Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 13
Barmmerki við öll tækifæri
Fyrir fundi, ráðstefnur og ættarmót
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á
flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið.
Snúrur í
hangandi merki
Vörunr. 1033
Vörunr. 1020 K
Vörunr. 1025 K
Vörunr. 1018 K
Hægt er að velja á milli
þess að hafa snúru,
hangandi klemmu eða
klemmu og nælu
á baki bammerkis.
Prentum á barmmerkin ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali.
Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir.
Stærðir á barmmerkjum.
Vörunúmer hæð* breydd
1018 K 3,5 7,5 cm
1020 K 4,5 7,5 cm
1025 K 6 9,5 cm
1033 6,5 9,5 cm
560 6000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
49
06
0
6/
20
04
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
49
06
0
6/
20
04
Landsbanki Íslands hf.
Skráningaryfirlýsing - júní 2004
Skráningarlýsingin er gefin út vegna tveggja hlutafjárhækkana sem átt hafa sér stað
í Landsbanka Íslands hf.
Hlutafé Landsbankans var hækkað um 654.296.379 krónur að nafnverði þann 28. ágúst
2003 og var hækkunin skráð í Kauphöll Íslands hf. þann 5. september 2003. Þann 12.
mars 2004 var hlutafé hækkað um 600.000.000 krónur að nafnverði og var hið nýja
hlutafé skráð í Kauphöll Íslands hf. þann 23. mars 2004.
Þar sem hlutafé Landsbankans hefur verið hækkað samtals um meira en sem nemur
10% af heildarhlutafé á síðastliðnum 12 mánuðum ber bankanum að gefa út
skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. a-lið 3. tl. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999.
Allt útgefið hlutafé Landsbankans er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands undir
auðkenninu LAIS.
Skráningarlýsing liggur frammi hjá Landsbankanum, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155
Reykjavík, sími 560-6000. Einnig má nálgast skráningarlýsingu á vef Landsbankans
www.landsbanki.is
● ÞÖRF virðist á átaki til að ná
metnaðarfullum útgjaldamark-
miðum fjárlaga, að því er fram
kemur í nýútkomnum Hagvísum
Seðlabankans.
Þar segir að útgjöld ríkisins hafi
á fyrstu fjórum mánuðum ársins
vaxið um rúmlega
2% umfram verð-
lag, en í fjárlögum
fyrir árið 2004 hafi
verið stefnt að um
það bil 3% lækkun
útgjalda miðað við fjáraukalög fyrir
síðasta ár. Þessar hlutfallstölur
miðast við útgjöld með bókhalds-
leiðréttingum en án vaxta.
Ef aðeins er leiðrétt fyrir breyt-
ingum á bókun ríkisútgjalda og
vextir hafðir með hafa gjöldin
lækkað örlítið að raungildi. Meira
en öll lækkunin stafar af lækkun
vaxtagjalda, að því er segir í Hag-
vísum.
Í Morgunkorni greiningardeildar
Íslandsbanka segir að minna að-
hald í ríkisfjármálum en stefnt hafi
verið að í fjárlögum muni valda því
að aukinn þungi hagstjórnarinnar
muni hvíla á herðum Seðlabank-
ans og því muni þurfa að hækka
stýrivexti meira en ella.
Þörf á átaki
í ríkisútgjöldum
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VEFPÓSTÞJÓNUSTA Microsoft,
Hotmail, mun seinna í sumar ganga
í hóp þeirra vefpóstfyrirtækja sem
auka munu geymslupláss notenda.
Geymslupláss gjaldfrjálsrar þjón-
ustu verður 250 megabæt í stað 2
megabæta nú. Gegn greiðslu má
auka plássið í tvö gígabæti.
Blake Irving, varaforstjóri og yf-
irmaður netþjónustudeildar fyrirtæk-
isins, segir notendur hafa mun
meiri áhyggjur af ruslpósti og ör-
yggi tölvupósts en af geymsluplássi
og í næsta mánuði mun Microsoft
styrkja veiruvarnarþjónustu sína.
Þessar aðgerðir Hotmail eru svar
við svipuðum hækkunum á
geymsluplássi hjá öðrum, s.s.
Yahoo, í kjölfar frétta um að Google
ætli að bjóða upp á ókeypis vefpóst
undir heitinu Gmail. Þar á gjald-
frjálst geymslupláss að vera 1 gíga-
bæt. Munu notendur Gmail þó þurfa
að samþykkja að þeim verði birtar
auglýsingar sem valdar verða með
orðaleit í tölvupóstskeytum.
Meira geymslupláss
hjá Hotmail
FIMMTÁN milljónir manna fóru í gegnum gesta-
talningarkerfi Peocon í íslenzkum verzlunum,
verzlanamiðstöðvum og á fleiri opinberum stöðum
á síðasta ári. Það samsvarar því að 55-faldur fjöldi
Íslendinga hafi farið gegnum myndavélar og taln-
ingarnema fyrirtækisins á árinu en Peocon mælir
nú fólksflæði við um 100 innganga hjá 50 aðilum á
landinu.
„Þetta er mikil aukning í umsvifum hjá fyrirtæk-
inu,“ segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri
Peocon. „Fyrirtækið byrjaði að mæla fólksflæði í
verzlunum og verzlunarmiðstöðvum í október 2001
þegar Smáralind opnaði og við erum mjög ánægð
með það hvað íslenzk fyrirtæki og stofnanir virðast
móttækileg fyrir að nýta sér þessa tækni til að
betrumbæta reksturinn hjá sér.“
Einar segir að ýmsar upplýsingar megi vinna úr
gestatölunum og nefnir sem dæmi að síðastliðið
sumar hafi 40–60% fleiri gestir komið að jafnaði í
verzlanir á Íslandi á rigningardögum heldur en á
sólardögum.
Nýlega gengu Peocon og Norvik, eignarhalds-
félag Byko, frá samningi um uppsetningu á búnaði
til gestatalningar í Húsgagnahöllinni, Elko og fleiri
sérvöruverzlunum félagsins. Meðal annarra við-
skiptavina Peocon eru verzlanamiðstöðvarnar
Smáralind, Glæsibær og Húsgagnahöllin og verzl-
anakeðjurnar Hagar, Next, Skífan, BT, Office 1,
Sony Center, Noa Noa, Zara, Top Shop, Miss Sel-
fridge, Útilíf, Debenhams, Samkaup, Nettó, Krón-
an, Intersport, Bodum og Elko.
Einar segir að sífellt fleiri aðilar sem ekki séu í
verzlun vilji fá óháðan aðila til að mæla fyrir sig
flæði gesta um húsakynni sín. „Þetta eru þá staðir
þar sem almenningur er gestkomandi,“ segir Ein-
ar og nefnir íþrótta- og sýningarhallir eins og
Smárann í Kópavogi og Egilshöll sem noti kerfið,
söfn og menningarstofnanir, Perluna, Leifsstöð,
World Class heilsumiðstöð í Laugum, Upplýsinga-
miðstöð ferðamanna og nú síðast Nýorku en Peo-
con hefur gert ýtarlegar mælingar á flæði farþega í
strætisvögnum með sérstakri hliðsjón af því
hvernig vetnisstrætisvagnar koma út í samanburði
við aðra.
Upplýsingar á Netinu eða með MMS
Myndgreiningarbúnaðurinn frá Peocon skilar
nýjustu gestatölum á Netið á sólarhringsfresti þar
sem vinna má með þær á ýmsan hátt og keyra sam-
an við aðrar rekstrarupplýsingar.
Peocon notar bæði innrauða tækni og tölvusjón í
talningum sínum en tæknin er byggð á 18 ára
reynslu Vaka DNG af fiskatalningu. Peocon hefur
nýlokið hönnun á öryggiseftirlitskerfinu Peopro-
tector sem viðbót við talningarkerfið. „Það þýðir að
hægt verður að samnýta myndavélar, vélbúnað og
lagnir til að ná fram bæði flæðismælingum og ör-
yggisvöktun,“ segir Einar.
Peoprotector skynjar t.d. ef taska er skilin eftir í
flugstöð í meira en 10 mínútur, eða ef aðskota-
hlutur kemur í mynd sem á að vera auð að nóttu til.
Forritið stillir þá á upptöku og sendir mynd eða
myndskeið af atburðinum í stjórnstöð, eða á MMS-
formi í GSM-síma hjá næsta öryggisverði.
60% koma í verzlanir
á rigningardögum
Ýmsar upplýsingar að hafa
úr gestatalningarkerfi Peocon,
sem taldi 15 milljónir manna
á síðasta ári
Morgunblaðið/Ásdís
Verzlað í votviðri Fleiri skila sér í verzl-
anamiðstöðvar á rigningardögum en í sólskin-
inu, samkvæmt talningu Peocon.
IMG Gallup hefur fengið gæðavott-
un samkvæmt alþjóðlega gæða-
staðlinum ISO 9001. Gæðavottunin
tekur til allrar starfsemi IMG Gall-
up en unnið hefur verið að henni
síðastliðin þrjú ár. Mikið hagræði er
af gæðakerfi í fjölbreyttri starfsemi
IMG Gallup, að því er segir í til-
kynningu. „Það stuðlar að betri
þjónustu við viðskiptavini, áreið-
anlegri upplýsingum og betri vöru.“
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, afhenti IMG
Gallup viðurkenningu til staðfest-
ingar á gæðavottuninni og sagði vel
skilgreinda verkferla og notkun
gæðakerfa mikilvæga í skipulagi og
stjórnun nútímafyrirtækja. Í nú-
tímaviðskiptum geri menn sér grein
fyrir því að gæðastjórnun og inn-
leiðing vottaðra gæðakerfa sé fyrst
og fremst fjárfesting í framtíðinni.
Hafsteinn Már Einarsson, for-
stöðumaður Gallup, segir mark-
miðið með vottun vera margþætta.
Hún skili sér bæði til fyrirtækisins
og viðskiptavina en snúi einnig að
þeim fjölmörgu svarendum sem
IMG Gallup leitar til á hverju ári.
„Ávinningur fyrirtækisins liggur í
bættum vinnubrögðum, skýrum
vinnuferlum og rekjanleika í gegn-
um heildarferlið. Viðskipavinir
njóta ávinnings í formi áreið-
anlegra upplýsinga sem unnar eru
af sérmenntuðu og hæfu starfsfólki
með bestu aðferðarfræði sem völ er
á. Síðast en ekki síst njóta svar-
endur trúnaðar og réttrar með-
ferðar á persónuupplýsingum.“
Byggt er á gæðastaðlinum ISO
9001 og stöðlum Gallup Int-
ernational, sem IMG Gallup er aðili
að, en stefnt er að því að öll aðild-
arfyrirtæki Gallup International
verði komin með vottun á árinu. Út-
tekt á gæðakerfinu var í höndum
Vottunar hf., sem er í eigu hags-
munaaðila í iðnaði, sjávarútvegi,
verslun og þjónustu.
IMG Gallup fær
gæðavottun
Viðurkenning Valgerður Sverrisdóttir , iðnaðar- og viðskiptaráðherra, af-
henti Hafsteini Má Einarssyni, forstöðumanni IMG Gallup, viðurkenningu
til staðfestingar á gæðavottuninni. Vottun hf. gerði úttekt á gæðakerfinu.