Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 21 janúar 1981: „Ríkisvaldið er ekki lausnin, það er vandamálið,“ var með grundvallaratriði markaðshyggjunnar á hreinu. Samt átti hann til að hvika af vegi markaðsdyggðarinnar og veitti bílaverksmiðjunni Chrysler 500 milljarða dollara ríkisábyrgð þegar fyrirtækið virtist stefna í þrot og menn óttuðust að afleiðingarnar gætu valdið miklu atvinnuleysi. Leikari í B-myndum Reagan var sonur áfengissjúks skókaupmanns í Tampico í Illinois- ríki og kom í heiminn 6. febrúar 1911. Reagan lauk háskólanámi í hagfræði og félagsfræði við Eureka-háskóla, hann vann fyrst fyrir sér sem íþróttafréttamaður á útvarpsstöð. Síðar sneri hann sér að kvik- myndaleik og lék í um 50 kvikmynd- um um dagana. Reagan náði þó aldr- ei mikilli frægð sem kvikmyndastjarna og gaf sjálfum sér þá einkunn að hann hefði verið „Er- rol Flynn B-myndanna“. Hann kvæntist leikkonunni Jane Wyman 1940 en þau skildu, 1952 gekk hann í hjónaband með Nancy Reagan sem lifir mann sinn. Þótti mörgum hún vera stjórnsöm í forsetatíð eig- inmannsins og vilja ráða því hverjir næðu eyra hans. En sambúð þeirra mun ávallt hafa einkennst af miklu ástríki. Á árunum 1966 til 1974 var Reagan ríkisstjóri Kaliforníu en hann hafði gengið til liðs við repúblikana árið 1962, var áður demókrati og um skeið formaður stéttarfélags kvikmynda- leikara. Vakti mikla athygli er Reag- an tókst að fella vinsælan ríkisstjóra úr röðum demókrata, Edmund „Pat“ Brown, 1966. En Reagan stefndi þá þegar á forsetastólinn. Hann reyndi fyrst að ná útnefningu Repúblik- anaflokksins 1968 en mistókst, hlaut þó betri útkomu en honum hafði verið spáð. Hann reyndi aftur 1976 en Ger- ald Ford forseti hafði betur. Fjórum árum seinna rættist draumur Reagans loks og hann bar sigurorð af demókratanum Jimmy Carter, sem unnið hafði slaginn við Ford fjórum árum áður. Reagan hafði ekki setið nema tvo mánuði í embætti er honum var sýnt bana- tilræði. Hæfði ein kúlan úr byssu til- ræðismannsins Johns Hinkleys hann í brjóstkassann. Glettni hans greiddi leiðina að hjörtum æ fleiri en stutt höfðu hann í forsetakjörinu er hann sagði í stríðni við læknana sem gerðu að skotsárum hans: „Ég vona að þið séuð repúblikanar.“ Eiginkonu sinni gaf hann sannkall- aða kúrekaskýringu á sárum sínum: „Elskan, ég gleymdi að beygja mig,“ sagði hann er hún kom á sjúkrahúsið eftir tilræðið. Thatcher hyllir minningu gamals félaga Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, átti afar gott samstarf við Reagan og var tvíeykið oft talið öflugasti merkisberi frjálshyggjunnar í heiminum. En járnfrúnni svonefndu mislíkaði þó mjög að forsetinn skyldi á Reykjavík- urfundinum leggja til eyðingu allra kjarnavopna án þess að ræða málið fyrst við bandamenn sína í Evrópu. Hún sagði í gær að Reagan hefði ver- ið sönn bandarísk hetja. „Margir sakna hans, ekki aðeins þeir sem þekktu hann heldur einnig milljónir karla og kvenna sem búa nú við frelsi vegna stefnunnar sem hann fylgdi,“ sagði Thatcher. Johannes Rau, forseti Þýskalands, sagði að áskorun Reagans er hann heimsótti Berlín árið 1987: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr,“ yrði ávallt ógleymanleg. „Í sundruðum heimi hélt hann alltaf á lofti þeirri sameig- inlegu hugsjón okkar að Evrópa ætti að vera sameinuð og búa við frið,“ sagði Johannes Rau. tíunda áratugnum sem varð til að hallinn hvarf þá að mestu. Ríkisút- gjöld til annarra þátta en varnarmála voru skorin harkalega niður og skatt- ar lækkaðir þótt það hefði fjár- lagahalla í för með sér. Mikil hagræð- ing í rekstri einkafyrirtækja og gjaldþrot þeirra sem ekki stóðu sig í samkeppninni hafi valdið því að þau sem eftir stóðu reyndust síðar fær um að nýta sér vel tölvutækni og fleiri nýjungar af meiri krafti en ella. Reagan var oft sagður vera lítill bókamaður og andstæðingar hans sökuðu hann um andlega leti sem birtist í því að hann vitnaði oft í upp- lýsingar sem hann hefði fengið í al- þýðlegum tímaritum. Hann gat stundum virst kærulaus og yfirborðs- legur. Forsetinn átti jafnvel til að rugla saman veruleikanum og at- burðarás í kvikmyndum sem hann hafði að sjálfsögðu mikla ást á enda sjálfur kvikmyndaleikari í mörg ár. Ef til vill gerði hann af ásettu ráði lít- ið úr þekkingu sinni til að kjósendur fengju ekki á tilfinninguna að hann væri hátt yfir venjulegt fólk hafinn. Reagan var sagður krefjast þess að fá aldrei skýrslur í hendur sem væru lengri en ein blaðsíða. En á síðari ár- um hefur komið í ljós í rannsóknum sagnfræðinga að forsetinn var prýði- lega að sér og byggði skoðanir sínar á stjórnmálum á traustum grunni þótt hann flíkaði yfirleitt ekki bók- lestri sínum. „Ég hef ávallt sagt að ef eitthvað geti nálgast að öðlast eilíft líf hér á jörðu séu það áætlanir á vegum stjórnvalda,“ sagði frjálshyggjumað- urinn Reagan árið 1986. Hann var eitt sinn spurður hvaða hagfræðingur hefði haft mest áhrif á sig. „Freder- ick Bastiat,“ svaraði hann og reynd- ust fáir aðrir en sprenglærðir fræði- menn þekkja nafnið. En Bastiat, sem uppi var á 18. öld í Frakklandi, mun hafa verið fyrstur allra hagspekinga til að mæla með frjálsri samkeppni og markaðshagkerfi. Reagan, sem sagði í innsetningarræðu sinni í m síðar að tekj- pnasölu, 30 millj- otaðar til aðstoðar tu í átökum við rnar vinstrisinna í meríku. Reagan lét a haft litla vitn- hefði sér stað. -nefnd, sem falin kslisins, þvoði f ásökunum um að ð þjóðinni um mál- nn fyrir sinnuleysi. rúadeildar Banda- ns vegar síðar tinn hefði borið kslinu og sagði að ita hvað þjóðarör- s hefðust að. ar þótti mikill Reagan. arkaðshyggja var mikill í tíð uldir jukust hratt ingar segja að með hyggju Reagans, ar á ensku Reag- nd verið lagður hagvaxtarskeiði á frjálshyggju aðsstefnu Morgunblaðið/RAX ðtogi Sovétríkjanna, á tröppum Höfða í október 1986. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir Ron- ald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, hafa verið stórkostlegan forseta Bandaríkjanna, og sett mikinn svip á þau meðan hann var við völd. „Hann kom sjálfstrausti þeirra í lag á nýj- an leik, eftir allt sem á undan var gengið hjá fyrri þremur forsetum. Hann færði þá til afls og var höfundur þess að Sovétríkin liðu und- ir lok og gátu ekki keppt við fyrirætlanir Reagans. Þess utan var hann afskaplega skemmtilegur maður og fullur af glettni og bjartsýni, og mun meiri forseti en þeir vildu vera láta sem gerðu lítið úr honum, vegna þess að hann væri ekki hugsuður eða pæl- ingamaður í stóru og smáu. Öll hans sjón- armið og lífsskoðanir lágu alveg klár fyrir honum og hann átti þess vegna auðvelt með að taka ákvarðanir án vafninga. Ég hitti hann einungis skamma stund ásamt Gorbatsjov í Höfða árið 1986, en mér er það þó minnisstætt,“ sagði Davíð Oddsson í sam- tali við Morgunblaðið. Sýndi mikið hugrekki í samskiptum sínum við önnur lönd Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynntist Reagan ekki, en hitti hann á leið- togafundinum árið 1986. „Hann var viðkunn- anlegur maður. Það voru margir sem héldu því fram að hann væri ekkert sérstaklega snjall maður, en ég tel að hann hafi verið það. Það er alveg ljóst að hann átti mikinn þátt í því að kalda stríðinu lauk, og sýndi mikið hugrekki í samskiptum sínum við önn- ur lönd, og hans verður lengi minnst fyrir það ferli sem hófst með fundinum í Reykja- vík. Það var mikið framfaraskeið í Banda- ríkjunum í hans forsetatíð, og maður tók sér- staklega eftir því að hann safnaði í kringum sig miklu af hæfu fólki,“ segir Halldór. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra starf- aði hjá Morgunblaðinu í valdatíð Reagans. „Á forsetatíma Ronalds Reagans sinnti ég stjórn erlendra frétta og skrifaði um utanríkis- og öryggismál í Morgunblaðið. Jafnan þegar ég hugsa til þeirra starfa minnist ég hugrekkis, einbeitni og skýrleika í málflutningi og af- stöðu Reagans. Það þurfti enginn að fara í grafgötur um það markmið hans að svara sovéskum hernaðarmætti með því að standa feti framar og vinna í krafti þess sigur á ein- ræðisstjórn kommúnista. Þetta markmið náð- ist án ófriðar og mun Ronalds Reagans jafn- an minnst fyrir þann mikla sigur sinn,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík og núverandi forsætisráðherra, tók á móti Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov fyrir fyrsta fund þeirra í Höfða árið 1986. Jók sjálfstraust landa sinna Davíð Oddsson forsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Ronald Reagan hafi sett stór spor í bandaríska þróun. Hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, kynntust Reagan og minnast hans með hlýju. Vigdís hitti Ronald Reagan oft og segir þau hafa náð vel saman, „ekki síst vegna þess að við höfðum bæði áður verið tengd leiklistinni. Hann hafði fjarska gaman af þessu og spurði mig hvaða áhrif það hefði haft á mig og hvort ég teldi það hafa komið mér til góða, og ég hélt það nú,“ sagði Vig- dís í samtali við Morgunblaðið. „Ég sagði við hann að það væri víst eng- inn skóli til í heiminum þar sem hægt væri að stúdera að vera forseti. Ef það væri eitt- hvað, þá væri það í leikhúsinu, þar sem ver- ið er að skilgreina frá morgni til kvölds, mannlífið og samfélagið, og mér finnst ég hafa haft mjög mikið gagn af því að skilja mannveruna betur, enda tel ég að forseta- embætti snúist yfirleitt um fólk. Þetta sagði ég við hann í fyrsta sinn sem við hittumst, og þetta þótti honum svo skemmtilegt að hann kom alltaf að þessu aftur, og kallaði mig kollega sinn frá fyrri tíð. Ég óska hon- um góðrar ferðar, hann fer í hárri elli. Hann er heppinn að Bandaríkjamenn minn- ast hans með ánægju og hlýju, enda var hann mjög glaðsinna og bjartur maður,“ sagði Vigdís. Steingrímur Hermannsson var forsætis- ráðherra þegar leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn á Íslandi. „Við töl- uðumst við í sambandi við leiðtogafundinn og við ræddum þá saman á Bessastöðum. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög við- felldinn og geðugur maður. Reagan setti stór spor í bandaríska þróun og hafði þar mikil áhrif. Hann innleiddi aukið frjálsræði og frjálshyggju. Ég met hann mest fyrir það hvað hann lagði sig fram við að ná sam- komulagi við Gorbatsjov. Mér finnst það vera það stærsta sem eftir hann lifir,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, áttu fund á Bessastöðum þegar Reagan var á landinu vegna leiðtogafundarins með Míkhaíl Gorbatsjov. Skilur eftir sig stór spor Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra Morgunblaðið/RAX George Bush, for- r, samúðarkveðj- kjanna. „Í kveðju forseta í að skapa nýja a grundvöll að af- leiðtogafundar í sögunni og verið tíðarsýn Ronalds jur ands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.