Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003
GRAND Palais í París hýsir nú
fyrstu ítarlegu yfirlitssýninguna
á verkum listamannsins Marc
Chagall frá því 1969. Sýningin
nefnist Chag-
all – hið
þekkta og
óþekkta og á
að ögra fyr-
irfram mót-
uðum hug-
myndum
sýning-
argesta um
listamanninn.
En Frakkar
hafa und-
anfarið beint
athygli sinni í miklum mæli að
frumherjum nútímamyndlistar
– listamönnum á borð við Henri
Matisse, Pablo Picasso, Piet
Mondrian, Kazimir Malevich,
Vasily Kandinsky, Amedeo Mod-
igliani and René Magritte, en
stórar sýningar á verkum þeirra
og þeim listastefnum sem þeir
tengdust hafa verið haldnar ný-
lega.
Yfir helmingur þeirra 180
verka sem sýningin hefur að
geyma eru í eigu einkasafnara
og veita að sögn Financial Tim-
es sýningunni einstaklega ferskt
yfirbragð. Mörg þeirra hafa
ekki komið almenningi fyrir
sjónir áður og ná hér, þar sem
þau hafa verið sett upp með
meistaraverkum Chagall, að
veita heildstæða mynd af verk-
um listamannsins.
Chagall hefur ekki notið jafn
almennra vinsælda meðal fræði-
manna og listamenn á borð við
Picasso og Matisse. Almenn-
ingur hefur hins vegar verið á
öðru máli og hafa verk hans
jafnan notið mikilla vinsælda
vegna þeirrar rómantíkur og
fortíðarþrár sem þau einkennir.
Kirchner
í Washington
SÝNING á verkum þýska
expressjónistans Ernst Ludwig
Kirchner, stendur nú yfir í Nat-
ional Gallery of Art í Wash-
ington. Sýn-
ingin, sem
nefnist
„Ernst Lud-
wig Kirchn-
er 1880–
1938“ þykir
ná að kalla
fram við-
horf lista-
mannsins
sem var
langt í frá
að vera allt-
af kurteisislegt eða vinsamlegt.
Um 140 verk eru á sýningunni
sem að mati Washington Post
nær vel að sýna fjölbreytnina í
verkum listamannsins sem og
persónuleika hans sjálfs.
Kirchner lét sér ekki nægja
að teikna heldur gerði hann líka
tréskurðarmyndir, olíumyndir,
skúlptúra, pastelmyndir, æting-
ar, steinprent og málmstungur.
Enginn hægagangur einkenndi
þá nokkurn tímann listsköpun
hans og vann hann jafnan líkt og
í akkorði að koparstungum,
skissum og öðrum verkum.
Myndefni Kirchners voru gjarn-
an hefðbundin, s.s. götumyndir,
leikhús, kaffihús og bað-
strandagestir, en urðu allt ann-
að en hefðbundin í meðförum
hans. Enda er allur sætleiki
víðsfjarri í verkum Kirchners
sem þykja hrá, djörf og einkenn-
ast af taumlausri litanotkun.
Sama taumleysi þótti ein-
kenna líf listamannsins sem
svipti sig lífi árið 1938.
Yfirlitssýning
á verkum
Chagall
ERLENT
Sjálfsmynd sem
hermaður eftir Ernst
Ludwig Kirchner.
Marc Chagall, La
Danse, 1950–52.
MÁLVERK Louisu Matthíasdóttur þarf tæp-
ast að kynna fyrir fólki, svo mikillar hylli hafa
þau notið eftir að þjóðin seint og um síðir upp-
götvaði þessa einstöku listakonu sem lengst af
var búsett í Bandaríkjunum. Verk hennar búa yf-
ir einfaldleika sem er í fullu samræmi við líf
hennar að öðru leyti en hún virðist hafa lifað fyrir
tvennt, sína nánustu og málaralistina. Sérstök
litanotkun hennar og sterkir og breiðir pensil-
drættir einkenna verk hennar svo aldrei verður
um villst hver hefur málað.
Jóhannes Geir er fæddur 1927, ættaður úr
Skagafirði. Verk hans eru sömuleiðis vel kunn
aðdáendum landslagsmálverka.
Sýningar þessara tveggja draga án efa til sín
fjölda áhorfenda enda hafa landslagsmálverk
lengi notið mikillar hylli jafnt hér á landi sem í
öðrum löndum, líka þeim sem okkur Íslendingum
finnst snauð að landslagi. Sýningar landslags-
verka eru jafnan vinsælar og einnig eru margir
tilbúnir að draga fram budduna og njóta lands-
lagsmálverkanna áfram heima í stofu.
Íslenskt landslag er auðvitað eitthvað sem við
skiljum öll. Enga sérþekkingu eða ofuráhuga
þarf til að njóta þeirra forma og lita sem í því
birtast. Okkur þykir flestum líka ákaflega vænt
um íslenskt landslag, það snertir okkur djúpt,
það er hluti af okkar innsta kjarna. Hvað væri
Reykjavík án Esjunnar, Bláfjalla, Lönguhlíðar-
innar, Keilis, Snæfellsjökuls og Akrafjalls, fjalla-
hringsins sem umlykur okkur og birtist okkur
sem nýr en eilífur dag hvern?
Upphaf landslags
Sagt er að landslag eins og við hugsum um fyr-
irbærið í dag hafi orðið til þegar skáldið Francis
Petrarch kleif fjallið Ventosum í Frakklandi á
síðari hluta fjórtándu aldar gagngert til að njóta
útsýnis, en skrif hans um gönguna teljast til
fyrstu heimilda um slíkan leiðangur sem farinn
var eingöngu í fagurfæðilegum tilgangi. Fram að
því voru fjöll litin hornauga, Alparnir álitnir birt-
ingarmynd helvítis, enda enginn leikur að ferðast
þar um. Petrarch skrifaði nákvæma lýsingu á
ferð sinni og þegar hann loks sigraðist á fjalls-
toppnum eftir fjölmargar hremmingar, gladdist
hann mjög að sjá þaðan alla leið til ítölsku Alp-
anna, til Marseille og Miðjarðarhafsins. Hann var
alveg uppnuminn. Til að njóta enn fremur þess-
arar góðu stundar dró hann fram litla bók, Játn-
ingar heilags Ágústínusar, gjöf frá föður sínum
sem hann hafði ávallt í farteskinu. Hann opnaði
bókin af handahófi í von um að finna eitthvað við-
eigandi. Vildi þá ekki svo ótrúlega til að hann datt
einmitt niður á kafla um náttúrudýrkun en því
var nú verr að ekki var heilagur Ágústínus hrif-
inn af því fyrirbæri. Hann sagði eitthvað á þá leið
að menn dáðust að tign fjallanna, breidd ánna,
sjávarföllum og gangi stjarnanna en um sjálfa sig
og innri mann hugsuðu þeir ekki.
Petrarch varð svo mikið um þetta að hann
mælti ekki orð af vörum alla leið niður af fjallinu
og fannst hann hafa gert mistök að leita fegurð-
arinnar í hinum ytra heimi þegar hann hefði átt
að leita inn á við, í djúp sálar sinnar. Það var ekki
fyrr en nokkrum öldum síðar að fram kom sam-
líkingin milli landslags og sálarlífs, að í landslags-
mynd gæti birst sálarlíf málara eða þjóðar.
En á tímum Petrarchs var landslagsmálverkið
ekki einu sinni orðið til. Þó kom fyrsti vísirinn að
slíkum myndum fram á fjórtándu og fimmtándu
öld í svokölluðum mánaðarmyndum. Þær sýndu
hvaða störf voru innt af hendi til sveita og bæja í
hverjum mánuði og stundum líka viðeigandi af-
stöðu stjarnanna. Frægastar þessara mynda eru
verk Limbourg-bræðranna þriggja málaðar fyrir
greifann af Berry og nefndar Les Trés Riches
heures du Duc de Berry. Í bakgrunni þeirra má
sjá m.a. vetrarlandslag.
Þjóðverjanum Conrad Witz er síðan eignað
fyrsta landslagsmálverk Norður-Evrópu, en hún
sýnir Krist við Genfarvatn. Þar er komin fyrsta
myndin sem máluð er eftir þekkjanlegu, raun-
verulegu landslagi.
Hugarró í landslagi
Þróun landslagsmálverka í Evrópu er spenn-
andi og það má hugsa sér að heimsmynd hvers
tíma og staðar hafi á einhvern hátt birst í lands-
lagsmálverkum. Þannig má líka hugsa sér að
heimsmynd okkar Íslendinga birtist á einhvern
hátt í íslenskum landslagsmálverkum og það er
víst að íslenskt landslag lifir ekki aðeins í huga
okkar sem umhverfið sjálft heldur einnig sem
ótalmargar birtingarmyndir þess á striga mál-
aranna okkar. Hraunið á Þingvöllum er þannig
undir eilífum áhrifum frá Kjarval í huga okkar.
Í tilraun til að skilgreina landslagsmálverk í
grein í belgísku listatímariti vitnar Belginn Bert
Verschaffel m.a. í Þjóðverjann Alois Riegl þar
sem hann heldur því fram að landslag skapi ró í
huga áhorfandans. Kenning hans er sú að útsýni,
landslag í fjarlægð, sé svo langt í burtu að það
eina sem áhorfandinn geti gert sé að nema stað-
ar, horfa. Venjulega erum við stödd í heiminum
miðjum, þar sem allt getur gerst og stöðugt þarf
að bregðast við umhverfinu. En þegar við förum
á stað þar sem við njótum útsýnis og ekkert ann-
að er hægt að gera kemur yfir okkur ró og við
virðum heiminn fyrir okkur af æðruleysi. Engin
ný sannindi fyrir okkur Íslendinga held ég.
Það er einmitt þessi ró sem kemur yfir áhorf-
andann á sýningum þeirra Jóhannes Geirs og
Louisu Matthíasdóttur. Án efa þessi sama ró sem
fær okkur til að sækja í að skoða landslagsmál-
verk aftur og aftur, skoða heiminn í öruggri fjar-
lægð og innan ákveðins ramma, hlutverk okkar
er passíft, við horfum aðeins og njótum.
Landslagsmálverkið
sem griðastaður
Jóhannes Geir hefur á allra síðustu árum verið
afkastamikill eins og sjá má á sýningunni á Eið-
istorgi þar sem hann sýnir fjöldann allan af past-
elmyndum og olíumyndum. Litir hans eru að
verða æ sterkari og sumir minna á skæra og tæra
litanotkun Louisu á meðan aðrar myndir ein-
kennast frekar af mildum jarðlitum en oft í afar
óvenjulegum litatónum. Jóhannes Geir er fær
málari og auðvelt að njóta verka hans. Á sýning-
unni eru fjölbreytt verk og greinilegt að listamað-
urinn starfar enn af miklum krafti og verk hans
eru langt frá stöðnuð heldur má sjá þróun í átt að
ákveðnari litanotkun á síðustu árum, einnig er lit-
urinn láta móta formin meira en áður án þess að
útlínur þeirra séu afmarkaðar að öðru leyti.
Á sýningu á verkum af vinnustofu Louisu
Matthíasdóttur kemur fátt á óvart. Hér eru sýnd-
ar landslagsmyndir, uppstillingar og borgar-
myndir. Margar fallegar myndir en sumar sýnast
kannski ekki fullunnar. Sú staðreynd að mynd-
irnar eru teknar af vinnustofu listakonunnar að
henni látinni hlýtur að gera þeim erfitt um vik
sem þurfa að ákveða hvaða myndir séu í raun
fullgerðar og hefðu fullnægt öllum kröfum lista-
konunnar sjálfrar. Í stóru bókinni um Louisu sem
gefin var út 1999 kemur fram að vinnuaðferð
listakonunnar var jafnan sú að mála myndir í ein-
um rykk. Heppnaðist myndin ekki var ekki unnið
áfram með hana heldur var hún lögð til hliðar.
Þetta flækir málin kannski enn frekar.
Sýning á verkum af vinnustofu listamanns er
fín hugmynd en ég hefði jafnvel viljað sjá meira
af skissum og hreinlega greinilega ókláruðum
verkum eftir Louisu í bland við þessi verk, því
það er frábært að geta séð hvernig listamaður
vinnur frá skissu að málverki. Hér hefur vinnu-
stofan hins vegar aðeins verið opnuð að mjög tak-
mörkuðu leyti og bæta þessar myndir ekki miklu
við hugmyndir áhorfandans um verk Louisu. All-
ar myndirnar eru settar fram sem fullkláraðar
myndir og til sölu sem slíkar, ekkert við fram-
setningu þeirra gefur til kynna að um verk af
vinnustofu listakonunnar sé að ræða nema titill
sýningarinnar.
En þrátt fyrir þetta er heimur Louisu þarna til
staðar, eilíft sólskin landsins í fjarska, óður henn-
ar til daglega lífsins, lífsins sem hún lifði með sín-
um nánustu og ekki síst til málaralistarinnar.
Í bókinni um Louisu kemur einnig fram að hún
var ekki uppnæm fyrir atburðum líðandi stundar,
til dæmis hafði hún takmarkaðan áhuga á frétt-
um af hernámi Breta á Íslandi á sínum tíma.
Myndir þeirra Louisu og Jóhannesar Geirs bjóða
einmitt upp á frið og ró á tímum þegar stríðs-
fréttir dynja yfir, hvað sem á gengur er sýn
þeirra óbreytt.
Vinsældir landslagsmálverka
MYNDLIST
Hús málaranna, Eiðistorgi
Til. 31. mars. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu-
daga frá kl. 14–18.
MÁLVERK, JÓHANNES GEIR
Séð yfir Þingvelli eftir Jóhannes Geir.
Hafnarborg
Til 14. apríl. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga
frá kl. 11–17.
MÁLVERK ÚR VINNUSTOFU, LOUISA MATTHÍASDÓTTIR
1917–2000
Ragna Sigurðardóttir
Bleikur fundinn eftir Louisu Matthíasdóttur.