Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Síða 7
„Passage“, frá 2001. Hér ganga karlmennirnir í hóp í flæðarmálinu. Í
nær öllum verkum Neshat má skynja hinn dramatíska aðskilnað
kynjanna í írönsku samfélagi.
„Rapture“, frá 1999, er að mati Arthur C. Danto snilldarverk Neshat.
Sjálf segir hún að verkið sé sitt besta. Hér bisa konurnar við bátinn á
ströndinni. Þær eru hreyfiaflið í stöðnuðu, persnesku karlaveldi.
kvenna, sjálfsmynd írönsku þjóðarinnar og
trúarbrögðin. Íslömsk menning endurspeglast
þar í öllu sínu ríkidæmi, en þó má segja að sex-
tán ára útlegð hennar – án þess hún fengi
heimsóknarleyfi – hafi fært henni gagnrýnið
sjónarmið sem þeir einir öðlast sem standa ut-
an við viðfangsefni sitt. Eins og hún segir sjálf
þá hafa hinar ýmsu hefðir og hindurvitni í
írönskum samtíma reynst mun margbrotnari
en hana óraði fyrir. Rannsókn á þessum lítt
könnuðu afkimum eigin menningar er meg-
ininntakið í list hennar. Segja má að hún ráðist
á garðinn þar sem hann er hæstur þegar hún
kafar ofan í upplifun íranskra kvenna, sálarfar
þeirra, samskipti og viðhorf og opnar um leið
skilning umheimsins á þankagangi og hegð-
unarmynstri íslamskra kvenna hvar sem þær
er að finna.
Árið 1999 hreppti Shirin Neshat Gulljónið,
æðstu verðlaun sem veitt eru á Tvíæringnum í
Feneyjum fyrir myndbandsverk sitt „Turbu-
lent“ – Ólgandi – og ári síðar hlotnuðust henni
fyrstu verðlaun á Tvíæringnum í Kwangju í
Suður-Kóreu fyrir myndbandið „Rapture“,
eða Fullsæla. „Turbulent“, frá 1998, er tvíþætt
svarthvítt myndband, sem sýnt var á skerm-
um, hvorum gegnt öðrum, í Tese dell’Arsenale,
á sérsýningunni Apertutto, á Tvíæringnum í
Feneyjum. Á öðrum skerminum er söngkona,
en söngvari á hinum að undirbúa sig. Aðstæð-
ur þeirra eru þó afar ólíkar, enda er söng
þeirra tekið með afar misjöfnum hætti. Annars
vegar syngur kúrdísk-íranski söngvarinn
Shahram Nazeri með sinni hlýju rödd ljóða-
bálk eftir 13. aldar skáldið Jalal ed-Din Rumi.
Áheyrendur eru allir karlmenn sem í lokin
springa af fögnuði og hylla söngvarann með
dynjandi lófataki.
Á hinum skerminum syngur ónefnd söng-
kona fyrir sjálfa sig. Það skal tekið fram að í
Íran er konum bannað að syngja opinberlega.
Hún fer með eldheitan og tregafullan söng án
orða, sem hún ljær yfirnáttúrulegan kraft með
andardrætti, kjökri, ópum og stunum. Það er
líkast því að heill pólýfónkór berist út í salinn
af vörum hennar. Gerry Salz, gagnrýnandi
New York-blaðsins Village Voice, orðaði það
svo að það væri sem fuglar og fossar gæfu frá
sér öll þau upprunalegu hljóð sem bærðust í
mannlegu hjarta. Ólíkt ljóðasöngvaranum
Nazeri á þessi undraverða söngkona sér engan
aðdáendahóp því henni er ekki ætlað að koma
rödd sinni á framfæri. Svona einfalt er það fyr-
ir Shirin Neshat að koma boðskap sínum til
skila. Söngvararnir tjá með einföldum og hríf-
andi hætti það rótgróna óréttlæti sem orð fá
vart lýst því það er svo dulið undir sléttu og
felldu yfirborði hversdagsins.
Er til list í einrúmi?
En það er ekki aðeins að áhorfendum renni
kalt vatn milli skinns og hörunds út af því aug-
ljósa óréttlæti sem þeir verða vitni að. Könnun
Neshat nær dýpra en svo að hún snúist ein-
vörðungu um ólíka stöðu karla og kvenna í Ír-
an. Því lengur sem staldrað er við verkið skilst
mönnum að það fjallar einnig almennt um
tjáningu, tjáskipti og tjáningarmöguleikana
sem hvarvetna er misskipt í meiri eða minni
mæli. Okkur er til dæmis sagt að listamenn
geti með engu móti skapað eða túlkað án að-
njótenda; að rithöfundurinn sem skrifi fyrir
skúffuna og söngvarinn sem einungis syngi
fyrir sjálfan sig séu engir fullgildir listamenn.
Eftir að hafa séð „Turbulent“ fara að renna á
menn tvær grímur hvað þetta varðar. Óhikað
má segja að það sé söngur konunnar sem eng-
an hefur nema sjálfa sig að áheyranda – nema
ef til vill guð sjálfan – sem hitti okkur í hjarta-
stað, hversu hrífandi sem ómþýð rödd Shahr-
am Nazeri annars er. Það leiðir hugann að
misjöfnum tjáningarmöguleikum manna, því
spyrja má hvort þörfin leynist ekki innra með
okkur öllum.
Þá er merkilegt að skoða þetta myndband í
ljósi kenninga franska heimspekingsins Jacq-
ues Derrida, sem heimsótti okkur fyrir fáein-
um árum og fjallaði þá um minnihlutahópa inn-
an minnihluta og ómöguleik þess að vera
óyggjandi eitt án þess að heyra til einhverju
öðru. Derrida fæddist inn í gyðingasamfélag
svartfætlinga, en svo voru þeir Fransmenn
nefndir sem fæddir voru og upp aldir í nýlend-
um Frakka í Norður-Afríku. Þannig var Derr-
ida Frakki í augum alsírskra araba en gyð-
ingur í augum alsírskra Frakka. Í augum
Frakka á franskri grund var hann hins vegar
svartfætlingur, sem þykir heldur hraksmán-
arlegt eftir að OAS-samtökunum – hinni öfga-
fullu andspyrnuhreyfingu svartfætlinga – mis-
tókst að myrða de Gaulle og snúa Alsírstríðinu
sér í hag. Þeir svartfætlingar sem ekki gátu
hugsað sér að vera um kyrrt í Alsír, Túnis eða
Marokkó, undir arabískri stjórn, settust að í
Frakklandi við lítinn fögnuð heimamanna, sem
litu á þá sem hálfgerða fasista.
Ein af meginkenningum Derrida er einmitt
sú að maðurinn hafi mótað sér óforbetranlegt
tvenndarkerfi þar sem öllum hlutum sé raðað
eftir vægi og virktum. Annaðhvort eru hlut-
irnir til staðar – in presens – eða fjarverandi –
in absentia. Allt sem mennirnir flokka í fyrri
hópinn hafa þeir velþóknun á, en setja skör
lægra það sem ratar í síðari hópinn. Eins og
svo oft er Derrida með þessu að deila á hið
platónska kerfi sem hann telur að standi í okk-
ur eins og þverbiti og varni því að við fáum séð
hlutina í skýru og jafnvægu ljósi. Platón hélt
því fram að heimspekin næði ekki tilgangi sínu
nema í samræðum manna í milli. Þess vegna
setti hann ritmálið skör lægra talmálinu því í
riti var höfundurinn fjarverandi, en í samræð-
um voru viðmælendur til staðar. Svipað var því
varið með konur og karla. Þeir væru til staðar
meðan konan væri fjarri, samanber spænska
máltækið: „Hombre en plaza, mujer en casa“ –
Karlinn úti á torgi, konan heima í húsi.
Karlar og konur kallast á
Myndband Shirin Neshat, Ólgandi, fellur
fullkomlega að kenningum Derrida, og reynd-
ar svo vel að það er eins og hún hafi haft þær í
huga sem forskrift. Í „Rapture“, eða Fullsæla,
frá 1999, beinir Shirin Neshat sjónum að hópi
karlmanna og kvenmanna í stað einstaklinga.
Að öðru leyti er töluvert sameiginlegt með
þessum verkum. Þó er það svo að í „Rapture“
virðist einhvers konar samtal eða dulin tengsl
hafa myndast milli beggja skerma. Við áhorf-
endum blasa 125 konur í hóp. Þær nálgast,
gangandi í óendanlegum og rjúkandi eyðisandi
í átt til hafs. Ekki heyrast orðaskil en þó er
eins og hljóðið í þessum helmingi verksins
kallist á við hljóðið úr skerminum á gagnstæð-
um vegg. Um leið og konurnar staðnæmast og
standa kyrrar frammi fyrir áhorfandanum
taka þær til við að góla á skerminum. Þá þegar
láta 125 karlmenn á sér kræla, hversdagslega
klæddir í hvítar skyrtur og svartar brækur.
Þeir eru staddir í fornu sjávarvirki, sem um-
lukið er hafi á alla vegu og fara saman um
stræti virkisborgarinnar. Við og við taka þeir
þátt í merkilegum helgiathöfnum frammi fyrir
öðrum karlmönnum sem staddir eru ofan við
þá og umhverfis íslamska turninn í virkinu.
Myndbandið er þannig tekið að um leið og
karlarnir í virkinu staðnæmast og líta út úr
sínum skermi yfir til skermsins með konunum
halda þær af stað – íklæddar svörtum sjador-
hempum líkt og nunnur – eftir eyðilegri sjáv-
arströndinni áleiðis til hafs. Þær draga með
sér stóran, óhrjálegan bát yfir sandinn og
mynda lauslegan hóp sem stendur í flæðarmál-
inu og bíður einhvers í ofvæni. Sex þeirra fara í
bátinn og halda á haf út. Hinar fara til baka yf-
ir eyðisandinn. Það er eins og skermarnir taki
nú að kallast á af meiri alvöru en áður því karl-
mennirnir í virkinu hverfa frá trúarathöfnum
sínum. Það er eins og þeir hafi allt í einu tekið
eftir konunum á ströndinni. Þeir flykkjast upp
á virkismúrinn, stara eftir bátnum og veifa til
hans í kveðjuskyni. Meðan á framvindunni
stendur heyrist hefðbundin arabísk tónlist
kallast á við allt umlykjandi þögn, sem brotin
er upp af tilfinningaþrungnum köllum og hróp-
um kvennanna. Ekki er sagt eitt aukatekið orð
í myndbandinu. Þó er engu líkara en tónlistin
og hljóðið sameini bæði kynin, hvort í sínum
einangraða hópi. Um leið verður áhorfandan-
um hugsað til hinna ýmsu bakgrunnshljóða úr
íslamskri menningu, bænakalls, ritningarlest-
urs úr Kóraninum og hvers kyns andlegrar og
veraldlegrar tónlistar. Tónlistarkonan Sussan
Deyhim á hér stóran hlut að máli með seiðandi
ásláttarhljóðfærum sem ná hámarki þegar
konurnar á ströndinni nema staðar til að góla.
Aftur verður áhorfendum hugsað til Derrida
og kenninga hans um tvenndarmóthverfuna.
„Rupture“ virðist nefnilega fjalla á margan
hátt um andstæður heimsvæðingar og heima-
væðingar. Shirin Neshat vill öðru fremur
benda okkur á hve einfalda mynd við gerum
okkur af heiminum þar sem allt er annars veg-
ar flokkað í mengi hefðar, hreppamenningar
og afturhalds, öndvert mengi samtímans,
heimsmenningar og framsækni. Slíkar and-
stæður eru að hennar mati harla einfeldnisleg-
ar því þær virðast ekki taka með í reikninginn
þær ólíku hliðar á einu samfélagi sem í senn
gera það framsækið og afturhaldssamt. Í því
sambandi beinir hún fránum sjónum að ísl-
ömskum samfélögum Austurlanda þar sem
það eru oftar en ekki þeir sem eru neyddir til
að sitja heima – konur og fátæklingar – sem
draga niður samfélagið, meðan hinir sem geta
ferðast og flúið, lyfta því upp. En um leið eru
konur og fátæklingar gjarnan fórnarlömb
hinna – ríkra karlmanna – sem geta leyft sér
að hverfa á braut og kynnast öðrum heimi án
þess að hugsa um það að heima sé þörf breyt-
inga.
Konur vígðar dauðanum
Þannig er eins og öllu sé snúið við í „Rupt-
ure“, því varla verður myndbandið túlkað
öðruvísi en svo að konur séu þar gerandinn en
karlarnir aðgerðalausir áhorfendur sem fagna
að lokum framtaki kvennanna í bátnum. Þær
eru vígðar náttúrunni þar sem þær þokast eft-
ir ströndinni á meðan karlmennirnir eru fang-
aðir í viðjum manngerðs sjávarvirkisins þar
sem þeir geta einungis hlaupið hring eftir
hring, ofurseldir hefðum trúarinnar. Þannig
virðist Shirin Neshat frekar treysta kynsystr-
um sínum til að breyta hinum íslamska heimi
en körlum þó svo að staða þeirra sé þannig að
fáir trúi að þær geti lyft grettistaki. Þá er eins
og listakonan treysti betur náttúrulegri eðl-
isávísun kvenna en menningarlegu upplagi
karla ef marka má táknmyndir sandstrand-
arinnar og sjávarvirkisins. Reyndar er til mjög
sérstætt myndband eftir Neshat, „The Shad-
ow under the Web“ – Skugginn undir netinu –
frá 1997, þar sem hún hraðar sér í sjador-
hempunni sinni gegnum gömlu hverfin í Ist-
ambúl, en leggur mesta áherslu á að draga
fram ólík menningarsérkenni bygginganna
sem hún þýtur framhjá. Það er engu líkara en
hún vilji sýna áhorfendum hve hláleg og einsk-
is nýt öll menningarleg hólfun sé; að ein helsta
menningarborg hins íslamska heims sé uppfull
af leifum annarrar og ólíkrar menningar.
Eftir 1993 þegar Shirin Neshat tók aftur til
við listsköpun sína voru svarthvítar ljósmyndir
uppistaðan í list hennar. Einhver átakanleg-
asta og stærsta ljósmyndasyrpa hennar er
„Women of Allah“ – Konur Allah – sem hún
setti saman á árunum 1993 til 1997. Myndröðin
sýnir heittrúaðar baráttukonur sem listakonan
umbreytir í andstæður sínar með því að þekja
þær arabísku letri. Henni fannst þeir fáu lík-
amshlutar sem sáust of naktir og því afréð hún
að hylja þá smágerðum textum eftir íranska
kvenrithöfunda. Textarnir fjalla um líkamleg-
ar nautnir, munúð, skömm og kynferðisleg
málefni, en það var frá upphafi ætlun Neshat
að finna svo margræðu inntaki verðugt ljós-
myndrænt form. Sjálf sagði hún síðar að Kon-
ur Allah væri ef til vill eilítið einfeldnisleg
myndröð ærlegs listamanns sem komin væri
til baka eftir langa útilegu til að reyna að skilja
æskuheim sinn.
Myndröðin undirstrikaði jafnframt litleysið
sem Neshat taldi að ríkti í hinu nýja íslamska
Íran. Allt var breytt frá því keisaradæmið leið
undir lok. Til dæmis var búið að þurrka út
gamalgróin persnesk götuheiti og taka upp ar-
abísk í staðinn til þess eins að þjóna bókstaf
klerkaveldisins. Sorgin sem fylgdi þessum um-
skiptum á öllum sviðum – einkum eyðileggingu
alls þess sem persneskt væri á altari framandi
arabískrar menningar – grúfir að mati Neshat
yfir öllu mannlífi í Íran, en hvergi þó í jafn-
ríkum mæli og yfir konum. Aðspurð hvers
vegna hún sýndi Konur Allah ætíð með vopn í
hönd – riffla, byssuhlaup fyrir eyrnalokka, eða
sveðjur – svarar hún því til að ekki væri hægt
að skilja trúmál og andlegar hugmyndir frá
stjórnmálum og ofbeldi. Milli píslavættis og
hryðjuverkastarfsemi væru hárfín skil sem
fæstum tækist að virða. Hin dæmigerða ísl-
amska heittrúarkona stendur á krossgötum
þar sem guðsótti, fórnfýsi og trú mæta glæp-
um, grimmd og ofbeldi. Hún er reiðubúin að
fremja myrkraverk vegna ástar sinnar á guði.
Einungis sá sem skilur dauðahvötina og afneit-
unina á hinum efnislega heimi getur áttað sig á
þessum konum. Meðan þú lifir berstu með
oddi og egg fyrir trúna. Umbunina færðu fyrst
eftir dauðann. Þannig, segir Neshat og hristir
kaldhæðin höfuðið, er okkur trúuðum óskað til
hamingju fyrir að vera nú loksins dauð.
En þó svo að þessi orð hljómi ekki beinlínis
uppörvandi eru verk Shirin Neshat full af lífi,
þrá, nánd, munúð og erótískum undirtónum.
Fegurð mynda hennar er við brugðið og til-
finningaþrungið samspil milli leikenda í mynd-
böndum hennar dregur áhorfendur að þeim
eins og segull málmsvarf. Samspil tónlistar,
æðis, orðagjálfurs og látbragðs lyftir stórkost-
legum myndbandstökum hennar í æðra veldi.
Lesendur þurfa ekki annað en slá inn eftirfar-
andi slóð: <http://www.walkerart.org/cal-
endar/0206/details/shrin.html> og skoða „Lo-
gic of the Birds“ – Rök fuglanna –
tónlistarmyndband þeirra Shirin Neshat og
Sussan Deyhim. Þar fá þeir eilítinn smjörþef
af heillandi höfundarverki þessarar stórmerki-
legu, persnesku listakonu sem hefur gert það
upp við sig að hér eftir muni hún ávallt verða
maður tveggja ólíkra menningarheima.
Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands.
„Turbulent“, 1998, færði Shirin Neshat Gullljónið á Tvíæringnum í Fen-
eyjum. Á þessum skjá syngur Shahram Nazeri forn ljóð fyrir karlkynið.
„Turbulent“, 1998. Þar sem konum er bannað að syngja opinberlega
syngur konan á þessum skjá fyrir sjálfa sig.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 7