Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Qupperneq 5
Ef við lítum til framvindunnar í þínum
ferli er augljóst að þér hafa alltaf fylgt mjög
sterk höfundareinkenni. Finnst þér sjón-
deildarhringurinn í þinni sköpun hafa víkkað
með aldrinum eða ef til vill frekar skerpst á
þrengra sviði?
„Ég held að það hafi ekki orðið nein
grundvallarbreyting á því hvernig ég vinn.
Auðvitað er ég reyndari og veit betur hvað
ég ræð við – loksins,“ segir Rúrí brosandi.
„En svo virðist sem misvel meðvituð hug-
myndafræði mín hafi mótast snemma, en
þegar ég fór að vinna Paradís? – Hvenær? þá
var ég orðin fullkomlega meðvituð. Menn
hafa talað um að rödd mín sé pólitísk, en frá
mínum bæjardyrum séð taldi ég mig vera
mjög ópólitíska þegar ég var yngri. Þá lagði
ég að vísu annan skilning í orðið en núna,
meira í takt við hvernig pólitík er rædd á Ís-
landi. Í seinni tíð hef ég gert mér grein fyrir
því að ég þarf ekkert að óttast það að skoð-
anir mínar komi fram í verkunum. Hér
heima hefur nefnilega verið ákveðinn ótti við
að sýna skoðanir í myndlist, finnst mér, þótt
það kunni að vera misskilningur. Að lokum
steig ég þetta skref meðvitað – ég vildi vera
fullkomlega meðvituð um að þetta væri há-
pólitísk list.“
Getur verið að rekja megi þennan ótta sem
þú nefnir til þess hversu listhefðin hér er
stutt, að listamönnum hafi framan af fundist
þeir þurfa að vinna tímalaus verk sem voru
hafin yfir dægurþras? Í seinni tíð má finna
að unga listamenn á Íslandi virðist langa til
að taka þátt í orðræðu við samfélagið – þau
eru óhrædd við að vera pólitísk.
„Já, það er mjög ánægjulegt að sjá það.
En stundum hefur mér fundist sem þessi
vandi sem ég er að tala um hafi tengst ’68-
tímanum. Þá komu hingað norrænar sýn-
ingar með pólitískum verkum sem voru svo
margtuggin. Þetta var ekki góð list og vera
má að það hafi stuðað menn svo illa að þeir
hafi forðast það eins og heitan eldinn að
lenda í áþekkum pytti. Ég veit þó ekki hvort
þetta er rétt skýring, en samfélag okkar er
svo lítið og þröngt að það getur líka verið
óþægilegt að láta í ljós pólitíska afstöðu.“
Viðhorfin afgreidd í eitt skipti fyrir öll
Nú hefur þú sýnt mikið erlendis, finnst þér
þú finna fyrir ólíkum viðbrögðum þar miðað
við hér heima?
„Mér finnst ég að jafnaði hafa fengið miklu
jákvæðari viðbrögð erlendis og miklu sterk-
ari, þótt auðvitað sé það einstaklingsbundið.
Það er einnig til fólk á Íslandi sem er mjög
meðvitað um strauma í myndlist og skynjar
listina sterkt. En mér hefur samt fundist ég
finna meira fyrir því erlendis. Ég hef til
dæmis oft sagt frá því í gríni að þegar sam-
keppnin var um verkið við Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar, þá var ég orðin svo hvekkt á því
að það var alltaf talað við mig eins og vitleys-
ing hérna heima. Á þessum tíma hafði ég
unnið mikið erlendis og hafði til að mynda
stofnað gallerí ásamt Kees Visser í Hollandi.
Auk þess hafði ég verið í Kaupmannahöfn og
stofnað þar til Experimental Environment-
samstarfsins með norrænum listamönnum og
tekið þátt í stofnun Nýlistasafnsins hér
heima. Ég tók einnig þátt í sýningum erlend-
is þar sem verk mín vöktu talsverða athygli,
en upplifði samt þessa vanþekkingu gagnvart
minni list hér heima. Ég hugsaði því með
mér að ég skyldi nú bara sýna hvað ég gæti
og gerði regnbogann – bara sem svona kynn-
ingu á minni list. Það hvarflaði ekki að mér
að verkið yrði valið þar sem það yrði vænt-
anlega svo dýrt í framkvæmd. Það sem mér
gekk til var að afgreiða viðhorfin í eitt skipti
fyrir öll. Það kom mér því mikið á óvart þeg-
ar það var hringt í mig og tilkynnt að verkið
hefði verið verðlaunað.“
Nú er þetta líklega það myndlistarverk
sem flestir Íslendingar þekkja.
Rúrí játar því hlæjandi en segist þó ekki
telja það sitt besta verk. „Ég er samt mjög
sátt við það. Til að byrja með óttaðist ég að
það yrði of frekt af því það er svo stórt og
litríkt, en það reyndist ekkert vandamál.
Þegar maður er að gera svona stórt verk sér
maður það ekki fyrr en það rís. Vinnan við
hönnun og smíði stóð yfir í nokkur ár, síðan
lá verkið á hliðinni á meðan glerinu var rað-
að í og fór ekki upp á endann fyrr en á loka-
degi þegar það var reist með risastórum
kranabílum. Og þá fyrst þegar verk er komið
upp sést hvort það stendur undir vænt-
ingum, sem getur verið erfitt fyrir taug-
arnar.“
Listamaður eins og þú – sem upplifir hug-
myndina á undan hinni efnislegu útfærslu –
lendir þú aldrei í átökum við efnið þegar hið
afstæða verður að áþreifanlegum veruleika?
„Ja, stundum óska ég þess einmitt að ég
þyrfti ekki svona mikið efni! En ég geri auð-
vitað ekki verk sem ég er ekki sátt við og
hætti aldrei fyrr en ég finn rétta lausn. Ég
hef meira að segja geymt hugmyndir í mörg
ár af því ég var ekki búin að finna góða lausn
á framkvæmdinni.“
Óttinn við þekkingarleysið
Nú hefur þú, eins og áður sagði, verið
mjög virk meðal myndlistarmanna og verið í
forsvari fyrir ýmsum mikilvægum verkefn-
um. Finnst þér myndlistarlíf á Íslandi hafa
breyst á því tímabili sem þú hefur verið við-
riðin þetta starfsumhverfi?
„Ætli ástandið sé ekki ósköp svipað því
sem það var, það hefur ekki mikið breyst.
Það er mjög erfitt að vera starfandi lista-
maður á Íslandi. Markaðurinn er svo lítill og
takmarkaður, auk þess sem lítill áhugi er á
samtímalist. Jafnvel þeir sem safna myndlist
hafa ekki kynnt sér samtímalistina eins og
hún gerist í dag, þótt auðvitað séu til aðdá-
unarverðar undantekningar í því sambandi.
Maður hefði gjarnan viljað sjá meiri kjark
hjá stofnunum og fyrirtækjum þegar verið er
að kaupa eða setja upp verk. Ef þessir aðilar
telja sig ekki hafa faglegt vit á myndlist er
ekkert einfaldara en að leita til fagmanna,
nákvæmlega eins og ég leita til fagmanna til
þess að leggja rafmagn í verkið mitt. Ég
skammast mín ekkert fyrir að láta einhvern
sem hefur vit á rafmagni segja mér hvernig
það á að vera. Mér finnst stundum eins og
fólk geri of mikið úr óttanum við þekking-
arleysi sitt þegar myndlistin er annars vegar
– að fólk sé of hrætt við að leita til fagmanna
eins og það sé einhver minnkun í því.
Samt má finna fyrir framförum, menn hafa
til dæmis verið að vinna að því að byggja
þátttökuna í Feneyjum upp undanfarið.
Margt fólk hefur unnið gott starf í því sam-
bandi, en að mínu mati þarf að setja ein-
hverja stofnun yfir þessa framkvæmd eins og
gert hefur verið meðal annarra þjóða. Af
hálfu ráðuneytisins hefur aldrei verið lagt
meira í þátttökuna en núna og Laufey
Helgadóttir hefur unnið sleitulaust að kynn-
ingarmálum svo við séum í einhverjum takti
við það sem aðrar þjóðir eru að gera þrátt
fyrir að hafa ekki sömu aðstöðu og þær. Í því
sambandi skiptir miklu að nýta fjármagnið
eins vel og hægt er og vonandi hefur þessi
vinna áhrif til framtíðar.“
Smámyndir af hluta þeirra fossa sem eru í verkinu á tvíæringnum. Alls eru í verkinu ljósmyndir á
filmu af 52 fossum sem komið er fyrir á milli glerja á rennibrautum sem rennt er inn í hirslu.
„Vatn er að verða
mál málanna á al-
heimsvísu eða á
mælikvarða jarð-
arinnar. Við hljótum
að þurfa að taka á
því á ábyrgan hátt.
Við höfum lifað við
allsnægtir af vatni –
okkur hefur þótt það
svo sjálfsagt – að
kannski kunnum við
ekki að meta það.
Ekki síst hér þar sem
er svo mikið af því.
Þessir fossar hafa
alltaf verið til og
fólki finnst kannski
að þar af leiðandi
hljóti þeir alltaf að
verða til, eða þá að
eitthvað geti komið í
þeirra stað. En nátt-
úran er ekki þannig
að það sé alltaf hægt
að setja eitthvað í
staðinn.“
fbi@mbl.is
Verkið „Paradís? – Hvenær?“ frá árinu 1998, er gott dæmi um heimildasöfnun þá sem Rúrí hefur
notað í list sinni, en nýja verkið í Feneyjum byggir einnig á skrásetningarþörf hennar.
Verk Rúríar, „Archive – endangered waters“, byggir á gagnvirkri fjöltækni, en áhorfandinn getur
dregið myndir af fossum út úr rekkanum og hlustað á nið þeirra um leið.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 5