Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 28
HESTAR 28 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝSINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Aðalfundur Fjárverndar verðbréfa hf., kt. 410301- 2880, verður haldinn á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, Reykjavík, miðvikudaginn 16. júní nk. kl. 11.00. Dagskrá fundarins fer fram samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins, ásamt dagskrá, liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund. Stjórnin. FÉLAGSLÍF Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Aðalfundur SRFÍ verður hald- inn í Garðastræti 8 fimmtudag- inn 10. júní kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn SRFÍ. mbl.is ATVINNA SVO virðist sem teygni gæðinga- dómskalans sé ekki söm og verið hef- ur í kynbótadómum undanfarinn áratug og gott betur. Einkunnir yfir níu heyra til algerra undantekninga í gæðingakeppni í dag . Síðast tóku gæðingadómarar góðan kipp á landsmóti 2000 í Reykjavík. Á fram- anverðum tíunda áratugnum virtust dómarar voga sér að teygja á skal- anum einsog þegar Gýmir setti ein- kunnamet á hvítasunnumóti Fáks svo dæmi sé tekið. Spurning er í dag sú hvort bestu hestarnir nú standi stjörnum þessara ára að baki eða hitt hvort skorti á djarfleika dóm- aranna til að nota skalann líkt gert var. Um það skal ósagt látið enda er hæð einkunna kannski ekki aðalat- riðið. Brekkan vill fá að sjá góða og vel sýnda gæðinga í jafnri og spenn- andi keppni og eftir einkunnum á fé- lagsmótum undanfarið að dæma hef- ur spennuþátturinn fylllilega verið til staðar. Á gæðingamóti Harðar á Varm- árbökkum þurfti til að mynda bráða- bana til að knýja fram úrslit í A- flokki gæðinga þar sem stóðhestur- inn og rýmisbankinn Ófeigur frá Þorláksstöðum með Atla Guðmunds- son við stjórnvölinn sýndi að hans jöfnu og háu einkunnir í kynbóta- dómum fyrir hæfileika eiga fyllilega við rök að styðjast. Höfðu þeir betur í keppni við Prins frá Syðra-Skörðu- gili og Sigurð V. Matthíasson sem voru litlu síðri þótt ekki væri beint um líkar hestgerðir að ræða. Gæð- ingaval Harðar sem fer á landsmót virðist allþokkalegt þótt ekki sé á þessari stundu hægt að sjá fyrir sér sigurkandídat í þeim hópi. Hjá Fáki fyrir rúmri viku sýndi Óskar frá Litladal á sér nýja hlið og Logi Laxdal sýndi eiganda Óskars hvernig á að ríða til sigurs í A-flokki en hann stökk á klárinn fyrir Sig- urbjörn í úrslitum þar sem Sigur- björn var með Kolskegg frá Oddhóli og hefur sjálfsagt talið hann væn- legri til sigurs. Gæðingakeppni Fáks var nokkuð dæmigerð fyrir þá jöfnu keppni sem virðist víða vera á boð- stólum þessa dagana. Eftir að röðun hafði verið lesin upp virtust knap- arnir langt í frá vera vissir um hver hefði borið sigur úr býtum. Sigur Rökkva frá Hárlaugsstöð- um var mjög öruggur í B-flokki en knapi á honum var Þorvaldur Þor- valdsson en þeir voru hinsvegar í öðru sæti að lokinni forkeppni. Hvað viðkemur gæðingavali Fáks má kannski segja að það sama og um Harðarliðið að þar eru ekki sjáan- legir sigurvegarar nema ef vera skyldi Rökkvi. Geysir í Rangárvallasýslu mun tefla fram mjög sterku liði í A-flokki gæðinga því þar voru fjórir efstu með yfir 8,60 í einkunn og þar fór fremstur hinn mikli stóðhestur Sær frá Bakkakoti sem Hafliði Halldórs- son sýndi að venju. Hlutu þeir 8,72. Ekki virðist B-flokkurinn þar síðri. Efstur stóð sá kunni Nagli frá Þúfu með 8,77 og á hæla hans tölt- hryssan hágenga, Hylling frá Herr- íðarhóli með 8,73. Þórður Þorgeirs- son sat Nagla en Vignir Siggeirsson Hyllingu. Þriðji er svo stóðhesturinn Suðri frá Holtsmúla með 8,68 en Olil Amble sat hann að venju. Þetta er frumraun Suðra í gæðingakeppni og verður fróðlegt að sjá hvernig muni takast til á landsmóti og þá sérstak- lega með hans stórbrotna brokk. Um næstu helgi halda áfram úr- tökur víða um land auk þess sem val á kynbótahrossum stendur sem hæst á Gaddstaðaflötum. Úrtökuspennan í algleymingi hjá hestamannafélögunum Morgunblaðið/Vakri Þórður Þorgeirsson lumaði á trompi í erminni þegar hann sýndi Akk frá Brautarholti á yfirlitssýningu í kynbótadómi í Hafnarfirði á dögunum þeg- ar hann lagði klárinn á skeið og tryggði sér efsta sætið í flokki stóðhesta sex vetra og eldri. Stígandi frá Leysingjastöðum kominn á landsmót í B-flokki ásamt Elíasi Þórhallssyni þótt ekki tækist þeim að sigra í B-flokki hjá Herði. Útlit fyrir jafna keppni gæðinga á landsmóti Hart er slegist um að koma hrossum á landsmót og geta þau hjónakorn Hinrik og Hulda vel við unað. Gekk vel hjá Fáki og síðan hefur Hinrik rað- að inn slatta af hrossum og hér laumar hann kossi til konu sinar enda búinn að vinna fulla körfu af Prins Póló í verðlaun hjá Fáki á dögunum. Linda Rún og Aladín frá Laugardælum unnu góðan sigur í flokki unglinga hjá Herði og góðan farmiða á landsmót. Sigurbjörn Bárðarson segir gott að leita til Loga Laxdal þegar mikið ligg- ur við og það sannaðist vel þegar sá síðarnefndi reið Óskari frá Litladal til sigurs í A-flokki hjá Fáki en Sigurbjörn varð játa sig sigraðan á Kolskeggi frá Oddhóli. Úrtökur fyrir landsmótið standa sem hæst þessa dagana. Allt virðist stefna í jafna keppni þótt ekki hafi neinar stórstjörnur skorið sig úr. Hæsta hryssan í sláturhús að loknum dómi HÆSTA hryssa sem komið hefur til dóms var sýnd á Gaddstaðaflötum á dögunum og mældist hún 149 senti- metrar á stöng sem þýðir 157 senti- metrar á bandmál. Taldi Ágúst Sig- urðsson hrossaræktarráðunautur nokkuð víst að aldrei hafi hærri hryssa mætt til dóms. Sú sem hér um ræðir hét Áróra og var frá Feti og hér er skrifað í þátíð því hún mun ekki lengur á meðal vor. Þótt hér færi feiknamyndarleg hryssa góðum hæfileikum búin var sá galli á gjöf Njarðar að geðslagið var fyrir neðan allar hellur enda fékk hún 6,5 fyrir vilja og geðslag en í skýringum með einkunninni stóð kaldlyndi, við- kvæmni, óþjálni. Ræktandinn, Brynjar Vilmundarson, sagði hana hreinlega geðbilaða og var hann bú- inn að panta pláss í sláturhúsi áður en húskarl hans Ævar Örn Guð- jónsson hafði lokið sýningu hryss- unnar. Endir sýningarinnar var nokkuð táknrænn því Áróra kvaddi dómara og sýningarbrautina með því að strunsa í gegnum nærliggj- andi grindverk. Þar með hafði hún kveðið upp sinn eigin dóm. Brynjar kveðst alltaf hafa vitað af því að hún yrði hálfrugluð. Tók hann eftir því strax á folaldsvetri að hún vildi ekki þýðast manninn en hann hefur það fyrir sið að binda folöldin nokkrar vikur til að kynnast þeirra andlega atgervi. „Þetta var réttur dómur. Áróra var helvíti myndarleg og gat mikið þegar sá gállinn var á henni en staðreyndin var bara sú að hún var geðsjúk og það er lífsins ómögulegt að eiga við svona hross og hvers vegna skyldi maður reyna að selja hross sem maður getur ekki hugsað sér að eiga sjálfur?“ sagði stórræktandinn Brynjar á Feti og bætti við að til væru nokkur alsystk- in hennar og hálfsystkin sem væru öndvegishross með gott geðslag. Nýjung í úr- slitum barna EINN þáttur í úrslitakeppni barna er að hleypa á hratt stökk. Er það framkvæmt þannig að hver kepp- andi fer einn síns liðs meðan hinir bíða á mótum skammhliðar og langhliðar þar sem sá er hleypir endar sprettinn. Á móti Harðar um helgina varð fyrir einhverja til- viljun til ný útfærsla. Upphafið var að forráðamenn barnanna létu þau stilla sér upp á miðri langhlið og síðan var þeim leyft að hleypa upp á þá hendi sem þeim þótti henta hverjum hesti og knapa því vel þekkt er að hestar eru oft betri upp á aðra höndina en hina. Þulur sem einnig var mótsstjóri sagðist ekki vita hvort hér væri um löglega útfærslu að ræða og dóm- arar gerðu ekki athugasemd en all- ir voru ánægðir með þessa skipan mála og töldu að hér væri komin góð hugmynd að betri útfærslu á þessum þætti úrslita barna. Hleypt undir í gæðingakeppni FRÓÐLEGT er oft að sjá hvernig menn nýta sér kringumstæður til að hjálpa til í harðri keppni. Á ónefndu hestamóti þar sem gæðingur var tekinn til skeiðs í keppni A-flokks gæðinga hagaði þannig til að reið- vegur er samhliða nokkrum metr- um frá skeiðbrautinni en nokkrum metrum lægri en sjálf brautin. Um leið og gæðingnum var hleypt af stað var hjálparknapi og hestur staðsettir á reiðveginum og hleyptu þeir með alla brautina á enda í þeim tilgangi að örva gæðinginn enn frekar á sprettinum og ná þar með hugsanlega hærri einkunn. Að sjálfsögðu er bannað að hleypa undir eins og það er kallað þegar gæðingar eru sýndir í gæð- ingakeppni en spurning er hvort þetta sleppi og sé í lagi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.