Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 19

Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 19 ENN og aftur hafa atburðir í Írak, og vopnuð átök annars staðar í heim- inum, minnt okkur á að það er mann- leg virðing sem verður einna fyrst fyr- ir hnekki í stríði. Fjölmargir glæpir eru framdir gegn almennum borg- urum, veikum og slösuðum hermönn- um og þeim sem eru sviptir frelsi sínu í vopnuðum átökum um allan heim. Þetta á sér stað þrátt fyrir að næstum allar þjóðir heims styðji Genfarsamn- ingana, hornstein alþjóðlegra mann- úðarlaga, sem skylda alla aðila átaka til að standa vörð um líf og virðingu þeirra sem ekki taka þátt í, eða eru hættir að taka þátt í, átökunum. Hinir sláandi atburðir í Abu Ghraib- fangelsinu í Írak eru því miður aðeins eitt dæmi um brot á þessum lögum og því sem þau standa fyrir. Að takast á við brot á alþjóðlegum mannúðarlögum sem framin eru í stríðsátökum með því einu að styðja lög um vernd manna og virðingu í orði, er ekki nóg. Það er ógnvekjandi hversu oft brot á alþjóðlegum mann- úðarlögum eru afgreidd sem ,,óhjá- kvæmileg afleiðing“ – skelfilegt hug- tak þegar um mannslíf er að ræða – eða þau réttlætt á léttvægan hátt sem ,,augljóslega óhjákvæmileg af örygg- isástæðum“. Iðulega halda rík- isstjórnir, herir, uppreisnarhópar og önnur samtök því fram að skuldbind- ingar að grundvallarmarkmiðum mannúðarlaga séu eingöngu inn- antómt orðagjálfur, samið með það fyrir augum að breiða yfir brot á þess- um sömu lögum. Þó voru þessi lög samin með það fyrir augum að taka bæði tillit til löglegra öryggissjón- armiða ríkja og nauðsynjar þeirrar skuldbindingar að standa vörð um líf og limi og grundvallarmannréttindi. Alþjóða Rauði krossinn er sann- færður um að hægt sé að finna milli- veg sem tryggi öryggi allra aðila. Hægt sé að ríkja yfir landsvæði og virða þó íbúa þess og hægt sé að hafa þá sem ógna friðinum í haldi og virða andlegar og líkamlegar þarfir þeirra, án þess að niðurlægja þá. Sú staðreynd að Alþjóðaráð Rauða krossins er sjálfstæð stofnun, al- gjörlega óháð ríkjum og öðrum áhrifavöldum, gerir því kleift að fylgj- ast á trúverðugan hátt með því hvern- ig ríki framfylgja skuldbindingum sín- um að alþjóðlegum mannúðarlögum. Alþjóðaráð Rauða krossins kannar ásakanir sem fram eru bornar um brot á lögunum í fangelsum og á öðr- um stöðum þar sem fólki er haldið föngnu og tilkynnir um brot til þeirra yfirvalda sem bera ábyrgðina, leggur til breytingar og krefst úrbóta þegar þeirra er þörf. Þar sem Alþjóða Rauði krossinn er í beinu trúnaðarsambandi við yfirvöld getur hann heimsótt fang- elsi og fangabúðir ítrekað og kerf- isbundið og hjálpað þannig föngum sem hefur verið misboðið. Á síðasta ári heimsóttu fulltrúar Alþjóða Rauða krossins tæplega 470.000 fanga í 80 löndum en flestir þeirra voru fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Sem ég skrifa þetta halda fulltrúar okkar í Írak áfram að heimsækja þá sem herir bandamanna halda föngn- um, með það að leiðarljósi að tryggja líf og virðingu frelsissviptra. Frá og með hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001, árásum sem ætlað var að skapa skelfingu meðal almennra borgara, hafa slíkar árásir og meðölin sem not- uð eru til að reyna að koma í veg fyrir að þær endurtaki sig fengið nýja vídd. Hryðjuverk sem beint er að almenn- ingi, lífi hans og limum, eru ótvírætt brot á grundvallarmarkmiðum al- þjóðlegra mannúðarlaga. Alþjóða Rauði krossinn fordæmir þau hik- laust. Hann krefst þess einnig að refsiaðgerðir gegn þeim séu innan þess ramma sem alþjóðalög leyfa. Þegar baráttan gegn hryðjuverkum leiðir til vopnaðra átaka eru ríki skuldbundin til að framfylgja grund- vallarmarkmiðum alþjóðlegra mann- úðarlaga, jafnvel þó að öryggi þeirra sé í húfi. Þetta þýðir að ekki má hneppa fólk í varðhald og yfirheyra það nema innan þess ramma sem lög kveða á um. Sumir opinberir talsmenn virðast vera þeirrar skoðunar að ógnin sem stafar af hryðjuverkum réttlæti gjald- fellingu alþjóðalaga. Þeir halda því fram að tilgangur laga sé fyrst og fremst sá að þjóna öryggishags- munum ríkja og að lögbundna vernd fólks fyrir brotum á virðingu þess megi þynna út ef tilgangurinn sé að berjast gegn hryðjuverkum. Ég er ósammála. Hvern einasta lagabálk þarf stöðugt að endurmeta og upp- færa til að tryggja að tilgangur setn- ingar hans haldi gildi sínu. Alþjóðleg mann- úðarlög eru þar engin undantekning; Alþjóða Rauði krossinn á í stöð- ugum viðræðum við stjórnvöld og sérfræð- inga til að framfylgja framansögðu. Samt sem áður munum við aldrei samþykkja til- slakanir á laga- ákvæðum sem standa vörð um öryggi fólks á átakasvæðum. Baráttan gegn hryðjuverkum er aðeins lögmæt meðan þau grundvall- armannréttindi sem mannkynið hefur sammælst um eru ekki vanmetin. Réttur fólks til að halda lífi sem og vernd gegn morðum, pyntingum og niðurlægjandi meðferð verða ávallt að vera aðaltilgangur allra sem taka þátt í þessari baráttu. Baráttan gegn hryðjuverkum missir trúverðugleika sinn ef hún er notuð til að rétt- læta aðgerðir sem að öðrum kosti þykja órétt- lætanlegar, til dæmis að drepa fólk sem á engan hlut að máli. Umheimurinn ætti ekki að þurfa á neinum ljósmyndum af pynt- ingum og niðurlægingu fanga að halda til að muna að það að standa vörð um líf og virðingu manna kemur öllum við og krefst aðgerða. Stríð gegn hryðjuverkum réttlætir ekki pyntingar Jakob Kellenberger skrifar um hryðjuverk og pyntingar ’Hryðjuverk sem beinter að almenningi, lífi hans og limum, eru ótví- rætt brot á grundvall- armarkmiðum alþjóð- legra mannúðarlaga.‘ Jakob Kellenberger Höfundur er formaður Alþjóðaráðs Rauða krossins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.