Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 19 Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 15 lítra undir vask kr. 14.900,- 30 lítra ló›rétt kr. 15.900,- 50 lítra lárétt/ló›rétt kr. 19.900,- 80 lítra lárétt/ló›rétt kr. 21.900,- 120 lítra ló›rétt kr. 29.900,- Sjó›heitt tilbo› w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Hitakútar Kostnaður á sjúkling var því lægri á síðasta ári en 2002. Auðvelt verður að bera saman árlegar breytingar á þjónustu og verði og fá samanburð við önnur lönd þegar DRG-kerfið verður komið á öll svið spítalans. Nú þegar gefur kerfið mikilvægar vísbend- ingar, t.d. fjölgaði DRG-einingum á skurðstofum um 13% frá 2001– 2003. Þessi fjölgun skurðaðgerða kostaði spítalann um 565 m.kr. árið 2003 umfram árið 2001 sem skýrir nær alla kostnaðaraukningu síðustu fjögurra ára. Sem dæmi um samanburð má nefna skýrslu Ríkisendurskoðunar frá nóvember 2003. Þar eru bornir saman 28 algengustu DRG- flokkarnir á LSH og á breskum samanburðarsjúkrahúsum, 13 þeirra voru ódýrari á LSH en í Bretlandi. Það er mjög góður ár- angur þegar litið er til þess að stundum eru sjúklingar of fáir hér til að standa undir kostnaði við nauðsynlega grunnmönnun starfs- eininga. Í samanburði Ríkisend- urskoðunar á gæðum þjónustu á LSH og á breskum háskólasjúkra- húsum kom í ljós að sjúklingum á LSH hefur reitt betur af sem er talið til marks um góða þjónustu á LSH. Góður árangur á LSH Eins og sýnt er fram á hér að framan staðfesta ýmsar mæling- araðferðir og skýrslur góðan árang- ur á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Kostnaður við rekstur spítalans hefur lítið hækkað síðustu fjögur árin, kostnaður á hverja „vegna innlögn“ lækkaði á síðasta ári, framleiðsla hefur aukist jafnt og þétt sem skilar sér í fækkun á biðlistum og erlendur samanburður er hagstæður LSH, bæði kostn- aðarlega og faglega. Spítalinn stendur hins vegar á tímamótum með sparnaðarkröfu í fjárlögum fyrir þetta ár og næsta. Verið er að framkvæma fyrri hluta sparnaðarins og seinni hlutinn er í undirbúningi. Rekstur spítalans er og þarf að vera í sífelldri endur- skoðun til að hann sé sem hag- kvæmastur. Hins vegar má ekki ganga of nærri starfseminni. Í staðinn fyrir fasta fjármögnun og einhver X% lækkun fjár- framlaga án tengingar við umfang á spítalanum ættu stjórnvöld og spít- alinn að taka höndum saman og breyta fjármögnunarkerfinu í næstu fjárlögum. Þá yrði fjárveit- ing beint tengd verkefnum og stjórnvöld hefðu möguleika á að verða upplýstir kaupendur að þjón- ustu spítalans. Höfundur er framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.