Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 FJÓRAR þekktustu hirðmeyjar franska keisaradæmisins á 19. öld eru viðfangsefni Virginia Rounding í nýjustu bók hennar Grandes Horizontales: The Lives and Legends of Four Nine- teenth-Century Courtesans. Rounding þykir takast vel upp með að draga fram mynd af lífi kvennanna og íburðinum sem því fylgdi. „Það sem þessar kon- ur stóðu fyrir var ekki kynlíf, heldur íburður ... og það er saga sem Rounding segir mjög vel,“ segir í dómi gagnrýnanda breska dagblaðsins Observer. Konurnar sem um ræðir eru Marie Duplessis – sem var fyrir- myndin að Kamelíufrú Alexand- ers Dumas, Apollonie Sabatier, La Païva og Cora Pearl og í frá- sögn Rounding kemur fram að þær hafi verið jafnt táknmyndir sem og blórabögglar alls þess sem var neyslukennt og gervi- legt í frönsku þjóðfélagi þess tíma. Púskin verðlaunaður OXFORDFRÆÐIMAÐURINN T. J. Binyon hlaut í vikunni Samuel Johnson verðlaunin fyrir ævi- sögu Púskin. Verðlaunaafhend- ingin þætti svo sem ekki í frásög- ur færandi nema af því að Binyon, sem er sérfræðingur í rússneskum bókmenntum, hefur áður einungis sent frá sér glæpa- sögur og stúdíu um glæpasögur – ekki bækur um sérfræðigrein sína. Binyon hefur hins vegar hlotið mikið lof fyrir bók sína sem nefnist Pushkin: A Bio- graphy, eða Púskin: Ævisaga, og sagði í yfirlýsingu dómnefndar að höfundurinn hefði lagt á sig mikið verk til að gera Púskin að- gengilegri fyrir enskumælandi lesendur. Satanískar nautnir FJÓRÐA bók Glen Duncan The Weathercock, eða Vindhaninn, nálgast viðfangsefni sadó- masókisma á ýmsan máta þótt gagnrýnandi breska dagblaðsins Observer segi höfundinn nálgast viðfangsefnið á mun víðari hátt. Þannig noti Duncan í sögu sinni hið óþægilega, erótíska, eggjandi og jafnvel kómíska til að takast á við jafnt upphafin sem hversdagsleg viðfangsefni og má nefna sem dæmi mörk mannlegs siðferðis, frelsi og ábyrgð og hugmyndina um hvað fólk væri tilbúið að gera öðrum ef það þyrfti ekki að axla ábyrgð gjörða sinna. Fjölskyldubönd FYRSTA skáldsaga Maile Meloy í fullri lengd kom út á dögunum en Meloy hefur áður getið sér orð sem smásagnahöfundur. Bókin nefnist Liars and Saints, eða Lygarar og dýrlingar, og rekur höfundur þar sögu fjög- urra ættliða Santerre-fjölskyld- unnar. Sögusviðið nær allt frá síðari heimsstyrjöldinni fram á okkar tíma og fjallar um allt frá hversdagslegu ósannsögli og af- brýðisemi að átakamiklum at- burðum, án þess þó að höfundur láti leiðast yfir í hástemmda dramatík. ERLENDAR BÆKUR Við hirð Napóleons III Púskin F JÖLMIÐLUM hér á landi er vandi á höndum þegar glæpir og afbrot eru til umræðu, m.a. vegna margs- konar viðkvæmra tengsla fólks í fámenninu. Nafnbirting er yfirleitt fyrsta vandamál sem taka þarf af- stöðu til. Fyrir nokkrum árum var mikil umræða um hvort barnaníð- ingar ættu að vera nafngreindir í fjölmiðlum en þar tókust m.a. á ólík sjónarmið foreldra og fórnarlamba og laga um persónuvernd. Oftast hefur reglan verið sú að grunaðir eru ekki nafn- greindir fyrr en líða tekur á málsrannsókn eða sekt sönnuð. Sú regla virðist nú á undanhaldi eins og berlega sést á nýlegri umfjöllun um dul- arfullar greiðslur aðalgjaldkera Landssímans til einkafyrirtækja í eigu hans, vina hans og vanda- manna. Ástæðan virðist vera sú að það sem er fréttnæmt við málið er persóna hinna meintu af- brotamanna – ekki afbrotið sjálft. Æsifréttin um ungu athafnamennina, vini og ættingja gjaldkerans, sem reyndust vera í bull- andi vanskilum og botnlausu gjaldþroti og hafa bæði svikið út og dregið sér fé, birtist strax í öll- um fjölmiðlum. Bæði Fréttablaðið og Stöð tvö hafa nafngreint forsprakkana. Umræðan um málið í heild hefur síðan þróast hratt og afar furðulega. Skrýtnast er að svo virðist sem það séu ekki eigendur = viðskiptavinir Landssímans sem eru fórnarlömb glæpsins, heldur glæpa- mennirnir sjálfir. Athyglin beinist aðallega að tveimur ungum mönnum sem eru þekktir frum- kvöðlar í þjóðlífinu og birtast reglulega á síðum Séð og heyrt; þess gjalda þeir nú bæði og njóta. Samskipti annars þeirra við bróður sinn (aðal- gjaldkerann) hafa verið skil- og sálgreind í fjöl- miðlum í leit að skýringum á fjárglæfrunum, tal- að er um afbrot þeirra félaga þriggja sem persónulegan harmleik, „misskilning en ekki ásetning“. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Japis, segir t.d. í Fréttablaðinu 31. maí sl.: „Þeir voru aldrei miklir nákvæmnis- menn. En við sáum aldrei ástæðu til að efast um heilindi þeirra og það kom manni svakalega á óvart að þeir skyldu lenda í þessum málum nú.“ Eini maðurinn sem hefur rakið hrakfallasögu Landssímans út frá sjónarhorni þeirra sem borga brúsann er Guðmundur Andri Thorsson, en hann velti því fyrir sér í Fréttablaðinu hvern- ig risafyrirtæki í almenningseign geti ekki haft á hreinu hvort 150 milljónir væru á sveimi í bók- haldinu eða ekki. Í Bakþönkum Eiríks Jónssonar í Frétta- blaðinu er skýringa á athæfi ungu mannanna leitað í nútímasamfélagsgerð. „Cocoa Puffs kyn- slóðin“ telur að það sé hámark lífsgæðanna að verða milljónamæringur fyrir þrítugt, helst án þess að læra nokkuð eða vinna neitt, segir Eirík- ur. Svona er íslenski draumurinn en hann getur snúist upp í martröð fyrr en varir. Þessi kynslóð þarf að berast mikið á, er djúpt sokkin í efn- ishyggju, lifir á skyndibitum og skyndigróða, notar gervineglur, gervibrúnku og eyðir plat- peningum. Skilaboð auglýsinga og fjölmiðla eru að allir séu að gera það gott en skuldadagarnir eru í blárri móðu fjarlægðarinnar. Í þættinum Fólki með Sirrý á Skjá einum var á dögunum spjallað við nokkra kaupfíkla; ungt fólk sem skuldaði milljónir en átti ekki neitt og hélt að því leyfðist það sem höfðingjarnir hefðust að. En er samfélaginu um að kenna hvernig komið er? Hver er ábyrgð einstaklingsins? Gilda önnur siðalögmál fyrir eina kynslóð en aðra? Fjöl- miðlar stýra samúð og andúð fólks með marg- víslegum hætti og verða að fara varlega með vald sitt. Það er varhugavert að reyna að vekja samúð með afbrotamönnum á grundvelli frægð- arorðs, tíðaranda eða samfélagsgerðar. En það er líka ámælisvert að þekktir einstaklingar njóti ekki sömu réttinda til nafnleyndar og aðrir sak- borningar. Og ef heil kynslóð í landinu lifir í blekkingarheimi er svo sannarlega tímabært að hún horfist í augu við „alvöru lífsins“. FJÖLMIÐLAR ALVARA LÍFSINS Athyglin beinist aðallega að tveimur ungum mönnum sem eru þekktir frumkvöðlar í þjóð- lífinu og birtast reglulega á síð- um Séð og heyrt; þess gjalda þeir nú bæði og njóta. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R I„Vatn er að verða mál málanna á alheimsvísueða á mælikvarða jarðarinnar. Við hljótum að þurfa að taka á því á ábyrgan hátt. Við höfum lifað við allsnægtir af vatni – okkur hefur þótt það svo sjálfsagt – að kannski kunnum við ekki að meta það. Ekki síst hér þar sem er svo mikið af því. Þessir fossar hafa alltaf verið til og fólki finnst kannski að þar af leiðandi hljóti þeir alltaf að verða til, eða þá að eitthvað geti komið í þeirra stað. En náttúran er ekki þannig að það sé alltaf hægt að setja eitthvað í staðinn,“ segir myndlistarkonan Rúrí sem er fulltrúi Íslands að þessu sinni á myndlistartvíær- ingnum í Feneyjum. Listræn sýn Rúríar á samspil myndlistar og nátt- úru, manns og umhverfis, mun þar birtast ótvíræð og án málamiðlana. Það er þungt lóð á vogarskálar þeirrar umræðu sem orðið hefur í veröldinni um umhverfismál á undanförnum misserum. „Mér finnst þetta myndmál nefnilega líka af- hjúpa hvað við erum mikil peð, ekki síst þegar horft er á þá farvegi sem árnar okkar hafa grafið. Stund- um hefur það hugsanlega tekið hundruð þúsunda ára, en sjálf lifum við nú ekki nema svona hundrað ár að hámarki. Mér finnst alltaf mjög athyglisvert að skoða okkar líf, eða mitt líf, í samhengi við al- heiminn – hið stóra samhengi. Ég álít það hollt, það dregur til dæmis úr hættunni á hroka. Mér finnst það bæði lærdómsríkt og gefandi.“ II „Bókin Túlkun Íslendingasagna í ljósi munn-legrar hefðar er gott framlag til þeirrar umræðu sem nauðsynlegt er að haldi áfram um eðli og upp- runa fornbókmenntanna og túlkun þeirra. Mér sýn- ist hún koma á eftirfarandi hátt inn í þá sögu fræð- anna sem dregin var upp í einfaldaðri mynd hér að framan: Á seinasta þriðjungi síðustu aldar hljóp mikið fjör í rannsóknir á munnlegri hefð hvarvetna í heiminum. Fræðimenn drógu lærdóm af athug- unum þjóð- og mannfræðinga á því hvernig sam- félög sem ekki styðjast við lestur og skrift miðla fróð- leik frá manni til manns og kynslóðar til kynslóðar, og studdust við þær við endurskoðun hugmynda sinna um fornbókmenntir vestrænna þjóða, t.d. Hómerskviður eða frönsku kappakvæðin. Rann- sóknir á norrænni miðaldamenningu smituðust einnig af þessum áhuga, en upphaflega var sjónum aðallega beint að fornkvæðunum, einkum eddu- kvæðum, því þau virtust vel koma til greina sem bókmenntir sem hefðu getað borist munnlega frá manni til manns og verið endursköpuð í hverjum flutningi. Erfiðara gekk að notfæra sér þessi fræði til að álykta um það hvort og hvernig langar sögur á borð við Íslendingasögur hefðu getað þróast sem munnleg sagnalist áður en þær voru festar á skinn,“ segir Torfi Tulíníus í ítarlegri umfjöllun sinni um doktorsritgerð Gísla Sigurðssonar. Fræðimenn af yngri kynslóð hafa verið óhræddir við að leita fanga um túlkun fornsagnanna íslensku í hinn samevrópska rann. Ólíkt forverum sínum sem héldu gjarnan stíft fram sérstöðu Íslend- ingasagnanna og því hvernig þær hefðu sprottið nánast af sjálfum sér hér upp á Íslandi þá hafa yngri fræðimenn sett íslensku fornsagnirnar í sitt eðlilega samhengi sem hluta af evrópskum mið- aldabókmenntum þó sérstaðan vegna tungumálsins og einangrunar landsins sé óumdeild. NEÐANMÁLS Á þessum tíma hafði skólinn á að skipa mörg- um ungum kennurum sem áhuga höfðu á að „bylta kerfinu“ og a.m.k. færa kennsluhætti í þá átt að nemandinn væri í brennidepli, allur þroski hans, þekking og menntunin nýttist honum sem þegn í lýðræðisríki komandi tæknialdar. Ferlið skipti meira máli en loka- niðurstaða úr afmörkuðum fögum. Að læra að læra var mikilvægast af öllu. Þeim var einnig í mun að skólastarf færðist í átt til þess sem tíðkaðist í nálægum löndum. Menntun kennaranna og reynsla var margvísleg og nýttist einkar vel til skoðanaskipta. einkum var áberandi, að þeirra mati, hve gömul og gróin vinnubrögð stungu mjög í stúf við mennta- stefnur, nám og kennslu sem þeir höfðu í far- teski sínu úr námi og/eða reynslu af skóla- starfi í nálægum löndum. Hins vegar er það til umhugsunar að flestir þeirra fundu fljótt að það að flagga nöfnum kenningasmiða og hugmyndum fræðimanna var ekki málum til framdráttar út í frá. Það var talið til sjálfsupphafningar og menntasnobbs og jafnvel örlaði á þeirri skoðun hjá kenn- urum að erlendar rannsóknir og kenningar hentuðu ekki íslenskri heilastarfsemi. Ef til vill var þetta rótgróin þjóðernisafstaða íslenskra kennara sem töldu að ekki þyrfti að leita ullar í erlendum görðum. Þetta var sérstaklega áber- andi varðandi lestrarkennslu og almennt um kennslu yngri barna. Enda var þar ráðist á rammgirtan garð. Áratugum saman höfðu allir menntaðir kennarar yngri barna gengið troðna slóð sem lögð var fyrir þá af fyr- irmyndarkennurum Kennaraskólans. Þetta er ekki sagt þeim eldri til hnjóðs heldur augljós staðreynd og í samræmi við tíðarandann. Enda segir sagan að ekkert er íhaldssamara en skólinn og skólakerfið. Skóli í deiglu. Kolbrún Sigurðardóttir bls. 151. Rannsóknastofnun KHÍ 2002 Móses og Allah 128. Móses sagði við þjóð sína: „Leitið hjálpar hjá Allah, og sýnið þolgæði. Jörðin er eign Allah; Hann gefur hana í arf hverjum sem honum þóknast. Og hlutur hinna réttlátu mun farsæld veita.“ 129. Þeir svöruðu: „Vér vorum ofsóttir áður en þú komst til vor, og enn erum vér ofsóttir.“ Hann sagði: „Drottinn yðar mun ef til vill tortíma fjendum yðar og gera yð- ur að stjórnendum landsins. Þá mun hann sjá hegðun yðar.“ 130. Vér höfum þjakað þegna Faraós með hallæri og hungursneyð þeim til umvöndunar. 132. Þeir sögðu við Móse: „Einu gildir hvaða kraftaverkum þú beitir til þess að villa um fyrir oss; vér trúum þér ekki.“ 134. Og hvenær sem refsingin á þeim dundi, hróp- uðu þeir: „Móses, ákalla þú Drottin þinn fyrir oss, að Hann efni heit sitt við þig. Ef þú léttir af oss þessu böli, munum vér trúa þér og láta börn Ísraels með þér fara.“ 135. En þegar Vér höfðum létt af þeim plágunni og kominn var settur tími, brutu þeir loforð sitt. Kóraninn. Þýðing Helgi Hálfdanarson. 2. útgáfa endurskoðuð 2003. MM Morgunblaðið/RAX Andlit í skýjum. EINSÖGUBROT ÚR KENNSLU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.