Morgunblaðið - 28.06.2004, Qupperneq 12
FORSETAKOSNINGAR
12 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, telur
niðurstöður forsetakosninganna
nokkuð góðan sigur fyrir Ólaf
Ragnar Grímsson, forseta Íslands,
ef litið sé til kjörs fyrri forseta Ís-
lands.
Fjöldi auðra atkvæða kemur hon-
um nokkuð á óvart í ljósi fyrri
kosninga. „En miðað við að það sé
hálfgert skuggaframboð, eða látið í
ljós fyrirfram að það sé litið á það
sem sérstaka afstöðu að taka ekki
afstöðu, þá er kannski ekkert óeðli-
legt við þetta. Það voru pólitískar
deilur, og forysta Sjálfstæðisflokks-
ins var ósátt við verk Ólafs Ragnars
í sambandi við fjölmiðlamálið. Á
forsíðu Morgunblaðsins á kjördag
var beinlínis látið í ljós að menn
gætu sýnt afstöðu sína með þeim
hætti að sérstaklega yrði birt tala
auðra seðla. Það er nýmæli í okkar
kosningum að velta sérstaklega fyr-
ir sér þeim sem ekki taka afstöðu.
Ég tel að við eig-
um að byggja á
þeim sem taka
afstöðu,“ sagði
Guðjón Arnar í
samtali við
Morgunblaðið í
gærdag.
„Það er yf-
irleitt þannig, að
þjóðin hefur sætt sig við sinn for-
seta, hvort sem hún styður hann
eða ekki, og ég tel að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar styðji Ólaf Ragn-
ar. Kosningaþátttakan var frekar
lítil, og það er spurning hvort tíma-
setning kosninganna í endaðan júní
hentar vel í nútímaþjóðfélagi,“
sagði Guðjón ennfremur.
Guðjón Arnar Kristjánsson telur
að Ólafur Ragnar Grímsson geti vel
við unað og óskar honum velfarn-
aðar í starfi. „Þegar kosningar eru
afstaðnar þá vinna menn út frá
því,“ segir hann að lokum.
Guðjón Arnar Kristjánsson segir mikinn meirihluta
þjóðarinnar styðja Ólaf Ragnar í embætti forseta Íslands
Byggja á þeim sem afstöðu
taka í kosningunum
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
formaður Vinstri-grænna, telur út-
komu kosninganna nokkuð góða
fyrir sitjandi forseta, og hann geti
í raun vel við unað í ljósi að-
stæðna. „Ég vil óska honum til
hamingju með tiltölulega glæsi-
legan árangur. Auðir seðlar vekja
vissulega nokkra athygli, en orðið
ljóst að það mátti við því búast.
Það vottaði fyrir því að verið væri
að stýra málum í þann farveg, að
óánægju yrði lýst með þessum
hætti. Ef menn líta svo á, sem ég
tel ekki sjálfgefið, að auðir seðlar
þýði óánægju með embættis-
færslur Ólafs og þá ákvörðun hans
að beita málskotsréttinum, þá má
gagnálykta af því að ef það eru þá
ekki fleiri en 20% sem eru
óánægðir með það, þá er það
sterk útkoma fyrir Ólaf,“ sagði
Steingrímur í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag.
Vonar að óróleika linni
„Það að hann sé með hátt í 90%
atkvæða þeirra sem afstöðu taka,
og fulla tvo þriðju af öllum greidd-
um atkvæðum, tel ég vera mjög
trausta útkomu fyrir hann. Þjóðin
hefur endurkosið
hann með afger-
andi trausti. Ég
tel að öllum beri
skylda til að
horfast í augu
við það og virða
það. Ég vona að
þeim óróleika
sem verið hefur
í kringum embættið undanfarnar
vikur og andróðri gegn því og for-
setanum linni, nú þegar þjóðin
hefur fellt sinn dóm,“ sagði Stein-
grímur ennfremur.
Steingrímur segir það alltaf
vonbrigði að sjá kosningaþátttöku
á niðurleið, en það sé samt sem
áður ekki það mikið fall þegar að-
stæður séu hafðar í huga og al-
menn tilhneiging í þessa átt. „Það
má telja gott að hátt í tveir þriðju
atkvæðisbærs fólks komi á kjör-
stað í kosningum sem úrslit virt-
ust nokkuð ljós í, en svo má líka
ætla að sú tilhneiging sem var
uppi hjá ýmsum til að ýta undir að
fólk skilaði auðu hafi jafnvel líka
átt sinn þátt í að minnka þátt-
töku,“ sagði Steingrímur að lok-
um.
Steingrímur J. Sigfússon segist vona að óróleika
um forsetaembættið og andróðri gegn því linni
Þjóðin endurkaus forset-
ann með afgerandi trausti
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, telur úrslit
kosninganna prýðilega niðurstöðu
fyrir forsetann í ljósi kring-
umstæðna. „Ég tel að forsetinn hafi
mjög traust umboð, að þessum kosn-
ingum loknum, til þess að halda
áfram á þeirri braut sem hann hefur
verið að þróa forsetaembættið,“
sagði Össur í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag.
„Forsetinn tók umdeildustu
ákvörðun sem nokkur forseti lýð-
veldisins hefur tekið, skömmu fyrir
kosningar. Ákvörðunin var harðlega
gagnrýnd af sterkum pólitískum öfl-
um. Þar að auki má segja, að forset-
inn hafi setið undir linnulitlum árás-
um af hálfu forsætisráðherra
mánuðum saman,“ sagði Össur enn-
fremur.
Afgerandi niðurstaða
Össur segir ljóst að sterk öfl hafi
hvatt fólk til að skila auðu atkvæði.
Þar hafi verið beitt aðferðum sem
ekki hafi sést
lengi í íslenskri
þjóðmála-
umræðu. „Í raun
þykir mér það
merkilegt, miðað
við allt það afl
sem var sett í að
reyna að fá fólk
til að skila auðu,
að einungis skuli fimmtungur
greiddra atkvæða hafa verið auður.
Ég tel, að þessi afgerandi nið-
urstaða, þar sem forsetinn stóðst
það áhlaup sem að honum var beint
af forystu Sjálfstæðisflokksins og
þeim öflum sem hana studdu, sýni að
forsetinn hefur alla burði til að
gegna þessu embætti áfram af þrótti
og virðuleika. Ég tel einnig, að þeir
sem tóku þátt í þessum langvarandi
upphlaupum gegn honum ættu nú að
sjá sóma sinn í því, að taka upp aðra
háttsemi og viðurkenna það, að for-
setinn nýtur stuðnings stórs hluta
þjóðarinnar,“ sagði Össur.
Össur Skarphéðinsson segir sterk öfl
hafa hvatt fólk að skila auðu
Forseti stóðst það áhlaup
sem að honum var beint
ARNAR Halldórsson efna-
fræðingur hefur varið dokt-
orsritgerð sína „Lipase Sel-
ectivity in Lipid Modification“
(Sérvirkni lí-
pasa í efna-
smíðum á fitu-
efnum) við
Háskóla Ís-
lands. Dokt-
orsvörnin fór
fram 8. nóv-
ember 2003.
Leiðbeinandi
við dokt-
orsverkefnið var Guðmundur
G. Haraldsson, prófessor í
efnafræði við Háskóla Íslands.
Andmælendur voru Patrick
Adlercreutz, prófessor frá
Lund Universitet í Svíþjóð, og
Frank D. Gunstone, prófessor
emeritus við St. Andrews Uni-
versity í Skotlandi.
Um efni ritgerðar:
Í hnotskurn gekk rannsókn-
arverkefnið út á efnasmíðar á
margvíslegum fituefnum með
háu hlutfalli ómega-3 fjöl-
ómettaðra fitusýra, þar sem
bæði hefðbundnum aðferðum
lífrænna efnasmíða og ens-
ímum var beitt. Arnar hefur
haldið fjölmörg erindi um nið-
urstöður rannsóknanna á al-
þjóðlegum ráðstefnum og við
erlenda háskóla og rannsókn-
arstofnanir. Rannsóknirnar
voru fjármagnaðar að hluta til
af Rannsóknarsjóði Háskóla
Íslands en að mestu leyti af
Norsk Hydro í Noregi og dótt-
urfyrirtæki þess Pronova Bio-
care. Hluti af rannsóknarnið-
urstöðunum hefur verið
hagnýttur af fyrirtækjunum og
er Arnar aðili að alþjóðlegri
einkaleyfisumsókn og hefur
tekið virkan þátt í að yfirfæra
hluta niðurstaðnanna á iðn-
aðarstig. Þetta er fyrsta út-
skriftin úr skipulögðu dokt-
orsnámi í efnafræði við
Háskóla Íslands. Arnar starfar
nú sem sérfræðingur á efna-
fræðistofu Raunvísindastofn-
unar og hjá Pronova Biocare í
Noregi við að yfirfæra nið-
urstöður úr rannsóknarverk-
efninu yfir á iðnaðarstig. Rit-
gerð Arnars er byggð á sjö
greinum sem hafa verið birtar
eða samþykktar til birtingar í
alþjóðlegum ritrýndum vís-
indatímaritum.
Í doktorsnefnd sátu Guð-
mundur G. Haraldsson, pró-
fessor við Háskóla Íslands,
Kristín Ingólfsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands, og Jón
K.F. Geirsson, prófessor við
Háskóla Íslands.
Arnar hefur hlotið alþjóðleg
verðlaun og viðurkenningar
fyrir rannsóknir sínar, m.a. á
alþjóðlegri ráðstefnu AOCS-
samtakanna (American Oil
Chemists Society) sem haldin
var í Montreal í maí 2002.
Hlaut Arnar þrenn verðlaun:
AOCS Honored Student Aw-
ard, Frank C. Naughton Aw-
ard og Biotechnology Student
Excellence Award (1st Place
Winner). Arnar hlaut einnig
viðurkenningu Lipidforum-
samtakanna (Nordic forum for
Science and Technology of Lip-
ids) í Bergen árið 2001 fyrir
rannsóknir sínar á fitusýrusér-
virkni í laxfiskum.
Arnar Halldórsson (f. 1974)
varð stúdent frá Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ 1994 og
lauk BS-prófi í lífefnafræði frá
Háskóla Íslands 1997. Hann
hefur unnið að rannsóknum í
lífrænni efnafræði á Raunvís-
indastofnun Háskólans frá
árinu 1997. Foreldrar Arnars
eru Elísabet Þórólfsdóttir og
Halldór M. Sigurgeirsson.
Maki er Arnheiður Klausen
Gísladóttir viðskiptafræðingur.
Doktor í
efnafræði
REISULEGUR bær með tveimur
burstum hefur verið reistur á Mán-
árbakka á Tjörnesi og er honum
ætlað að hýsa hluta minjasafnsins
sem hefur verið starfrækt um ára-
bil og er sífellt að stækka. Bær
þessi hefur verið nefndur Lækj-
arbakki og eru þá safnhúsin orðin
tvö.
Það eru hjónin Aðalgeir Egilsson
og Elísabet Bjarnadóttir sem eiga
veg og vanda að stofnun þessa
safns, en fyrst var það einkasafn
inni í íbúðarhúsi og óx þar hröðum
skrefum. Þá var það fyrir nokkrum
árum að Minjasafnið á Mánárbakka
var stofnað formlega með flutningi
gamals húss frá Húsavík á staðinn
og geymir það nú ótrúlegan fjölda
gamalla hluta m.a. einstaka muni
allt frá landnámsöld.
Lifandi heimili
Segja má að aðstaðan í Þórs-
hamri hafi vakið athygli fyrir að
vera sett upp sem lifandi heimili
þar sem inni er ótrúlegur fjöldi
hluta sem tilheyra liðnum tíma
bæði hvað varðar heimilishald, bú-
skaparhætti í hefðbundum land-
búnaði og óteljandi þætti er tengd-
ust daglegu lífi fólks. Reyndar eru
þarna mörg smáhlutasöfn og allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Að undanförnu hafa ábúendur á
Mánárbakka átt annríkt við að
leggja síðustu hönd á Lækjarbakka
og hafa tveir ungir menn, þeir Ingi-
mar F. Jóhannsson og Ingvar Sig-
urðsson, lagt verkefninu lið og unn-
ið við smíðar og annan frágang.
Síðastliðinn sunnudag var verið að
leggja lokahönd á húsið að utan og
var það nokkurs konar opn-
unardagur. Vindskeiðarnar voru
þá settar upp, borið á stafnana
o.m.fl.
Það var Aðalgeir sjálfur sem
smíðaði vindskeiðarnar og er
skrautið á þeim gert eftir ævagam-
alli skrautfjöl sem er geymd í Þórs-
hamri og var síðast notuð sem
árefti á fjárhúsþaki í Holtseli í
Eyjafirði fyrir meira en hálfri öld
síðan, en eitthvað annað löngu þar
á undan.
Draumurinn að setja upp
kirkju á Mánárbakka
Á Lækjarbakka hefur stofan ver-
ið máluð og í eldhúsinu er búið að
setja upp innréttingu. Þá eru komn-
ir inn margir heimilismunir frá
fornum tíma og auðvitað mynd af
Jóni Sigurðssyni forseta. Baðstofan
á efri hæð annarrar burstarinnar
verður kláruð síðar.
Gluggarnir eru heimasmíðaðir
nema einn sem er gamall gluggi úr
Reykholtskirkju í Borgarfirði. Sá
gluggi setur mikinn svip á húsið, en
reyndar er það draumur Aðalgeirs
að eignast kirkju og setja hana upp
á Mánárbakka og hver veit nema að
það rætist einhvern daginn. Þá ætl-
ar hann sér að koma upp þriðju
burstinni á Lækjarbakka.
Á þessum skemmtilega opn-
unardegi buðu þau hjón Aðalgeir
og Elísabet gestum upp á tertu og
kaffi í nýmálaðri stofunni í þessum
nýja bæ og vel þess virði var að setj-
ast niður og finna andblæ liðinna
ára í notalegu umhverfi.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Aðalgeir við kirkjuglugga úr Reykholtskirkju. Skírnarfontur í forgrunni.
Börnin á Mánárbakka kunna vel að meta hestakerruna við safnið. Máni
Snær og Sunna Mjöll Bjarnabörn, en Sigríður var ein af gestum dagsins.
Minjasafnið á
Mánárbakka
stækkar við sig
Laxamýri. Morgunblaðið.
FRÉTTIR