Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMEINING sérgreina á LSH er nú að mestu lokið og starfsemi flestra þeirra hefur aukist en kostnaður ekki hækkað í hlutfalli. Fækkað hefur á nánast öllum bið- listum eftir þjónustu spítalans, t.d. fjölgaði skurðaðgerðum um 3,1% á síðasta ári, hjartaþræðingum um 16% og krans- æðavíkkunum um 9%. Þjónusta á dag- og göngudeildum hefur sífellt aukist og legu- dögum á sólarhring- sdeildum um leið fækkað. Með- allegutími hefur styst verulega sem þýðir að hver sjúklingur er á spítalanum aðeins meðan hann er hvað veikastur. Kostnaðargreining og breytt fjármögnun Mikil áhersla hefur verið á kostn- aðargreiningu á þjónustu spítalans ásamt því að innleiða fram- leiðslumælingarkerfi í alla starf- semi hans. Unnið er með öðrum Norðurlandaþjóðum að innleiðingu á alþjóðlegu kerfi sem byggist á DRG (Diagnosis Related Groups). Áætlað er að innleiðingu ljúki á þessu ári og verður þá hægt að breyta fjármögnun spítalans úr föstum framlögum, en slík fjár- mögnun hefur víðast hvar á Vest- urlöndum verið aflögð, í fjár- mögnun eftir umfangi. Aukin framleiðsla á hagkvæman hátt Kostnaður við rekstur spítalans á föstu verðlagi á fyrsta ári eftir sam- einingu lækkaði um 1,7%. Á árinu 2001 lækkaði raunkostnaður aftur um 1,6% en jókst svo um 1,9% árið 2002 og um 2,3% í fyrra. Kostnaður vegna S-merktra lyfja og stofn- kostnaður vegna byggingar barna- spítala eru tekin út úr þessum sam- anburði vegna skekkju í samanburði þessara liða. Hækkun raunkostnaðar á síð- asta ári skýrist einkum af aukinni framleiðslu á mörgum sviðum spít- alans, hækkun lög- bundinna framlaga í séreignasjóði starfs- manna og hækkun lyfja og sérhæfðra rekstrarvara umfram hækkun neysluverðs- vísitölu. Kostnaður við rekstur spítalans hefur því aðeins hækkað um 2,7% frá sameiningu eða í fjögur ár. Á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um rúmlega 4,1% og öldruðum um 4,5%. Að auki gera tækni- framfarir mögulegt að veita sífellt meiri þjón- ustu sem skilar sér m.a. í hækkandi með- alaldri þjóðarinnar. Stjórnendum og starfsmönnum Landspítala – há- skólasjúkrahúss hefur því tekist að ná árangri í að auka framleiðslu spítalans á mjög hagkvæman hátt. Kostnaður á sjúkling lækkaði Þar sem DRG-kerfið er ekki komið á allar deildir þarf að meta starf- semisbreytingu á spítalanum með öðrum hætti. Ef notuð er aðferð ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Yo- ung eru komur á dagdeildir og slysa- og bráðadeildir taldar sem 1⁄3 af innlögn og komur á göngudeildir 1⁄12. Þannig sést að hver „vegin lega“ eða sjúklingur kostaði spít- alann um 236 þúsund krónur á síð- asta ári. Þessi upphæð var 240 þ.kr. á árinu 2002 á sama verðlagi. Þjónusta Land- spítala (LSH) aukin á hag- kvæman hátt Anna Lilja Gunnarsdóttir fjallar um rekstur Landspítala Anna Lilja Gunnarsdóttir ’Kostnaður viðrekstur spít- alans hefur lítið hækkað síðustu fjögur árin.‘ KÆRI Hafsteinn Þór. Ég vil hrósa þér og félögum þínum í Sam- bandi ungra sjálfstæð- ismanna fyrir þá sjálf- stæðu afstöðu sem þið hafið tekið gagnvart Sjálfstæðisflokknum með andstöðu ykkar gegn fjölmiðla- frumvarpinu eða rit- skoðunarlögunum eins og þau eru líka stund- um nefnd. Það er eft- irspurn eftir stjórn- málamönnum með sjálfstæðar skoðanir og hugsjónir sem þeir þora að verja, ekki síst þegar mikið liggur við. Ljóst er að tilgangur þessarar lagasetn- ingar er vafasamur og ekki í anda frjáls og opins samfélags, þótt mér hafi skilist að gagnrýni ykkar hafi beinst að sjálfu efni frumvarpsins. Ég er einmitt líka sammála ykkur um að það muni leiða til óeðlilegrar skerðingar á tjáningar- og athafnafrelsi lands- manna. Forsetinn hefur nú kveðið upp úr um að þjóðin fái að ákveða sjálf hvort þessi lagasetning geti staðist og að efnt skuli til þjóð- aratkvæðagreiðslu hið fyrsta. Það er góð nið- urstaða og nú er mik- ilvægt að hver greiði samkvæmt sinni sann- færingu. Ekki er verið að greiða atkvæði um þingmeirihlutann eða forsetaembættið. Að- eins um það hvort við viljum að þessi lög, eins og þau voru afgreidd frá Alþingi, nái fram að ganga. Ég vil því biðja þig að svara því hvort þið í SUS munið ekki örugglega hvetja til þess að fólk greiði at- kvæði gegn þessum lög- um sem þið eruð and- vígir og hvort þú munir ekki örugglega gera það sjálfur. Með vinsemd og virðingu. Opið bréf til formanns SUS Andrés Jónsson skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu Andrés Jónsson ’Ekki er veriðað greiða at- kvæði um þing- meirihlutann eða forsetaemb- ættið.‘ Höfundur er formaður UJ, ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar. ÞAÐ fór eins og mig grunaði þegar ég skrifaði stutta grein um sverðsmál Þjóðminjasafnsins að þar á bæ yrði róið að því öllum ár- um að gera mig tortryggilegan og ómarktækan í málinu með því að minna á tengsl mín við Eyr- arlands-Þór þeirra Akureyringa, sem nýlega var gerður opinber. Ég var við því búinn og því kom það ekki í veg fyrir gagnrýni mína á safnið, enda ljóst að málið hefði áhugaverðar hliðar sem vel mætti skemmta sér yfir í ládeyðunni. Spádóm- urinn rættist og kynningarfulltrúi safnsins skrifar grein í Mbl. 2. júní sl. Í henni er að sjálfsögðu ekki brugðist við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á sverðs- hugmyndina frá mér eða öðrum – ekki talin ástæða til þess. Ástæðan sögð vera taugatitringur gagnrýn- enda! Fyrst þessi leið er kosin og jafn- framt bætt í með ósannindum um mig verð ég að koma með leiðrétt- ingar sem kynningarfulltrúinn verður að sætta sig við. Ég var fyrir nokkrum árum beðinn um að taka að mér stækkun á Eyr- arlands-Þór, en þar sem ég er ekki sérfræðingur í slíku, útvegaði ég verkkaupanum samband við fag- menn í Englandi á þessu sviði og tók að mér að mæla upp frum- myndina. Það gerði ég í Þjóð- minjasafninu með leyfi, vitund og vilja þeirra sem þar réðu. Hlut- verk mitt var síðan að fylgjast með framvindu mála og leggja það til sem mér þótti réttast. Verkið hef ég aldrei barið augum, en hér var eingöngu um tölvusamskipti að ræða. Kynningarfulltrúinn fer því rangt með þegar hann segir að ég „[hafi] sjálfur nýlokið við hönnun á stækkaðri eftirgerð af Þórs- líkneskinu ...“ Þetta er augljóslega rangt, enda hef ég ekki hannað eitt eða neitt varðandi þessa eftirmynd. Frum- myndin þarf ekki á slíku að halda. Í of- análag er gefið í skyn að hér sé ekki allt með felldu og „[ekki hafi verið] unnið í samráði við safnið eins og ætlast var til“. Þetta er líka rangt hvað minn þátt varðar og um hann á ég næg samskiptagögn til sönnunar og svo sem óljóst hvað safnið ætlar sér með því að skipta sér af málinu umfram það að veita leyfi til stækkunarinnar. Og úr því myndin var stækkuð með leyfi safnsins væri forvitnilegt að fá að vita hvað er að henni eftir stækk- unina? Hvort er hún skotspónn eða réttlæting fyrir sverðsdell- unni? Allir sem á annað borð hafa áhuga á fornminjum vita að Eyr- arlands-Þór er meðal merkustu hluta sem hér hafa fundist. Um hann hefur mikið verið skrifað og nokkrar kenningar komið fram um uppruna hans og inntak. Einn þeirra sem mikið skrifaði um Þór var dr. Kristján Eldjárn. Hann segir í einni af greinum sínum að: „Myndin [sé] mjög haganlega gerð og [beri] vott um mikla kunnáttu í málmsteypingu. Þótt smá sé, að- eins fáeinir sentimetrar, [sé hún] á sinn hátt stór í sniðum og mundi þola vel að vera stækkuð mikið án þess að verða annkannaleg.“ Þarf frekari vitna við í því máli? Lík- legt þykir mér einnig að hann hafi talið rétt að fara sem næst frum- myndinni og hann hafi að sama skapi horft til efnisins sem hún er gerð úr. Þessi hugmynd er því sett fram af hófsemd og virðingu fyrir hlutnum og mér er kunnugt um að það var í þeim anda sem ákveðið var að stækka Eyrarlands-Þór. Þar var ekki um listsköpun að ræða, ekki táknmynd eins eða neins, heldur sögulegt minning- armark á þeim stað sem verður að telja viðeigandi og myndin dregur nafn sitt af. Ég veit ekki hvort þjóðminja- verðir hafa vald til að ákveða hvernig gengið er um þjóðararf- inn, en væntanlega hafa þeir eitt- hvað um það að segja í einhverjum tilfellum. Þegar þeir hins vegar finna það upp hjá sjálfum sér að taka einstaka gripi herfangi og ráðskast með þá að eigin geðþótta er úr vöndu að ráða. Áhugaverð- asta hlið þessa máls er auðvitað sú að þjóðminjavörður telur sig hafa þetta vald; að skrumskæla hluti úr safninu og skala þá upp í heims- met, á meðan fólki með tilfinningu fyrir sögu sinni og umhverfi er gert að lúta honum í viðleitni sinni við að leggja rækt við sögu sína og menningu, sbr. hljóðláta herferð sem nú er í gangi gegn eiganda Eyrarlands-Þórs. Ef þjóðminja- verði finnst betra að hlutirnir séu úr þeim efnum sem hann kýs í það og það skiptið eða að þeir séu hærri eða lægri en hann sjálfur, þá skal svo vera. Þetta kalla ég duttlungavald og lái mér hver sem vill. Nú er greinilegt á skrifum fjöl- miðlafulltrúans að á Þjóðminja- safninu eru menn í vanda staddir, enda kemur í ljós að ekki er ennþá vitað hvað úr þessari „hugmynd á vinnslustigi“ á að verða. Þessi hugsanlega „táknmynd fyrir safn- ið“ eða tímabundni atburður á hringtorginu, úr „járni, graníti eða trefjaplasti“ er allt í einu orðin að einskonar forskrift í samkeppni um listskreytingu, en svo sem seg- ir í greininni er hugsanlegt að sameina alla þessa þætti í slíkri skreytingu! Betri uppskrift að samkeppni hef ég ekki séð um mína daga og er þá langt til jafn- að. Það sem vekur hvað minnsta furðu við þennan hringlandahátt er að fremstur meðal jafningja í málinu fer félagsmaður í Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, en honum er ætlað að koma ein- hverri reiðu á hugmyndavinnuna. Verði honum og safninu að góðu og ég óska SÍM sérstaklega til hamingju með glæsilegan fulltrúa sinn í þessu makalausa harki og sverðadansi, en verð þó að minna á að hugmyndin hefur þegar verið verðlaunuð af Smekkleysu SMehf. Eitt læra myndlistarmenn snemma á ferli sínum, en það er að allar þeirra hugmyndir eru ekki jafn góðar og flestar eru dæmdar til útlegðar í sjálfsgagnrýni. Annað er það að hugmyndirnar eiga ekki aðra formælendur en höfund sinn. Þetta fylgir faginu. Af því leiðir að gagnrýni er ekkert til að fara á taugum útaf og allra sýst þegar hún er hluti af vörn einhverra annarra sem standa í stórræðum með góðar hugmyndir. Ef hins vegar Þjóðminjasafnið ætlar að nota aðkomu mína að stækkun Eyrarlands-Þórs sem réttlætingu fyrir einhverri fáránlegustu hug- mynd sem komist hefur á blað á seinni árum, þá verð ég að verja mig með því að mér hafi yfirsést sá absúrd möguleiki. Ég átti nefni- lega frekar von á málefnalegri um- ræðu um muninn á því að lítils- virða þjóðararfinn annars vegar og hins vegar því að gera hann að- gengilegan á látlausan og lygi- lausan hátt. Það eru ekki allar hugmyndir jafn góðar og þess vegna skrifaði ég gegn sverðinu og þess vegna stend ég við gagnrýni mína. Það er nefnilega verðugt umhugsunarefni fyrir for- stöðumenn Þjóðminjasafns Íslands að velta fyrir sér muninum á því að sinna sögu sinni og menningu á heiðarlegan og tilgerðarlausan hátt og því að kaupa hvaða dellu sem er og snúa henni upp í vörn fyrir þjóðararfinn. Mér vitanlega hefur myndlist aldrei snúist um stærðir eða það að slá met, hvort heldur er landsmet eða heimsmet. Stundum fjallar hún um innri hlut- föll og jafnvel afstöðu milli hluta í ákveðinni heild, en hún vekur nær því alltaf hugboð um það sem ann- ars verður ekki sagt eða skýrt með öðrum hætti. Vonandi verður saga þessa máls rakin með skilmerkilegum hætti í safninu þegar það opnar í haust og vonandi fáum við um leið að líta hugmyndavinnu þjóðminjavarðar, en slíkt er jafnan gert þegar myndlistarmenn leggja verk sín undir dóm þar til bærra manna. Menn verða að kannast við þá sögu eins og hún er, svo vitnað sé í fjölmiðlafulltrúann. Sverðadansinn Eftir Kristin E. Hrafnsson ’Það eru ekki allar hug-myndir jafn góðar og þess vegna skrifaði ég gegn sverðinu og þess vegna stend ég við gagnrýni mína.‘ Kristinn E. Hrafnsson Höfundur er myndlistarmaður. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.