Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Ragnar Grímsson var
endurkjörinn forseti Íslands í
kosningum á laugardag. Nið-
urstöður kosninganna urðu, að
Ólafur hlaut 90.662 atkvæði, eða
85,6% gildra atkvæða. Sé miðað
við öll atkvæði sem komu í kjör-
kassana, jafnt þau sem frambjóð-
endurnir þrír fengu sem og auð og
ógild atkvæði, fékk Ólafur Ragnar
67,5% þeirra atkvæða. Baldur
Ágústsson fékk alls 13.250 at-
kvæði, eða 12,9% greiddra at-
kvæða, og Ástþór Magnússon fékk
2001 atkvæði, eða 1,9% greiddra
atkvæða. Sé fylgi við þá skoðað út
frá samanlögðum seðlum sem
komu í kjörkassa hlaut Baldur
Ágústsson 9,9% atkvæða í kjör-
kassa og Ástþór Magnússon 1,5%
atkvæða í kjörkassa.
Fylgi forsetans 42,5% af öll-
um kjósendum á kjörskrá
Framkvæmd kosninganna gekk
vel fyrir sig, og var talningu víð-
ast hvar lokið um miðja aðfaranótt
sunnudags. Síðustu tölur komu frá
Norðvesturkjördæmi um hálfsjö á
sunnudagsmorgun.
Kosningaþátttaka var sú
minnsta í sögu lýðveldisins, eða
62,9%. Alls greiddu 134.374 ein-
staklingar atkvæði, en á kjörskrá
voru 213.553 manns. Miðað við
heildarfjölda á kjörskrá hlaut
Ólafur Ragnar stuðning 42,5% at-
kvæðisbærs fólks á landinu.
Kjörsókn var mest í Norðaust-
urkjördæmi, eða 65,2%, en minnst
í Reykjavíkurkjördæmi norður,
eða 61,3%. Til samanburðar má
rifja upp, að þegar Sigrún Þor-
steinsdóttir bauð sig fram gegn
Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988
var 72,8% þátttaka í kosningunum.
27.627 auðir seðlar
Alls voru auðir seðlar 27.627,
eða 20,7% atkvæða sem komu í
kjörkassa. Ógild atkvæði töldust
834 alls. Það eru fleiri auðir seðlar
en áður hafa sést í íslenskum
kosningum, en áður höfðu þau
flest orðið 2.123 í forsetakosn-
ingum 1988. Í forsetakosningunum
1952 voru hlutfallslega flest auð
atkvæði þar til nú, eða 2,8%.
Flestir skiluðu auðu atkvæði í
Reykjavíkurkjördæmunum tveim-
ur, eða 24,8% í suðurkjördæminu
og 24,2% í norðurkjördæminu.
Fæstir skiluðu auðu í Norðvest-
urkjördæmi og Norðaust-
urkjördæmi, eða 14% í hvoru fyrir
sig.
Ólafur Ragnar hlaut
hlutfallslega mest fylgi
í Norðvesturkjördæmi
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut
mest fylgi í Norðvesturkjördæmi,
eða 75,2% greiddra atkvæða.
Hann hlaut minnst fylgi í suður-
kjördæmi Reykjavíkur, eða 63,3%.
Baldur Ágústsson átti mestu fylgi
að fagna í Suðurkjördæmi, og fékk
þar 12,2% greiddra atkvæða.
Hann fékk fæst atkvæði í Norð-
vesturkjördæmi, eða 9,2%
greiddra atkvæða. Ástþór Magn-
ússon fékk flest greidd atkvæði í
norðurkjördæmi Reykjavíkur, eða
1,9%. Fylgi hans fór lægst í 1,0%
greiddra atkvæða í Norðvest-
urkjördæmi.
Ólafur Ragnar Grímsson
endurkjörinn forseti Íslands
Forsetinn hlaut
85,6% gildra at-
kvæða og 67,5%
greiddra at-
kvæða. 20,7%
skiluðu inn auðu
atkvæði
! +,-
%"
!%#%
#(!((%
'!#*(
'!&$&
!
"
*)#
!*')
#'!'(#
'!("(
'!$ (
!
"
*$(
$!"'#
"!%()
)!"#&
$ !"&%
# "!
#$*
#! *#
#"!#*$
#!&()
#$!*&'
%"!
#&(
#!) %
#$!$#"
!'"#
#(!&$$
%"
%"
!#*"
# !#)%
$!""&
#(!%)*
# "
!""#
#$! %"
&"!''
)!*'#
#$*!$(*
#&'(&#)
&%*+,&(
!""#
#$! %"
&"!''
#"%!&#$
(!' (
)$*
#$*!$(*
- .
!"
- .
!" . - .
!"
/
)01
!
.
GILD atkvæði miðast við að viðkomandi hafi greitt ein-
hverjum þeirra sem í framboði er atkvæði sitt, sam-
kvæmt núgildandi kosningalögum. Af þeim sökum telst
autt atkvæði ógilt, þar sem engum hefur verið greitt
atkvæðið.
„Önnur atriði sem geta ógilt atkvæðið er að greiða
fleiri en einum atkvæði sitt eða auðkenna hann sér-
staklega á einhvern hátt,“ sagði Þórunn Guðmunds-
dóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík-
urkjördæmi norður, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Nokkrir greiddu öðrum en þeim sem í framboði voru
atkvæði sitt, að sögn Þórunnar. „Í mínu kjördæmi fékk
Dorrit Moussaieff tvö atkvæði, Friðrik krónprins sömu-
leiðis, og Margrét Danadrottning fékk eitt atkvæði.
Það töldust því ógild atkvæði,“ sagði Þórunn enn-
fremur.
Autt atkvæði ógilt samkvæmt kosningalögum
„Munurinn núna var einungis sá, að
auðu seðlarnir voru taldir jafnóðum
og gefnar upp tölur jafnóðum með
öðrum tölum eftir lok kjörfundar.
Auðir seðlar hafa hingað til verið það
fáir að ekki hefur þótt ástæða til að
telja þá sérstaklega fyrr en í lokin,“
sagði Jón í samtali við Morgunblaðið.
Segir auð atkvæði fela í sér
ákveðna yfirlýsingu
Að mati Þórunnar Guðmunds-
dóttur eru það mistök að flokka auð
atkvæði með ógildum, eins og kosn-
ingalög gera ráð fyrir.
„Atkvæði getur verið ógilt vegna
mistaka kjósanda eða vísvitandi
ógildingar hans. Auð atkvæði fela
hins vegar í sér ákveðna yfirlýsingu,“
sagði Þórunn ennfremur.
Hún segir þá ákvörðun hafa verið
tekna af formönnum fjögurra yf-
irkjörstjórna að segja jafnóðum
fjölda auðra atkvæða, sérstaklega
vegna áhuga fjölmiðla og umræðu í
þjóðfélaginu fyrir kosningar í kjölfar
skoðanakannana. „Það vissu allir
hvernig þessar kosningar myndu
fara, en það var helst spenna í þjóð-
félaginu yfir hve mörg atkvæði yrðu
auð. Þess vegna tókum við þá ákvörð-
un að auðu atkvæðin yrðu talin til
þess að hægt væri að tilgreina fjölda
þeirra strax með fyrstu tölum,“ út-
skýrir Þórunn.
JÓN G. Tómasson hæstarétt-
arlögmaður, sem var árin 1978–1995
formaður yfirkjörstjórnar í Reykja-
vík, segist ávallt hafa lesið upp ann-
ars vegar fjölda ógildra atkvæða og
hins vegar fjölda auðra atkvæða með
lokatölum alþingis- og forsetakosn-
inga úr Reykjavíkurkjördæmi.
Las ávallt upp
fjölda auðra atkvæða
með lokatölum
Morgunblaðið/Þorkell
Kjósendur skila inn atkvæði sínu í Álftanesskóla.
203
200/
/0 1!2
!3
*!*
*$!%()
')!$("
*)!)'$
#'%! $$
#!*'&
'$
#'(!$$*
200/
4
4
.
/0 5!+6
7
84
!3
%!%&&
*#!(""
#)!#$&
*$!'##
# &!"*&
$%%
#&#
# &!%&%
205
4
4
/0 7
!"
#
$"
/0
%"
#
&"
9 5
!3
$ !& *
$#!"*%
*! %%
')! *
#!&*"
)$
("!**(
203
64 9
' ("
#
&"
193:93 +6
!3
'(!%**
$%!* )
#" !&(
'('
*
#"$!)&"
20/5
64
193
)"
#
'"
.
7
84
!3
'!(#
##(! &
# *!""*
!# $
*")
# '!%$%
2055
64
$ )"
#
!"7
Morgunblaðið/Eggert
Kjósendur gera grein fyrir sér áður en gengið er til kjörklefa.