Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MOSFELLSBÆRSérhæð
Grenimelur. Nýkomin í sölu mjög vönd-
uð 126 fm sérhæð auk 28 fm bílskúrs á
mjög vinsælum og eftirsóttum stað í vest-
urbænum. Eignin er á tveimur hæðum.
Tvær samliggjandi stofur. 4 svefnher-
bergi. 2 flísalagðar snyrtingar. Parket og
dúkur á gólfum. Bílskúrinn er nýbyggður.
Vönduð eign. V. 24,9 m. 5393
4ra-5 herbergja
Lautasmári. Nýkomin í einkasölu mjög
glæsileg 5 herbergja endaíbúð á 2. hæð í
fallegu 2ja hæða fjölbýli. 4 góð svefnher-
bergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús með góðum borðkrók. Stofa með
útgengi út á vestursvalir, þvottaherbergi í
íbúð. Rautt eikarparket er í anddyri, stofu,
gangi og eldhúsi. Þetta er falleg og björt
íbúð á besta stað í Smárahverfinu. Stutt
er í skóla og leikskóla, sem og gott úti-
vistarsvæði. V. 16,6 m. 5412
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58, www.berg.is
ÁGÆTU VIÐSKIPTAVINIR!
HJÁ OKKUR ANNAST LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR VERÐMAT
ALLRA EIGNA, TILBOÐSGERÐ OG ALLA SKJALAGERÐ
- ÁBYRG RÁÐGJÖF OG MIKIL REYNSLA
- TRAUST ÞJÓNUSTA
Sími 588 55 30 Grétar J. Stephensen
sölufulltrúi
Pétur Pétursson
lögg. fasteignasali
Sigrún Stella Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
Netfang: berg@berg.is •Heimasíða: berg.is
Opið virka daga
frá kl. 9-18
Lautasmári. Vorum að fá í sölu 4ra
herbergja endaíbúð á mjög vinsælum
stað í Smáranum. Eignin er 99 fm á fyrstu
hæð með hellulagðri verönd sem snýr í
suður. Íbúðin er með þremur svefnher-
bergjum, rúmgóðri stofu, eldhúsi með
góðum borðkrók, þvottahúsi og flísalögðu
baðherbergi. Sérgeymsla ásamt hjóla- og
vagnageymslu er í kjallara. Íbúðin er björt
og rúmgóð og stutt í alla þjónustu. V.
15,4 m. 5409
3ja herbergja
Hverafold. Nýkomin í einkasölu mjög
skemmtileg 88 fm íbúð auk 26 fm bílskýlis
á vinsælum stað í Grafarvogi. 2 mjög góð
svefnherbergi. Björt stofa með útgengi á
svalir. Flísalagt baðherbergi með sturtu
og kari. Örstutt í alla þjónustu. V. 13,9 m.
5414
Laugateigur. Ný á skrá. Mjög snyrtileg
76,6 fm íbúð í kjallara á Laugalæk. Björt
stofa með parketi á gólfi. Baðherbergi flí-
salagt í hólf og gólf. Sameiginlegt þvotta-
hús á hæð. Húsið stendur í enda lokaðrar
götu. Laus 1. júní. V. 11,3 m. 5406
2ja herbergja
Flétturimi. Ný á skrá. Mjög falleg 67,5
fm íbúð á 2. hæð í vönduðu fjölbýli. Vand-
að eldhús. Útgengt úr stofu á góðar svalir.
Rúmgott svefnherbergi. Á hæð er þvotta-
herbergi. Húsið er í mjög góðri umhirðu.
Sérstaklega fallegur garður og allt nánasta
umhverfi. V. 10,5 m. 5407
Furugrund - Laus strax. Ný á skrá.
Mjög skemmtileg tæplega 60 fm íbúð á 1.
hæð í góðu fjölbýli á einum besta stað
Fossvogsmegin í Kópavogi. Eikarparket á
gólfum. Góðar svalir í suð-vestur. Falleg
sameign. Óbyggt svæði í næsta nágrenni.
Húsið er allt ný yfirfarið og í topp viðhaldi.
V. 9,9 m. 5404
Nýtt á skrá. Afar falleg eign í Mos-
fellsbæ. Íbúðin er 193,5 fm auk 38,2 fm
bílskúrs. Vönduð og falleg gólfefni. Eld-
húsinnrétting af vönduðustu gerð,
vönduð tæki. Flísalagður garðskáli,
stórar svalir og garður í fallegri rækt.
Sjón er sögu ríkari!! V. 26,5 m. 5387
DVERGHOLT
Nýkomið í einkasölu mjög gott 183 fm
einb. á frábærum stað í Mosfellsbæ.
Rúmgóð og björt stofa. 3 góð sv.herb.
sem auðvelt er að breyta í 4. Tvær
snyrtingar. Bílskúrinn er tvíbr. samt. 43
fm. Falleg lóð í góðri hirðu. Hellulagt
bílaplan með snjóbræðslu. Sólpallur og heitur pottur. Örstutt í skóla, íþróttavöll
og sundlaug. Hestavöllur o.fl. spennandi í göngufæri. V. 25,6 millj. 5360
BRATTHOLT
Nýkomið í einkasölu afar glæsileg 192
fm sérh., þar af er 50 fm tvíbreiður bíl-
skúr. 4 góð herb. 2 snyrtingar. Björt og
rúmgóð stofa með kamínu. Eldhús búið
nýlegum og vönduðum eldhústækjum.
Gufuháfur. Eldavél tvískipt. Gas og ker-
amik. Húsið stendur í útjaðri byggðar. Stórkostlegt útsýni til Esjunnar og yfir
Tungubakka. Hiti í tröppum og innkeyrslu. Eign í algjörum sérflokki. 5314
ÁLMHOLT
Í einkasölu afar fallegt og vel byggt 219
fm einb. sem stendur á góðri eignarlóð.
Innbyggður 44 fm tvöfaldur bílskúr.
Fallegur arinn í stofu. Eikarparket og
flísar á gólfum. Ný birkiinnrétting og
tæki í eldhúsi. Ný innrétting á baði. Í
húsinu eru 4-5 stór svefnherbergi með
skápum. Tvö baðherbergi. Hellulögð verönd með heitum nuddpotti og skjól-
vegg. Hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslukerfi. Gott göngufæri er í alla þjón-
ustu bæjarins. V. 28,9 m. 5372
HJARÐARLAND
Til sölu nýl. 200 fm einb. með stórum
bílskúr. Húsið stendur á 1,3 ha eignar-
lóð. Mjög rúmgóðar stofur og sjón-
varpshol. Afar stórt og fallegt eldhús
með eikarinnréttingu. Stórt baðher-
bergi með innr. úr kirsuberjavið. 4 góð
svefnherbergi. Lóðin er vel gróin og liggur að sjó. Stórkostlegt útsýni. Frábært
tækifæri fyrir náttúruunnendur. Óskað er eftir tilboði í eignina. 5286
VIÐARÁS - KJALARNESI
EF ÞAÐ er eitthvað sem íslenska
þjóð vantar ekki í dag þá eru það
græjur, já græjur af öllum mögu-
legum og ómögulegum gerðum og
sortum. Einhver góður íslensku-
maður kann að setja hnýflana í
þetta, að mörgum finnst, lágkúru-
lega orð „græjur“.
En þeim er hér með svarað full-
um hálsi; þetta er góð og gild ís-
lenska og á sinn sess í „Íslenskri
orðabók handa skólum og almenn-
ingi“ og hana nú.
En aftur að efninu, að græj-
unum.
Það er sama hvar komið er á
heimili landans, eldhúsið er eins og
vélarúm, baðherbergið með öllu
mögulegu hvítu, silfruðu og gylltu,
allt verður þetta að vera skínandi.
Nú er vorið komið bjart og hlýtt
og þá birtast allir vambsíðu kall-
arnir, reknir áfram af sínum kell-
um, þeir með skóflur, gaffla, kant-
skera, hekkklippur og sláttuvélar
svo lítið eitt sé nefnt.
Út úr skápum eru græjurnar
teknar, golfsettið og ekki síst allar
stangirnar, ein á hvert númer lín-
unnar á hvers enda skal tróna
fluga ein væn sem skal lokka
margan sjóbirtinginn og laxinn og
ekki má gleyma bleikjunni úr Þing-
vallavatni.
Svo keyrir um þverbak þegar
inn í táningaherbergin er komið,
þar fyrst koma almennilegar græj-
ur að ungdómsins eigin áliti, græj-
ur sem geta gert ömmu og afa
heyrnarlaus í hálfan dag og hægt
er að þeysast um alheiminn á ör-
skotsstundu.
En þarna eru líklega þær græjur
sem einhver kann að stjórna af viti
því tæplega verður það sagt um
tölvuna karlsins, hann kann í besta
falli að skrifa sendibréf með sinni
græju.
Öðru máli gegnir um jeppafolann
þegar hann tekur til kostanna, þeg-
ar honum er hleypt á skrið, trylli-
tækið sem bæði er hægt að spæna
upp hálft hálendið á sumrin og hír-
ast í og láta nokkra tugi manna
leita að sér í stórhríðum vetrarins.
Græjurnar sem enginn kann á
Þessar græjur eru svo sann-
arlega til og þær eru ekki aðeins í
eldhúsinu, baðinu eða bílskúrnum,
þær eru í hverri vistarveru húss-
ins, hverju herbergi á heimilinu.
Þessar græjur stjórna hita heim-
ilisins, stjórna því hvort þér líður
vel á köldum kvöldum, stjórna því
hvort peningarnir fjúka út um
gluggann engum til gagns.
Þetta eru ofnlokarnir sem
stjórna hitanum.
Hvað er nú það? spyrja ein-
hverjir, ef ekki margir.
„Er það þetta sem hangir á ofn-
inum, er það þetta sem ég hengi
alltaf snjógallann á í forstofunni, er
það þetta sem ég hengi baðhand-
klæðið á í baðinu? Þetta hefur allt-
af verið þarna, gerir það eitthvert
gagn, er það til einhvers, ég hreyfi
það aldrei.“
Já, það er ekki ólíklegt að þann-
ig athugasemdir komi fram, það er
ekki einkennilegt þótt fólk kunni
ekki á þessar einföldu en hagnýtu
græjur.
Þeir sem áttu að kenna því notk-
un þeirra, lagnamenn, hafa brugð-
ist, þeir settu þær upp og tengdu
og hurfu á braut.
Til þess að þú getir haft þægi-
legan og góðan hita og eyðir samt
ekki meiru en þörf krefur í upp-
hitun verðurðu að hafa sjálfvirka
hitastýrða ofnloka á ofnum, við
ætlum aðeins að tala við þá sem
hafa ofnakerfi, bara í þetta sinn.
Ef ofnlokarnir eru orðnir 20 ára
Maður verður að
kunna á græjurnar
Þetta er hitastillirinn sem um er rætt, trónir á góðum og aðgengilegum stað.
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is