Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 33 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikil/l og getur verið mjög skemmtileg/ur og heillandi. Þú átt það þó til að ganga fram af fólki með nýj- ungagirni þinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í kvöld verður Venus á milli sólarinnar og jarðarinnar í sex klukkustundir en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 1882. Þetta mun marka nýtt og betra upp- haf í nánustu samböndum þín- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Bæði eigur þínar og sjálfs- traust munu aukast mikið á næstunni. Þetta má að hluta til rekja til hinnar sérstöku stöðu Venusar á milli sólarinnar og jarðarinnar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í kvöld verður Venus á milli sólarinnar og tunglsins í fyrsta skipti í 122 ár. Þetta gerist í tvíburamerkinu og því mun það hafa sérstaklega mikil og jákvæð áhrif á nánustu sam- bönd þín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vegna sérstæðrar stöðu Ven- usar á milli sólarinnar og jarð- arinnar munu margir krabbar verða í óvenju góðum tengslum við sjálfa sig á næstunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinsældir þínar eru að vaxa mikið. Það er eins og þú eignist vini við það eitt að horfa á fólk. Þetta má rekja til sérstæðrar stöðu Venusar á milli sól- arinnar og jarðarinnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Venus hefur mikil áhrif á fólk í meyjarmerkinu og því mun sérstæð staða Venuar á milli sólarinnar og jarðarinnar ýta mjög undir orðstír þinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Venus verður á milli sólarinnar og jarðarinnar í kvöld og það mun marka upphaf nýs vel- gengnistímabils í lífi þínu. Margir af draumum þínum munu rætast á næstunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu ráð fyrir aukinni vel- gengni á næstunni. Þetta má rekja til sérstæðrar stöðu Ven- usar á milli sólarinnar og jarð- rinnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samband þitt við maka þinn mun batna mikið í náinni fram- tíð. Þú ættir reyndar að eiga auðveldara með öll samskipti í framtíðinni en hingað til. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Velgengnin sem þú hefur verið að vonast eftir í vinnunni er rétt handan við hornið. Öll sú vinna sem þú hefur lagt á þig er við það að bera árangur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt skemmtilega tíma í vændum. Daður, skemmtanir og aukin vellíðan munu ein- kenna líf þitt á næstunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það munu margir hlutir breyt- ast á heimili þínu á næstunni. Samskiptin innan fjölskyld- unnar ættu að ganga betur og það mun veita þér ánægju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BARMAHLÍÐ Hlíðin mín fríða hjalla meður græna, og blágresið blíð, og berjalautu væna, á þér ástar augu ungur réð ég festa, blómmóðir bezta! Sá ég sól roða síð um þína hjalla, og birtu boða brúnum snemma fjalla; skuggi skauzt úr lautu, skreið und gráa steina leitandi leyna. - - - Jón Thoroddsen LJÓÐABROT 1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. Dc2 Bb4 5. e3 0-0 6. Bd3 d5 7. Rge2 c6 8. Bd2 Rbd7 9. f3 dxc4 10. Bxc4 Rb6 11. Bb3 Kh8 12. 0-0-0 De7 13. h4 Bd7 14. e4 fxe4 15. Rxe4 Bxd2+ 16. Hxd2 Rbd5 17. Rg5 e5 18. Dd3 Hae8 19. Rg3 exd4 20. Dxd4 c5 21. Dd3 Rf4 22. Dc4 De3 23. Rf7+ Hxf7 24. Dxf7 Rd3+ 25. Kd1 Re5 26. Dxe8+ Bxe8 27. He1 Df4 28. Re4 c4 29. Bc2 Rfd7 30. Rc5 Bg6 31. Bxg6 hxg6 32. Rxd7 Svartur á leik 070604 Staðan kom upp í Evr- ópumeistaramóti ein- staklinga sem lauk fyrir skömmu í Antalya í Tyrk- landi. Predrag Nikolic (2.648) hafði svart gegn Mikhail Krasen- kov (2.609). 32. – c3! 33. bxc3 Rxd7 34. He7. Svartur hefði orðið hróki yfir eftir 34. Hxd7 Da4+ 35. Kc1 Dxd7. Í framhald- inu verður hann manni yfir og var það nóg til að sigra. 34. – Da4+ 35. Ke2 Rf6 36. Hc7 Db5+ 37. Kd1 Rd5 38. Hc8+ Kh7 39. c4 Dd7 40. Hc5 Re3+ 41. Ke1 De7 42. Hc8 Rxg2+ 43. Kd1 Re3+ 44. Ke1 Rxc4+ 45. He2 Db4+ 46. Kf1 Rd6 47. Ha8 a6 48. Kg2 Dc4 49. Hd2 Rf5 50. Hdd8 Rxh4+ og hvítur gafst upp. Margar ungar og upprennandi stór- stjörnur voru á meðal kepp- enda og framan af hafði undrabarnið David Navarra forystu. Kempurnar Vassily Ivantsjúk (2.713) og Predrag Nikolic (2.648) létu hins veg- ar ekkert trufla ró sína og enduðu sem sigurvegarar með 9 vinninga af 13 mögu- legum. Sá fyrrnefndi varð svo Evrópumeistari eftir að hafa lagt Nikolic að velli í atskákeinvígi. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Gullbrúðkaup. Í dag, mánudaginn 7. júní, eiga 50 ára brúð- kaupsafmæli hjónin Jóna Einarsdóttir og Jón Helgi Hálf- dánarson, Heiðarbrún 16, Hveragerði. Þau verða að heim- an í dag. GRÆÐGI er ein af höf- uðsyndunum og ekki að ástæðulausu. Hversu gráð- ugur er lesandinn hér? Norður ♠ÁD62 ♥8 ♦KG1065 ♣876 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 3 spaðar Pass Pass Dobl Pass ? Það eru allir á hættu. Makker í suður opnar á Standard-laufi og næsti hindrar með þremur spöð- um. Þú velur að passa (ertu sammála því?), en síðan enduropnar makker blessunarlega með dobli. Hvað nú? Pass eða þrjú grönd? Kannski fimm tígl- ar? Lítum á stöðuna – allir á hættu. Væntanlega veit vestur að hann er á hætt- unni! Hann er viðbúinn því að spila þrjá spaða do- blaða og fara eitthvað nið- ur, en varla er spaðinn hriplekur. Einspilið í hjarta gefur að vísu von um stungur, en á hinn bóginn er ljóst að AV eiga minnst átta spil í hjarta sín á milli og þar gæti sagnhafi átt slagi. Passið er líklegt til að gefa 500- 800, en þá ættu þrjú grönd að vinnast líka. Því ekki að segja þrjú grönd og halda þá slemmu inni í myndinni: Norður ♠ÁD62 ♥8 ♦KG1065 ♣876 Vestur Austur ♠G1098543 ♠K ♥D532 ♥K9764 ♦7 ♦432 ♣9 ♣G532 Suður ♠7 ♥ÁG10 ♦ÁD98 ♣ÁKD104 Spilið er frá landsliðsæf- ingu um síðustu helgi og þeir sem sögðu pass við doblinu fengu 800 í sinn dálk fyrir þrjá niður (fjór- ir á spaða og þrír ásar til hliðar). En eins og sjá má standa sjö tíglar á borðinu og fyrir það fást 2140. Snorri Karlsson valdi að segja þrjú grönd við dobl- inu og Karl Sigurhjart- arson faðir hans hélt áfram með fjórum tíglum. Það dugði upp í sex tígla (1390) og góðan vinning, en sjö ættu ekki að vera fjarri lagi eftir þessa þró- un. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson HLUTAVELTA ÞESSAR ungu stúlkur á Djúpavogi söfnuðu 3.520 kr. til styrktar langveikum börnum. Þær heita Telma Lind Sveinsdóttir og Sandra Sif Karlsdóttir. FRÉTTIR FORSETI evrópsku einkaleyfastofnunar- innar – EPO, Ingo Kober, kom til Íslands á dögunum í tengslum við væntanlega aðild Íslands að evrópska einkaleyfasamningn- um. Haldinn var fund- ur með ýmsum hags- munaaðilum úr íslensku viðskiptalífi, sem og fulltrúum frá háskólunum sem hafa með höndum þróun tækninýjunga og upp- finninga. Fundurinn var haldinn á vegum Einkaleyfastofu, og þar kynnti Kober stofnunina og starf hennar. Gagnagrunnur inniheldur 45 milljónir skjala Um þrjátíu ríki eiga nú aðild að EPO, að sögn Ingo Kober, og vinna rúmlega sex þúsund manns hjá stofnuninni. „Ísland er eitt þeirra landa sem brátt ganga til liðs við stofnunina, og það tryggir íslenskum uppfinningum sömu vernd og stofnunin veitir í öðrum Evrópuríkjum. Nú verður mögu- legt að sækja um einkaleyfi á ein- um stað og á einu tungumáli fyrir aðildarríkin öll, og með þeim hætti verður mun ódýrara að sækja um einkaleyfi fyrir íslenskar uppfinn- ingar.“ Markmið samningsins er að koma upp samræmdu einkaleyfiskerfi í Evr- ópu, og safna saman á einn stað víðtækum tækniupplýsingum. „Gagnagrunnur okkar inniheldur nú um 45 milljónir skjala, og stækkar um nokkrar milljónir árlega. Þarna má finna ein- stakt safn upplýs- inga,“ segir Kober. „Aðild að EPO veitir Íslendingum og upp- finningum þeirra vernd, og sömuleiðis opnar samningurinn leiðir fyrir erlenda fjárfesta að tryggja að uppfinningar sem þeir kaupa frá Íslandi séu undir alþjóðlegri vernd,“ útskýrir Kober. Að sögn Ástu Valdimarsdóttur, forstjóra Einkaleyfastofunnar, hefur undirbúningur aðildar Ís- lands að evrópska einkaleyfasamn- ingnum staðið yfir undanfarin ár, en aðildin mun hafa í för með sér margþætta hagræðingu fyrir ís- lenska einkaleyfishafa sem vilja skrá hugverk sín. Ásta segir góð tengsl við einkaleyfakerfi muni gagnast íslensku hagkerfi, og því geti aðildin að samningnum opnað leið fyrir íslenska einkaleyfishafa. Aðildin muni sömuleiðis gera ís- lenskt viðskiptaumhverfi meira að- laðandi fyrir erlenda fjárfesta sem hyggja á fjárfestingu hér á landi. Forseti evrópsku einkaleyfastofn- unarinnar í heimsókn á Íslandi Kynna áhrif einka- leyfasamnings Ingo Kober, forseti evr- ópsku einkaleyfastofn- unarinnar. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKTIN miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilk. um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 í neðri safnaðarsal. Laugarneskirkja. Opinn 12 spora- fundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í safnaðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Bænastund kl. 19.45. Al-anon-fundur kl. 21. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–16.30. Safnaðarstarf MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Í TILEFNI frétta um reglur Sam- keppnisstofnunar sem varða verð- upplýsingar tannlækna og taka eiga gildi 1. september nk. vill Tann- læknafélag Íslands koma eftirfar- andi á framfæri: „Í framhaldi af verðkönnun Sam- keppnisstofnunar á tannlæknaþjón- ustu og birtingu gjaldskrár á tann- læknastofum, sem þótti ábótavant, óskuðu tannlæknar eftir viðræðum með fulltrúum Samkeppnisstofnun- ar. Tilgangur þeirra var m.a. að ákveða form og innihald gjaldskrár sem tannlæknar hefðu á biðstofum sínum (úrdrátt úr heildargjaldskrá), og gildistöku reglna þar um. Einnig að móta reglur sem kveða á um gerð skriflegra áætlana um heildarkostn- að við tannlækningar ef ætla mætti að hann yrði umtalsverður. Mjög góður samstarfsvilji var af hálfu bæði Tannlæknafélagsins og Samkeppnisstofnunar á fundum sem aðilarnir áttu. Sátt er meðal tann- lækna um þær reglur sem Sam- keppnisstofnun hefur nú gefið út. Reglurnar hafa verið kynntar á fé- lagsfundi í Tannlæknafélaginu og verður fjallað um þær í fréttabréfi félagsins sem kemur út nú í júní. Tannlæknafélagið vill fara að sam- keppnislögum og hefur fullan skiln- ing á því að sýnileg gjaldskrá er for- senda fyrir frjálsri verðlagningu á tannlæknaþjónustu, bættum upplýs- ingum til neytenda og eðlilegum verðsamanburði.“ Tannlæknar sáttir við nýjar reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.