Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í LEIÐARA Morgunblaðsins fimmtudaginn 3. júní er þess getið að Morgunblaðið telji þjóð- aratkvæðagreiðslur almennt af hinu góða og að þróa beri hér beint lýð- ræði. Hins vegar telur blaðið að forsetinn eigi ekki að koma þar nærri þegar ákveðið er um hvaða málefni skuli kosið. Leiðarahöf- undur segir: „Hann (forsetinn) á engu hlut- verki að gegna í þess- um efnum enda hætta á því, að allt önnur sjónarmið komi við sögu hjá honum við val þeirra málefna, sem komi til atkvæða- greiðslu. (leturbreyt- ing BG.) Því miður kemur ekki fram í leiðaranum hvaða önnur sjónarmið þetta kynnu að vera, eða önnur sjónarmið en hver hætta sé á að komi fram hjá forset- anum við val á málefnum til að greiða atkvæði um. Þar sem næsta málsgrein leiðarans fjallar um að yf- irlýsing forsetans muni hafa glatt fáa meira en viðskiptajöfrana sem vilja taka Ísland frá þjóðinni þá er freistandi að álíta að þessi „önnur sjónarmið sem koma við sögu“ hjá forsetanum tengdust þessari gleði auðjöfranna. Enda skilgreinir leið- arinn fjölmiðlafrumvarpið sem lið í baráttunni um hverjir eiga að eiga Ísland, en aðgerð forsetans hlýtur samkvæmt því að flokkast sem lóð á vogarskál auðjöfra í þeirri baráttu. Slíkar tengingar hafa raunar heyrst hjá forsætisráðherra, sem eins og Morgunblaðið gefur ekki mikið fyrir röksemdafærslu forsetans, en ráð- herrann hefur einmitt ítrekað bent á tengsl forsetans og fjölskyldu hans við Baugsveldið og Norðurljós. Eftir að hafa lesið Staksteina Morgunblaðsins í dag, laugardag, virðist ólík- legt að blaðið hafi í þessari tilvísun verið að taka undir með for- sætisráðherra. Stak- steinar eru nefnilega mjög hneykslaðir á undirrituðum fyrir að hafa í Fréttablaðsgrein sl. föstudag skilið tilvís- anir Morgunblaðsleið- arans þannig að þar væri verið að gefa til kynna að forsetinn hefði látið hagsmuni auðjöfra ráða afstöðu sinni. Staksteinar spyrja: „Hvar stendur það?“ Svarið er að enginn hefur sagt að það standi skrifað. Það sem stóð í Fréttablaðinu var að það hafi verið „gefið til kynna“ í leið- aranum, sem er annar hlutur. Þetta eiga Staksteinar að vita, menn sem leggja mikið upp úr því að rétt sé rétt og rétt sé haft eftir. Það er gleðilegt ef Morgunblaðið hyggst ekki taka undir málflutning þeirra sem hafa sagt að forsetinn stjórnist af og sé vanhæfur vegna sérhags- munatengsla, enda er slíkur mál- flutningur svo vönduðu blaði ekki samboðinn. Ekki er síður gleðilegt að heyra vandlætingu Staksteina yf- ir þeim skilningi á leiðaranum að blaðið væri að dylgja um ástæður ákvörðunar forsetans með því að tala um „önnur sjónarmið“ sem koma við sögu þegar það talar um hvers vegna forsetinn á ekki að beita málskotsréttinum. Hins vegar kynni að vera til bóta ef leiðarahöfundur – sem krefur forsetann um að tala skýrt – talaði þá sjálfur skýrar um það hvaða „önnur sjónarmið“ það eru sem hætta er á að komi við sögu hjá forsetanum og gera það óæski- legt að hann beiti málskotsrétti. Óskýrt orðalag og hálfkveðnar vísur geta auðveldlega skilist sem dylgjur og orðið til þess að blöðum séu gerð- ar upp skoðanir, auk þess sem það er ekki góð blaðamennska – eins og Staksteinar vita auðvitað manna best. Ástæða er til að þakka Stak- steinum fyrir að leiðrétta misskiln- ing um leiðarann. Svart/hvít skil- greining á baráttunni um hverjir eiga Ísland veldur þó mönnum eins og mér enn vandræðum. Úr því fjöl- miðlafrumvarpið er liður í baráttu þjóðarinnar fyrir því að eiga Ísland og andstaða við það stuðningur við viðskiptablokkirnar, hvar eigum þá við að vera, sem viljum betra fjöl- miðlafrumvarp og líka að þjóðin eigi landið? Önnur sjónarmið – í tilefni pistils Staksteina Birgir Guðmundsson fjallar um leiðaraskrif ’Ástæða er til að þakkaStaksteinum fyrir að leiðrétta misskilning um leiðarann.‘ Birgir Guðmundsson Höfundur er blaðamaður á Fréttablaðinu. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefur valið að hverfa að nýju til starfa á vettvangi stjórnmálanna. Það gerir hann með því að synja lögum frá Al- þingi staðfestingar. Ákvörðun hans er al- ger nýlunda, eins og alþjóð veit, og vand- séð að tilefnið sé nógu ríkt, hafi hann á ann- að borð synjunarvald, enda hafa fræðimenn með ágætum rökum tekist á um efnið. Í því skyni að forða þjóðinni frá illvígum deilum og sundrungu, er rétt að stjórnmálamenn taki nú af allan vafa um svokallaðan málskotsrétt forsetans, en setji þess í stað reglur um þjóðaratkvæða- greiðslur, þannig að þrýstihópar og hags- munaaðilar geti, að eigin frumkvæði, safn- að að einhverju marki undirskriftum kosn- ingabærra manna, og skuli þá þjóð- aratkvæðagreiðsla fara fram. Með því móti er hægt að taka þann kal- eik frá forseta, að hann þurfi að vera útsettur fyrir þrýstingi hags- munaaðila, og skapa frið um virðulegt embætti. Þetta hefur öðrum þjóðum tekist með ágætum. Aftur í stjórnmálin Gústaf Níelsson skrifar um forsetann Gústaf Níelsson Höfundur er sagnfræðingur. DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur nú sett fram hugmyndir um kjör- sóknarskilyrði við væntanlega þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þær hugmyndir byggjast á reglunum um flugvall- arkosninguna í Reykjavík um árið. Á þeim er sá galli að grundvallarmunur er á flugvallarkosningunni og þjóðaratkvæða- greiðslunni nú: Þá ákvað sveitarstjórnin að vísa tilteknu álita- máli til borgaranna áð- ur en hún tók sjálf ákvörðun um málið. Í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni verður á hinn bóg- inn tekin afstaða til ákvörðunar sem meiri- hluti þjóðþingsins hefur þegar tekið. Það er ágæt venja á Íslandi þegar upp koma álitamál að líta til nor- rænna granna. Í öllum norrænu ríkj- unum, Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu bindin í stjórnarskrá, og þær reglur að verða okkur að gagni. Bæði í Finnlandi og Noregi eru þjóðaratkvæðagreiðslur aðeins ráðgefandi. Þjóðþingið setur lög um atkvæðagreiðsluna, sem mið- ast við ákveðið málefni, ekki einstök lög. Þingið tekur sjálfstæða ákvörð- un um gang mála eftir atkvæða- greiðsluna, en hvorki í Finnlandi né Noregi hefur þingið gengið á svig við vilja kjósenda í slíkri atkvæða- greiðslu. Vegna þess að atkvæða- greiðslan er ekki bindandi að formi til eru engin skilyrði um kjörsókn eða meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu í þessum löndum, og þær geta því varla orðið fyrirmynd fyrir okkur. Í Svíþjóð eru tvennskonar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ann- arsvegar skýtur þingið máli til þjóð- arinnar með sérstökum lögum, og er slík atkvæðagreiðsla ráðgefandi. Þetta hefur verið gert fimm sinnum, síðast um evruna í fyrra. Hinsvegar geta þingmenn (minnst 35 talsins) borið fram tillögu um þjóðaratkvæði um tiltekin lög og ef þriðjungur þeirra sam- þykkir fer sú atkvæða- greiðsla fram samhliða næstu þingkosningum. Lögin eru felld ef meirihluti neitar þeim að því tilskildu að sá fjöldi sé meira en helm- ingur þeirra sem kusu í þingkosningunum. Þetta hefur raunar ekki gerst enn í Sví- þjóð, en það er athygl- isvert í ljósi umræðu hér síðustu vikur að í Svíþjóð gjörvallri efast enginn um að þessi lög séu í fullu gildi. Í Danmörku er hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðsla á tvennan hátt. Annarsvegar greiða Danir at- kvæði um fullveldisframsal til yf- irþjóðlegrar stofnunar. Til að slíkt frumvarp verði að lögum á þinginu þarf 5⁄6 atkvæða, en ef frumvarpið fær minni meirihluta en 5⁄6 þing- manna er sjálfkrafa atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar. Hinsvegar getur þriðjungur þingmanna knúið fram atkvæðagreiðslu um tiltekin nýsam- þykkt lög. Þær atkvæðagreiðslur um Evrópumál sem við þekkjum best hafa orðið eftir fyrri reglunni en aðeins einusinni verið kosið eftir þriðjungsreglunni (1965). Um báðar gerðir atkvæðagreiðslu í Danmörku eru þær reglur að lögin falla ef meirihluti kjósenda er á móti þeim og skal sá meirihluti vera minnst 30% atkvæðisbærra manna. Þetta þýðir að til að fella lög þarf kjörsókn að vera að minnsta kosti 30% – ef all- ir kjósendur væru á móti – en sé mjótt á munum kynni að þurfa tæp- lega 60% kjörsókn að lágmarki til að fella lög. Ljóst er að dönsku reglurnar falla best að okkar aðstæðum. Þar er tal- in þörf á tilteknum lágmarksfjölda kjósenda til að ganga gegn lögum frá þinginu en boginn er ekki spenntur svo mjög að fjöldi kjósenda ráði úrslitum nema í undantekning- artilvikum. Athyglisvert er einnig að bæði í Svíþjóð og Danmörku miðast reglurnar við þann meirihluta sem þarf til að fella lögin en ekki við sjálfa kjörsóknina. Ef mönnum á annað borð finnst að hér þurfi að skilyrða útslit atkvæðagreiðslunnar tel ég samanburðinn við Danmörku mun raunhæfari og betri en flugvall- arreglurnar. Í frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur er gert ráð fyrir slík- um reglum og miðað við 20%. Tillaga Björns Bjarnasonar er miklu síðri. Meðal annars af því að það er vont fyrir lýðræðið að stuðn- ingsmenn eins flokks á borð við Samfylkinguna eða Sjálfstæð- isflokkinn geti í svona mikilvægri at- kvæðagreiðslu ráðið úrslitum gegn meirihluta þjóðarinnar með því einu að sitja heima. Dönsku reglurnar nærtækastar Mörður Árnason skrifar um hugmyndir dómsmálaráðherra ’Dönsku reglurnar fallabest að okkar aðstæð- um. Þar er talin þörf á tilteknum lágmarks- fjölda til að ganga gegn lögum, fjöldi kjósenda ræður ekki úrslitum nema í undantekning- artilvikum.‘ Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður. MÉR rann fyrst blóðið til skyld- unnar – svo rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las spurningu blaðamanns DV í grein um Sam- hjálp miðvikudaginn 2. júní 2004, sem fjallar um mál tengt stuðn- ingsbýlinu við Miklu- braut. Í greininni spyr blaðamaður fulltrúa Félagsmálastofnunar hvort þeim finnist ,,ekkert óeðlilegt að svona rekstur skuli vera í höndum sér- trúarsafnaðar?“ Það var við þessa spurn- ingu sem mig setti hljóðan. Inntak hennar gefur til kynna að það sé óeðlilegt að við, sem tilheyrum þessum söfnuði, fáum rétt til jafns við aðra að taka þátt í verkefnum sam- félagsins. Hvað er það við þennan rekstur sem gerir hann svona vandmeðfarinn í hönd- um þessa hóps, sem dæmdur er með einu pennastriki ,,sértrúarsöfnuður“? Hvítasunnukirkjan hefur starfað hér á Íslandi í rúm áttatíu ár og er söfn- uðurinn orðinn vel þekktur í íslensku þjóðlífi. Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins, sá til þess ástæðu á síðasta ári að minnast í rit- stjórnargrein á jákvætt framlag þessa safnaðar gagnvart þeim, sem eiga undir högg að sækja í samfélag- inu og erum við þakklát fyrir uppörv- unina. Þessi söfnuður hefur rekið hjálparstarfið Samhjálp í 30 ár og notið til þess trausts frá opinberum aðilum. Við höfum í gegnum árin reynt að taka ábyrga afstöðu sem þegnar þessa lands og boðið okkur fram til ýmissa verka og í ábyrgð- arstöður rétt eins og aðrir venjulegir Íslendingar. Nú þurfum við að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort hægt sé að treysta þessum hópi, sem hefur innan sinna raða þverskurðinn af samfélaginu sem við erum fædd og uppalin í. Megum við kannski ekki sinna löggæslunni, eða stunda lækn- isstörf? Hvað með lögfræðingana okkar eða kennarana, sem kenna á öllum stigum menntakerfisins? Hvar ætlar blaðamaður DV að leggja þær línur gagnvart störfum sem ,,óeðli- legt“ er að við sinnum? Gæti fjöl- skylduráðgjafinn orðið hættulegur vegna sértrúar sinnar? Þessi framsetning er þeim mun sérkennilegri í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur um frelsi og rétt fjölmiðla til að starfa óhindrað í okkar íslenska sam- félagi. Ef þetta frelsi fjölmiðlanna færir þeim þann rétt í hendur að stuðla að skoðanamyndandi heftingu á frelsi annarra hópa í samfélaginu til stjórn- arskrárbundinna rétt- inda, þá hafa þeir fjöl- miðlar færst mikið í fang. Við erum sann- arlega ekki að biðja um einhver sérréttindi en við viljum ekki sitja und- ir þeirri niðurlægingu að vera merkt ,,sér- trúarsöfnuður“ í tíma og ótíma með allri þeirri neikvæðu merkingu sem hlaðið hefur verið á það orð. Fátæktin í orðavali er orðin að svipu í hendi þeirra, sem koma vilja höggi á eða sá fræjum óvildar í garð þeirra, sem kjósa að vera kristnir undir öðr- um formerkjum en að vera innan þjóðkirkj- unnar. Við erum frí- kirkja í víðasta skilningi þess orðs og við erum Hvítasunnukirkja þegar og ef þarf að stilla okkur upp sem kirkjudeild. Við erum aftur á móti ekki ,,sértrúar“ þegar kemur að grundvallarskilgreiningu á stöðu okkar innan kristninnar í heiminum. Við játum allar grundvallarkenningar kristinnar kirkju en við höfum okkar áherslur sem gerir okkur að Hvíta- sunnumönnum. Við höfum á undanförnum miss- erum kynnt starf okkar í fjölmiðlum og árlegir jólatónleikar Fíladelfíu- kirkjunnar hafa hljómað á að- fangadagskvöldi í Sjónvarpi allra landsmanna undanfarin ár. Á hvíta- sunnunni hefur samkomum okkar verið bæði sjónvarpað og útvarpað og þannig hefur fólk fengið að kynnast því hvernig við högum okkar sam- komuhaldi og margir hafa notið söngsins, sem sannarlega er örðuvísi en hinn hefðbundni sálmasöngur þjóðkirkjunnar. Hingað til hefur eng- inn kvartað yfir þessu sem ,,sértrúar- söng“. Við biðjum blaðamann DV, eins og alla aðra, að leyfa okkur að njóta sannmælis. Ef við höfum eitt- hvað gott fram að færa, þá vona ég að við fáum jöfn tækifæri og aðrir að láta ljós okkar skína. Ég ætla að minnsta kosti að mæta í Ísland í bítið á Stöð 2 á meðan ég get lagt eitthvað gott til mála fjölskyldna og hjóna og fólki finnst eitthvað til um það sem ég segi. Hvað megum við þá? Hafliði Kristinsson skrifar um Hvítasunnusöfnuðinn Hafliði Kristinsson ’…við viljumekki sitja undir þeirri niðurlæg- ingu að vera merkt ,,sér- trúarsöfnuður“ í tíma og ótíma…‘ Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.