Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 9 1. Það hófst með framkvæmd forsjónar, sem fyrr vor kirkjan metur, þá ellefu við aldirnar sex árin teljum betur, er Hólastifti Gissur gaf með Guði Norðlendingum. Búendum bauð hluta af biskups verka-hringnum. 2. Þar fyrstur kom hann herra Jón, við ,,helga“ nafnið kenndur, Ögmundsson með engla tón af erkibiskup nefndur. Þá varð að finna stifti stað til starfa: – Biskups setur. Þeim bauðst á Hólum hlutverk það, þeir hefðu ei valið betur. 3. Fjölsótt ,,heim að Hólum“ var, hefð þar kirkjú að sækja, enda miðstöð menningar, í mætti Guðs, að rækja. Kirkjan þurfti kennilýð, þar kennsla hófst í skóla. Bókagerð var góð og tíð, Guð vor leit til Hóla. 4. Við Guðbrand kennd er bóka bók, strax blessun mesta veitti sem hann í prent að Hólum tók, að hluta þýddi og skreytti. Ef eigi jafn-vel, jafn-skjótt þýtt játað Guðs Orð væri er óvíst hvort vel íslenskt, frítt og elskað mál sig bæri. 5. Senn níu alda tímatal nú telur Hólastifti, þá Austurbúum bauðst það val að breyttust svæða skipti. Vígslubiskups umsjón er ætíð mikils virði æðri stjórn er eins og ber hjá yfir kirkju hirði. 6. Mikil gjöfin Gissurar gerðist þeim mun stærri. Því ábyrgð vex – og vandinn þar. Verum Guði nærri, því nema hann sinn haldi vörð hamrar marklaust smiður. Að vilja Guðs – svo verkin gjörð mest virðir kristinn siður. SR. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup. Hólastifti hið forna og nýja ing borgarinnar, Stefs og Flugleiða sem auðveld- ar framsæknu tónlistarfólki að hasla sér völl er- lendis. „Þetta eru þó allt of litlir peningar, en hugmyndin er góð,“ segir Kjartan. „Borgin er bú- in að átta sig á því að það koma hingað ferðamenn vegna tónlistarinnar.“ Georg segir þá oft verða vara við að fólk langi að heimsækja Ísland, gagn- gert til að skoða uppruna tónlistarinnar sem það er að hlusta á. Svo er það auðvitað fólkið sem kemur á alla tónleika þeirra, hvar sem er í veröld- inni – eitthvað er um það, og ég velti því fyrir mér hvort þeir eigi sér fastan aðdáendahóp, eða cult, í kringum sig. „Það er hollensk stelpa sem kemur mjög oft, og önnur japönsk sem flýgur út um allan heim til að koma á tónleika,“ segir Georg. „Hún flaug til dæmis frá Japan til Kanada á eina tón- leika. Við hittum hana fyrir utan og bjóðum henni á alla tónleika, nóg að borga flugfarið. Hún er orð- in góður vinur okkar í dag. En annars er ekkert cult í kringum okkur, kannski helst í Frakklandi og Hollandi, þar er eitthvert lið sem eltir okkur.“ Tónleikaferðin með Radiohead er þeim eft-irminnileg og Kjartan segir að hún hafihaft mikla þýðingu fyrir Sigur Rós. „Viðspiluðum tíu tónleika með þeim, og fyrir um tólf þúsund manns í hvert sinn. Þetta voru meira en hundrað þúsund manns í allt á tveim vik- um. Þetta hafði heilmikil áhrif.“ „Það var líka gaman fyrir okkur að sjá hvaða risabatterí svona tónleikar eru,“ bætir Orri við. „Það voru um hundrað manns í vinnu við tónleikana sjálfa.“ Og Georg rifjar upp tónleikana í París. „Maður fékk hálfgert sjokk, það voru svo mikil læti í fólkinu og mikið öskrað. Manni var oriðið heitt í hausnum að heyra tólf þúsund manns öskra og klappa, maður kiknaði eiginlega í hnjánum eins og maður væri hálfhræddur. En þetta var auðvitað rosalega gaman.“ Enn erum við varla búin að minnast á samstarf Sigur Rósar við Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson sem náði hámarki í Hrafnagaldri Óðins á Listahátíð í fyrra. „Við vorum búnir að tala lengi um að gera þetta og svo bara atvikaðist þetta svona,“ segir Kjartan. „Við vorum ekkert rosalega lengi að semja tónlistina. Við byrjuðum á því að fara til Páls á Húsafelli til að fá að spila á steinana og bjuggum grunnstefin til um leið og við komumst í tæri við steinaspilið. Steindór kom svo með stemmurnar ofan á það, og svo útsettum við allt klabbið.“ Hrafnagaldur Óðins vakti mikla eftirtekt og tilnefning til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fylgdi í kjölfarið nú í vor. Hrafnagaldur verður enn á ferðinni í sumar. „Við förum á Ólafshátíðina í Þrándheimi í lok júlí og spilum tvenna tónleika í Olavshallen,“ segir Kjartan. „Þetta er hákristileg hátíð og verður vonandi bara gaman. Svo er planið að fara líka til Frakklands með Hrafnagaldur á næsta ári á Ís- landsdaga.“ Scola cantorum verða með Sigur Rós í Þrándheimi en hljómsveitin verður norsk. Stein- arnir hans Páls verða auðvitað með í för, annað eins músíkgrjót sjálfsagt erfitt að finna annars staðar. Við förum að ljúka þessu spjalli. Stelpan hans Orra er hætt að príla í pabba sínum og vill fara að komast út. Þar bíður allsendis ómúsíkalskt Bankastrætisgrjótið í hrúgum – eina músíkin í því þegar þétt regnið lemur það – reyndar svolítið skemmtileg hljóð. Ég undrast með sjálfri mér hvernig Sigur Rósar-strákarnir fara að því að vera svona afslappaðir, miðað við allt fárið kring- um hljómsveitina á síðustu misserum. Ég stend mig að því að vera eins og sannur Íslendingur, dást að þeim í innstu hugarskotum fyrir eljuna og vinnusemina. En best er að vita af því að enn er til fólk sem finnst gaman að skapa, búa eitthvað til, koma heiminum á óvart með nýjum hugmyndum um það hvernig tónlist getur verið – og gerir það líka svona listilega vel. að búa til tónlist, ekkert vesen.“ „Það var nú samt markmið hjá okkur með Ágætis byrjun að reyna að ná til sem flestra,“ segir Kjartan. „Við vildum reyna að breyta tónlistarheiminum, og auðvitað vonar maður að það gerist og að við getum opnað eyru fólks.“ Þetta þýðir þó engan veginn að Sigur Rós eigi sér ekki drauma um hluti sem gaman væri að gera. „Auðvitað langar mann að gera all- an fjandann,“ segir Kjartan „en það eru engar knýjandi langanir um einhver risaverkefni. Plön- in okkar ná frekar stutt fram í tímann.“ Og næstu plön ná fram í ágúst. Þá langar þá að fara í stúd- íóið og byrja á næstu plötu, ekki klára, bara byrja. „Hún kemur kannski út á næsta ári, kannski ekki; – kannski kemur hún bara út í ágúst.“ Það hefur vakið athygli hversu miklu list-rænu frelsi Sigur Rós hefur náð fram ísamningum sínum við erlenda útgefend-ur. Hljómsveitin ræður öllu, syngur á ís- lensku ef hún vill – reyndar kom það fram í skoð- anakönnun nýverið að erlendum aðdáendum hljómsveitarinnar finnst ekki síðra að heyra sungið á íslensku en ensku; eða vonlenskunni, tungumálinu eða málleysunni sem Jónsi hefur komið sér upp og syngur á. Einhvers staðar var haft á orði að jafnvel Sting næði ekki svona góð- um samningum. En þetta er tvíbent. „Þetta skipt- ir okkur öllu máli,“ segir Georg. „En það er auð- vitað hægt að semja um hvað sem er og það er hægt að skrifa undir svona samning og fá ekkert í staðinn, það er bara þannig. Það er ekkert mál að fá samning sem býður upp á hundrað prósent list- rænt frelsi, ef plötufyrirtækið getur ekki boðið það, þá bara skrifar maður ekki undir, það er svo einfalt, ekki síst ef það vill fá mann á samning hjá sér,“ segja þeir. Þetta var kannski minna mál þegar þeir voru að byrja og voru hjá litlu fyr- irtæki. Segjast þó gætu náð svipuðu frelsi hjá stærra fyrirtæki í dag – þeir eru jú búnir að sanna rækilega að þeir standa undir væntingum. Það er hreint ekki auðvelt að segja eitthvað fal- legt um Sigur Rós, og ég finn að þeir verða svolít- ið hvumsa við hrós. Þannig er það einmitt þegar ég spyr þá hvort það sé ekki góð tilfinning fyrir þá að sjá hvað aðrar hljómsveitir eiga auðveldara með að koma sér áfram í kjölfar velgengni Sigur Rósar. „Ég held að það sé ekkert okkur að þakka,“ segir Kjartan. „Aðrar hljómsveitir eru að gera það gott fyrir sitt eigið ágæti, og það er auð- vitað hrein snilld. En auðvitað hefur athyglin beinst mikið að Íslandi síðustu fimm til tíu árin. Öll sú athygli hefur skipt máli. Það eru ekki bara Sykurmolarnir, Björk og Sigur Rós sem athyglin hefur beinst að, hér er bara fullt af góðum hljóm- sveitum. Íslendingar eru mjög metnaðarfullir og vilja vera bestir, allir á fullu. Þeir eru bara að fatta það núna að þeir geta líka gert góða hluti í tónlistinni. Sjálfstraustið er að byggjast upp. Yngri kynslóðir hafa það fram yfir þær eldri.“ Við sökkvum okkur niður í samræður umfyrirbærin í íslenskri tónlist. Country-ball-band, það finnst þeim erfitt að út-skýra fyrir útlendingum, enda íslensk sveitaballamenning svolítið sér á parti. Við erum þó ekki frá því að ný kynslóð hljómsveita sé kannski svolítið frumlegri og meira skapandi en þær eldri. Í eina tíð voru hljómsveitir metnar eftir því hve vel þær gátu hermt eftir öðrum; Stones, Bítlunum, eða hvað það var nú. „Auðvitað hefur alltaf verið til fullt af skemmtilegum hljómsveit- um, ekki síst á níunda áratugnum; Þeyr til dæmis, og svo Trúbrot á sínum tíma. Lifun til dæmis, geðveikt stöff. Kannski eru tímarnir breyttir og fleiri að gera eitthvað skapandi,“ segir Kjartan, „en það hefur alltaf verið til fólk sem hefur verið að gera eitthvað sérstakt og áhugavert.“ Orri seg- ir að Björk hafi átt sinn þátt í því að gera heim- inum skiljanlegt að hér væri fleira en bara bænd- ur og sjómenn og Kjartan bætir því við að Íslendingar sjálfir séu að uppgötva æ betur að í þeim búi hæfileikar á fleiri sviðum en að veiða fisk og ala búfénað. Þeir eru þó á því að enn vanti nokkuð á að yfirvöld og opinberar stofnanir átti sig á þessu. „Hvað er langt síðan Björk meikaði það – var það ekki ’93? Þeir eru að fatta þetta núna, tíu árum seinna,“ segir Kjartan. Við rifjum það upp þegar Jónsi sótti um styrkinn til borg- arinnar um árið til að vinna með kvæðamönnum en fékk ekki. Ætli þeir fengju svoleiðis styrk í dag, þegar þeir eru búnir að sýna hveru gífurleg- an kraft var að finna í samruna þessara greina tónlistarinnar? Og Kjartan verður ómyrkur í máli: „Það er rétt að það komi fram að ríkisstjórn- in hefur verið að hampa því að hún hafi verið dug- leg við að styrkja Sigur Rós. Það kom frétt um það í Fréttablaðinu eftir áramót að við hefðum verið hæstir í styrkjum árin 2000–2001 frá menntamálaráðuneytinu. Það var útskýrt með því að við hefðum spilað á Expó. En það var nú bara það að við fengum borgað fyrir að spila tón- leika, það var nú allur styrkurinn.“ „Við áttum semsagt að vinna ókeypis, en vera þakklátir fyrir að fá styrk í staðinn,“ segir Georg og Kjartan bætir við: „Þeir hafa kannski talið að við værum bara sveitastrákar, en svo var ekki, á þessum tíma vorum við á túr í Evrópu og fittuðum þessum tónleikum bara inn í það. Jú, við fengum einu sinni 200 þúsund króna styrk, það er allt og sumt. Halldór Ásgrímsson talaði svo um það í Undirtón- um nú fyrir kosningarnar hvað þeir hefðu verið duglegir að styrkja Sigur Rós. Það er bara bull og vitleysa.“ Þeir eru þó hæstánægðir með Loftbrúarsamn- begga@mbl.is ÆTLAÐ AKT“ Morgunblaðið/Sverrir veinsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jónsi mundar fiðlubogann á gítarinn. pila erlendis og um haustið var haldið í tónleika- Englands. Umsagnir erlendra blaða um leik Sig- eg – frábær hljómsveit, og Sigur Rós var spáð jók hróður Sigur Rósar enn, að henni var boðið að okksveitina Radiohead á tíu tónleikum. Ágætis hefur nú selst í nálægt 400.000 eintökum, þar af afs, en þar kom hún út á vegum MCA útgáfunnar var bæði ferðast um Evrópu og Bandaríkin og r Andersen og strengjakvartettinn Anima. Árið vö lög fyrir kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- ns, írska lagið Bíum bíum bambaló og útvarpsstef við dánarfregnir og jarðarfarir og ári síðar voru ar notuð í kvikmynd Cameron Crowes, Vanilla igur Rós, Steindór og Hilmar Örn Hilmarsson rumkvæði Listahátíðar og sköpuðu stórvirkið rumfluttu það í London og endurtóku á Listahátíð feiknargóða spilverk voru Sigur Rós, Steindór og listarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Reyndar alls kyns viðurkenningar, útnefningar og tilnefn- nsku tónlistarverðlaunin. msveitum heims – ein af fjörutíu bestu hljóm- ., vegsemdin er mikil. Næsta plata Sigur Rósar, ( ) a, og ekki olli hún gagnrýnendum vonbrigðum. Í drað þúsund eintaka verið seld. Frá útmánuðum rið að spila í útlöndum; í Bandaríkjunum, Evrópu ú á vordögum kom líka út plata hljómsveitarinnar amynd Ólafs Sveinssonar, Hlemm. Næst er ferð- duhátíðina sem hefst í næstu viku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.