kveðjustund þegar hugurinn leitar til baka renn- ur það upp fyrir mér að Þórir var meiri áhrifavaldur í lífi mínu en ég hafði gert mér grein fyrir. Hægt væri að rifja upp fjölmörg skemmtileg atvik, samverustundir og ekki síst uppákomur þar sem Þórir var miðdepillinn og frum- kvöðull. Mæting á Pallinn er dæmi- gert uppátæki sem lýsir Þóri vel. Einu sinni á ári krafðist hann þess að helstu vinir hans úr öllum áttum mættu á Pallinn heima hjá honum. Á þeim stundum naut hann sín vel þar sem örlætið, vinarþelið og glaðværð- in sem geislaði af honum smitaði aðra. Það var vel leggjandi á sig löng ferðalög landshorna á milli til að missa ekki af þeirri samkomu og reyndar öðrum með sameiginlegu vinafólki. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Þóri. Hann var það sér- stakur og eftirminnilegur persónu- leiki að skarð hans verður aldrei fyllt, hálfgerð þjóðsagnapersóna nú þegar á ýmsum vettvangi. Lífið er ekki eingöngu félagsstörf og gleðskapur. Hjá Þóri, eins og mörgum, skiptust á skin og skúrir í lífinu. Hann þurfti að takast á við erfiðleika og mótlæti sem hefði dregið allan mátt úr mörgum. Það var hins vegar ekki honum líkt að láta undan og einmitt á viðkvæmum stundum og í krefjandi aðstæðum fannst mér hann sýna best og sanna hversu traustur og heilsteyptur hann var, heiðarlegur og hreinskipt- inn gagnvart öllum. Þórir var góður vinur barna okkar og velgjörðarmaður fjölskyldunnar eftir að við bjuggum í íbúð hans í Hafnarfirði í tvö ár á meðan hann starfaði í Svíþjóð. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um þennan einlæga og trygga vin. Við Ásta, börnin okkar og fjöl- skyldur erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með honum ógleym- anlegar og dýrmætar stundir. Til barnanna Erlu Bjargar, Auðar Daggar, Bjarkar og Hjartar, unn- ustu, foreldranna Jóns og Sigríðar, systkina, fjölskyldna þeirra og ann- arra sem eiga um sárt að binda leit- ar nú hugurinn með óskum og bæn um guðsblessun og styrk á þessum erfiðu stundum. Albert Eymundsson. Þegar fregnin um andlát vinar míns, Þóris Jónssonar, barst mér til Noregs átti ég erfitt með að trúa að sönn væri. En veruleikinn kom fljótt til baka og við verðum að kyngja þeirri staðreynd að Þórir er ekki lengur á meðal vor. Við Þórir kynntumst meðan við stunduðum nám í Kennaraskólanum á öldinni sem leið. Öllum sem kynnt- ust honum varð fljótlega ljóst að þórir var langt í frá að vera það sem menn í daglegu tali kalla venjulegur maður. Hann var virkari í öllu sem hann tók sér fyrir hendur en meðaljóninn. Hann var líka hugmyndaríkari en flestir aðrir og það sem kannski ein- kenndi Þóri mest var að hann kom flesum hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Ég ætla að segja eina stutta sögu sem sýnir hvernig Þórir tók á mál- unum. Dag einn í maí árið 1990 átti ég leið inn á Samvinnuferðir á Hótel Sögu þar sem kona mín hafði nýlega hafið störf. Þar vann þá einnig Þórir Jónsson sem ég hafði ekki séð í nokkur ár. Hann hafði ekki fyrir því að svara kveðju minni en sagði um leið og hann sá mig: „Heyrðu Dunni, ertu ekki til í að flytja í Hafnar- fjörð?“ Ég játti því svo sem þó það væri alls ekkert á döfinni. „Og nátt- úrlega að kenna í Öldutúni?“ bætti hann við. Þegar ég sagði honum, í hálfkæringi, að það kæmi náttúrlega enginn annar skóli til greina en Öldutúnið kom svarið: „Þá er það ákveðið.“ Síðan tók hann upp símann, talaði við skólastjórann og sagðist vera bú- inn að fá kennara að skólanum. Tveimur dögum síðar mætti ég á skrifstofu skólastjórans til viðræðna við Hauk Helgason. Þegar ég gerði mig líklegan til að fara sagði Hauk- ur: Bíddu aðeins, vinur. Við Þórir vorum á fundi í gærkvöldi og fannst best að gera þetta svona. Um leið dró hann upp úr skúffu sinni útfyllt umsóknarblað sem hann rétti að mér. „Þú skrifar bara undir hér. Þetta verður nefnilega tekið fyrir á skólanefndarfundi í kvöld.“ Maí-heimsóknin í Öldutúnsskóla reyndist mér eitthvert mesta happ á lífsleiðinni. Fyrir það get ég aldrei fullþakkað Þóri Jónssyni. Nú þegar maður situr og ritar þessi fátæklegu orð leitar hugurinn til alls þess sem maður brallaði með Þóri. Söknuður- inn er mikill og það er stutt í tárin. En það er líka stutt í brosið. Kæri vinur. Ég þakka þér enn og aftur fyrir samfylgdina hérna megin móðunnar miklu. Við hittumst aftur hinum megin. Ég sendi börnum Þóris og fjöl- skyldu hans mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðni Þ. Ölversson. Kær vinur minn og samstarfs- maður Þórir Jónsson er látinn. Því er erfitt að trúa að aldrei munir þú aftur sitja við skrifborðið þitt talandi í báða símana, með mann fyrir fram- an þig. Aldrei aftur kallarðu á mig: „Lúlli, hver er staðan hjá okkur? Er- um við ekki að berjast? Verðum við ekki sigurvegarar í þessu öllu?“ Leiðir okkar lágu fyrst saman í FH, þar var ég lítill pjakkur spilandi fótbolta öllum stundum en þú í for- svari fyrir knattspyrnudeildina. All- ar götur síðan var fótboltinn ávallt miðpunkturinn í öllum okkar sam- skiptum. Síðar meir þróaðist sam- starf okkar og vinátta samhliða störfum okkar hjá FH og haustið 1997 réðstu mig til starfa með þér á íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Minningar mínar um þig eru ótal- margar en upp úr stendur að alltaf varst þú jákvæður og þróttmikill. Oft höfum við verið ósammála og stundum skipst hressilega á skoð- unum, en þrátt fyrir það var alltaf stutt í húmorinn. Þú varst sérlega flinkur að leysa hvers konar vanda- mál og þegar allt virtist stefna í óefni og virkilega þurfti að bjarga málum þá varst þú öllum mönnum fremri. Ég hafði oft á orði að þú vær- ir ekki alveg með sjálfum þér nema þegar virkilega þyrfti að bretta upp ermarnar. Þú varst hreinskilinn og heiðar- legur í samskiptum þínum við annað fólk og gekkst hreint til verks, vissir að ef þú gerðir ekki hlutina sjálfur myndi enginn annar gera þá fyrir þig og þannig varstu, alltaf leiðandi með góðu fordæmi. Þú hafðir engan áhuga á að vera í einhverjum for- stjóraleik, komst til dyranna eins og þú varst klæddur og sagðir það sem þér bjó í brjósti og skipti þá engu við hvern þú varst að tala. Einhverju sinni vorum við á leið á fund með háum herrum og ég hafði á orði að við værum varla klæddir fyrir slíkan fund, báðir í gallabuxum og bol. Svar þitt er mér minnisstætt og lýsti þér vel: „Lúlli, við erum bara galla- buxnagæjar og þannig á þetta að vera.“ Þú varst höfðingi heim að sækja, hélst margar veislur, ógleymanlegar þeim sem þær sóttu. Rausnarskapur þinn var mjög í samræmi við þau orð sem þú oft viðhafðir að sælla er að gefa en þiggja. Söknuðurinn er mikill en ég er þakklátur fyrir að hafa verið þér samferða um árabil, þakklátur fyrir allt sem þú hefur kennt mér, öll tækifærin sem þú veittir mér og að standa svo dyggilega við bakið á mér. Ég dáist að því hversu sterkur þú varst á raunastundum og aldrei skal ég gleyma öllu því sem ég hef lært af þér. Ég bið góðan guð að veita Erlu, Auði, Björk og Hirti styrk til að tak- ast á við andlát pabba síns. Öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Lúðvík Arnarson. Með miklum söknuði kveðjum við okkar elskulega vin, Þóri Jónsson. Það var mikil harmafregn er fréttir bárust að þú, kæri vinur, hefðir kvatt þetta jarðlíf. Minningarnar eru margar. Þú varst alltaf á „heimsmælikvarða“. Leikir í æsku hjá okkur var knattspyrna. Keppni í að halda bolta á lofti, hver hljóp hraðast, stofna okkar lið, fótbolti á Mössutúni og þú leiddir hópinn. Allt okkar líf hefur þú verið til staðar og fylgt okkur hjónunum. Bjuggum saman á Norðurbrautinni, þú og Anna bjugguð uppi, við niðri. Það var góður tími, og margt brallað. Þá fæddist þitt fyrsta barn, hún Erla Björg. Stoltari föður höfum við ekki séð, er þú strunsaðir með Erlu í kerru upp á Kaplakrika að redda málunum. Áfram halda minningar að streyma, fótbolti á fimmtudögum úti á Álftanesi. Oftar en ekki fórum við saman og þá var margt spjallað, þú með endalausar hugmyndir. Í boltanum varst þú á heimavelli með þínar sendingar og setningar, það var gaman. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það hefur auðgað líf okkar að hafa átt þig sem vin í þessi ár. Og nú þeg- ar komið er kveðjustund viljum við hjónin þakka fyrir allt sem þú varst okkur. Við söknum góðs manns. Fjölskyldu Þóris og vinum, biðjum við Guðs blessunar um leið og við vottum þeim innilega samúð. Þínir vinir Daníel Pétursson, Oddgerður Oddgeirsdóttir. Veturinn hefur verið óvenjuléttur og mikið um hlýindi. Grasið náði aldrei að verða gult. Það var jafnvel svo gott að sumir fóru að vonast eftir veðráttu eins og menn eiga að venj- ast í Skotlandi. Grindvíkingar fjöl- menntu á þá staði sem vel sést til sjávar til að gá hvort farfuglarnir færu ekki að koma og taka sér ból- festu á sama stað og í fyrra. Vertíð- arbátarnir voru að taka lokin. Nem- endur lágu í próflestri dægrin löng og knattspyrnumenn voru í óða önn að leggja síðustu hönd á undirbún- ing sumarsins. Vorið skartaði sínu fegursta og flestir hlökkuðu til þeirra daga sem framundan voru á þessum skemmtilegasta tíma ársins. Bjartur maímorgunn varð í einni svipan kolsvartur. Fréttir bárust að slys hefði orðið á Reykjanesbraut- inni. Hinn lífsglaði, trausti og skemmtilegi vinur okkar og félagi Þórir Jónsson hafði orðið þessari al- ræmdu samgönguæð að bráð í blóma lífsins. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem þessi vegur til útlanda gefur stórt högg sem vekur upp sárar tilfinningar í Grindavík- inni. Það var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum, á mögnuðum maídögum árið nítjánhundruð sjötíu og fjögur sem Ungmennafélag Grindavíkur réð Þóri Jónsson til starfa. Hann tók að sér að þjálfa knattspyrnulið Grinda- víkur sem þá var í þriðju deild. Þórir var kornungur og hafði getið sér gott orð sem einn af bestu knatt- spyrnumönnum landsins. Þetta var mjög skemmtilegt sumar. Þóri líkaði vel í Grindavík og sótti um stöðu kennara við Grunnskólann þá um haustið. Hann settist að í Grindavík og kenndi þar í þrjár vertíðir. Hann náði frábæru sambandi við krakk- ana. Nú eru þessi börn orðin full- orðið fólk og vitna enn í hann þegar mikið liggur við. Þórir Jónsson hefur í mörg ár ver- ið í forustusveit íslenskrar knatt- spyrnu. Hann lagði sitt lóð á vogar- skál fótboltans í Grindavík svo komu aðrir og síðan fleiri. Knattspyrnan í Grindavík hefur þróast og vaxið, nú er Grindavík að hefja sitt tíunda ár í úrvalsdeild. Alltaf hefur Þórir lagt sig í framkróka við að styðja við bak- ið á félaginu okkar í harðri baráttu á meðal þeirra bestu. Enginn var glaðari en Þórir Jónsson þegar litla íþróttafélagið frá sjávarplássinu var komið í úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ á Laugardagsvöllinn árið 1994. Ekki minnkaði stolt Þóris á sínu gamla fé- lagi þegar Grindvíkingar komust í Evrópukeppni. Grindvíkingar og grindvískur fót- bolti standa í mikilli þakkarskuld við Þóri Jónsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Fjölskylda og aðstandendur: Þið eigið okkar dýpstu samúð. Við minn- umst Þóris Jónssonar með þakklæti, söknuði og virðingu. Knattspyrnudeild Ungmenna- félags Grindavíkur. Við, félagar í F-hákörlum viljum kveðja kæran vin okkar, Þóri Jóns- son. Árið 1982 var F-hákarlafélagið stofnað. Það gerðum við nokkrir fyrrum keppnismenn með FH, sem vildum halda áfram að leika fótbolta. Við byrjuðum fáir í litlum sal í Þrek- miðstöðinni í Hafnarfirði, en fljót- lega bættist í hópinn, sem nú telur 16 manns. Þegar Þórir kom til lands- ins eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð um 1986 gekk hann til liðs við F- hákarla og hefur frá þeim tíma verið einn af prímusmótorum í okkar góða félagsskap. Við lékum fótbolta lengst af í íþróttahúsinu á Álftanesi á fimmtudögum. Mætt var korter í, röflað aðeins um hitt og þetta, liðin tilkynnt, sem valin voru skv. sér- stöku kerfi, og í kjölfarið á því flugu athugasemdir eins og „við erum langbestir“ eða „þið eruð aular“ og allt þar á milli. Þórir var snjall inn- anhússleikmaður og átti oft sending- ar sem honum fannst falla í þá kat- egoríu að vera á heimsmælikvarða eins og hann orðaði það gjarnan af dæmigerðri íþróttamannshógværð. Eftir að lappir og liðamót fóru að gefa sig hjá félagsmönnum, hefur starfsemin takmarkast við þraut- skipulögð þorrablót, jólafagnaði, golfmót og einstaka veiðitúra. Þórir naut sín afar vel í okkar hópi, og átti sinn stóra þátt í að skapa margar töfrastundir fyrir okkur alla. Ef hann fékk ekki boð um matarfund eða aðra fagnaði frá F-hákörlum, með reglubundnum hætti, þá lét hann heyra í sér, svo eftir var tekið. Þórir var afkastamikill bæði í leik og starfi. Hann hefur ósjaldan upp- lýst okkur F-hákarla um sína drauma hvað varðar árangur knatt- spyrnudeildar FH og ekki síst um þessar mundir, enda má segja að margra ára þrautseigja hans og fórnfýsi fyrir hönd knattspyrnu- deildarinnar gefi nú raunhæfar væntingar um góðan árangur í sum- ar. Þórir var drengur góður, því kynntumst við F-hákarlar vel. Hann var félagsvera og vildi gera allt í hópi. Engu að síður var hann leið- togi. Hann vildi gera hlutina með reisn, en þó aldrei á kostnað hins fé- lagslega inntaks. Hann dreif áfram, hvatti, jafnvel ögraði, særði þó ekki. Það var engin lognmolla á þeim bæ. Og gleðigjafi. Hélt skemmtilegar tölur, þar sem hann fór mikinn, var hóflega stríðinn, sem hann fékk gjarnan endurgreitt og hafði gaman af. Komið er að leiðarlokum. Þú varst samferðamaður okkar í hálfa öld Tóti, sem í fótboltalegu samhengi mundi kallast eitthvað fram í seinni hálfleik. Það er grimmt að þú þurfir að fara svona snemma útaf. Þú varst okkur öllum afar kær og náinn, og ekki bara fyrir skemmti- legu stundirnar, heldur reyndistu mörgum okkar raun- og ráðagóður trúnaðarvinur. Við viljum þakka þér fyrir allt og allt, Þórir. Missir barna Þóris er ólýsanlega mikill. Hann hélt vel utan um pakk- ann sinn, eins og hann kallaði þau. Við sendum þeim, fjölskyldu hans og unnustu innilegar samúðarkveðjur. Megi góðu minningarnar létta sorg þeirra. F-hákarlar: Albert, Ásgeir, Björn, Daníel, Dýri, Gunnlaugur, Halldór, Helgi, Ingvar, Jón Már, Jón H, Ómar, Pálmi, Pétur, Viðar. Þegar okkur barst sú frétt að Þór- ir Jóns hefði látist með voveiflegum hætti, setti okkur hljóðar og minn- ingar um mætan og góðan mann streymdu fram í huga okkar. Það voru stór skrefin sem við stigum þrettán ára gamlar haustið 1987. Leiðin lá í unglingadeildina í Öldu- túnsskóla og á augabragði fannst okkur við hafa fullorðnast mikið. Von var á nýjum umsjónarkennara fyrir bekkinn okkar og vorum við svo lánsamar að það var Þórir Jóns- son. Frá fyrsta degi varð þessi lág- vaxni, hrokkinhærði íþróttagarpur í senn vinur okkar og góður kennari sem náði vel til allra í bekknum. Þó svo okkur hafi fundist við alveg að verða fullorðnar voru ýmsar tilfinn- ingar farnar að láta bæra á sér í huga okkar sem við réðum ekki al- veg við. Einhvern veginn skynjaði Þórir alltaf ef eitthvað bjátaði á og hjálpaði okkur og studdi af heilum hug að leysa úr sálarflækjunum sem okkur hafði fundist óleysanlegar. Hann hikaði ekki við að segja okkur til syndanna en var líka fljótur að hrósa okkur þegar við stóðum okkur vel. Þóri var mjög umhugað að góð- ur andi væri ríkjandi í bekknum. Þegar samstöðuna vantaði talaði hann um að það væri skítamórall í bekknum og lagði ríka áherslu á mikilvægi vináttunnar og að standa saman. Við brosum í gegnum tárin þegar við hugsum um skemmtilegu minn- ingarnar sem við eigum um Þóri. Hann þrammaði um gangana á klossunum sínum sem áttu eflaust að bæta upp fyrir hæðina. Reglulega mældi hann hversu stór hann væri og bar sig saman við Leif Helga. Það var ekki létt verk fyrir okkur að skera úr um hvor væri hærri þar sem þeir höfðu álíka vaxtarlag. Þannig var ávallt stutt í húmorinn og mikið var hlegið í tímum. Samt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.