Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 52
52 C ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Núpalind - Penthouse Stórglæsileg 190 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Íbúðin er á einni hæð og skiptist í stórar og góðar stofur, þrjú stór svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi með sturtuklefa og hornkari. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Frábært útsýni. Áhv. húsb. 9 millj. Verð 30,8 millj. Bankastræti - Penthouse Mjög góð 150 fm penthouse íbúð með glæsilegu út- sýni í hjarta Reykjavíkur. Þrjú stór her- bergi. Glæsilegt eldhús með massífri eik- arinnréttingu, stórar norðursvalir út af. Stórar stofur með góðum suðursvölum út af. Áhv. húsb. 6,4 millj. Fróðengi - Bílskúr Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herb. íbúð á 1. hæð með góðum sérstæðum bílskúr. Rúmgóð tvö svefnherb. og stofa með stórum vestur- svölum út af. Glæsil. eldhús með vönduð- um tækjum og gott þvottaherbergi. Parket og flísar á gólfum og fallegt útsýni í íbúð. Áhv. húsbréf 7,4 millj. Verð 15,3 millj. Auðbrekka - Kóp. Góð 50 fm 2ja herb. íb. á 3. hæð í fjölb. með sérinngangi af svölum. Þvottaherb. og geymsla á hæð. Íbúðin snýr í tvær áttir og er góður kostur sem fyrstu kaup enda með háu brunabóta- mati. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 8,4 millj. Breiðavík - Nýbygging Fallegt 240 fm einb. á einni hæð á frábærum útsýnisstað. Skiptist í fjögur svefnherb., skála og tvær samliggjandi stofur. Húsið afhendist full- búið að utan með ljósum marmarasalla, grófjafnaðri lóð og rúmlega fokhelt að inn- an. Áhv. 9 millj. húsbréf. Verð 24,3 millj. Gvendargeisli 4 Glæsilegar 4ra her- bergja íbúðir með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til inn- réttinga eða fullbúnar án gólfefna. Verð- launahönnum. Íbúðirnar eru til afhending- ar. Ath. aðeins 2 íbúðir eftir. Bakkabraut 207 fm atvinnu- og íbúðar- húsnæði. Íbúðin sem er 87 fm skiptist m.a. í rúmgott hol / eldhús, stóra stofu og 3 svefnherb., þvottahús innan íb. Á neðri hæð er 120 fm vinnusalur með góðri loft- hæð, vel innréttað verkstæði, kaffistofa og snyrting. Áhv. 11,3 millj. Stórhöfði - sala/leiga Á glæsilegum útsýnisstað við Grafarvoginn erum við með tvö 340 fm skrifstofurými á 2. hæð frá götu. Eignin er í dag tilbúin til innrétt- ingar en mögul. er að innrétta og skipta því upp eftir þörfum. Áhv. samkomulag. Sala/Leiga. Eignaskipti eru möguleg. Breiðavík - Glæsieign Glæsilegt endaraðhús innréttað eftir hönnun Rutar Káradóttur. Allar innrétt- ingar eru sérsmíðaðar, spónlagðar með hlyn, innihurðir eru extra háar rennihurð- ir. Ljóst parket (hlynur) og náttúrusteinn (mustang) gólfum og hluta baðveggja. Góðar stofur, stórt og rúmgott eldhús, 3- 4 svefnherb. og tvö baðherb. Glæsileg lóð með stórum pöllum og stóru hellu- lögðu bílastæði. Sjón er sögu ríkari. Áhv. húsbréf 8,2 millj. Fagrihjalli - Útsýni Mjög gott 170 fm raðhús á tveimur hæð- um. Eignin skiptist í fjögur svefnherb., stofu og borðstofu. Eldhús með fallegri viðarinnréttingu og flísalagt baðherbergi. Á gólfum er vandað parket og flísar. Glæsilegt útsýni. Hiti í innkeyrslu. Áhv. húsbr. 7,8 millj. Verð 25,4 millj. Skipasund - Sérhæð Vorum að fá í sölu mikið endurnýjaða 4ra herbergja sérhæð á jarðhæð í tvíbýlis húsi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, rúm- gott eldhús með nýlegri innréttingu. Björt stofa með útgang út á suður lóð. Hús allt ný endurnýjað að utan. Áhv. húsbr. 7,1 millj. Verð 15,2 millj. Ártúnsholt - Bílskúr Glæsileg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í ný- legu fjölbýlishúsi ásamt bílskúr við Ár- kvörn. Rúmgóð stofa með góðum svöl- um. Vandaðar ljósar innréttingar og fal- legt ljóst parket á gólfum. Frábært útsýni yfir borgina. Áhv. húsbr. 5,4 millj. Verð 11,9 millj. Fyrirtæki - Tækifæri Efnalaug og þvottahús. Miðsvæðis í Reykjavík er til sölu vel tækjum búin efnalaug sem er vel þekkt og með góðri viðskiptavild. 80.000 kr. leiga pr. mán. Möguleiki er á að kaupa húsnæðið sem reksturinn er í. Innrömmun. Lítið sem ekkert notaðar vélar og tæki til reksturs lítils fyrirtækis. Verð aðeins 400 þúsund. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur á skrifstofu Hofs. H varvetna gefur að líta tréverk í görðum og við sumarbústaði, allt frá einföldum sólpöllum upp í stórglæsilega hönnuð mannvirki. Pallar, verandir og skjólveggir auka verðgildi fasteignarinnar, en til þess að timburverkið endist og sé fallegt þarf að leggja nokkra vinnu í að halda því við. Með sunn- anvindi og hnúkaþey fer fólk að huga að smíði eða viðhaldinu, en með réttum aðferðum má létta sér verkin og spara umtalsverðar fjár- hæðir. Vigfús Gíslason sölustjóri í Hörpu Sjöfn segir að það sé fyrst og fremst undirvinnan sem ræður úrslitum um endingu viðarins sem og málningarinnar. Með góðri und- irvinnu má lengja endinguna veru- lega og minnka viðhald. Gríðarmikið atriði er að huga að meðhöndlun viðarins á öllum stig- um málsins. Vigfús segir að í flest- um tilfellum sé notað gagnvarið efni í nýsmíði. Mjög nauðsynlegt er að leyfa viðnum að jafna sig og standa í a.m.k. viku og allt upp í mánuð, áður en nokkuð er borið í hann. Með því nær viðurinn að þorna og aðlaga sig umhverfinu. Þrjár aðferðir eru algengastar við viðarvörn. Í fyrsta lagi er það olía sem er borin beint á viðinn, en þar fær viðaráferðin vel að njóta sín. Í öðru lagi er notuð hálfþekj- andi viðarvörn. Og þriðja lagi er það þekjandi viðarvörn, sem líkist þá helst málningu. Olía á pallinn Algengast er að nota pallaolíu á lárétta sólpalla og er hún borin beint á pallinn, en hálfþekjandi, eða jafnvel þekjandi efni er notað á girðingar. Margir spyrja hversu oft eigi að bera á sólpallana og hversu mikið. Vigfús segir að erfitt að segja til um það, það fari allt eftir aðstæð- um. „Viðarolían er í raun sambæri- leg við sólarvörn á húð, hana þarf að nota eftir þörfum og meta eftir aðstæðum hverju sinni. Olían ver viðinn fyrir vindi og regni, og ekki síður geislum sólarinnar, en það eru þeir sem gera yfirborðið grátt og flekkótt. Það sem er áveðurs og á móti sól getur þurft meiri vörn en þar sem minna mæðir á. Olían er s.s. borin á eftir þörfum, viðurinn er látinn drekka hana í sig, en það sem sígur ekki ofan í viðinn er þurrkað í burtu. Á suma staði þarf kannski að bera á tvisvar á sumri, á meðan það nægir að bera annað hvert ár á aðra staði.“ Allt tréverk, að pöllum sem born- ir eru pallaolíu undanskildum, er nauðsynlegt er að meðhöndla með réttum grunnefnum, þ.e. grunnolíu. Gunnolíuna má hins vegar aldrei nota eina og sér heldur verður allt- af að setja annað efni ofan á hana. Vigfús segir að mikilvægt sé að blanda ekki saman olíumeðhöndlun og hálfþekjandi eða þekjandi vörn, það sé tvennt ólíkt. Hann bendir jafnframt á að það sé hér um bil óþekkt að setja þekjandi viðarvörn á nýja palla og girðingar. Nýtt tré- verk í gömlum hverfum er þó und- antekning frá þessari reglu, en þá getur verið nauðsynlegt að mála tréverkið svo það verði ekki æpandi stílbrot í hverfinu. Hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn Á húshluta, veggi, girðingar og annað tréverk er algengt að nota hálfþekjandi eða þekjandi viðar- vörn. Á ný hús er oftast valin hálf- þekjandi viðarvörn, því fólk sækist eftir því að leyfa viðnum að njóta sín. En eftir því sem viðurinn eldist má búast við því að tréverkið verði flekkótt og mislitt. „Það koma elli- mörk á viðinn með tímanum og sú þróun er óumflýjanleg,“ segir Vig- fús. „Það er bara þannig, að allt sem er úti upplitast og veðrast. Við það að mála yfir gamlan flekkóttan við með glærum eða hálfþekjandi efnum, ýkjast þessir flekkir og verða meira áberandi. Það er þrennt sem ræður því hvernig hlut- urinn verður þegar búið er að bera á hann. Í fyrsta lagi er það liturinn á efninu. Í öðru lagi er það ísog flatarins sem málaður er, viðurinn drekkur mikið í sig þar sem hann er þurr, en hrindir frá sér þar sem hann er mettur. Í þriðja lagi er það ástand flatarins, ef yfirborðið er t.d. orðið grátt og þurrt má búast við því að það verði ennþá dekkra við að taka olíuna í sig.“ Vigfús segir að þó viðurinn sé flekkóttur þurfi það ekki að þýða að ástand hans sé slæmt. Hafi hann fengið eðlilegt viðhald frá upphafi getur ástand hans verið mjög gott þó hann sé mislitur. „Ég hef bent viðskiptavinum okkar á að líta í kringum sig úti í náttúrunni og sjá hvernig allt veðrast og breytist þegar vatn og vindar leikur óhindr- að um það. Það sama gerist með viðinn og er bara hluti af eðlilegri þróun. Það er til dæmis alveg glórulaust að fólk eyði hálfu sum- arfríinu sínu í að slípa nýlega palla og bera í þá aftur eingöngu til þess að ná fram jafnari áferð. Það þarf bara að leyfa viðnum að taka út sinn þroska. Aðalatriðið er að það sé borið reglulega á viðinn og að hann fái eðlilegt viðhald.“ Að hressa upp á timburverkið En svo má að sjálfsögðu hressa upp á timburverkið eftir einhver ár og þá er heppilegt að nota hálfþekj- andi eða þekjandi viðarvörn. Áður en hún er borin á verður fólk að ganga úr skugga um að undirvinn- an sé rétt. „Það er að sumu leyti auðveldara að halda þekjandi við- arvörn við vegna þess að þá er flöt- urinn alveg hulinn og ekki þarf að taka tillit til þess hvort undirlagið er mislitt. Hafi flöturinn verið mál- aður með þekjandi viðarvörn áður er mjög mikilvægt að skafa alla lausa málningu burtu áður en mál- „Vel skal vanda það sem lengi á að standa“ Nú líður að því að fólk fari að smíða eða dytta að sólpöllum, girðingum og sumarbústöðum. Vigfús Gíslason, sölu- stjóri í Hörpu Sjöfn, sagði Guðlaugu Sigurð- ardóttur að undirvinnan gæti ráðið úrslitum um endingu timbursins. Vigfús Gíslason hjá Hörpu Sjöfn segir að mikilvægt sé að fólk ráðgist við fag- menn áður en ráðist er í stórframkvæmdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.