Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 23
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 23
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÝLEGA var þess getið fjálglega
í fjölmiðlum, að Íslendingar hefðu
tekið að sér stjórn flugvallarins í
Kabúl í Afghanistan. Þar á svo-
nefnd íslensk friðargæsla að sjá
um framkvæmd mála og sjálfur
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra var mættur á staðinn
til að hefja formlegheitin upp í
efstu hæðir. Allt fór fram með
hinni mestu prýði og talibanar
létu hvergi á sér kræla, enda hafa
þeir kannski vitað að Íslendingar
væru mættir til leiks.
Á myndum sem fylgdu fréttum
af þessum mikilfenglega út-
þensluatburði íslensks framtaks,
sást gjörla að íslensku frið-
argæsluliðarnir voru í stríðs-
felubúningum, og með byssur og
önnur nauðsynleg friðarskilríki
hangandi utan á sér, að ógleymd-
um íslenska fánanum, ísaumuðum
á múnderinguna. Einhverjum
kann að hafa fundist sem þessir
fórnfúsu menn hefðu getað verið
klipptir út úr venjulegri tímarits-
grein um bandaríska sér-
sveitamenn, en það er mesti mis-
skilningur að hugsa þannig –
þetta voru áreiðanlega ekta Ís-
lendingar. Og til þess að fyr-
irbyggja enn stærri misskilning,
skal það tekið fram, að menn
verða að skilja það nú til dags, að
það tekur enginn lengur mark á
friðargæsluliði sem er óvopnað og
í hvítum klæðum eða með rauðan
kross í farteskinu. Menn verða að
vera alvopnaðir og í stríðsbún-
ingi, svo að fólk fáist til að trúa
því að þeir séu tilbúnir í stríð fyr-
ir friðinn. Og af þessum augljósu
ástæðum voru umræddir Íslend-
ingar, friðargæsluliðarnir okkar,
fulltrúarnir frá hinu herlausa Ís-
landi, klæddir eins og aðstæður
heimtuðu. Og talibanarnir skildu
þetta alveg rétt – þeir héldu sig
því fjarri herlegheitunum og eng-
in hryðjuverk voru framin til að
spilla hinni hátíðlegu athöfn á
flugvellinum í Kabúl. Íslending-
arnir stóðu fyrir sínu.
Það verður áreiðanlega ekki
erfitt að koma íslensku sérsveit-
unum í gang þegar þar að kemur.
Æfður mannafli ætti þá vafalaust
að geta verið fyrir hendi. En þó
óttast ég að það yrði Bjarnar-
greiði við íslenska lýðveldið og
eyjuna okkar hvítu, að koma slíku
fargani af stað.
En varðandi skrautsýninguna á
flugvellinum í Kabúl, er ég tals-
vert búinn að velta því fyrir mér
hvað hefði getað gerst, ef Halldór
okkar Ásgrímsson hefði verið
klæddur á sama hátt og frið-
argæsluliðarnir hans?
Gallinn var nefnilega sá að
hann var, af einhverjum und-
arlegum ástæðum, borgaralega
klæddur. Ég held að það hljóti að
hafa verið alvarleg mistök.
Stríðsherrar eins og hann og
Davíð eiga náttúrulega að vita
hvernig þeir eiga að klæða sig við
svona tækifæri. Það skiptir auð-
vitað höfuðmáli að kunna að
dressa sig upp með stæl, eins og
Megas, málsins besti vinur,
myndi eflaust orða það.
Það er völlur á Halldóri Ás-
grímssyni við ýmis tækifæri og
hefði hann staðið þarna á vell-
inum, klæddur á þann hátt sem
ætti að hæfa íslenskum stríðs-
herra í byrjun 21.aldar, gæti ég
vel ímyndað mér að talibanarnir
hefðu gert sér grein fyrir því að
þeir ættu enga möguleika á sigri
þaðan í frá!
Kannski hefði Halldór getað
tryggt endanlegan frið í Afganist-
an, ef hann hefði kunnað að
klæða sig eftir aðstæðum á þessu
sögulega augnabliki ?
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21,
545 Skagaströnd.
Íslensk friðargæsla
í stríðsformi
Frá Rúnari Kristjánssyni:
JAFNINGJAFRÆÐSLAN er
fræðslu- og forvarnarverkefni fyr-
ir ungt fólk. Jafningjafræðslan var
stofnuð af ungu fólki árið 1996 og
hefur verið
starfandi síðan.
Jafningja-
fræðslan hefur
þó þróast mikið
á þeim tíma og
tekið stöðugum
breytingum
enda mikilvægt
að vera í takt
við tíðarandann.
Í dag er unnið
að fræðslustarfi
á meðal ungs fólks allan ársins
hring, auk þess sem staðið er fyrir
vímulausum uppákomum og út-
gáfu fræðsluefnis.
Byggt er á hugmyndafræðinni
„ungur fræðir ungan“ og í
fræðslustarfinu er unnið út frá
hugtakinu sjálfsmynd.
Að verkefninu kemur ungt fólk
á aldrinum 17–25 ára sem hefur
fengið þjálfun til þess að stýra
umræðum um málefni sem eru of-
arlega í huga ungs fólks í dag.
Af hverju sjálfsmynd?
Sjálfsmynd má skilgreina sem þær
hugsanir einstaklingsins sem snúa
að honum sjálfum. Hugtakið felur
því í sér alla þá þætti sem greina
hann frá öðrum og móta hann sem
persónu að hans mati.
Sjálfsmyndin er að mótast alla
ævi og því á sjálfsmyndarumræða
jafnt erindi til allra. Eitt af mark-
miðum Jafningjafræðslunnar er að
styrkja einstaklinginn sem per-
sónu og hvetja hann til þess að
takast á við erfiðar aðstæður á já-
kvæðan hátt, án þess að nota
vímuefni sem lausn á vandamálum.
Lykillinn að því er bætt sjálfs-
mynd. Sterk sjálfsmynd stuðlar að
aukinni velgengni og vellíðan og er
því besta veganestið sem ungt fólk
getur fengið út í lífið. Með því að
styrkja sjálfsmyndina er unnið að
forvörnum gegn óábyrgri áfeng-
isneyslu, vímuefnaneyslu, ótíma-
bæru brottfalli úr skóla, óábyrgri
kynlífshegðun, ofbeldi o.fl.
Jafningjafræðslan
á ferð og flugi
Jafningjafræðslan starfar að mik-
ilvægu málefni – forvörnum unga
fólksins. Okkur er mikið í mun að
vekja þjóðina til umhugsunar um
okkar málefni. Jafningjafræðslan
stendur því fyrir skemmtilegum
uppákomum í sumar. 26. júní nk
verður árleg götuhátíð Jafningja-
fræðslunnar haldin í miðbæ
Reykjavíkur, nánar tiltekið á
Lækjartorgi. Hvetjum við alla til
þess að taka þátt í gleðinni með
okkur.
DILJÁ MIST EINARS-
DÓTTIR,
leiðbeinandi í Jafningja-
fræðslunni,
Hverafold 142,
112 Reykjavík.
Jafningjafræðslan
Frá Diljá Mist Einarsdóttur:
Diljá Mist
Einarsdóttir
FORSÍÐUFRÉTT Morg-
unblaðsins á kjördag vakti mikla
athygli. Þar skýrði blaðið les-
endum sínum frá því í
tveggja hæða stríðs-
fyrirsögn að nú yrðu
auð atkvæði birt sér-
staklega í fyrsta sinn.
Ljóst er að Morg-
unblaðið var með
þessu að hvetja kjós-
endur til að setja auð-
an seðil í kjörkassann
og tók þar með
rammpólitíska af-
stöðu.
Fréttin í „frétt“
Morgunblaðsins um
auðu atkvæðin er ekki merkileg,
og við eðlilega fréttavinnslu hefði
hún lent í undirfyrirsögn eða til
dæmis í eindálki á baksíðu. Reynd-
ar eru áhöld um það hvort „frétt“
Morgunblaðsins var rétt eða ekki.
Auð atkvæði hafa alltaf verið talin
sérstaklega, þótt oft séu þau flokk-
uð með ógildum atkvæðum við
kynningu talna á kosninganótt.
Heimildarmaður blaðsins, Þórunn
Guðmundsdóttir, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í kjörnefnd í Reykjavík-
urkjördæmi norður, virðist ann-
aðhvort ekki vera vel að sér um
þær reglur og venjur sem hafa gilt
við talningu atkvæða
eða þá að ónákvæm-
lega er eftir henni
haft. En þetta er
aukaatriði.
Aðalatriðið er það
að með „fréttinni“
brýtur Morgunblaðið
mikilsverða reglu við
blaðaútgáfu – reglu
sem það hefur sjálft
margsinnis sett fram
sem eigið boðorð: Að
skoðanir ritstjóra og
þarmeð blaðsins komi
fram í sérstökum ritstjórn-
argreinum, en fréttaflutningur all-
ur sé faglegur og ekki í neinum
tengslum við pólitík ritstjórans.
Morgunblaðið hefur að sjálf-
sögðu fullan rétt til að taka af-
stöðu til þjóðmála, til að beita sér
gegn tilteknum frambjóðanda í
forsetakosningum, til að hvetja
fólk til að skila auðu eða sitja
heima. Nú blandar blaðið hins-
vegar saman pólitík og fréttaflutn-
ingi á grófari hátt en lengi hefur
tíðkast. Með því er það að svindla
á lesendum sínum – og lítilsvirðir
um leið sína eigin starfsmenn, sem
eru flestir hverjir færir og virtir
fagmenn.
Nú á Morgunblaðið tvo kosti.
Annar er að hverfa opinberlega frá
eigin reglu um að blanda ekki
saman fréttum og pólitík. Hinn er
að biðjast afsökunar.
Morgunblaðið svindlar
Mörður Árnason skrifar um
forsetakosningarnar ’Nú á Morgunblaðið tvokosti. Annar er að
hverfa opinberlega frá
eigin reglu um að
blanda ekki saman
fréttum og pólitík. Hinn
er að biðjast afsök-
unar.‘
Mörður Árnason
Höfundur er alþingismaður.
ENN rita lærðir menn ólærðar
greinar um nytsemi orkuútflutn-
ings um sæstreng frá Íslandi.
Virðist mönnum þá
ganga það eitt til að
gera lítið úr málm-
framleiðslu á Íslandi,
en enn eimir eftir af
hinum geysihörðu
umræðum þessa efnis
á dögum Viðreisn-
arstjórnarinnar á 7.
áratug 20. aldar. Er
stundum vitnað til
Noregs í þessu sam-
bandi, sem er mesta
málmútflutningsland
Evrópu. Noregur er
tengdur Danmörku
um sæstrengi á botni
Skagerak og við Svíþjóð um há-
spenntar loftlínur. Um þessar
tengingar selur Noregur ódýra af-
gangsorku í góðum vatnsárum og
kaupir tiltölulega dýra orku, þeg-
ar orku- eða aflskortur er í Nor-
egi. Aldrei hefur komið til mála í
Noregi að reisa virkjanir til að
flytja forgangsorku til útlanda.
Friðun
vatnsfalla
Þó að Norðmenn hafi aðeins virkj-
að um 70% af því, sem hagkvæmt
er talið af vatnsafli þar í landi,
standa þeir samt frammi fyrir
orku- og aflskorti. Virkjunarleyfi
fást ekki vegna gamall og nýrra
friðunarákvæða og nýting-
artakmarkana. Ágreiningur er líka
um hvort leyfa á að reisa í Noregi
jarðgaskynt orkuver. Á meðan
flytja Norðmenn inn raforku, sem
framleidd er í dönskum og pólsk-
um kolakyntum verum. Þannig
snýst umhverfisverndarstefna iðu-
lega upp í andhverfu sína, þegar
hnattræn sjónarmið verða afskipt.
Hérlendis hefur nú komið fram
tillaga um að fara inn á braut frið-
unar vatnsfalla með því að fella
Jökulsá á Fjöllum alfarið inn und-
ir þjóðgarð norðan Vatnajökuls.
Með vísun til stöðu virkjanamála í
Noregi er hætt við að slík ráð-
stöfun mundi takmarka möguleika
komandi kynslóða til auðlindanýt-
ingar á þessu svæði. Þingeyj-
arsýslurnar eru svo ríkar að
vatnsafli og jarðvarma að duga
mun til framleiðslu vetnis á alla
bíla, skip og flugvélar Íslendinga í
vetnissamfélagi framtíðarinnar.
Jarðvarminn einn mundi ekki
duga til, heldur þyrfti að beizla
orku Jökulsár á Fjöllum að ein-
hverju leyti. Með víðsýni að leið-
arljósi við land- og auðlindanýt-
ingu gætu Þingeyjarsýslurnar
orðið eins konar orku-
miðstöð samgöngu-
tækja framtíðarinnar.
Húsavík yrði þá út-
skipunarhöfn vetnis,
þaðan sem því yrði
dreift á hafnirnar um-
hverfis landið.
Engu er líkara en
gagnrýni á gerð miðl-
unarlóna hérlendis
dragi dám af að-
stæðum erlendis, þar
sem fólk er sums
staðar flutt nauðung-
arflutningum af lóns-
stæðum, menning-
arverðmæti fara á kaf, eða
skóglendi lendir undir vatni. Það
er þó mat margra, að öll miðl-
unarlón á Íslandi hafi heppnazt
vel, þau auðgi umhverfi sitt og
auki fjölbreytni náttúrunnar, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft.
Þó að allt það vatnsafl og gufu-
afl, sem nú er talið hagkvæmt að
virkja á Íslandi, verði beizlað, mun
innan við 5% af miðhálendinu
(=40 000 km2 ) lenda innan
„áhrifasvæðis“ virkjana, þ.e.a.s.
miðlunarlóna og mannvirkja.
Verndar-, útivistar- og beitarsvæði
mun þá nema yfir 90% af miðhá-
lendinu.
Það hlýtur þess vegna að vera
svigrúm fyrir hendi til að leyfa
virkjunartilhögunum framtíð-
arinnar að fara í lögformlegt um-
hverfismat, þegar áform vakna um
slíkt.
Andvirði orkuvinnslu vegna
vetnisframleiðslu framtíðarinnar
verður ekki minna en núverandi
andvirði eldsneytisinnflutnings eða
um 20 milljarðar kr. á ári. Það
jafngildir tekjum af 200 þús. er-
lendum ferðamönnum, en megnið
af þeim tekjum brennur hins veg-
ar upp í eldsneytiskaupum og fjár-
magnskostnaði vegna farartækja,
sem þarf til að flytja þá til lands-
ins og á skoðunarstaði innanlands.
Iðnaðar-
uppbygging
Á síðastliðnum 10 árum hefur að
tilstuðlan Alþingis fyrir frum-
kvæði ríkisstjórnar verið lyft
Grettistaki við iðnvæðingu lands-
ins. Uppbygging orkukræfs iðn-
aðar hefur á þessu tímabili knúið
hagvöxt, sem á sér vart sinn líka í
Evrópu vestan landamæra Rúss-
lands. Við það að nota raforku frá
íslenzkum orkuverum til álfram-
leiðslu á Íslandi, verður til virð-
isauki innanlands, sem jafngildir
hærra orkuverði en nemur heild-
söluverði raforku í Evrópu hingað
til og líklega um ókomna tíð. Með
stækkun ESB og vandræðum Evr-
ópusambandsins við að uppfylla
Kyoto-samkomulagið eru vindar
nú teknir að blása kjarn-
orkuverum í vil á ný. Finnar hafa
þar riðið á vaðið og ákveðið að
reisa 1.500 MW kjarnorkuver til
viðbótar kjarnorkuverum, sem
fyrir eru í Finnlandi. Stofnkostn-
aður kjarnorkuvers, sem hannað
er samkvæmt öryggisstöðlum
ESB, er á bilinu 1.500–2.000 USD/
kW, og nemur fjárfestingarhlutinn
um 70% af kostnaðarverði. Reikn-
að heildarkostnaðarverð raforku
frá slíku kjarnorkuveri er 36 mill/
kWh eða um 2,6 kr/kWh. Stofn-
kostnaður kolakyntra raforkuvera
er aðeins um 1.000 USD/kW og
gaskyntra enn lægri. Þess vegna
má ætla, þrátt fyrir koltvíildis-
skatt í framtíðinni, að meðal heild-
söluverð frá orkuveri í Evrópu sé
og verði undir 36 mill/kWh miðað
við núverandi verðlag.
Hins vegar má ætla að kostn-
aðarverð íslenzkrar raforku sem
komin væri um sæstreng til Evr-
ópu og tilbúin til afhendingar inn
á stofnkerfi þar, muni nema tvö-
földu meðaltals kostnaðarverði frá
orkuverum Evrópu eða yfir 60
mill/kWh.
Það hníga þess vegna öll rök til
þess fyrir Íslendinga að virkja
orkuauðlindir sínar jafnt og þétt
og að nýta þær innanlands til
framleiðslu útflutningsvara.
Iðnaðarumsvifin
knýja hagvöxtinn
Bjarni Jónsson fjallar
um efnahagsmál ’Það hníga þess vegnaöll rök til þess fyrir Ís-
lendinga að virkja orku-
auðlindir sínar jafnt og
þétt og að nýta þær inn-
anlands til framleiðslu
útflutningsvara.‘
Bjarni
Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.