Morgunblaðið - 27.05.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 27.05.2004, Qupperneq 54
UMRÆÐAN 54 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HINN 21. maí síðastliðinn birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir kollega minn, Jóhannes Kára Kristinsson. Grein Jóhannesar er sannarlega tímabær og réttmæt aðvörun nú þegar í alvöru er tal- að um að gefa sölu áfengis frjálsa – selja áfengi í matvöruverslun- um. Eins og Jóhannes bendir á sýna rannsóknir að neysla áfeng- is eykst verulega með auknu að- gengi. Og hverjir skyldu helst nýta hið aukna aðgengi? Athug- anir sýna að eftirtaldir hópar nota aukið aðgengi að áfengi – „frelsið“ – umfram aðra: 1. alkó- hólistar. 2. ungt fólk. 3. unglingar sem ekki hafa náð lögaldri. Fólk sem notar áfengi í hófi og kann með það að fara kaupir sér áfengi og getur átt það heima. Alkóhólistar geta ekki geymt áfengi. Hættan á að þeir nýti sér þá skyndilausn að kaupa áfengi í matvöruverslun, sem opin er fram á kvöld og um helgar, er margfalt meiri en hjá hóf- drykkjufólki. Eins er sýnt að ungt fólk eykur til muna áfengisneyslu með auknu aðgengi. Neysla ungs fólks á Íslandi er nóg fyrir. Slys, sjúk- dómar, eiturlyfjaneysla, sjálfsvíg og önnur ógæfa eru mjög tengd áfengisneyslu eins og þekkt er. Að lokum vil ég vekja athygli á að fjölmargar rannsóknir sýna að áfengi er miklu hættulegra ungu fólki en þeim sem hafa fullþrosk- að miðtaugakerfi. Er gjarnan miðað við 18–20 ára aldur í því sambandi. Hætta á að einstak- lingur þrói með sér alkóhólisma eykst umtalsvert ef hann fer að neyta áfengis fyrir þann aldur. Munar mjög um hvert ár sem ungmenni getur frestað því að hefja neyslu áfengis. Aðgengi skiptir hér höfuðmáli. Jón Gunnar Hannesson Áfengi og frelsi Höfundur er læknir. EFTIR að hafa les- ið grein Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu bls. 38, fimmtudaginn 20. maí, fannst mér í fyrstu lítið til þess- arar greinar hans koma. Einatt og iðu- lega er málflutningur prófessorsins það einsleitur og öfga- fullur að jaðrar við trúarofstæki, og er þess vegna vart svara verður. Engu að síður, við lestur greinarinnar, skaut upp í huga mér þeirri hugsun, að nota mætti texta grein- arinnar til ritunar annarrar greinar, því það er svo auðvelt að gera texta annarra manna að sínum. Ég las því greinina aftur, hripaði niður nokkur orð þar sem ég um- breytti og staðfærði ýmsar þær fullyrðingar og sögu- skoðanir sem prófessorinn setti fram í sinni grein. Afraksturinn má svo lesa hér fyrir neðan. Síðustu vikur hafa Íslendingar orðið vitni að ótrúlegum atvikum. Forsætisráðherra, sem ræður yfir nær öllu hinu íslenska þingi og er umsvifamikill stjórnmálamaður, hefur ekki einungis spyrt niður sinn eigin þingflokk heldur einnig Framsóknarflokkinn, með það eitt að markmiði að níða niður Jón Ás- geir og félög hans og jafnvel gera hann landflótta. Fótgönguliðar for- sætisráðherrans ryðjast síðan inn á vettvang fjölmiðlanna og réttlæta þessa aðför að Jóni Ágeiri og fyr- irtæki hans. Einn þessara skó- sveina er meðeigandi í útvarpsstöð- inni Sögu, og í krafti aðstöðu sinnar sendir hann svívirðingar í allar áttir og gildir einu hvort um er að ræða Jón Ásgeir, fyrirtæki hans eða forseta lýðveldisins og einnig lesa má úr texta prófessors eins í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hversu málfrelsi fjöl- miðlanna og síðast en ekki síst stjórnarformaður Baugs, hafa reynst forsætisráðherra og ógn- arstjórn hans mikil martröð. En við höfum séð þetta allt áður. Málum er kastað á dreif. Fyrir nokkrum misserum reyndi forsætisráðherra að mynda and- rúmsloft ótta og tortryggni gegn Jóni Ásgeiri með fá- heyrðum áburði um, að fornvinur forsætisráð- herra og nú samstarfs- maður Jóns Ásgeirs hafi reynt að múta ráðherranum með hvorki meira né minna en 300 milljónum ís- lenskra króna og eng- ar sönnur færðar til í málinu. Allt er þetta í góðu lagi því komið var að því að leiðtogalýðræðið sem við búum við ákvað að setja okkur á lista hinna „viljugu þjóða“ og ráðast inn í Írak sem einskonar aftaníhossarar við leið- toga sem að eigin sögn hefur sótt sannfæringu sína fyrir hernaðinum til almættisins. Var það ekki Bjarni Bene- diksson heitinn, sem sagði að við værum vopnlaus þjóð og fær- um því ekki með hern- að á hendur öðrum þjóðum, var það ekki meðal annars þess vegna sem við lýstum ekki yfir stríði gegn Þjóðverjum á sínum tíma. Þúsundir kvenna og karla hafa haft uppi kröftug mótmæli gegn starfsháttum leiðtoga lýðræðisins sem virðist illa þola gagnrýni. Leiðtogalýðræðið svarar iðulega pent fyrir sig, stofnanir lagðar nið- ur, menn eru kallaðir á teppið, en núna eru einfaldlega sett lög. Og hvernig eigum við sem þjóð að sætta okkur við niðurstöðuna, jú, skilaboðin eru einföld og skýr: „Bend over and take it like a man.“ Er nú svo komið að flestir stjórnarliðar og nytsamir sakleys- ingjar í slagtogi með þeim, gera nú allt sem þeir geta til að flýta af- greiðslu fjölmiðlafrumvarpsins og reka rógsherferð gegn fyrirtækjum Jóns Ásgeirs. Foringjar leiðtogalýðræðisins og skósveinar þeirra beita sér af sömu hörku gegn persónu Jóns Ásgeirs. Þeir vilja breyta Íslandi í banana- lýðveldi, þar sem treysta megi því að allir stjórnmálaleiðtogar aðhyll- ist leiðtogalýðræði. Svo mörg voru þau orð. Aðförin að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Höskuldur Höskuldsson svarar Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni Höskuldur Höskuldsson ’Þúsundirkvenna og karla hafa haft uppi kröftug mót- mæli gegn starfsháttum leiðtoga lýðræð- isins sem virðist illa þola gagn- rýni.‘ Höfundur er lyfjafræðingur og varaformaður Nýs afls. Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur verið unnið að endurgerð Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð. Sú breyting hefur væntanlega ekki farið framhjá þeim sem um brautina fara. Breytt lega braut- arinnar frá gatnamót- um Lækjargötu/ Hlíðarbergs upp fyrir kirkjugarðinn, með mislægum gatnamótum við Kaldárselsveg, sem brátt verður tekinn í notkun, verður mikil samgöngubót fyrir alla þá sem um þessa fjöl- förnu þjóðbraut fara. Á liðnu kjörtímabili voru þær tillögur að legu brautarinnar á ofan- greindum kafla, sem nú er verið að leggja lokahönd á, sam- þykktar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Auk þess var samþykkt að setja mis- læg gatnamót við Lækjargötu/ Hlíðarberg, sem tækju mið af stokk- lausn, sem er nýjung í vegagerð á Ís- landi, á kaflanum frá Lækjargötu og að gatnamótum nýs Álftanesvegar. Þessu metnaðarfulla verki í vegagerð átti að sjálfsögðu að verkaskipta og fyrir lá að fara í útboð fyrsta áfanga, þ.e. örlítið norðan frá gatnamótum Lækjargötu og upp fyrir kirkjugarð- inn með mislægum gatnamótum við Lækjargötu/Hlíðarberg og mis- lægum gatnamótum við Kald- árselsveg. Nýr meirihluti Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði hins vegar til önnur úrræði og taldi að fé sem til verksins væri ætlað væri betur varið í gerð hringtorgs í stað mislægra gatna- móta við Lækjargötu/ Hlíðarberg og bráða- birgðalausnar á kafl- anum frá Lækjargötu að gatnamótum nýs Álftanesvegar. Afstaða okkar sjálfstæðismanna hefur ætíð verið skýr í málinu. Við teljum ófor- svaranlegt að hætta við gerð mislægra gatna- móta við Lækjargötu/Hlíðarberg, og samþykkja í stað þess hringtorg á þessum fjölfarna þjóðvegi um Hafn- arfjörð. Þjóðbraut, sem á næstu ár- um mun þurfa að þjóna enn fleiri veg- farendum. Það á að vera metnaðarmál hvers bæjarfélags að samgöngumál og öryggisþættir veg- farenda séu sem best tryggð. Við Hafnfirðingar höfum ekki verið frek- ir til fjárins varðandi vegafé og auk- inn stuðningur við áform fyrri meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um samþykktar tillögur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Vegagerðarinnar lá fyrir. Vart get ég endað þennan stutta pistil um Reykjanesbrautina á annan hátt en þann að hrósa Vegagerðinni og verktakanum, Ístaki hf., og öllum þeim fjölmörgu aðilum sem mán- uðum saman hafa unnið hörðum höndum að lagningu nýrrar Reykja- nesbrautar um Hafnarfjörð. Þá er sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel er gengið frá öllum þáttum er lúta að nánasta umhverfi brautarinnar og hversu vel starfsmönnum hefur tek- ist til í öllum verkþáttum, stórum sem smáum. Fyrir það er þakkað. Eftir stendur hins vegar að Sam- fylkingin í Hafnarfirði er tilbúin að fórna mislægum gatnamótum fyrir hringtorg. Reykjanesbraut um Hafnarfjörð Magnús Gunnarsson skrifar um endurgerð Reykjanesbrautar ’Samfylkingin í Hafn-arfirði er tilbúin að fórna mislægum gatna- mótum fyrir hringtorg.‘ Magnús Gunnarsson Höfundur er oddviti Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Á ALÞINGI er nú lögð til sú breyting á áfengislögum að lækka áfengiskaupaaldur úr 20 árum í 18 ár. Það vekur furðu að í nefnd- aráliti, sem fylgir frumvarpinu, er ekki einu orði minnst á þau áhrif, sem þetta hefur á drykkjuvenjur og heilsufar táninga. Samt liggur fyrir reynsla frá öðrum löndum um áhrif þess að lækka áfeng- iskaupaaldur. Banda- rískar rannsóknir sýna að þegar áfengis- kaupaaldur var lækkaður úr 21 í 18 ár á dögum Víetnamstríðsins jukust dauðaslys í umferð í þessum aldurs- hópi. Þegar aldurinn var hækkaður aftur upp í 21 ár, eins og nú er í öll- um 50 ríkjum Bandaríkjanna, minnkaði ungmennadrykkja og dauðaslysum í umferð í aldurs- hópnum 18–20 ára fækkaði um 1.000 á ári og sjálfsvígum um 125 á ári. Hin vernd- andi áhrif þess að hækka áfengis- kaupaaldurinn náðu ekki aðeins til þeirra, sem voru 18–20 ára, heldur einnig til þeirra sem voru yngri og eldri. Dauðaslysum í umferð fækkaði hjá 16 og 17 ára ungmennum og neysla áfengis varð minni í aldurshópnum 21–24 ára. Sjálfsvígum fækkaði um 100 á ári í síðarnefnda aldurshópnum. Sú heilsuefling sem verður við hækkun áfengiskaupaaldurs breytist í heilsu- tjón við það að lækka hann. Þetta hafa Nýsjálendingar reynt, en þeir lækkuðu nýlega áfengiskaupaaldur úr 20 í 18 ár. Við breytinguna fjölg- aði ölvuðum 18 og 19 ára ungmenn- um á slysadeildum um 50% og 15–17 ára um 35%. Mér finnst að ungmenni og for- eldrar þessa lands eigi heimtingu á að fá útskýringar þingmanna sinna á því af hverju lögð er til lagabreyting, sem mun að öllum líkindum leiða af sér lakari þjóðarheilsu. Lækkun áfengiskaupaaldurs eyk- ur drykkju og fjölgar dauðaslysum Ólafur Hergill Oddsson skrifar um frumvarp um breytingar á áfengislögum ’Sú heilsuefling semverður við hækkun áfengiskaupaaldurs breytist í heilsutjón við það að lækka hann.‘ Ólafur Hergill Oddsson Höfundur er deildarlæknir á geðdeild FSA, Akureyri. ÞEGAR þetta er skrifað er Al- þingi og stór hluti þjóðarinnar í uppnámi vegna svonefnds fjöl- miðlafrumvarps. Ríkisstjórnin legg- ur kapp á að gera frumvarpið að lögum til að koma í veg fyrir að eign og þar með stjórn fjölmiðla færist á of fáar hendur. Stjórnarandstaðan telur að hér sé í raun verið að ráðast gegn einu ákveðnu fyr- irtæki og öll hröðun málsins beri vott um einræðistilburði meirihlutans og þá sérstaklega forsætisráðherra sjálfs. Hér skal ekki tekin afstaða til þess, en á það minnt að „sjaldan veldur einn þá tveir deila“. Að afgreiðslu Alþingis lokinni er það hlutverk forseta, eða handhafa forsetavalds, að staðfesta lögin – ef svo fer í þinginu – eða synja staðfestingar. Synji forseti um staðfestingu kemur hann höggi á pólitíska andstæðinga sína en gengur um leið þvert á vilja meiri- hluta Alþingis sem gæti endað í stjórn- arkreppu. Staðfesti hann hins vegar lögin sniðgengur hann áskoranir fjölda kjós- enda og vegur óbeint að þeim sem sagt er að hafi stutt hann dyggilega í kosning- unum 1996, fyrirtæk- inu Norðurljósum og forsvarsmönnum þess. Þetta er erfið staða. Til að gera illt verra hafa aðrir at- burðir flækt málið og vakið ýmsar spurningar. Forseti ákvað að fara ekki í brúðkaup í dönsku konungs- fjölskyldunni, sem þó óumdeil- anlega telst til verka hans sem fulltrúa íslensku þjóðarinnar. Ástæðan var sögð sú að hann þyrfti að vera á Íslandi vegna mikilvægra mála í þinginu. Ljóst er að hér er um fjölmiðla- frumvarpið að ræða. Reynt er að „matreiða“ þessa ákvörðun fyrir þjóðina sem nauðsynlega og ábyrgðarfulla af hendi forseta. En hér er fleira á ferðinni. Auk þess að móðga Dani og varpa skömm á Íslendinga sem þar búa í þúsundatali, er forsetinn að segja tvennt. Í fyrsta lagi að hann treysti ekki handhöfum for- setavalds, sem er alvarlegt mál, ekki síst í ljósi tíðrar fjarveru hans frá landinu. Í öðru lagi er hann að senda Alþingi skilaboð: „Ég verð hér og gríp í taumana ef fjölmiðlafrumvarpið hlýtur ekki þá afgreiðslu sem mér er þóknanleg“. Þetta er óþolandi fyrir Alþingi og raunar alla þjóðina. Það er Starfsfriður á Alþingi? Baldur Ágústsson skrifar um forsetaembættið ’Því miður er núver-andi forseti ekki frjáls maður.‘ Baldur Ágústsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.