Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu núna og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar kr. 3.690. M.v. 17. júní. Netverð. Verð kr. 3.900 Verð á mann hver nótt í tveggja manna herbergi, NH Condor, í hjarta Barcelona. Munið Mastercard ferðaávísunina · Flug · Flug og bíll · Flug og hótel Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Barcelona í júní frá kr. 19.990 ÁRNI Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna og Farmanna- og fiskimannasambandsins, sagði í há- tíðarræðu sjómannadagsins á Akur- eyri í gær að að slagurinn um kaup og kjör íslenskra sjómanna ætti sér enga hliðstæðu í atvinnulífinu og kvaðst vilja vilja benda á „þann rammfalska tón sem endalaus bar- lómur LÍÚ felur í sér um allt of hátt launahlutfall í sjávarútveginum í samanburði við aðrar atvinnugrein- ar“ eins og Árni orðaði það. Ráðandi staða? Árni sagði rekstur íslenskrar út- gerðar til fyrirmyndar á langflestum sviðum, „allt þar til kemur að einum veigamesta þætti málsins sem eru samskipti samtaka útgerðarmanna og sjómanna. Þar er komin sú brota- löm sem um langan aldur hefur graf- ið um sig innan greinarinnar og stór- skaðað hana. Ímynd greinarinnar er veik og í huga landsmanna er þessi margendurtekni endalausi slagur um kaup og kjör sjómanna eitthvað ein- stakt og illskiljanlegt fyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í atvinnulífinu.“ Árni sagði „alveg makalaust“ í hvaða farveg forsvarsmönnum LÍÚ hefði tekist að koma samningum um kaup og kjör sjómanna, „með full- tingi og eindregnum stuðningi stjórnvalda sem hvað eftir annað hafa hrifsað samningsréttinn úr höndum sjómanna með lögbanni á löglega boðaðar vinnustöðvanir sjó- manna“. Þetta hefði átt sér stað þvert á vilja fjölmargra útgerðarmanna „sem engu fá ráðið um stefnu sam- takanna“. Árni segir þessa framkomu stjórn- valda hafa leitt af sér þá dapurlegu stöðu að verkfallsvopnið „sem hugsað er sem neyðarúrræði launafólks gegn vinnuveitendum er vart orðið papp- írsins virði, þar sem forsvarsmenn LÍÚ hafa um langa hríð getað gengið að því sem gefnu að stjórnvöld grípi inn í deilurnar með lagasetningu“. Bakarinn og smiðurinn hengdir Árni kveðst vilja benda fólki á „þann rammfalska tón sem endalaus barlómur LÍÚ felur í sér um allt of hátt launahlutfall í sjávarútveginum í samanburði við aðrar atvinnugrein- ar“, eins og hann orðaði það. Hann sagði allar atvinnugreinar sem stundi framleiðslu af einhverju tagi þurfa hráefni. „Bakarinn þarf sykur, korn og hveiti, bygginga- meistarinn þarf timbur, steypu og annað byggingaefni. Allan tímann sem bakari starfar þarf hann að kaupa þau grunnhráefni sem til þarf til að hann geti framleitt sína vöru og viðhaldið rekstrinum. Sama má segja um byggingameistarann og reyndar allar framleiðslugreinar nema hugs- anlega bændur.“ Útgerð sem kaupir kvóta afskrifi hins vegar þá fjárfestingu á nokkrum árum en heldur eftir sem áður nýt- ingarréttinum um aldur og ævi þótt kvótinn sé fyrir löngu afskrifaður að fullu, sagði Árni. „Í framhaldi af þessu er því alls ekki fráleitt að leggja dæmið upp með þeim hætti að bakarinn og bygg- ingameistarinn upplifðu það eftir tíu ára starfsemi (sem gæti verið af- skriftartími á kvóta) að allt hráefnið til rekstursins væri frítt. Til hvers myndi þetta leiða hjá þessum aðilum? Það er augljóst að rekstrarafkoma þeirra myndi gjörbreytast til batnað- ar sem aftur leiddi af sér að þeir gætu greitt starfsfólki sínu mun hærri laun. Ég vil því meina að í raun sé verið að hengja bæði bakarann og smiðinn fyrir útgerðina. Þessi síbylja um of hátt launahlutfall útgerðarinnar, samanborið við aðra er alls ekki það sem stendur samningagerð fyrir þrif- um.“ Formaður FFSÍ í hátíðarræðu sjómannadagsins Endalaus barlómur LÍÚ felur í sér rammfalskan tón Akureyri. Morgunblaðið. „ÞETTA var ótrúlega erfitt, en gaman,“ sagði Kristrún Jenný Alfonsdóttir, 11 ára stelpa, sem stóð sig eins og hetja háloftanna á laugardag þegar hún bjargaði stórum páfagauk niður af þaki á Vesturgötunni eftir margra klukkustunda eltingarleik. Gauksi heitir Alex og býr hjá eiganda sínum, Jessicu Tóm- asdóttur, á Holtsgötunni. Fyrir slysni flaug hann út um glugga um hádegið og lét ekki ná sér þótt slökkviliðsmenn með mikinn viðbúnað og körfubíl reyndu að handsama hann. Með ölllu þessu fylgdist Kristrún og lét til sín taka við björgunina með því að klifra eins og köttur upp í hvert tréð á fætur öðru uns hún náði Alex loks í háf uppi á húsþaki á Vesturgötunni. Þá var klukkan orðin hálfellefu um kvöldið og slökkviliðsmenn búnir að pakka saman eftir langan dag. Uppi á þaki beið hins vegar Alex og var orðinn æði þreyttur eftir öll ósköpin. „Hann hafði flogið þak af þaki þangað til hann lenti á mjóu þaki sem var þægilegt að standa á,“ sagði Kristrún. „Ég gekk rólega að honum og kast- aði yfir hann háfnum. Svo hélt ég honum upp að bringunni og gekk með hann til Jessicu. Hann var rosalega þreyttur og sofnaði í fanginu á henni.“ Smámeiðsli á fæti og hendi Kristrún lagði á sig töluvert erfiði þennan dag með því að klifra upp í trén og elta Alex. Húsþökin í miðbænum eru held- ur ekki fyrir hvern sem er að klifra upp á og þurfti Kristrún að banka upp á hjá fólki til að komast leiðar sinnar. „Ég meiddi mig smávegis í fætinum og fékk rispur á hendina,“ sagði hún. Kristrún er í Grandaskóla en fer í Hagaskóla í haust og finnst skemmtilegast að klifra í rimlum en hefur líka áhuga á frjálsum íþróttum. Hún segir foreldra sína stundum smeyka við það þegar hún klifrar í trjám og á húsþökum. Sjálf er hún mikill dýravinur og segist geta hugsað sér að verða dýratemjari í fram- tíðinni. Alex er af ætt Conure- páfagauka sem geta orðið allt að 15–35 ára gamlir. Alex er hins vegar ungur að árum, ekki nema eins árs og ekki fulltaminn, að sögn eiganda hans. 11 ára stúlka bjargaði páfagauk eftir margra klukkustunda eltingarleik „Ótrúlega erfitt en gaman“ Kristrún Jenný Alfonsdóttir, 11 ára, með páfagaukinn Alex ásamt Nönnu Lilju Aðils, sem hjálpaði til við björgunina. Morgunblaðið/Golli Eigendunum tókst nokkrum sinnum að saxa á forskot Alex, en hann neytti oftar en ekki vængafls síns að fugla sið. Þrátt fyrir að klifrað hafi verið hátt í tré gekk illa að ná fuglinum. ÖKUMAÐUR bifreiðar slasaðist töluvert í bílveltu við Bústaðabrú á fimmta tímanum í gær. Hann hlaut beinbrot og skurði og fór í aðgerð á Landspítalanum en var ekki lífs- hættulega slasaður að sögn læknis. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beitti björgunartækjum til að ná hin- um slasaða út úr bílflakinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Slasaðist í bílveltu FYRSTA hrefnan samkvæmt rannsóknaráætlun Hafrann- sóknastofnunar fyrir árið 2004 veiddist á föstudag. Hún veiddist í utanverðum Faxa- flóa um borð í Nirði KÓ, en hann er einn þriggja hrefnu- veiðibáta sem Hafrannsókna- stofnun hefur til umráða. Alls verða veidd 25 dýr í rannsóknaskyni í sumar, eins og fram kemur á nýjum upp- lýsingavef Hafrannsóknastofn- unarinnar vegna hrefnurann- sóknanna, www.hafro.is/hrefna. Þar er ætlunin að birta ýmsar upp- lýsingar um gang rannsókna og sögu þeirra. Fyrsta hrefnan veidd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.