Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 27 Þakklæti er mér efst í huga við fráfall Stef- aníu Gísladóttur, tengdamóður minnar og ömmu barnanna minna. Þakklæti fyrir það líf sem þessi glaðværa og bjart- sýna kona lifði, og við hin fengum að taka þátt í. Þakklæti fyrir að hún skyldi komast yfir alvarlegt krabba- mein fyrir aldarfjórðungi, og lifa að verða meira en tuttuguföld amma síð- an. Þakklæti fyrir að stóra ástin hennar, sem hún gat ekki án verið, fékk að fylgja henni á leiðarenda. Bebbý var engri annarri lík. Hún var glæsileg kona og naut lífsins, jafnt á tyllidögum sem hvunndags. Það var aldrei á henni að finna að uppeldi sex barna hefði verið henni íþyngjandi, og hún hafði alltaf tíma fyrir vinkonur og skemmtilegheit. Ósjaldan var elda- mennskan krydduð með dillandi söng og danssporum, ekki síst ef píanóspil heyrðist úr stofunni. Sköpunargleðin fékk lausan taum- inn í höndum Bebbýjar. Óteljandi flíkur á börnin, jafnt saumaðar sem prjónaðar í vél og í höndum, rýja- mottur á gólfin, teppi á veggina, vefn- aður og síðar brúður, peysur og bangsar handa barnabörnunum auk sængurgjafa handa ótöldum börnum vina og vandamanna. Það var ekki ónýtt fyrir Hafnarbúðir að fá hana til stuðnings við aldraða í slíkri iðju. Bólgnir og stirðir fingur hindruðu hana ekki í að ljúka þeim verkefnum sem fyrir lágu. Þegar svo gigtin rændi hana fingrafimi til hannyrða var þeim kafla lokið og ekki fjölyrt um það meir. Sama var að segja með fæt- ur hennar. Enga hef ég þekkt, sem hafði jafn- gaman af að klæða sig upp í háhælaða bandaskó. Aldrei heyrði ég hana þó kvarta eftir að gigtin fór um fætur hennar óblíðum höndum og rændi hana þeirri ánægju. Oft var sungið á heimilinu á manna- mótum, og einn er sá gleðisöngur sem við titluðum bæði í gríni og alvöru sem lífsmottó Bebbýjar ömmu. Lifðu lífinu lifandi segir textinn, og: „… taktu heldur því sem þér að hönd- um ber það þýðir ekki um að fást, þú skalt ekki láta mæðu sækja sinnið á né súta yfir von sem brást …“ Það var einmitt þannig sem hún lifði lífinu og slíkur sá dýrmæti arfur sem hún veitti afkomendum sínum í veganesti. Lundin ljúfa reyndist Bebbý vel í heilsuleysi ævikvöldsins og saman nutu þau hjón eftirlaunaáranna. Vík- ingur á aðdáun mína ómælda fyrir það hversu fumlaust hann skipti um starfsvettvang, frá því að sinna ævi- starfinu á Landspítalanum yfir í að styðja og annast konu sína og aðra nákomna á heimavelli. Liðinn vetur var baráttan hörð við heilsuleysið. Bebbý stóð svo lengi sem stætt var, en tók endalokunum af æðruleysi þegar ljóst var að þau nálguðust. Ég þakka Bebbý samfylgdina. Þeir sem hana þekktu eru ríkari eftir og afkomendur hennar eiga fjársjóð minninga. Geislandi og innilegt brosið í augunum hennar og hvetjandi faðm- lagið eru þar á meðal. Hvíl í friði. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Stefanía Gísladóttir, eða Bebbý eins og hún var ávallt kölluð, og móðir mín voru systradætur; Bebbý var dóttir Svönu og móðir mín var dóttir Önnu. Þær systur voru dætur sr. Jóns Árnasonar prests í Otradal og konu hans Jóhönnu Pálsdóttur en einnig áttu þau Sigríði, Ragnheiði og tvíburana Árna og Marinó. Allt frá fyrstu tíð til síðasta dags var afar kært með þeim systkinum. Haft var á STEFANÍA GÍSLADÓTTIR ✝ Stefanía Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1926. Hún lést að kvöldi 23. maí á Landspítalanum við Hringbraut og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 1. júní. orði um þær systur að Sigríður hafi verið gáf- uðust, Ragnheiður fal- legust, Anna hafi verið skemmtilegust og Svana best. Mín kynni af Bebbý voru framan af hefð- bundin fjölskyldukynni og hitti ég hana af og til í veislum og á manna- mótum í stórfjölskyld- unni. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir henni enda var hún fín frú og tilheyrði þar að auki kynslóðinni á und- an mér. En nú eru senn tveir áratugir síðan vinskapur okkar beggja og Önnu Gunnlaugs saumakonu varð til þess að ég fékk að kynnast Bebbý á nýjan hátt. Það var einkum eftir að Anna Gunnlaugs lamaðist og missti getuna til að tjá sig með töluðum orð- um að við þrjár eignuðumst sérstakt samband sem sannarlega var auðg- andi að hafa fengið að vera aðili að. Þá sá ég að það sem ég hafði heyrt sagt um Bebbý innan fjölskyldunnar, hvað hún væri góð og indæl, var allt saman satt og miklu meira en það. Bebbý var einstakur mannvinur, gegnumheil og falleg manneskja, yst sem innst. Hún var óþreytandi við að sinna um aðra og veita umhyggju hvar og hvernig sem henni varð við komið þrátt fyrir að vera sjálf haldin erfiðri liðagigt sem eflaust hefur valdið henni mikl- um kvölum. Hún var glæsileg hús- móðir á sínu stóra heimili og umvafði manninn sinn Víking og börnin öll. Víkingur og börnin og þeirra fjöl- skyldur hafa líka sannarlega umvafið hana og eiga nú það erfiða hlutskipti fyrir höndum að læra að lifa án henn- ar. Það á eftir að vera erfitt því Bebbý skipaði stóran sess. Að mínu mati sameinuðust allir stærstu eðliskostir systranna frá Otradal í Bebbý. Hún var falleg, gáfuð, skemmtileg en fyrst og fremst góð manneskja. Ég og mín fjölskylda öll vottum Víkingi, börnunum og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð og biðjum þess að algóður Guð blessi minningu Bebbýjar um alla framtíð. Ása St. Atladóttir. Fátt er dýrmætara í lífinu en að umgangast manneskjur með hreinan hug og hlýtt hjartalag. Slík kynni skilja eftir sig spor í sálinni og eru hvati til eftirbreytni. Við vorum svo lánsamar að Víkingur, föðurbróðir okkar, var kvæntur slíkri konu og hún varð einn nánasti vinurinn á heimili foreldra okkar. Bebbý var frænkan sem við dáð- umst að sem börn vegna þess hve hún var falleg. Brosleit og hláturmild, kvik í hreyfingum, röddin hlý, augun djúpblá, hárið dökkt og þykkt. Þegar við fullorðnuðumst dáðumst við að henni fyrir mannkosti hennar. Glað- værðina, léttleikann, fordómaleysið og skilninginn sem hún auðsýndi samferðafólki sínu og það hve auðvelt hún átti með að lifa fyrir líðandi stund og njóta augnabliksins. Það ein- kenndi hana einhvers konar tíma- leysi, það var eins og hún hefði alltaf nægan tíma til að sitja og spjalla, segja sögur og hlæja með manni. Vegna þess hvað hún var skemmti- leg sóttumst við sem unglingar og fullorðnar konur eftir félagsskap hennar sem væri hún jafnaldri okkar. „Um bláan sæinn söngvar óma“ og „Hið ljúfasta af lögunum mínum“ syngur innra með okkur þegar við hugsum um Bebbý – einhvern veginn hefðu ljóðin hans Tómasar og lögin hans Fúsa öll getað verið samin með hana í huga. Það mætti halda að þessi ljúfa og ástsæla kona hefði haft það að aðal- starfi að lyfta okkur ættingjunum upp í sólskinið. Það tekur því sjaldnast að nefna störf heimavinnandi hús- mæðra. Víkingur vann langan og strangan vinnudag sem læknir. Bebbý var heima með börnin sex. Hún saumaði allt á krakkaskarann, eldaði og þvoði, hlustaði á börnin, þurrkaði skælur og miðlaði málum. Þau hjónin hafa jafnan verið gestrisin með afbrigðum svo fjölskylduboð og stórveislur voru tíðar. Bebbý minntist aldrei á að hún gerði eitthvað eða hefði yfirleitt eitthvað að gera. Hóg- værð og lítillæti voru henni í blóð bor- in og sífellt hrósaði hún öðrum fyrir dugnað og meinti það einlæglega. Bebbý var 77 ára þegar hún dó. Okkur finnst að þar hafi dáið ung kona, langt um aldur fram. Allir þyrftu að fá að kynnast manneskju eins og henni einhvern tímann á æv- inni til þess að finna að lífið er bjart- ara og betra en margur hyggur. Þóra Lárusdóttir. Vinkona okkar, Stefanía Gísladótt- ir, eða Bebbý eins og hún var jafnan kölluð, er látin. Sorg og eftirsjá er í huga okkar. Yfir 60 ára vinátta, sem aldrei bar skugga á, er að baki. Vin- átta, sem hófst við 14 ára aldur okkar í gagnfræðaskóla, styrktist þegar við stofnuðum saumaklúbbinn okkar 17 ára gamlar, þá við nám í MR. Við ræktuðum vel saumaklúbbinn okkar og funduðum oftast hálfsmánaðar- lega alla vetur til dagsins í dag og þó svo einhver okkar dveldist erlendis um tíma var hugurinn gjarnan hjá stelpunum og gott var að koma heim aftur og finna óbreytta vináttuna. Bebbý var tákn vináttunnar, sannur vinur í gleði og raun og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf. Glaðværð hennar og góð- mennska svo og hlýtt viðmót laðaði alla að henni. Seinni árin gekk Bebbý ekki alltaf heil til skógar en hún bar veikindi sín til margra ára með æðruleysi og var styrkur hennar í baráttunni við þau óbilandi til hinstu stundar. Má ekki síst þakka það hennar léttu lund, já- kvæðu viðhorfi og traustri og sam- heldinni fjölskyldu hennar. Minningar okkar um Bebbý hrann- ast upp, ótal gleðistundir við ótal tækifæri, stór sem smá, að ógleymd- um ferðalögum okkar saman utan lands og innan. Jafnan var Bebbý hrókur alls fagnaðar. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð og nutum við hennar í ríkum mæli. Við getum yljað okkur við sameiginlegar minningar um vin- konu okkar. Minningarnar tekur eng- inn frá okkur. Mesta gæfa Bebbýjar var eigin- maður hennar, Víkingur, og þeirra stóra fjölskylda. Viljum við votta þeim öllum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að veita þeim styrk í sorg- inni. Anna, Gerður, Guðríður Katrín, Helga A. og Helga J. Það er ljúft að minnast góðs vinar eftir náin kynni í fimmtíu ár, en sárt að sakna. Við Víkingur vorum skólabræður og vinir og hittumst svo úti á Jótlandi ráðsettir menn fyrir 50 árum er við vorum þar í framhaldsnámi í lækn- isfræði. Konurnar okkar, Bebbý og Lúlla, stofnuðu þegar til vináttu sem entist ævina út og aldrei bar skugga á. Þegar heim kom byggðum við rað- hús hlið við hlið í Hvassaleitinu og höfum búið þar í sátt og samlyndi í hálfan fimmta áratug. Við karlarnir unnum á Landspítalanum á meðan konurnar ólu upp börnin, sem léku sér saman, gengu í sömu skóla og hafa haldið vináttu til þessa dags. Bebbý var góð móðir. Hún var öllum góð. Hún tók okkar börn með í sum- arbústaðinn og í berjamó og öllum þótti vænt um hana. Svo var hún svo skemmtileg og um leið nærgætin og háttvís. Hún var höfðingi heim að sækja og stráði gleði í kringum sig, söngelsk og öll fjölskyldan músíkölsk. Gamlárskvöldin líða okkur seint úr minni þegar stórfjölskyldur okkar hittust og blönduðu geði, þá var oft sungið dátt og Bebbý hrókur alls fagnaðar. Þegar börnin uxu úr grasi og barnabörnin komu í hrönnum var sama umhyggjan fyrir þeim. Þegar tók að hægjast um fórum við hjónin saman í ferðalög, yfir Sprengi- sand, til Aþenu og Krítar, sigldum á Rín, ókum í gegnum Frakkland og Spán og eftir Kaliforníu endilangri og niður í Mexíkó. Frá þessum ferðum eigum við ógleymanlegar minningar. Í fyrrahaust ákváðum við að fara til Sikileyjar með vorinu og undirbjugg- um okkur með því að fara á námskeið í grískri og sikileyskri listasögu og höfðum gaman af og hlökkuðum mik- ið til. En Bebbý gekk ekki heil til skógar og þótt hún léti aldrei bugast og bæri ekki veikindi sín á torg þá má enginn sköpum renna. Þegar Sikil- eyjarförin var farin um páskana sökn- uðum við hjónin vinar í stað. Heilsa Bebbýjar var þrotin. Besta vinkona okkar lagði upp í aðra ferð til fegurri heima þar sem vel verður tekið á móti henni, hún á það skilið. Við söknum hennar og syrgjum. Fjölskyldan í Hvassaleiti 73 vottar fjölskyldunni í Hvassaleiti 75 samúð sína og biður guðsblessunar. Lovísa og Jón. Á ferli mannsins eru víða gatna- mót. Fólk kemur úr ýmsum áttum. Þú hittir marga; þú tekur mann tali. Oft lýkur því með einu einasta hand- taki. Stundum verður úr kunnings- skapur án frekari krafna, en einstöku sinnum leiða kynnin til djúpstæðrar vináttu. Þegar Gullfoss lagði úr höfn í Reykjavík 13. október 1953 stóðum við hjónin, sem vorum að halda til nokkurrar veru erlendis, við borð- stokkinn ásamt Pálma Hannessyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Brúðhjónin eru komin um borð,“ sagði Pálmi. Við litum spyrjandi á hann. „Já, hún Stefanía okkar var að gifta sig,“ sagði Pálmi glaður. Við vissum ekki þá að verið var að leiða til leiks tvo einstaklinga sem við þegar í þeirri sjóferð sem hafin var bund- umst órjúfanlegum vinaböndum án þess að gera okkur grein fyrir, en brúðhjónin voru Stefanía Gísladóttir og Víkingur Heiðar Arnórsson lækn- ir, sem ráðinn hafði verið til starfa á sjúkrahúsinu í Roskilde á Sjálandi. Stefanía, Bebbý, var bekkjasystir systur minnar svo ég þekkti nokkuð til hennar og ég hafði kynnst Víkingi lítillega í Háskólanum. Við hjónin bjuggum í Kaupmanna- höfn um veturinn og var góður sam- gangur milli okkar. Þá kynntumst við því hve mikið gleðinnar barn Bebbý var. Sumum er gefið að sjá alltaf fremur bjartar hliðar lífsins og smita umhverfi sitt. Við héldum sambandinu við er heim var komið. Þau gerðu sér heimili að Hvassaleiti 75 og börn þeirra urðu mörg. Svo komu barnabörnin og heimili foreldra og afa og ömmu varð þeim athvarf sem minnti á sögur af stórum heimilum til sveita hér áður fyrr þar sem hjörtu allra slógu einum takti. Á afmælum og tyllidögum var mikilll gleðskapur í Hvassaleiti. Þá höfðu makar, börn og barnabörn mik- ið hlutverk. Þau léku á hljóðfæri, lásu upp; allir höfðu hlutverk og hæfileik- ar voru miklir. Húsbóndinn stjórnaði söng eða lék undir á píanó. Bebbý hafði yndi af að syngja og söng þá gjarnan hátt. Börnin og barnabörnin, sem stöðugt fjölgaði, ólust upp við djúpa tilfinningu fyrir samþættun fjölskyldu sinnar og hlutverki hvers og eins sem einstaklingur í henni. Bebbý og Víkingur eru sá grunnur sem afkomendurnir byggja á. Ótal stundir höfum við átt með þeim hjónum. Við höfum verið í hey- skap í Vogi, í laxveiði í Borgarfirði, á sólarströndu við Miðjarðarhafið og í sumarhúsum á Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Alltaf rak Víkingur okkur harðri hendi til skoðunarferða um umhverfið á daginn svo heim skyldi haldið ríkari. Það voru miklir ham- ingjudagar. En lífið fór ekki alltaf blíðum hönd- um um þetta barn gleðinnar. Mikil og erfið veikindi þjáðu hana lengi en hún hafði fá orð um. Loks þegar dró að lokum játaði hún sig sigraða. Við Lillý kveðjum þennan góða og trausta vin okkar og sendum Víkingi og fjölskyldu þeirra hjartanlegar samúðarkveðjur. Guðbjörg og Guðmundur W. Vilhjálmsson. Kær vinkona okkar, Bebbý, er dá- in. Dauðinn gefur engum grið þegar á hólminn er komið. Ekki erum við öll forlagatrúar en líklega eigum við mörg það sameiginlegt með for- lagatrúuðum feðrum okkar að við berjumst til hins ýtrasta gegn illum örlögum. Bebbý var í þeim hópi. Hún barðist áralangt gegn illum sjúkdómi er hana hrjáði. Má vera að hún hafi á stundum þurft að draga sig í hlé en aldrei bognaði hún eða brotnaði. Bebbý leiftraði af bjartsýni, kímni, innilegri hlýju og örlæti. Margar frá- bærar kvöldstundir áttum við Inga ásamt börnum okkar með Bebbý, Víkingi og börnum þeirra í Hvassa- leitinu, að ógleymdum þeim stundum er við vorum saman við framhalds- nám erlendis. Í umræðum var tekist á um fordóma, mannleg samskipti og léttleika tilverunnar þó að erfiðleik- arnir væru ekki sniðgengnir. Sam- staða varð um málin. Við syrgjum góða vinkonu en verðum að sætta okkur við ill örlög. Innilegar kveðjur frá okkur og börnum okkar til þín, Víkingur, og fjölskyldu þinnar. Inga og Ólafur Ólafsson. Nú hefur lífið misst svolítið af lit sínum. Hún Bebbý hefur kvatt þessa jarðvist. Hennar munu margir sakna. Maður kom alltaf ríkari og glaðari af hennar fundi – nú verða þeir ekki fleiri. Hún var sterk kona sem setti svip á umhverfi sitt, og alltaf lýsti hún það upp. Ég var svo heppin að for- eldrar mínir og Bebbý og Víkingur voru vinir, svo ég hef þekkt hana svo lengi sem ég man eftir mér og jafnvel fyrir þann tíma! Í æsku minni bjuggu fjölskyldurn- ar hlið við hlið, Bebbý og Víkingur með sín börn og pabbi og mamma með sín. Börnin voru vinir, allt ófst þetta saman – fjölskyldurnar, börnin og tilveran, og betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Ekki síst var það Bebbý að þakka. Hún kunni þá list sem ekki allir full- orðnir kunna, að láta barn skynja sjálft sig sem einstakling. Hún sagði mér frá okkar fyrstu kynnum – sem ég ekki man eftir þar eð ég var of ung til þess – með hætti sem gerði okkar fyrstu kynni einstök í mínum huga. Við vorum vinkonur, alltaf frá því að ég var ung. Ég var í vist hjá henni og lærði margt gagnlegt – en mest af öllu var gaman. Nú syngur Bebbý ekki lengur um maíkvöld í Moskvuborg á gamlárs- kvöld – en minningin um hana lifir, sterk og hrein. Megi allar góðar vætt- ir styrkja fjölskylduna sem hefur mikils að sakna en getur ornað sér við góðar minningar um mikla konu sem gerði lífið fegurra og bjartara. Bless- uð sé minning hennar. Sigríður Jónsdóttir. Ég kynntist Bebbý í Hafnarbúðum 1980. Þar vann hún í 15 ár við að að- stoða aldraða við handavinnu. Hún var óþreytandi að hvetja fólk til fram- kvæmda og taldi ekki eftir sér að fara heim með peysur og dúkkur og ljúka við það þar fyrir skjólstæðingana. Á bolludaginn bakaði hún vatns- deigshringi og gaf á margar deildir á Landspítalanum og eins á okkar vinnustað, allt gaf hún með gleði og kærleika. Hún átti sitt stóra heimili og mörg börn, en hafði alltaf tíma til að gera öðrum greiða og var einstaklega hug- ulsöm. Heilsan var oft ekki góð en aldrei kvartaði hún. Fingurnir voru stirðir og stundum þurfti hún að láta renna á þá heitt vatn til að geta unnið, en Bebbý kvartaði ekki. Það voru forréttindi að kynnast Bebbý og vinna með henni öll þessi ár. Með þakklæti minnist ég hvað hún reyndist mér og mínum vel. Fjölskyldunni sendi ég samúðar- kveðjur, Hlíf Kristjánsdóttir. Nærvera ömmu einkennd- ist af birtu og kærleik. Ást hennar á lífinu speglaðist í geislandi augunum og stelpulegu brosinu og gerðu alla samveru með henni að stórri stund. Takmarkalaus væntumþykja í garð okkar barnabarnanna gaf af sér ógrynni fallegra minninga sem ávallt verða varðveittar í hjörtum okkar. Barnabörnin. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.