Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 11 Borgarnes | Helga Björk Arn- ardóttir hefur haft í nógu að snúast í vor en hún kláraði 2. árið í stærð- fræði við Háskóla Íslands jafnframt því að ljúka 8. stigi í söng frá Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Helga Björk, sem er að verða 22 ára, segir að henni hafi sjaldan gengið jafn vel í prófum og í vor þrátt fyrir annríkið – eða kannski vegna annríkis. „Þegar ég hef mikið að gera af- kasta ég meiru,“ segir hún. „Ég hefði kannski getað tekið stigspróf í söng í fyrravor, en þorði ekki að taka áhættuna, enda vissi ég ekki hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði í stærðfræðinni.“ Helga Björk segir að það hafi komið mörgum á óvart þegar hún valdi stærðfræðinámið. „Sér- staklega held ég að eldra fólk hafi verið hissa og ekki fundist vera nein framtíð í þessu vali. En á síðustu ár- um hafa opnast margir atvinnu- möguleikar fyrir stærðfræðinga til dæmis innan tölvunarfræði, líffræði og lyfjafræði. Þar er margt spenn- andi að gerast.“ Hún segir að margt hafi komið henni á óvart þegar hún byrjaði í stærðfræðinni. Þetta hafi ekki verið þessi hefðbundna mynd sem margir hafa af námi í háskóla. „Í stað þess að vera í stórum sal, fullum af fólki, með kennarann fyrir framan að halda fyrirlestur var ég komin í til- tölulega fámennan hóp,“ segir hún. „Í rauninni eins og í bekk í fram- haldsskóla. Kennararnir sinna okk- ur mjög mikið og hvetja okkur til dáða. Auðvitað er námið sjálft svolít- ið hrátt, en félagslífið frábært.“ En tónlistin hefur skipað stóran sess í lífi Helgu Bjarkar frá unga aldri. Aðeins átta ára gömul byrjaði hún að læra á fiðlu og síðan á píanó ári síðar. Hún hafði ýmsa kennara en lengst af kenndi Steinunn Árna- dóttir. Þegar þessi uppáhalds- kennari hennar fór í barneignarfrí gafst hún upp á píanónáminu. „Ég hafði verið hjá Dagrúnu Hjartardóttur söngkennara í tón- heyrn og ég dýrkaði hana. Einhvern tíma þegar ég kom heim úr tíma sagði ég við mömmu að ég ætti þrjár mömmur, hana, Steinunni og Dag- rúnu.“ „Ég hafði gaman af að syngja. Hafði verið í Barnakór Grunnskól- ans í Borgarnesi og tók þátt í söng- leikjum sem skólinn setur alltaf upp á árshátíðum. Einnig tók ég þátt í karaókíkeppnum. Eftir að ég hætti í píanónáminu ákvað mamma að hringja í Dagrúnu og athuga hvort hún gæti kennt mér söng. Þá var engin unglingadeild eins og núna og ég var bara 14 ára. Dagrún tók þessu vel og ákvað að fara rólega af stað. Ég byrjaði á léttum íslenskum lögum og söngleikjalögum en jafnt og þétt fékk ég að prófa eitthvað meira spennandi.“ Hún segir söngnámið hafa alla tíð verið mjög skemmtilegt en eftir því sem hún gat sökkt mér meira ofan í það og sungið meira krefjandi lög fannst henni skemmtilegra. „Núna á dramatíkin best við mig, finnst mér. Því dramatískari lög því betra, til dæmis lög eftir Sibelius og óperuaríur svo eitthvað sé nefnt. Þetta er búið að ganga mjög vel og mér hefur liðið vel í söngnáminu. Það er að miklu leyti því að þakka að ég hef haft Dagrúnu sem kennara. Hún er frábær kennari og yndisleg manneskja og það sama má segja um Zsuzsönnu Budai píanóleikara sem hefur spilað með mér. Þær eru einstakar manneskjur báðar tvær.“ Helga Björk og Margrét Jóhanns- dóttir héldu 8. stigs tónleikana sína fyrir fullu húsi í Borgarneskirkju á laugardaginn. Svo skemmtilega vill til að Margrét, sem varð fimmtug þennan dag, kenndi Helgu Björk í 1. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Helga Björk er mjög óákveðin hvað hún tekur sér fyrir hendur þegar stærðfræðináminu lýkur næsta vor. „Ég ætla að halda mér við í söngn- um næsta vetur, helst með því að fara í Söngskólann og taka burtfar- arpróf þaðan,“ segir hún. „Það væri gaman að kynnast fólki á svipaðri línu, því ég hef verið svolítið ein á báti í mínu námi frá því ég fór til Reykjavíkur til náms. Einnig langar mig að taka fleiri greinar tengdar söngnum. Síðan langar mig að fara í framhaldsnám eftir næsta ár, ann- aðhvort í stærðfræði eða líffræði eða tengja greinarnar saman. Þá er spurning hvað ég geri í söngnum. Skynsemin segir stærðfræði en hjartað segir söngur.“ Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Helga Björk, t.h., að loknum tónleikunum ásamt Dagrúnu Hjartardóttur. asdish@mbl.is Skynsemin segir stærðfræði – hjartað segir söngur Borgarnes | Skólaslit voru ekki með hefðbundnum hætti í Grunnskólan- um í Borgarnesi nú í vor. Venjulega fara skólaslitin fram í Íþróttahúsinu en þar sem verið er að skipta um gólf í íþróttasalnum var það ekki hægt. Nemendur í 1.–9. bekk mættu í skól- ann 3. júní kl. 10 og byrjað var á því að fara í skrúðgöngu í Skallagríms- garð þar sem nemendum var skipt í hópa og fengu mismunandi viðfangs- efni, s.s þrautir, leiki, dans og söng. Var sannkölluð ,,karneval“ stemning og grillaðar voru pyslur fyrir alla. Á íþróttavellinum var myndaður stór hringur sem allir tóku þátt í og bæði hlaupið í skarðið og dansað hókí pókí. Nemendur sungu síðan brekkusöng áður en þeir dönsuðu kónga upp í skóla aftur og fóru með sínum um- sjónarkennurum í stofur og fengu af- hent námsmat vetrarins. Sannarlega öðruvísi skólaslit og eftirminnileg. Morgunblaðið/Guðrún Vala Ingi Björn Róbertsson og félagar leika sér að eldi á skólaslitunum. Öðruvísi skólaslit Stykkishólmur | Sumartónleikar verða í Stykkishólmskirkju í sumar og er það níunda árið sem slík tón- leikaröð er haldin í kirkjunni. Haldnir verða 6 tónleikar, þeir fyrstu 10. júní og þeir síðustu 5. sept- ember. Ýmist eru tónleikarnir á fimmtudögum eða sunnudögum. Dagskráin er fjölbreytt, en þar verð- ur hægt að heyra söng, djass, tangó, þverflautuleik og orgelleik. Flytjendur, sem eru af ýmsum þjóðernum, eru á heimsmælikvarða og tengjast Íslandi með einum og öðr- um hætti, t.d. Hólmarinn Elísa Vil- bergsdóttir sem kemur frá Banda- ríkjunum með viðkomu á Ítalíu og syngur ásamt stöllu sinni Dísellu á Dönsku dögunum. Það er kór Stykkishólmskirkju sem heldur utan um verkefnið. Verkefn- isstjórar þetta árið eru þær Magndís Alexandersdóttir og Sigurborg Leifs- dóttir. Stykkishólmskirkja er gott tónlistarhús. Það er orðið vinsælt hjá tónlistarfólki að taka þátt í sumartón- leikum í kirkjunni og jafnan þarf að hafna mörgum umsóknum. Allmargir styrkir hafa verið veittir til tón- leikanna, m.a. frá Lista- og menning- arsjóði Stykkishólms, KB banka, og Sæferðum, en stærsti styrkurinn kemur frá Alþingi sem fyrr. Um hverja tónleika má lesa á heimasíðu Stykkishólms („á döfinni“). Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur laðar til sín fjölda ferðamanna á sumri hverju. Þetta sum- arið verður þeim og heimamönnum boðið upp á sex tónleika í Stykk- ishólmskirkju þar sem góðir listamenn koma fram. Sumartón- leikar í Stykk- ishólmskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.