Morgunblaðið - 01.06.2004, Page 37

Morgunblaðið - 01.06.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 37 Engjasel Sérlega björt og vel skipulögð 94,9 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu, barnvænu, 3ja hæða fjölbýlishúsi á góðum stað í Seljahverfinu. Eigninni fylgir 36,6 fm stæði í bílskýli. Frábært umhverfi og ekki spillir útsýnið. Verð 12,9 millj. Grænlandsleið, nýbygging Glæsilegar 3ja herbergja, 117 fm, neðri sérhæðir á góðum stað í Grafarholti. Íbúðirnar eru tilbúnar án gólfefna. Vandaður frágangur og skemmti- leg hönnun. Sjón er sögu ríkari. Lækkað verð!!! Verð 16,9 millj. 4ra herb. Álfholt, Hafnarfj. Falleg 99 fm, 4ja her- bergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Útsýni er til suðurs og norður. Íbúðin er öll nýend- urgerð, þ.e. innrétttingar, málning og gólf- efni. GETUR LOSNAÐ FLJÓTT. Áhv. 9,1 millj. Verð 13,6 millj. www.eignir.is Þorláksgeisli Glæsilegt og vel skipulagt raðhús (endahús) í suðurhlíðum Grafarholts með golfvöllinn í næsta nágrenni. Húsið eru úr forsteyptum einingum og er því að verða tilbúið undir tré- verk. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan, með grófjafnaðri lóð. Verð 19,3 millj. Jónsgeisli Fallegt og vel hannað, 196 fm, tvílyft parhús í norðuhluta Grafarholts byggt úr forsteyptum einingum. Húsið er sérlega rúmgott. Húsið afhendist að innan langt komið tilbúið undir tré- verk, rör í rör lagnakerfi, veggir tilbún- ir til spörslunar, hluti raflagna komin og fl. Lóð grófjöfnuð. Húsið skilast fullb. að utan. Verð 20,9 millj. Lómasalir Stór og sérlega rúmgóð, 3ja her- bergja, 102 fm íbúð á fyrstu hæð með suðurgarði. Sérinngangur af svölum. Stæði í bílageymslu fylgir íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 15,7 millj. 2ja herb. Búðagerði 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með svölum sem snúa í vestur. Komið er inn í hol með ljósum flísum og góðum fata- skáp. Baðherbergið er með dúk á gólfi, hvítri innréttingu og baðkari. Í eldhúsi er eldri innrétting með dúkaflísum á gólfi. Svefnherbergið er dúkalagt. Rúmgóð og björt stofa með teppi á gólfi. Verð 9,2 millj. 3ja herb. Torfufell FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLI. Íbúðin er öll nýmáluð, falleg hvít eldhúsinnrétting og parket á stofu og svefnherbergi. Sameign er mjög falleg. Stutt í alla þjónustu. Góð fyrstu kaup. Verð 9,7 millj. Bogahlíð Mjög falleg, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu húsi við Bogahlíð í Reykja- vík. Rúmgóða stofa, tvö góð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í risi. Nýtt gler er í allri íbúðinni. Frábær staðsetning. Verð 12,9 millj. Engihjalli 3ja herbergja, 89,2 fm íbúð á 10. hæð með stórglæsilegu útsýni í vestur og norður. Esjan, Faxaflói og Reykjanes blasa við í öllu sínu veldi. Eign á góðum stað. Verð 12,2 millj. Blásalir Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 10. hæð. Stórkostlegt útsýni er úr íbúðinni. Park- et er á allri íbúðinni nema dúkur á baðgólfi og þvottaherbergi. Allar innréttingar eru úr ma- hóní sem og innihurðir. Gott skápapláss er í öllum herbergjum. Verð 20,7 millj. Básbryggja Stórglæsileg 4-5 herbergja, 146 fm „penthouse“-íbúð á tveim hæðum. Íbúðin er frábærlega hönnuð með skemmti- legt skipulag og allt fullklárað á hinn vand- aðasta hátt. Parket og flísar á gólfum, rúm- góð herberg og góðir skápar, vestursvalir, fallegur garður. Eign fyrir vandláta. Verð 20,5 millj. Nýbygging/fjölbýli Andrésbrunnur Erum með glæsil. 4ja og 5 herb. íbúðir í nýju, 3ja hæða lyftuhúsi. Bíla- geymsla. Vandaður frágangur. Íbúðirnar eru allar afhentar fullb. án gólfefna, tilb. til af- hendingar. Verð frá 17,9 millj. ve rð Læ kk að Grænlandsleið í Grafarholti Til sölu er búseturéttur í nokkrum íbúðum við Grænlandsleið í Grafarholti. Íbúðirnar eru 3ja herb., um 94 fm að stærð. Um er að ræða tveggja hæða hús með sér íbúð á hvorri hæð og fylgir stæði í bílakjallara öllum íbúðun- um. Íbúðirnar eru í byggingu og verða afhentar fullbúnar með miklu út- sýni. Sérinngangur er í allar íbúðirnar. Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar verði til afhendingar um áramótin. Lóuland í Garði Til sölu er búseturéttur í fjórum íbúðum í 2 parhúsum við Lóuland í Garði. Um er að ræða þrjár 3ja herb. íbúðir um 90 fm að stærð og eina 4ra her- bergja íbúð um 105 fm. Bílskúr fylgir íbúðunum. Íbúðirnar eru í byggingu og er áætlað að þær verði til afhendingar um áramótin. Suðurtún Álftanesi Til sölu er búseturéttur í nýlegri 90 fm íbúð í raðhúsi á einni hæð við Suð- urtún á Álftanesi. Íbúðinni fylgir um 25 fm bílskúr. Íbúðin getur verið til endurúthlutunar fljótlega. Prestastígur Grafarholti Til sölu er búseturéttur í nýlegri rúmlega 95 fm, 3ja herbergja íbúð í fjög- urra hæða lyftuhúsi. Íbúðin getur verið til endurúthlutunar fljótlega og fylg- ir stæði í bílakjallara. Ýmsir staðir Eigum lausa íbúð í Hveragerði, í Sandgerði og á Höfn í Hornafirði. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 54 eða í síma 552-5644 milli kl. 9-15. um nýtt brunabótamat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim til- vikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af- notum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um- ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút- andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf- irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.  Teikningar – Leggja þarf fram sam- þykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygging- arnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lánveit- endum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það get- ur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvottorðs, bruna- bótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun byggingarsam- vinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á af- sal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að til- kynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugs- anlegum bótarétti sakir tómlætis. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýs- ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri millj- ón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaupanna, en selj- andi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldr- ei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í um- sókn að gera tillögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.