Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 1
þriðjudagur 1. júní 2004 mbl.is
Fasteignablaðið
// Húsnæðislán
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur jafnt og þétt
verið að auka lánveitingar til húsbygginga og
íbúðarkaupa á undanförnum árum. Lánin eru
sérsniðin að þörfum lántakenda. 30
// Hitastýring
Eru ofnlokarnir í lagi en þig vantar nýja stýr-
ingu, nýja nema og nýja hitastilla? Það er
fleira en ofnarnir, sem gefur hita, eins og sólin
og eldavélin. 46
// Svalir
Kostnaður vegna viðgerða, endurbóta og
endurnýjana á ytra byrði svala og stoð- og
burðarvirki þeirra svo og svalahandriðs er
sameiginlegur kostnaður. 27
!
!
"
#
! "
#
!"
$% &
$ $ $ $ '(%
' (%
' %
'%
) & *" +
& ' ! ! ! ( ) * +
& ' !+ ! ! ( ) * +
,%*
-
,-
.
&
/012
345
/
6
7
0
0 6
8
12
9
:556
;
<=
.% /
+6-
;
<=
.% /
(
8 .6 >
(
(
$
$
MIKLAR sveiflur hafa ver-
ið í ávöxtunarkröfu hús-
bréfa undanfarna daga, en
hún hækkaði í kjölfar
vaxtahækkunar Seðlabank-
ans snemma í maí. En nú
styttist óðum í hina miklu
kerfisbreytingu á lánveit-
ingum Íbúðalánasjóðs 1.
júlí nk., en þá verða tekin
upp bein peningalán í stað
húsbréfa.
Margir spyrja sig þeirrar
spurningar, hvaða áhrif
þessi breyting eigi eftir að
hafa á gengi nýrra húsbréfa
fram til 1. júlí og eins eftir
þann tíma, þegar hætt verður að gefa
þau út.
Óvissan felst í því, hvort og á hvaða
kjörum hægt verður að skipta hús-
bréfum fyrir bréf í nýja kerfinu. Eftir
sem áður má gera ráð fyrir, að hús-
bréfin þyki góður fjárfestingarkostur
og líklegt, að verð á þeim haldist hátt,
þó að enginn geti fullyrt um slíkt.
„Fram til þessa hefur seljandi fast-
eignar þurft að taka á sig áhættu, því
að frá þeim tíma sem kaupsamningur
er undirritaður og þar til seljandi
fasteignar selur húsbréfin, getur
verðið á bréfunum breytzt,“ segir
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sér-
fræðingur hjá Greining-
ardeild Landsbankans.
„Við fyrirhugaða
breytingu á skuldabréfa-
útgáfu Íbúðalánasjóðs
verða lán sjóðsins í formi
peningagreiðslna og þá
er þessi áhætta úr sög-
unni.
Hvað kaupanda fast-
eignar snertir mun kerf-
isbreytingin fyrst og
fremst hafa áhrif á láns-
kjör hans og þar með
greiðslubyrði. Lánskjör
Íbúðalánasjóðs verða
þekkt að loknum mánað-
arlegum útboðum svokallaðra íbúða-
bréfa í Kauphöllinni. Þau ráðast af
markaðsvöxtum og geta því verið
breytileg milli mánaða.
Í dag miðast greiðslubyrði lántak-
enda við 5,1% fasta vexti af húsbréf-
unum óháð markaðsvöxtum á hverj-
um tíma. Breytilegir markaðsvextir
koma hins vegar fram í afföllum eða
yfirverði.
Miðað við vaxtastig í dag má ætla
að lánskjör í breyttu íbúðalánakerfi
geti orðið um 4,5% og vaxtakjör lán-
takandans verða föst út lánstímann.
Það sem þarf hins vegar að hafa í
huga er að þar sem yfirverð húsbréfa
mun nú heyra sögunni til er líklegt að
kaupandinn þurfi í sumum tilfellum
að taka hærra lán en ella og því ekki
sjálfgefið að greiðslubyrðin lækki.“
Enn gott yfirverð á húsbréfum
Þrjár aðferðir eru algengastar við viðarvörn.
Í fyrsta lagi er það olía borin beint á viðinn,
í öðru lagi hálfþekjandi viðarvörn og í þriðja
lagi þekjandi viðarvörn. 52
// Viðarvörn