Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 14
DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta doktorsvörnin, semvarin er af sjúkraþjálfaravið Háskóla Íslands, fórfram nýlega, en þá varði Eyþór Kristjánsson doktorsverkefni sitt sem fjallar um líkamleg sérkenni sjúklinga með viðvarandi einkenni frá hálshrygg eftir bílaákeyrslur. Eyþór hefur undanfarin sex ár unnið að rannsóknum á starfrænum trufl- unum í stöðugleikakerfi háls- hryggjar, en hann segir að ein- staklingar, sem eigi við hálsmeiðsl að stríða sem afleiðing árekstra, séu með erfiðustu sjúklingum, sem sjúkraþjálfarar og læknar fái til meðferðar í göngudeildarþjónustu. „Ég vil meina að sjúkraþjálfarar hafi fram til þessa náð mjög litlum árangri í meðferð þessa hóps, en nú með nýjum greininga- og meðferð- arúrræðum, geta þessir sjúklingar eygt von um bata. Stjórnvöld krefjast þess í vaxandi mæli að þær meðferðir, sem heil- brigðiskerfið tekur þátt í að bjóða og kosta, séu gagnreyndar og byggðar á vísindum. Það má því segja að dokt- orsverkefnið mitt sé afleiðing af þeim kröfum og vænti ég þess að fleiri sjúkraþjálfarar feti svipaðan veg því ef við stöndum okkur ekki í starfi, má eðlilega allt eins vænta þess að Tryggingastofnun ríkisins loki smám saman á þá sjúkraþjálf- ara, sem ekki eru að skila faglegum árangri á tímum sparnaðar og nið- urskurðar í heilbrigðiskerfinu,“ segir Eyþór og bætir við: „Segja má að tæknibyltingin, sem átti sér stað í læknisfræðinni á árunum 1960–1980, hafi að mörgu leyti bitið sig í skottið. Menn trúðu því staðfastlega að hún myndi verða til þess að lækka kostn- að í heilbrigðisgeiranum. Þvert á móti hafa útgjöld aukist með fram- förum í læknavísindum. Því hafa stjórnvöld nú gert auknar kröfur til heilbrigðisstarfsfólks.“ Á meðan læknar hafa flykkst í sér- nám, hafa flestir sjúkraþjálfarar hér á landi staðnæmst við fjögurra ára grunnnám. Hinsvegar býður HÍ nú bæði upp á meistara- og doktorsnám í heilbrigðisvísindum og munu nokkrir vera farnir að feta þá braut, sem er, að sögn Eyþórs, mjög mik- ilvægt fyrir stéttina í heild. Greining á truflunum Rannsóknaverkefni Eyþórs var unnið við læknadeild HÍ í samvinnu við University of Queensland í Bris- bane í Ástralíu. Helsta markmið verkefnisins var að finna mæl- anlegar aðferðir til að meta starf- rænar truflanir í liðum, vöðvum og hreyfistjórn hálshryggjar. Auk þess var spurningakönnun lögð fyrir hluta þátttakenda þar sem m.a. áhrif einkenna á daglegt líf voru rann- sökuð. Rannsóknin náði til 120 ís- lenskra kvenna auk Ástrala, en Ey- þór stundaði rannsóknir við Queensland-háskóla á árinu 1999. Slysahópurinn var borinn saman við fólk með álagstengd einkenni án óhapps og/eða við hóp fólks, sem var án einkenna. Meginniðurstaða Eyþórs er að álagsþol hálshryggjar getur verið verulega skert hjá ákveðnum hópi slysasjúklinga án þess að það sjáist í háþróuðum sneiðmynda- og seg- ulómstækjum læknavísindanna. „Fólk líður oft miklar líkams- og sál- arkvalir þrátt fyrir að engar sjúkleg- ar vefjabreytingar sjáist við mynd- greiningu. Þegar vöðvar og liðir starfa ekki eðlilega og hreyfistjórn er röng skerðist álagsþol hálshryggj- arins og mjóbaksins. Á meðan læknar hafa flestir nálgast þessa sjúklinga með því að leita að upp- runa verkja með t.d. myndgreiningu og sprautum, nálgast sjúkraþjálfarar vandamálið með öðrum hætti og spyrja af hverju háls og bak þoli ekki álag daglegs lífs. Við þurfum því að greina hvort liðir og vöðvar starfi rétt og hvort hreyfistjórnunin sé eðlileg.“ 70% ná sjálf bata Rannsóknir sýna að um 70% af þeim, sem lenda í bílaákeyrslum ná bata af sjálfsdáðum innan þriggja mánaða . Séu menn ekki svo heppnir að tilheyra þeim hópi, er mikil hætta á þróun viðvarandi einkenna, en rannsóknir sýna að um 30% þolenda þurfa að lifa með verkjum og skertu álagsþoli. „Mín rannsókn snerist um að greina betur þetta fólk, sem býr við viðvarandi einkenni og finna hlut- lægar aðferðir við að meta hvað sé að. Aðferðirnar nota ég síðan til að fylgjast með framgangi meðferð- arinnar til að sjá hvort sjúklingarnir eru að ná árangri eða ekki. Þessum sjúklingum er nú hægt að hjálpa mun betur en áður enda hafa fyrri aðferðir verið of ónákvæmar við að meta ástand þessara sjúklinga. Hálsinn er viðkvæmasta líffæri stoðkerfis líkamans og frá honum eru m.a. bein tengsl við jafnvæg- iskerfið og sjónkerfið, en í tengslum við mína rannsókn, eru nú tveir meistaraprófsnemar að gera rann- sókn á ungum konum með viðvar- andi einkenni og skert jafnvæg- isskyn eftir árekstra. Þær rannsóknir miða að því að bæta hreyfistjórn og ástand hálshryggj- arins. Einn doktorsnemi vinnur svo að rannsókn, sem á að miða að lík- amlegum og sálfélagslegum með- ferðarúrræðum fyrir þennan stóra hóp. Samkvæmt tölum frá slysadeild Landspítalans lætur nærri að um tvö þúsund manns leiti á hverju ári til slysadeildar vegna hálshnykks eftir árekstur sem er mun meiri fjöldi en gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Ómsjá skoðar vefi Að sögn Eyþórs má segja að þess- ar nýju greiningaaðferðir valdi bylt- ingu fyrir sjúklinga, sem eru að glíma við hálsmeiðsl því nú sé hægt að greina þessi meiðsl mun betur en áður með hlutlægum mælingaað- ferðum. Fyrir sjúklingana eru m.a. lögð ýmis hreyfistjórnunarpróf auk þess sem Eyþór hefur, fyrstur sjúkraþjálfara á landinu, tekið í sína þjónustu ómsjá til að greina og með- höndla fólk, en notkun ómsjár í þessu skyni kynntist hann hjá ástr- ölskum kollegum, sem eru mjög framarlega á þessu sviði. Að sögn Eyþórs hafa nú miklar framfarir átt sér stað við greiningu og meðferð á þeim stoðkerfiskvillum, sem orsakast af ófullnægjandi hreyf- istjórn og hefur notkun ómsjár átt drjúgan þátt í þeirri þróun. Ómsjá gefur möguleika á að skyggnast und- ir yfirborðið og mæla og sjá vöðva í samdrætti. Þannig er hægt að þjálfa vöðvana í réttri tímaröð og tryggja að djúpu vöðvarnir virkist á undan stóru yfirborðsvöðvunum sem er grundvallaratriði í samhæfingu hreyfinga, að sögn Eyþórs. Í alþjóðlegu samstarfi Eyþór stofnaði haustið 2000 fyr- irtækið Hreyfigreiningu ehf. á Höfðabakka 9 í Reykjavík ásamt Karli Guðmundssyni. Eyþór er fags- tjóri Hreyfigreiningar þar sem rekin er bæði greiningar- og meðferð- arstöð ásamt heilsuræktarstöð. Fyr- irtækið er nú leiðandi í rannsóknum í greiningu og meðferð einkenna frá hálsi og baki og hafa rannsóknir Ey- þórs vakið töluverða athygli erlendis. Honum hefur m.a. verið boðið að flytja fyrirlestur um efnið á al- þjóðlegri læknaráðstefnu í Svíþjóð í haust auk þess sem erlendir læknar hafa komið hingað til lands til að kynna sér rannsóknastarfið. Hins- vegar mætti áhugi margra íslenskra lækna vera meiri, segir Eyþór. „Við erum í alþjóðlegu samstarfi við fremstu vísindamenn á þessu sviði sjúkraþjálfunar úti í heimi, en auk Ástrala eru þetta aðilar í Denver í Bandaríkjunum, Quebek í Kanada og Umeå í Svíþjóð, en Ástralir ætla einmitt að koma til okkar í byrjun næsta árs og gera með okkur al- þjóðlega rannsókn á sársauka. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera í erlendu samstarfi á öllum svið- um og við sjáum að okkar starf hér er farið að skila árangri.“  HÁLSHNYKKIR|Mælanlegar aðferðir til að meta truflanir í liðum, vöðvum og hreyfistjórn hálshryggjar Hálsmeiðsl eftir árekstur erfið Hálshnykkssjúklingar geta nú eygt von um bata eftir að Eyþór Kristjánsson, nýútskrif- aður doktor í heilbrigð- isvísindum, hefur tekið þátt í að þróa nýjar greiningaraðferðir við að meta ástand þessara einstaklinga. Jóhanna Ingvarsdóttir spjallaði við hann. Morgunblaðið/Sverrir Sjúkraþjálfarinn: Markmið Eyþórs Kristjánssonar var að finna mæl- anlegar aðferðir við að meta starfrænar truflanir í liðum, vöðvum og hreyfistjórn hálshryggjar. Morgunblaðið/Sverrir join@mbl.is Spurning: Ég er að komast á breytingaskeiðið og langar að vita hvaða bætiefni maður á að taka til að létta sér tilveruna. Svar: Það sem kallað er breytingaskeið er sá tími í lífi hverrar konu þegar starfsemi eggja- stokka fer hratt minnkandi og styrkur kven- hormóna í blóði sömuleiðis. Þetta tímabil stendur í flestum tilfellum yfir í nokkur ár. Á þessu tímabili verða tíðablæðingar oft óreglu- legar og hætta alveg að lokum en það kallast tíðahvörf. Þessu fylgja ýmiss konar breytingar á líkamsstarfseminni sem hafa í för með sér talsverð óþægindi hjá sumum konum en ein- ungis smávægileg hjá öðrum. Hjá sumum kon- um fylgja þessum breytingum svo mikil óþæg- indi að þau rýra lífsgæði. Venjulega eru verstu óþægindin hitakóf eða hitasteypur sem standa í nokkrar mínútur í hvert sinn en geta komið mjög mörgum sinnum á sólarhring á nóttu sem degi. Þetta getur truflað svefn á nóttunni og venjuleg störf að deginum. Það virtist liggja beint við að bæta konum upp hormónin sem voru farin að minnka (oft kölluð tíðahvarfahormón) og draga þannig úr óþægindunum og það var gert í stórum stíl ár- um saman. Ýmislegt benti til að slík horm- ónagjöf gæti ekki bara bætt líðan heldur einn- ig bætt heilsu kvenna á margan hátt. Á síðustu 2 árum hefur verið að koma í ljós að vissulega er viss ábati sem fylgir gjöf tíðahvarfahorm- óna eins og betri líðan, minni hætta á bein- þynningu og beinbrotum og líklega eitthvað minni hætta á krabbameini í ristli eða enda- þarmi. Hins vegar fylgja þessu margir gallar eins og aukin hætta á brjóstakrabbameini, krans- æðastíflu, segareki, heilablóðfalli og líklega einnig á Alzheimersjúkdómi. Það er mjög erf- itt að vega og meta ávinning á móti áhættu í tilfelli eins og þessu en niðurstaðan hefur verið sú að áhættan sé of mikil til að réttlæta al- menna notkun. Einu tilvikin þar sem notkun tíðahvarfa- hormóna er talin réttlætanleg er þegar óþæg- indin skerða lífsgæði verulega og stundum þegar mikil hætta er á beinþynningu. En hvað er þá til ráða og er á einhvern hátt hægt að létta sér tilveruna? Margar konur reyna líkamsrækt, göngu- ferðir, slökun og þess háttar sem allt er gott fyrir heilsuna og virðist draga úr óþægindum hjá sumum. Öll hreyfing er líka góð fyrir bein- in og til að draga úr beinþynningu er nauðsyn- legt að fá nægjanlegt kalk (kalsíum) í mjólk- urmat og ekki skaðar að bæta við töku á kalktöflum. Einnig er mikilvægt að fá nóg af D-vítamíni sem fæst m.a. með því að taka lýsi daglega. Mikið er auglýst af alls kyns fæðubót- arefnum og náttúruefnum en þau standa ekki alltaf undir loforðunum sem eru gefin. Margar af vörunum sem eru auglýstar fyrir konur á breytingaskeiði innihalda efni úr jurtaríkinu sem hafa væga kvenhormónaverkun (fýtó- östrógen) og sama gildir um vörur úr soja. Ekki hefur ótvírætt verið sýnt fram á að þess- ar vörur hjálpi konum á breytingaskeiði og ekki er tryggt að þær séu hættulausar; þær gætu hugsanlega haft sömu skaðleg áhrif og venjuleg tíðahvarfahormón. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á gagn af vörum sem innihalda E-vítamín, ginseng, dong quai eða kvöld- vorrósarolíu. Efni úr jurt sem nefnist slöngu- jurt (black cohosh) hefur verið markaðssett í þessum tilgangi sums staðar erlendis en hefur ekki verið leyft hér á landi vegna óvissu um verkanir og öryggi. Af þessu sést að ýmislegt er hægt að prófa en eins og oftast gildir eru engar einfaldar lausnir til á flóknu vandamáli. Hvað hjálpar á breytingaskeiðinu? Margar vörur sem eru auglýstar fyrir konur á breytingaskeiði innihalda efni úr jurtaríkinu sem hafa væga kvenhorm- ónaverkun.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.