Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 5
eftir að við gengum Noregskonungi á hönd. Ís-
lendingar eru líka áberandi í Heimskringlu en
hvergi jafn fyrirferðarmiklir og í Morkin-
skinnu. Fyrir vikið er hún með betri heim-
ildum um íslenskt þjóðerni á þrettándu öld.“
Áhugi meiri erlendis
Ármann kynnti rannsóknir sínar hérlendis
sem erlendis meðan á náminu stóð. Hann segir
það ánægjulegt hversu vel þeim hefur verið
tekið erlendis.
„Strax þegar ég hélt fyrsta erindi mitt um
Morkinskinnu á erlendri grund var mér boðið
að skrifa í tvö tímarit. Síðan hef ég skrifað
miklu meira á útlensku en íslensku um efnið,
þangað til að þessi bók kemur loksins sem eins
konar lokahnykkur. Hér á Íslandi skiptir svo
miklu máli að Morkinskinna er ekki jafn þekkt
og Heimskringla. Erlendis skiptir þetta engu
máli. Morkinskinna er þar ekkert ófrægari en
hvað annað. Óaðlaðandi nafnið hefur þar held-
ur engin áhrif. Ég hef því fundið fyrir meiri
áhuga á Morkinskinnu erlendis en hér heima.
Frá því ég byrjaði að skrifa ritgerðina hafa til
að mynda komið út tvær áðurnefndar þýðingar
á ritinu, norsk og ensk. Ég held því að Mork-
inskinnurannsóknir séu rétt að byrja þótt
sjálfur ætli ég ekki endilega að eyða ævinni í
þær. En þau jákvæðu viðbrögð sem ég hef
fengið hjá þessu alþjóðlega rannsóknarsam-
félagi eru líka til marks um hversu mikil tæki-
færi Íslendingar eiga á að vekja áhuga á sínum
bókmenntum erlendis — ef þeir nenna.“
throstur@mbl.is
með því að höfundur Morkinskinnu sé goð-
sagnasmiður að saga hans er að mörgu leyti
svo ólík öllu öðru. Þótt hún sé í nánum
tengslum við aðrar konungasögur þá setur hún
fram algerlega nýja hlið á sögunni sem að vísu
hefur sín áhrif því að Fagurskinnuhöfundur og
Snorri nota hana sem heimild en báðir stytta
frásögnina og eru greinilega ekkert of hrifnir
af þáttunum. Fagurfræði Morkinskinnu er
ekki tekin upp aftur fyrr en á fjórtándu öld í
öllum stóru samsteypuritunum sem þá voru
gerð.
Mér finnst líka Morkinskinnuhöfundur hafa
samtímalegt viðhorf til fortíðarinnar. Hann
lýsir fortíðinni mjög skýrt í gegnum hirðsam-
félagið sem var að verða til á þrettándu öld.
Hann lýsir hirðsamfélaginu eins og það sé til-
tölulega nútímalegt á þrettándu aldar vísu þótt
það hafi sennilega ekki verið það. Hann nálg-
ast fortíðina ekki sem eitthvað glatað heldur
eins og nútímann, eins og samtíminn og for-
tíðin séu nánast eins.“
Hirðmennska framtíð
Íslendinga
Í bók sinni segir Ármann að Morkinskinna
sé viðbragð við nýjum veruleika. Hann segir
söguna fjalla um stöðu manns í nýjum heimi
eins og titill bókarinnar segir. Hver er þessi
nýi heimur?
„Þrettánda öldin var tími mikilla þjóðfélags-
breytinga. Hún var tími vaxandi konungs-
valds, öflugra kirkjuvalds og hún var tími þar
sem sveitasamfélagið var að hverfast í meira
þéttbýlissamfélag, farið var að setja lög um æ
vísanir. Ég vil líta á Morkinskinnu sem sagn-
fræðirit en að við víkkum líka hugmyndir okk-
ar um það hvað felst í því hugtaki.“
Í skugga Heimskringlu
Í bókinni segir Ármann að höfundur Mork-
inskinnu skapi eigin goðsagnir um fortíðina og
heiminn. Hann segir þessar goðsagnir frum-
legar. Heimskringla hlýtur að koma upp í hug-
ann. Hefur Heimskringla skyggt á Morkin-
skinnu að ósekju?
„Já, Heimskringla hefur gert það. Hún
stendur á sínum stalli og í sjálfu sér engin
ástæða til að hrófla við henni en sögum eins og
Morkinskinnu og „helgisögunni“ svokölluðu af
Ólafi helga hefur fyrst og fremst verið lýst sem
dæmi um óæðri list andspænis Heimskringlu.
Að vissu leyti er það eðlilegt að Heims-
kringla skyggi á aðrar sögur. Eftir að menn
fóru að leita mikið að höfundum á nítjándu og
tuttugustu öld þá var þarna konungasaga sem
átti sér höfund og það ekkert smámenni. Það
var því eðlilegt að athyglin beindist að Heims-
kringlu. Einnig hefur það staðið Morkinskinnu
fyrir þrifum að hún er ekki til í lestrarútgáfu á
íslensku. Hún er til í norskri þýðingu og enskri
en Íslendingar geta ekki lesið hana nema í
stafréttri útgáfu og það geta ekki allir.
Ég held líka að fagurfræðileg og söguleg
sjónarmið nítjándu og fyrri hluta tuttugustu
aldar hafi verið Snorra frekar í vil. Ef ekki
hefðu verið til rannsóknir frá síðari árum á fag-
urfræði riddarasagna þá væri mjög erfitt að
skilja fagurfræði Morkinskinnu því hún er í
þeim anda. Og það er eitt af því sem ég á við
fleiri svið mannlífsins og völd ríkisins voru að
vaxa þótt þau hafi ekki verið mikil miðað við
það sem þau eru nú á dögum. Það er auðvelt að
sjá þetta sem þróun í átt til einveldis. Ég held
að höfundurinn skynji þessar breytingar. Ég
held að hann skynji konungsveldið sem mikið
afl. Og ég held að hann skynji íslenska höfð-
ingjasamfélagið sem hnignandi skipulag. Mér
finnst eins og hann telji hirðmennskuna fram-
tíð Íslendinga.“
Er hann að boða það í verkinu?
„Hann er ekki að boða það. Ef hann boðar
eitthvað þá er það að Íslendingar séu líklegir
til að standa sig vel í þjónustu konungs og
njóta velvildar konungs, að þeir séu jafnvel
hæfari en Norðmenn, þeir geti reynst konungi
betur vegna þess að þeir eru ekki tengdir öðr-
um í samfélaginu. Ég held að höfundurinn sé
að sýna Íslendingum tækifærin sem þeir eiga
við hirðina. Það er ekki hægt að líta á Mork-
inskinnu sem áróðursrit fyrir því að Íslend-
ingar gangi á hönd Noregskonungi en við skul-
um segja að finna megi skýra vitund um að
framtíðin liggi hjá konunginum. Það er sá nýi
heimur sem ég er að tala um.“
Íslendingar fá meira vægi í Morkinskinnu
en öðrum konungasögum. Hvað segir það okk-
ur um ætlun ritsins?
„Höfundurinn stílar ritið greinilega á Ís-
lendinga. Ef Íslendingar eru ekki allur áheyr-
endahópurinn þá eru þeir að minnsta kosti
veigamikill hluti hans. Segja má að með því að
fjalla svona mikið um Íslendinga þá gerir höf-
undur Noregskonung að konungi Íslendinga.
Það þarf þó ekki að þýða að sagan sé skrifuð
Morgunblaðið/Kristinn
„Ég held að Morkinskinnurannsóknir séu rétt að byrja þótt sjálfur ætli ég ekki endilega að eyða ævinni í þær,“ segir Ármann Jakobsson.