Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003
U
M ÞAÐ bil sem fasteign-
arnúmerið 445 (á núver-
andi Jónshúsi og við-
byggðum húsum) kemur
fyrst fram í ráðhússkjöl-
um Kaupmannahafnar
standa þær byggingar við
Stenkulsgade (síðar Öster
Voldgade) og niður með Muldgade, sem var
ósteinlögð moldartröð upp á Östervold, virk-
isvegg borgarinnar móti austri, og þar
gnæfði upp stór vindmylla. Vestanvert við
Muldgade og upp að Stenkulsgade var
kirkjugarður, Sct. Annæ kirkegård, vígður
árið 1654. En þar sem grafreitur þessi
fylgdi engri ákveðinni kirkju var hann af-
helgaður og þrælafangelsið nýja, Stokhuset,
reist á svæðinu árið 1727 og tók við af
þrælafangelsinu gamla á Brimarhólmi. Eftir
það fékk Moldargatan gamla nýtt nafn, og
hefur síðan heitið Stokhusgade.
Nú hafði fólki mjög fjölgað í hinu stór-
merka byggðarhverfi Nýbúðum frá dögum
Kristjáns kóngs IV, þar sem fyrrum sjó-
mönnum úr danska hernum og kaupskipa-
flotanum var búið öruggt elliskjól með fjöl-
skyldum sínum. Það góða og ráðsetta fólk,
við Krokodillegade, Delfingade og aðrar
slíkar götur, varð að fá sína kirkju eins og
aðrir kristnir Hafnarbúar. Hún var reist og
helguð blessuðum Páli frá Tarsus. En ein-
ber sunnudagskirkja er trúuðum sálum ekki
nóg; þær urðu sem aðrar að geta beðið upp-
risunnar í vígðum reit með andlitið móti
austrinu, og því var fundinn allstór leg-
staður sem náði frá bakvegg Stokkhússins
og niður á Rigensgade, og var sá nýi jurta-
garður Herrans almennt nefndur „Skibs-
gården“.
Tóbak og te
Konungsríkið Danmörk bjó enn á þessum
tíma að auðnum frá fyrrum nýlendum sín-
um, teinu frá Indlandi, en tóbakinu og sykr-
inum frá þrælanýlendum sínum í Vestur-
Indíum. Þeir sem að þeim innflutningi sátu
voru einir auðugustu borgarar Kaupmanna-
hafnar og koma víða við sögu. Hinn 3. júlí
1843 selur tekaupmaðurinn Freischou Wil-
helm Friemand Schram hús sín og lóðir við
Stenkulsgade og Stokkhúsgötu, fasteign-
arnr. 486. Þar byggir Frímann Schram all-
stórt þrílyft hús með íbúðum efra, en tób-
aksgerð á fyrstu hæðinni. Reyndar er hún í
skjölum kölluð „Tobaksfabrik“, en hefur
vart fengizt við annað en að orna grængulu
tóbaksblöðin, rúlla þeim í vindla eða rjól
sem skorið var í píputóbak eða neftóbak,
sem var þá mjög í tízku.
Ekki hafði herra Frímann Schram lengi
látið kynda tóbaksofnana við Stokkhúsgötu
þegar eldur brauzt út og húsin upp fyrir
hornið á götunni brunnu öll til grunna. Samt
rís þessi óvílsami kjarkmaður eins og Fönix
upp úr öskunni og sækir til borgarráðs um
stækkaða lóð til uppbyggingar (fasteignanr.
468A og 486B). Þar byggir hann upp þrí-
lyfta húsið við Stokkhúsgötu og nýtt fimm
hæða íbúðarhús á horni Stokkhúsgötu og
Öster Voldgade, þ.e. núverandi „Jónshús“
(fasteignarnr. 486B). Þetta nýja hús fékk
aðalinngang frá „Austurvegg“, Östervold, og
níu gluggafög í þá átt. Horn hússins, á mót-
um Östervold- og Stokhusgade, er þver-
skorið, og var þar síðar, eftir að íslenska
þjóðin eignaðist húsið, komið fyrir minning-
artöflu um búsetu þeirra Jóns Sigurðssonar
og frú Ingibjargar í byggingunni.
Framkvæmdir W.F. Schrams ganga svo
vel undan, að hinn 12. apríl 1853 biður hann
um skoðun sérhæfra manna, og 17. október
sama árs er því lýst yfir að í öllu sé farið
eftir löglegri byggingarsamþykkt. Einnig er
getið um húsagarðinn með lystihúsi, útisal-
ernum og uppmúruðum tröppum að eldhús-
inu á 1. hæð og bakdyrastigaganginum á
efri hæðir. Undir 4⁄5 hlutum hússins var
kjallari sem var um hríð notaður til íbúðar.
Hins vegar var húsið (núverandi „Jónshús“)
ekki tekið endanlega út af opinberri hálfu
fyrr en árið 1857 og þá sagt að öllu leyti frá-
gengið til íbúðar. Við þá endanlegu úttekt
fær húsið götunúmer, Öster Voldgade nr. 12
(síðar nr. 8), og nýtt skráningarnúmer,
matr. 664, sem hefur fylgt því síðan.
Þau Jón Sigurðsson og Ingibjörg voru
heima á Íslandi sumarið 1859, og fór Jón
langa ferð austur í Skaftafellssýslur, en
þangað hafði hann ekki áður komið. Undir
haust þessa árs tóku þau hjónin að sér átta
ára gamlan systurson Jóns, Sigurð Jónsson,
sem þau buðust til þess að fóstra og koma
til mennta. Saman fóru þau til Hafnar með
drenginn á póstskipinu „Arcturusi“ hinn 28.
nóvember 1859, eftir hálfs árs dvöl á Ís-
landi.
Tveir ágætir fræðimenn um ævi og störf
Jóns Sigurðssonar, þeir Einar Laxness og
Lúðvík Kristjánsson, fullyrða báðir í bókum
sínum að þau Jón hafi flutzt í húsið við Öst-
er Voldgade haustið 1852. Af því sem áður
er rakið getur það ár-
tal ekki staðizt. Auk
þess er til leigukvittun
(og ljósrit hennar birt
í bók Lúðvíks, Á slóð-
um Jóns Sigurðssonar,
Rvík. 1961), og virðist
sú húsaleigukvittun
gefin út eftir fyrsta
dvalarár þeirra hjóna í
húsinu. Kvittunin
hljóðar svo:
„Af Hr. Archivar
Sigurdsson har jeg
dags dato modtaget
Husleie fra October
flyttedag 1861 til April
1862 með eet hund-
rede tresindstyve
Rigsdaler, hvorfor
herved kvitteres.“
Kjöbenhavn den 24
April 1862,
Wilhelm F. Schram.
Með öðrum orðum:
Þau hjón fluttust í
íbúð sína í október 1861, og greiða hér, 24.
apríl 1862, undangengna misserisleigu, 160
ríkisdali.
Þrjár fínar piparmeyjar
og afturgenginn greifi
Samkvæmt fyrstu íbúaskrá hússins við
Östervold frá árinu 1863 bjó á annarri hæð-
inni („förste Sal“) J. von Raben greifi. Þeg-
ar hann hvarf úr húsinu fluttust inn í íbúð-
ina þrjár uppkomnar og ógiftar systur,
dætur eins af fyrri eigendum, hr. Italiand-
ers. Enginn vissi hvað orðið hefði af greif-
anum von Raben, nema hvað systurnar urðu
brátt sannfærðar um að hann væri þar enn
á stjákli, einkum um nætur. Þær heyrðu
skrjáfið í síðum silkisloppnum, og sáu stund-
um reykinn úr löngu pípunni hans smjúga
milli stafs og hurðar þegar gluggi var opinn
hans megin. Þar sem þær systur voru vel
efnum búnar af arfinum eftir föður sinn réð-
ust þær í að fá töframiðil frá Englandi, „en
berömt engelsk expert on ghosts“, sem
tókst að útrýma öllum slæðingi nema einum.
Um greifann von Raben vildi hann ekki
ábyrgjast neitt.
Þegar þau Jón fluttust í nýja húsið við
Östervold í október 1861 veitti þeim ekki af
rúmum húsakynnum. Að vísu var íbúð
þeirra við Stóru kóngsinsgötu æði góð mið-
að við fyrri dvalarstaði, en bæði var, að
bóka- og skjalasafn Jóns hafði vaxið að
miklum mun, og auk Sigurðar fóstursonar
þeirra hafði nú enn bætzt við fjölskylduna.
Til þeirra kom sú gamla og trygga vinkona
Ingibjargar, Sigríður Thorgrímsen, ekkja
eftir Sigurð landfógeta, sem löngum hafði
hýst þau hjón í litla húsinu sínu við Tjörnina
á Víkursumrum þeirra og verið Ingibjörgu
huggunarrík í hinni löngu og erfiðu bið eftir
því að Jón rækti heitorð sitt við hana.
Af því má nokkuð marka drengskap Jóns
og umhyggju fyrir vinkonu þeirra, að hann
setti nafn hennar og heimilisfang þegar í
Vegvísi Kaupmannahafnar: „Thorgrimsen,
S., Enkefrue, Östervold 8.“ Annað ber hinn
árlegi Vegvísir einnig með sér um Jón Sig-
urðsson: Þótt Danir og danskir embætt-
ismenn kölluðu hann ávallt Hr. Archivar
Sievertsen gætti hann þess vandlega að það
væri aldrei öðruvísi en Jón Sigurdsson í
skránni.
Hljóðlátur elskhugi í stigaganginum
Svo virðist sem efstu hæð hússins hafi
verið skipt í tvær íbúðir á dögum þeirra
Jóns, og hafa þær ekki haft útsýni til aust-
urs nema um kvistgluggana og verið fremur
þröngar. Í annarri þeirri íbúð bjó um hríð á
dögum þeirra Jóns ungfrú Regine Olsen,
heitkona heimspekingsins Sörens Kierkega-
ards, sem heimsótti elskaða unnustu sína
oftlega upp þessa löngu og erfiðu stiga. En
eftir að Kierkegaard sleit trúlofun sinni við
Regínu, við mikla hneykslun góðborgara
Kaupmannahafnar og allra „kristilegra“
kvenna, fluttist ungfrú Olsen úr húsinu.
Nokkrum árum síðar var stigið öllu þyngra
og fastar í stigaþrepin upp á efstu hæðina,
en þá fluttust þangað upp hjón með mikinn
farangur og þrjú börn. Eiginmaðurinn var
franskur málari, Paul Gauguin að nafni, og
dönsk eiginkona hans, Mette Sophie, f. Gad.
Gauguin var oft að heiman, enda hugnað-
ist honum Kaupmannahöfn lítt, þar sem list-
sýningu hans hafði verið lokað með lög-
regluvaldi, og dvaldist hann þá í París eða
vestur á Bretagneskaga, þar sem hin miklu
ÞRJÁR FÍNAR PIPARMEYJAR
OG AFTURGENGINN GREIFI
Molar úr sögu Jóns-
húss við Östervold í
Kaupmannahöfn
Mynd af Jónshúsi frá lokum 19. aldar eða löngu áður en það varð að húsi Íslendinga í Kaupmannahöfn.
E F T I R
B J Ö R N T H . B J Ö R N S S O N
Hr. Archivar Sievertsen var nafnið
sem danskir embættismenn köll-
uðu ætíð Jón Sigurðsson.
Heimspekingurinn Sören Kierke-
gaard átti unnustu á efstu hæð-
inni í húsi Jóns Sigurðssonar.