Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
560 6000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
Landsbankinn býður fjölbreytt fasteignalán til allt að 40 ára með
lágum vöxtum og sveigjanlegum endurgrei›sluskilmálum.
Hámarksve›setning getur numi› allt a› 80% af söluver›mæti
eignar. Lög› er áhersla á eins stuttan afgrei›slutíma og kostur er.
Rá›gjöf og nánari uppl‡singar hjá Fasteignafljónustu Landsbankans
og í útibúum bankans um allt land.
Tækifæri til framkvæmda og hagræðingar
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
E
H
F/
SÍ
A
LB
I 2
47
78
0
5.
20
04
Efnisyfirlit
Ás ................................................... 51
Ásbyrgi ........................................ 27
Berg .............................................. 46
Bifröst .......................................... 26
Borgir ................................... 38–39
Búmenn ........................................ 37
Byr ................................................. 51
DP Fasteignir ............................. 40
Draumahús ............................ 14–15
Eignaborg ..................................... 41
Eignamiðlun ....................... 22–23
Eignaval ................................. 18–19
Eignaumboðið ............................ 37
Eykt ................................................. 6
Fasteign.is .................................. 45
Fasteignakaup ........................... 44
Fasteignamarkaðurinn .... 24–25
Fasteignamiðlun Grafarvogs ... 41
Fasteignamiðstöðin .................... 9
Fasteignasala Íslands ................. 5
Fasteignasala Mosfellsbæjar . 47
Fasteignastofan ........................ 55
Fjárfesting .................................. 36
Fold ............................................... 43
Foss .............................................. 54
Garður ........................................... 41
Gimli ...................................... 50–51
Heimili .......................................... 56
Híbýli ............................................ 42
Hof ................................................ 52
Hóll ............................................. 4–5
Hraunhamar ....................... 34–35
Húsakaup .................................... 49
Húsavík ......................................... 16
Húsið .............................................. 3
Húsin í bænum ...................... 18–19
Höfði ..................................... 28–29
Kjöreign .......................................... 7
Klettur ......................................... 48
Lundur ................................... 20–21
Marteinn ......................................... 8
Miðborg ................................... 10–11
Skeifan .......................................... 17
Smárinn .......................................... 3
Þingholt .................................. 12–13
Valhöll ................................... 32–33
X-hús ............................................ 53
HOFSSTAÐIR voru einn bæjanna í
Garðahreppi hinum forna; þar var bú-
ið langt fram eftir síðustu öld og íbúð-
arhúsið stendur ennþá, en orðið
nokkuð aðþrengt. Norðan við húsið
rís Vídalínskirkja, en Tónlistarskóli
Garðabæjar hefur verið byggður
austan við það. Í næsta nágrenni Tón-
listarskólans er merkilegt mannvirki,
sem æpir ekki á athygli og trúlegt er
að vegfarendur, sem fara þarna um í
flýti, sjái ekki annað en hlaðinn grjót-
vegg, grasi gróinn að ofanverðu.
Þarna er þó ástæða til að staldra
við; jafnvel að fá sé bíltúr í Garða-
bæinn og þeir sem búa í næsta ná-
grenni geta komið þar við í næstu
gönguferð.
Það sem auganu mætir í fyrstu eru
axlarháir grjótgarðar, sumir beinir,
aðrir í sveigum, en hleðslan gerð af
snilld. Út af fyrir sig er skemmtilegt
að gaumgæfa slíka verkmenningu, en
þegar betur er að gáð er eitthvað fyr-
ir innan, sem er enn þýðingarmeira
og reynist vera skálatóft frá því
skömmu eftir að Ingólfur nam hér
land, eða frá því fyrir 900. Skálinn sá
er 30 metrar á lengd og styður það
sem sagt hefur verið og skrifað, að
landnámsmenn byggðu stundum
stórt og hafa líklega átt kost á
burðugri viðum úr skógum hérlendis
en okkur er ljóst nú.
Fornleifarannsóknir á Hofsstöðum
hófust 1994 og raunar er Hofsstaða-
skálinn sá næststærsti sem minjar
hafa fundizt um. Gerðin er hefðbund-
in; uppúr tóftinni hefur risið trégrind,
allsterkleg, en ekki með sperrum,
heldur mæniás, vaglbita og dverg. Í
þeim enda hússins sem nær er á
myndinnni sést að verið hefur búr en
vefstofa í hinum endanum. Að öðru
leyti er skálinn með hellulögðu gólfi,
en verið að mestu leyti eitt rými þar
sem fólk hefur dvalið, matazt, unnið
og sofið. Má ætla að þarna hafi verið
20–30 manns til heimilis.
Vífill, leysingi Ingólfs, fékk Vífils-
staði til ábúðar, en Hofsstaðir kunna
að hafa verið byggðir á því landi sem
Vífill fékk. Ekkert er um það vitað.
Hvernig þetta land leit út um land-
nám er ekki alveg ljóst heldur; vera
má að þarna hafi verið kjarr. Jarð-
vegur er þó mestan part jökulleir og
grjót á þessum slóðum og sýnist
ófrjótt land til ræktunar. Sjálfur bý
ég í um 150 m fjarlægt frá Hofs-
staðaskála og var ekki bjartsýnn þeg-
ar ég potaði nokkrum trjáplöntum
niður fyrir 30 árum. En þessi jarð-
vegur virðist leyna á sér og Flatirnar
í næsta nágrenni við Hofsstaði eru nú
á kafi í skógi.
Það fréttnæma við þennan menn-
ingarlega frágang á minjum um
Hofsstaðaskála er ekki aðeins það
sem við blasir þegar komið er á stað-
inn, heldur hitt að hinn 5. maí síðast-
liðinn fékk Garðabær NODEM-verð-
launin sem veitt eru fyrir notkun á
stafrænni tækni í safnastarfi. Þarna
er með tvennu móti staðið að upplýs-
ingagjöf svo til fyrirmyndar hlýtur að
teljast. Annars vegar eru á svæðinu
kringum skálann vel hönnuð upplýs-
ingaskilti með ljósmyndum og texta.
Hins vegar er margmiðlunartækni
þar sem skoða má á glugga í Tónlist-
arskólanum þrívíddarteikningar af
bænum og munum sem fundust við
uppgröftinn. Meðal 300 gripa þykir
merkust forláta sænsk næla í Jalang-
ursstíl. Efninu er miðlað með snert-
iskjám og sýningunni fylgja mynda-
sögur sem eiga að varpa ljósi á líf
ímyndaðra íbúa Hofsstaða.
Landnámsskálinn á Hofsstöðum
styður alveg viðteknar hugmyndir
um gerð þessara húsa og væri freist-
andi að byggja skammt frá tilgátu-
skála með öllu tréverkinu og geta litið
þar inn þegar maður er á röltinu og ef
til vill ornað sér við langeld. Þarna er
vel að verki staðið en í fljótu bragði
hugnast mér ekki sú lausn sem virðist
hafa orðið ofaná til að varðveita bæj-
arminjar við Aðalstræti. Nú sýna ald-
ursgreiningar að þessar minjar eru
aðeins yngri en landnám Ingólfs og
eru því tæplega af landnámsbæ hans,
nema að hann hafi síðar flutt hann.
Um það eru þó engar heimildir. Von-
andi hef ég rangt fyrir mér, en ef að
þetta er sjálfur landnámsbærinn
hefði hann þurft veglegri umbúnað en
hótelkjallara.
Á rölti með augun opin
Einskonar áhorfendasvæði við margmiðlunargluggann, grasi vaxnir pallar og
með steinhlöðnum bríkum á milli.
Á svæðinu þar sem fornleifarann-
sóknirnar fóru fram hefur verið komið
fyrir skiltum með myndum og texta.
Tvær ungar Garðabæjarhnátur sitja á gaflhleðslu Hofsstaðaskálans, sem hlaðinn var fyrir 900. Skálinn er 30 m langur.
Eftir Gísla Sigurðsson,
rithöfund og blaðamann
Þannig hefur Hofsstaðaskálinn verið
byggður. Upp úr sterklegri tóft,
mannhæðar hárri, hefur risið trégrind
og rýmið í skálanum hefur aðeins að
litlu leyti verið með skilveggjum.
Vel að verki
staðið í Garðabæ
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1,
103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvak-
ur hf. Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug-
@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson,
magnuss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími
5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs.