Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ENDURKJÖRINN FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson var end- urkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára í kosningum sem fram fóru á laugardag. Hann hlaut 90.662 atkvæði, eða 85,6% gildra atkvæða. Alls skiluðu 20,7% þeirra sem mættu á kjörstað auðu atkvæði. Mótfram- bjóðendur Ólafs hlutu mun minna fylgi, Baldur Ágústsson hlaut 12,3% gildra atkvæða og Ástþór Magn- ússon 1,9%. Á kjörskrá voru 213.553 manns. Alls voru 27.627 auð atkvæði. Aldrei fyrr hafa svo mörg auð at- kvæði verið talin í kosningum á Ís- landi. Forystumenn stjórn- málaflokkanna túlka niðurstöðu kosninganna á ólíkan hátt. Samstaða á fundi NATO Davíð Oddsson forsætisráðherra segir leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins sem hefst í Istanbúl í dag mjög þýðingarmikinn. For- sætisráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra sitja fundinn fyrir Íslands hönd. Davíð segir að spenna hafi verið innan NATO en að nú sé að skapast samstaða og sátt um aðgerðir gagnvart Saddam Hussein í Írak. „Nú virðist vera að skapast heilmikil samstaða og sátt um að þær aðgerðir þurfi ekki leng- ur að ræða í sjálfu sér,“ segir hann. Óeining sauðfjárbænda Formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda, Jóhannes Sigfússon, seg- ir að búvörusamningurinn valdi því m.a. að það ekki sé eining meðal sauðfjárbænda. Segir hann þá komna í tvær fylkingar. Um fimmtíu fulltrúar sitja aðalfund Lands- samtaka sauðfjárbænda sem hófst í gær. Stendur hann yfir í tvo daga. Kosið í Kanada Þingkosningar fara fram í Kanada í dag og benda skoðanakannanir til þess, að Frjálslyndi flokkurinn, sem verið hefur við völd í tíu ár, muni missa þingmeirihluta sinn. Líklegast er talið að enginn flokkur nái meiri- hluta og að minnihlutastjórn verði mynduð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 24/27 Viðskipti 13 Hestar 28 Erlent 14/15 Dagbók 30/31 Minnstaður 16/17 Listir 32/33 Daglegt líf 18 Fólk 34/37 Umræðan 19/23 Bíó 34/37 Bréf 23 Ljósvakar 38 Forystugrein 20 Veður 39 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Esso-mótsblað- ið“. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnar- fulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkj- ustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að leið- togafundur Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Istanbúl í dag sé mjög þýðingarmikill. Forsætis- ráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sitja fundinn fyrir Íslands hönd. Heilmikil samstaða virðist vera að skapast „Þetta er mjög áhugaverður leiðtogafundur NATO fyrir margra hluta sakir. Bandalagið hef- ur verið stækkað og fleiri þjóðir eru að koma inn með formlegum hætti. Í annan stað hefur verið spenna innan Atlantshafsbandalagsins. Þótt flestar þjóðir bandalagsins hafi stutt aðgerðir gagnvart Saddam Hussein og í Írak voru all- margar og stórar þjóðir í andstöðu við þær að- gerðir. Nú virðist vera að skapast heilmikil sam- staða og sátt um að þessar aðgerðir þurfi ekki lengur að ræða í sjálfu sér. Nú sé verkefnið að tryggja þá lýðræðisþróun, sem innrásin var for- senda fyrir að gæti skapast, þ.e. að koma Sadd- am Hussein frá. Komin er beiðni frá forsætisráð- herra Íraks um aðstoð Atlantshafsbandalagsins og ég tel víst að bandalagið taki vel í þá beiðni, að minnsta kosti að verulegum hluta til,“ segir Davíð. Forsætisráðherra segir líka margt benda til þess að það sé að verða meiri sátt á milli Banda- ríkjamanna og Evrópumanna. – Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda til þessarar beiðni forsætisráðherra Íraks? „Við teljum að það sé sjálfsagt og eðlilegt að Atlantshafsbandalagið taki jákvætt í beiðni af þessu tagi. Við höfum lagt okkar af mörkum til að mynda í Afganistan, m.a.s. þannig að það er til þess tekið að lítil þjóð eins og okkar hafi lagt það mikið af mörkum og tekið að sér jafnerfið verk- efni og við höfum gert í Kabúl og áður í Pristina.“ Nýr þáttur hafinn í samstarfinu Halldór Ásgrímsson sótti í gær fund varn- armálaráðherra NATO. Hann segir að á þeim fundi hafi fyrst og fremst verið rætt um end- urskipulagningu heraflans, og einnig um hvernig hraðlið Atlantshafsbandalagsins gæti tryggt að kosningar í Afganistan gætu farið vel fram. Halldór segir að á leiðtogafundinum í Istanbúl verði lögð mikil áhersla á að ná niðurstöðu um að veita Afganistan nægilega hjálp. „Það verður fundur með Karsai, forseta Afganistans, á þriðju- daginn og bandalagið verður að geta svarað fyrir um það hvernig það hyggst tryggja að kosning- arnar geti farið fram með eðlilegum hætti. Síðan verður fjallað um málefni Íraks, og það er komin samstaða um að Atlantshafsbandalagið taki þátt í þjálfun hersins og lögreglunnar, og það má segja að þar með sé hafinn nýr þáttur í samstarfinu um Írak. Með þessu hafa allar bandalagsþjóðirnar samþykkt að standa að þess- um málum, á grundvelli samþykktar Sameinuðu þjóðanna, og þeirri staðreynd að Írakar eru sjálf- ir að taka við sínum málum. Mér finnst að menn séu núna hættir að tala mikið um fortíðina og líti til framtíðar og það er mikilvægt að líta fyrst og fremst til hennar,“ segir Halldór. Framkvæmdastjóri NATO minnti á Ísland á fundi með Bush „Ég átti stutt samtal við framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins fyrir fundinn, og hann var þá nýkominn af tvíhliða fundi með Bush for- seta. Við áttum við hann mjög gagnlegar við- ræður á Íslandi um daginn, og ég veit að hann minnti á Ísland á þessum fundi, sem ég tel að hafi verið mjög mikilvægt, og við erum honum þakklátir fyrir,“ sagði utanríkisráðherra. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sitja leiðtogafund NATO í Istanbúl Mikil samstaða virðist vera að skapast um Írak SAMBAND ungra framsóknar- manna samþykkti á landsfundi sín- um um helgina ályktun um að hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Í ályktuninni segir m.a. að þótt EES-samningurinn hafi í meginat- riðum nýst íslenskum hagsmunum vel og leitt til mikilla hagsbóta í þágu einstaklinga og fyrirtækja hafi hann ekki þróast nægilega í takt við þær breytingar sem orðið hafa á sam- starfi Evrópuríkja á þessu tímabili. Svo segir í ályktuninni: „Því telur þing SUF að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja nú þeg- ar vinnu við samningsmarkmið með aðild að ESB í huga […]. Huga þarf sérstaklega að hagsmunum Íslend- inga í landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum.“ Jafnframt segir að án við- unandi niðurstöðu úr samnings- viðræðum leggist SUF alfarið gegn inngöngu í ESB. Áherslubreyting Matthías Imsland, formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að ályktunin sé ákveðin áherslubreyting og orða- lag hennar mun skýrara en fyrri ályktanir sambandsins um Evrópu- mál. „Fyrri ályktanir SUF hafa kveðið á um að hefja eigi undirbúnings- vinnu um samningsmarkmið Íslands en ekki að hefja eigi aðildarviðræð- ur.“ Samband ungra framsóknarmanna Vill hefja viðræð- ur um ESB-aðild SUMARHÁTÍÐ færeyskra daga fór fram í Ólafsvík um helgina, í sjötta sinn. Var dag- skráin með fjölbreyttu sniði að venju, jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Mikil áhersla var lögð á að kynna menningu Færeyja, eins og nafn dag- anna ber með sér. Gestir gátu til að mynda bragðað á skerpukjöti, frikadellum og rast- kjöti. Helga Braga var meðal gesta og sýndi maga- dans, Örvar Kjartansson spilaði á harmonikku og Maggi mjói úr Latabæ skemmti yngstu kyn- slóðinni. Þá spilaði Klakabandið á bryggjuballi og í félagsheimilinu Klifi fór fram dansleikur með færeysku hljómsveitinni Róbert og fé- lögum. Morgunblaðið/Alfons Vel heppnaðir færeyskir dagar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.