Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 37 Engjasel Sérlega björt og vel skipulögð 94,9 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu, barnvænu, 3ja hæða fjölbýlishúsi á góðum stað í Seljahverfinu. Eigninni fylgir 36,6 fm stæði í bílskýli. Frábært umhverfi og ekki spillir útsýnið. Verð 12,9 millj. Grænlandsleið, nýbygging Glæsilegar 3ja herbergja, 117 fm, neðri sérhæðir á góðum stað í Grafarholti. Íbúðirnar eru tilbúnar án gólfefna. Vandaður frágangur og skemmti- leg hönnun. Sjón er sögu ríkari. Lækkað verð!!! Verð 16,9 millj. 4ra herb. Álfholt, Hafnarfj. Falleg 99 fm, 4ja her- bergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Útsýni er til suðurs og norður. Íbúðin er öll nýend- urgerð, þ.e. innrétttingar, málning og gólf- efni. GETUR LOSNAÐ FLJÓTT. Áhv. 9,1 millj. Verð 13,6 millj. www.eignir.is Þorláksgeisli Glæsilegt og vel skipulagt raðhús (endahús) í suðurhlíðum Grafarholts með golfvöllinn í næsta nágrenni. Húsið eru úr forsteyptum einingum og er því að verða tilbúið undir tré- verk. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan, með grófjafnaðri lóð. Verð 19,3 millj. Jónsgeisli Fallegt og vel hannað, 196 fm, tvílyft parhús í norðuhluta Grafarholts byggt úr forsteyptum einingum. Húsið er sérlega rúmgott. Húsið afhendist að innan langt komið tilbúið undir tré- verk, rör í rör lagnakerfi, veggir tilbún- ir til spörslunar, hluti raflagna komin og fl. Lóð grófjöfnuð. Húsið skilast fullb. að utan. Verð 20,9 millj. Lómasalir Stór og sérlega rúmgóð, 3ja her- bergja, 102 fm íbúð á fyrstu hæð með suðurgarði. Sérinngangur af svölum. Stæði í bílageymslu fylgir íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 15,7 millj. 2ja herb. Búðagerði 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með svölum sem snúa í vestur. Komið er inn í hol með ljósum flísum og góðum fata- skáp. Baðherbergið er með dúk á gólfi, hvítri innréttingu og baðkari. Í eldhúsi er eldri innrétting með dúkaflísum á gólfi. Svefnherbergið er dúkalagt. Rúmgóð og björt stofa með teppi á gólfi. Verð 9,2 millj. 3ja herb. Torfufell FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLI. Íbúðin er öll nýmáluð, falleg hvít eldhúsinnrétting og parket á stofu og svefnherbergi. Sameign er mjög falleg. Stutt í alla þjónustu. Góð fyrstu kaup. Verð 9,7 millj. Bogahlíð Mjög falleg, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu húsi við Bogahlíð í Reykja- vík. Rúmgóða stofa, tvö góð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í risi. Nýtt gler er í allri íbúðinni. Frábær staðsetning. Verð 12,9 millj. Engihjalli 3ja herbergja, 89,2 fm íbúð á 10. hæð með stórglæsilegu útsýni í vestur og norður. Esjan, Faxaflói og Reykjanes blasa við í öllu sínu veldi. Eign á góðum stað. Verð 12,2 millj. Blásalir Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 10. hæð. Stórkostlegt útsýni er úr íbúðinni. Park- et er á allri íbúðinni nema dúkur á baðgólfi og þvottaherbergi. Allar innréttingar eru úr ma- hóní sem og innihurðir. Gott skápapláss er í öllum herbergjum. Verð 20,7 millj. Básbryggja Stórglæsileg 4-5 herbergja, 146 fm „penthouse“-íbúð á tveim hæðum. Íbúðin er frábærlega hönnuð með skemmti- legt skipulag og allt fullklárað á hinn vand- aðasta hátt. Parket og flísar á gólfum, rúm- góð herberg og góðir skápar, vestursvalir, fallegur garður. Eign fyrir vandláta. Verð 20,5 millj. Nýbygging/fjölbýli Andrésbrunnur Erum með glæsil. 4ja og 5 herb. íbúðir í nýju, 3ja hæða lyftuhúsi. Bíla- geymsla. Vandaður frágangur. Íbúðirnar eru allar afhentar fullb. án gólfefna, tilb. til af- hendingar. Verð frá 17,9 millj. ve rð Læ kk að Grænlandsleið í Grafarholti Til sölu er búseturéttur í nokkrum íbúðum við Grænlandsleið í Grafarholti. Íbúðirnar eru 3ja herb., um 94 fm að stærð. Um er að ræða tveggja hæða hús með sér íbúð á hvorri hæð og fylgir stæði í bílakjallara öllum íbúðun- um. Íbúðirnar eru í byggingu og verða afhentar fullbúnar með miklu út- sýni. Sérinngangur er í allar íbúðirnar. Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar verði til afhendingar um áramótin. Lóuland í Garði Til sölu er búseturéttur í fjórum íbúðum í 2 parhúsum við Lóuland í Garði. Um er að ræða þrjár 3ja herb. íbúðir um 90 fm að stærð og eina 4ra her- bergja íbúð um 105 fm. Bílskúr fylgir íbúðunum. Íbúðirnar eru í byggingu og er áætlað að þær verði til afhendingar um áramótin. Suðurtún Álftanesi Til sölu er búseturéttur í nýlegri 90 fm íbúð í raðhúsi á einni hæð við Suð- urtún á Álftanesi. Íbúðinni fylgir um 25 fm bílskúr. Íbúðin getur verið til endurúthlutunar fljótlega. Prestastígur Grafarholti Til sölu er búseturéttur í nýlegri rúmlega 95 fm, 3ja herbergja íbúð í fjög- urra hæða lyftuhúsi. Íbúðin getur verið til endurúthlutunar fljótlega og fylg- ir stæði í bílakjallara. Ýmsir staðir Eigum lausa íbúð í Hveragerði, í Sandgerði og á Höfn í Hornafirði. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 54 eða í síma 552-5644 milli kl. 9-15. um nýtt brunabótamat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim til- vikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af- notum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um- ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút- andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf- irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.  Teikningar – Leggja þarf fram sam- þykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygging- arnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lánveit- endum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það get- ur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvottorðs, bruna- bótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun byggingarsam- vinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á af- sal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að til- kynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugs- anlegum bótarétti sakir tómlætis. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýs- ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri millj- ón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaupanna, en selj- andi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldr- ei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í um- sókn að gera tillögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.