Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 65
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 65 SUÐUR-KÓREUMAÐURINN Kyung Shin- Yoon, Gummersbach, varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem lauk um síðustu helgi. Yoon skoraði 254 mörk, þremur fleiri en danski landsliðsmað- urinn Lars Christiansen sem skoraði 251 mark fyrir meistara Flensburg. Í þriðja sæti var Jan Filip, hornamaður Nordhorn, með 230 mörk. Af íslensku leikmönnunum varð Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, markahæstur en hann skoraði 126 mörk, einu marki meira en Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt og Jaliesky Garcia, Göppingen. Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener, skoraði 110 mörk, Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar, 96, Einar Örn Jónsson, Wallau, 84, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, 85, Róbert Sighvatsson, Wetzlar, 64 og Rúnar Sigtryggsson, Wallau, 22 mörk. Guðjón Valur skoraði mest AXEL Stefánsson hefur verið ráð- inn þjálfari handknattleiksliðs Þórs á Akureyri á næstu leiktíð. Hann tekur við af Sigurpáli Árna Að- alsteinssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin ár en hann hefur nú tekið að sér að vera yfirþjálfari yngri flokka Þórs. Þá hafa Þórs- arar endurheimt Lettann Aigars Laizdins og verður hann aðstoð- armaður Axels við þjálfun liðsins auk þess sem hann mun leika með því. Laizdins lék með Þór um nokk- urt skeið við góðan orðstír en hélt til Lettlands á ný fyrir ári. Hann getur bæði leikið sem leikstjórn- andi og skytta vinstra megin. Laizdins æfir nú með landsliði Letta sem mætir Spánverjum í tveimur leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins um næstu og þar næstu helgi. Þórsara gera sér vonir um að halda þeim leikmönnum sem voru í herbúðum þeirra á síðustu leiktíð að því undanskildu að Jónas Stef- ánsson markvörður er á ný fluttur suður. Leita Þórsarar fyrir sér um þessar mundir að markverði utan landssteinanna, eftir því sem heild- ir Morgunblaðsins herma. Örvhenti hornamaðurinn Goran Gusic er einn þeirra leikmanna sem Þórsarar gera sér góðar vonir um að halda. Austurrískt félag hefur borið víurnar í Króatann sem mun liggja undir feldi um þessar mundir og hugsar málið. Axel ráðinn þjálfari Þórs – Laizdins kemur aftur FJÖLNISMENN, nýliðarnir í 1. deild karla í knattspyrnu, hafa fengið mikinn liðsauka frá Serbíu/Svartfjallalandi. Þrír leikmenn þaðan komu til landsins í fyrrakvöld, eru komnir með leikheimild og spila að öllu óbreyttu með Fjölni gegn Njarðvík í 3. umferð 1. deildarinnar annað kvöld. Þremenningarnir heita Mladen Ilic, 28 ára, Slavisa Matic, 24 ára, og Dragan Vasiljevic, 33 ára, og er um sóknarmann, miðjumann og varnarmann að ræða. Steinar Ingi- mundarson, þjálfari Fjölnis, fór til Serbíu/Svartfjallalands fyrir skömmu og sá þá spila þar með sínum félagsliðum. Vasiljevic, sem er hávaxinn varnarmaður, lék þrjá leiki með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni árið 2000 en áður spilaði hann með Radnicki Nis í júgóslavnesku úrvalsdeildinni. Fjölnir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í 1. deildinni, gegn HK og Haukum, en með þessa þrjá leikmenn innanborðs vonast Grafarvogsmenn eftir því að lið þeirra nái að halda sæti sínu í deildinni. Þar með eru fimm serbneskir knattspyrnumenn í röðum Fjöln- is. Tvær landsliðskonur þaðan leika með kvennaliði félagsins í úr- valsdeildinni í sumar, þær Ratka Zivkovic og Vanja Stefanovic. Þrír Serbar komnir í raðir nýliða Fjölnis FÓLK  HADDUR Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik fyrir næsta tímabil og hann tekur við af Magnúsi Egg- ertssyni sem stýrði liðinu í vetur. Haddur hefur þjálfað yngri flokka hjá KA undanfarin ár. Samkvæmt vef KA leikur Cornelia Rete áfram með liðinu næsta tímabil en hún var aðalmarkaskorari liðsins í vetur. Þá er sagt að líklegt sé að Þórsteina Sigurbjörnsdóttir frá ÍBV gangi til liðs við það.  RÍKHARÐUR Daðason skoraði 100. mark Skagamanna í leikjum þeirra við Fram í Reykjavík á Ís- landsmótinu í knattspyrnu frá upp- hafi. Því miður fyrir Ríkharð sendi hann boltann í eigið mark en hann er ættaður frá Akranesi, dótturson- ur Ríkharðs Jónssonar, leikmanns, þjálfara og mesta markaskora Ak- urnesinga um langt árabil.  NORÐMENN báru sigurorð af Portúgölum, 26:24, í vináttuleik í handknattleik í fyrrakvöld en Norð- menn eru að búa sig undir leikina við Ungverja um sæti á HM. Borge Lund var markahæstur í liði Norð- manna með 6 mörk.  STAÐFEST var í gær að Kevin Blackwell yrði nýr þjálfari enska liðsins Leeds United. Blackwell kom til liðsins frá Sheffield United í fyrra og gerði kappinn tveggja ára samning.  ANDRIY Shevchenko, framherji AC Milan, hefur framlengt samning sinn við félagið til vorsins 2009. Þetta var gert í framhaldi af því að spurnir bárust af því að rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hygðist kaupa Úkraínumanninn markheppna til Chelsea í sumar. Shevchenko hefur verið í herbúðum AC Milan í fimm ár. Hann varð markahæsti leikmaður ítölsku A- deildarinnar á nýliðinni leiktíð, skoraði 24 mörk. AÐ venju verða stigamót ársins fimm að tölu og þeir kylfingar sem standa best að vígi að lokinni mótaröðinni verða stigameistarar ársins. Heiðar Davíð Bragason GKj og Ragnhildur Sigurðardóttur GR eiga titil að verja á þessu sviði en þau urðu stigameistarar á síð- asta keppnistímabili.  Fyrsta mótið fer fram á Korp- úlfsstaðavelli um næstu helgi þar sem leiknar verða 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi.  Annað mót ársins verður í Vest- mannaeyjum og hefst það laug- ardaginn 12. júní. Þar er einnig keppt í höggleik en leiknar verða 54 holur eða þrír hringir.  Þriðja stigamótið fer fram í Leirunni, heimavelli Golfklúbbs Suðurnesja, og hefst það 26. júní þar sem leiknar verða 54 holur með höggleiksfyrirkomulagi.  Fjórða stigamót ársins er sjálft Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Garðavelli á Akranesi dag- ana 22.–25. júlí. Um er að ræða 72 holur eða fjóra hringi. Birgir Leif- ur Hafþórsson GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir GR eiga þar titil að verja.  Fimmta og síðasta stigamót árs- ins er jafnframt Íslandsmótið í holukeppni og fer það fram í Graf- arholti. Mótið hefst 6. ágúst og þar eigast við 64 efstu kylfing- arnir í Toyota-mótaröðinni, miðað við fyrstu fjögur mót ársins. Har- aldur Hilmar Heimisson GR og Helga Rut Svanbergsdóttir úr GKj sigruðu á þessu móti fyrir ári á Leirunni. Heiðar Davíð og Ragnhildur eiga titil að verja NÝJAR reglur verða notaðar við útreikning á stigagjöf á stiga- mótum ársins í Toyota-móta- röðinni. Notast verður við sama fyrirkomulag og notað er í at- vinnumannamótaröðum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Alls verða 1000 stig í pottinum á hverju móti. Sigurvegarinn fær 16,67% af heildarstigunum, sá sem verður annar fær 11,11%, þriðja sætið gefur 6,26%, fjórða sæti 5% og það fimmta 4,24%. Kylfingar sem enda í neðstu sætunum fá 0,75% af stigunum. Ef miðað er við síðasta keppn- istímabil hefði Birgir Leifur Haf- þórsson GKG staðið uppi sem stigahæsti kylfingurinn í karla- flokki en Heiðar Davíð Bragason GKj fékk flest stig samtals á stigamótum síðasta árs. Nýjar reglur í stigagjöfinni Íslandsmeistarinn í kvennaflokki,Ragnhildur Sigurðardóttir, verður með um helgina á „öðrum“ heimavelli sínum en hún og Her- borg Arnarsdóttir úr GR eru með næst- lægstu forgjöf þeirra sem keppa í kvenna- flokki, eða 0,6. Þórdís Geirsdóttir úr GK er hins vegar með lægstu forgjöf- ina, eða 0,4. Það má búast við því að Ragnhildur, Herborg og Þórdís verði í fremstu röð á fyrsta stigamóti ársins en þríeykið úr Kili Mosfellsbæ, þær Katrín Dögg Hilmarsdóttir (3,2), Nína Björk Geirsdóttir (2,6) og Helga Rut Svanbergsdóttir (4,4) gætu einn- ig blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Tinna Jóhannsdóttir úr GK er með 4,3 í forgjöf og þar sem aðeins eru leiknar 36 holur geta óvæntir hlutir gerst á fyrsta móti ársins. Þess má geta að Herborg lék afar lítið á síðasta ári þar sem hún var í barnsburðarleyfi og gat því ekki varið Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 2002. Í karlaflokki vantar a.m.k. þrjá af öflugustu kylfingum landsins sem keppa allir á erlendri grund um næstu helgi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG keppir á móti í Sarpsborg í Noregi um helgina og sigurvegarinn í Toyota-mótaröð- inni á síðastliðnu keppnistímabili, Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mos- fellsbæ, keppir á Opna breska áhuga- mannamótinu ásamt Erni Ævari Hjartarsyni úr GS. Mótið hefst þann 31. maí á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Björgvin Sigurbergsson úr GK er með lægstu forgjöf þeirra sem keppa í Korpunni, eða -2,6. Alls eru 11 kylf- ingar með minna en 0 í forgjöf og má búast við að þeir kylfingar verði fram- arlega þegar uppi verður staðið í mótslok. Ólafur Már Sigurðsson úr GK er með -2,3. Magnús Lárusson GKj er með -2 líkt og Sigurpáll Geir Sveinsson frá GA. Ekki má gleyma Íslandsmeistaranum í holukeppni, Haraldi H. Heimissyni, sem er á heimavelli að þessu sinni en hann er úr GR og er með -1,8 í forgjöf. Aðsókn að stigamótunum er mis- jöfn og að öllu jöfnu komast kylfingar sem eru með 5 eða hærra ekki inn á mótin. Að þessu sinni er hæsta for- gjöfin í karlaflokki 7,2 en að venju er forgjöfin í kvennaflokki nokkuð hærri, en 13,9 er hæsta forgjöfin í kvennaflokki að þessu sinni. Heiðar Davíð Bragason GKj og Þórdís Geirsdóttir GK sigruðu á fyrsta stigamóti síðasta keppnistíma- bils en það fór einnig fram á Korpúlfs- staðavelli. Þar setti Heiðar Davíð vall- armet á fyrsta hring þar sem hann notaði aðeins 66 högg og bætti vall- armet Haraldar H. Heimissonar frá árinu 2001 um fjögur högg. Þórdís hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og var 5 höggum betri en Ragnhildur Sigurðardóttir. Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Anna Lísa Jóhannsdóttur GR sigruðu á öðru stigamóti ársins 2003 sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Haraldur H. Heimisson GR og Helga Rut Svanbergsdóttir GKj sigr- uðu á þriðja stigamóti síðasta árs, sem jafnframt var Íslandsmótið í holukeppni. Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Birgir Leifur Hafþórsson GKG sigr- uðu á fjórða stigamóti síðasta árs, sem var jafnframt Íslandsmótið í höggleik í Vestmannaeyjum. Birgir Leifur hélt uppteknum hætti á næsta stigamóti sem fram fór í Grafarholti en mótið átti upphaflega að fara fram á Akureyri. Sömu sögu er að segja af Ragnhildi Sigurðardótt- ur úr GR sem sigraði í kvennaflokki. Á fimmta og síðasta stigamóti árs- ins 2003 sigraði Helgi Birkir Þórisson GS í karlaflokki og Tinna Jóhanns- dóttir úr GK sigraði í kvennaflokki. Fyrsta stigamót ársins í golfi fer fram um helgina á Korpúlfsstaðavelli Herborg Arnarsdóttir, GR, í upphafshöggi. Herborg er mætt til leiks á ný FYRSTA stigamót ársins hjá Golfsambandi Íslands, í Toyota- mótaröðinni, fer fram um helgina á Korpúlfsstöðum en að venju er keppt í höggleik án forgjafar í kvenna- og karlaflokki. Alls hafa 110 keppendur skráð sig til leiks en skráningu lauk sl. mánudag. Í kvennaflokki eru 16 keppendur og 94 keppa þá í karlaflokki. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Mánudaginn 31. maí annan í hvítasunnu. 18 holu höggleikur. Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar. (Ath.: Einn flokkur, karlar 55+ gulir teigar, konur 50+ rauðir teigar). Nándarverðlaun á 2/11. Rástímar frá 8.00-10.00 og 13.00-15.00 Skráning á golf.is - Þátttökugjald kr. 2.500 Nesvöllur PINSEEKER opið öldungamót Styrktaraðili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.