Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 5
harla gott. Hann talaði stundum við Adam,
sem honum leist vel á, og kvöld eitt datt honum
í hug að gleðja Adam og bætti konunni við
sköpunarverkið. Hann gladdist yfir þessari
hugmynd sinni þar til einn góðan veðurdag að
hann uppgötvaði að þau Adam höfðu óhlýðnast
fyrirmælum hans og etið af skilningstrénu. Þá
rak hann þau burt úr garðinum og sagði þeim
að yrkja jörðina og uppfylla hana. Þau fóru út
úr garðinum, létu skrifa bókina um sköpunar-
verkið og sögðu hana byggða á orðum guðs.
Honum var hins vegar nóg boðið þegar fullyrt
var að maðurinn væri skapaður í hans mynd.
Eftir það hætti hann kvöldgöngum í garðinum.
„Og hann hefur ekki sézt síðan,“ segir í sög-
unni.
Þessi saga fjallar um ofdramb mannsins
gagnvart guði sínum eða „hubris“ eins og
Grikkir kölluðu það þegar mennirnir þóttust
jafnir guðunum eða yfir þá hafnir með ein-
hverjum hætti.
Það er engin predikunartónn í Sálmum á at-
ómöld en ef Matthías boðar eitthvað í þessum
ljóðum er það lítillæti gagnvart guði og sköp-
unarverki hans. Í fimmtánda sálmi er kjarninn
í sögunni um kvöldgöngu guðs í garðinum
dreginn saman í þessi orð:
Jörðin er fegursta tréð
í garði þínum,
en þó gamalt fólk segi að við séum gerð
í þinni mynd
hefur sú hugsun
hvarflað að mér
að við séum ormarnir
í laufinu.
Manninum stafar ekki ógn af utanaðkom-
andi öflum í samtímanum, að mati Matthíasar,
heldur af sjálfum sér, og þá fyrst og fremst
hroka sínum og yfirlæti:
Stjórnmálamönnum finnst heiminum
fara fram í sinni valdatíð,
þeir líta á kjörtímabilið
með föðurlegu stolti
(hann tekur góðum framförum,
var sagt um son minn sex mánaða
og ég brosti eins og þingmaður)
En hvenær höfum við áður þurft
að bera kvíðboga fyrir jörðinni,
að hún brenni í kjarnorkubáli,
hverfi, tortímist?
Tíminn leiðir í ljós
hvort við erum brennuvargar.
Við erum þá aftur komin að ógnum atómald-
arinnar sem vofa yfir í kvæðinu öllu.
Að endingu dauðinn?
Eins og fram hefur komið breytti Matthías
flokknum nokkuð og jók hann við endurútgáf-
una árið 1991. Sálmarnir voru upphaflega 49
talsins, einum færri en Passíusálmar Hall-
gríms Péturssonar, kannski af virðingu við
skáldið. Í endurgerðinni færði Matthías sig
nokkuð upp á skaftið og sálmarnir urðu 66 tals-
ins. Einn hinna viðbættu sálma var nýr en aðr-
ir höfðu birst áður, meðal annars í ljóðaflokkn-
um Friðsamleg sambúð sem stendur aftast í
Fagur er dalur.
Breytingarnar sem Matthías gerði á flokkn-
um fólust einkum í knappari stíl og endurröð-
un sálma að hluta. Markverðust er sennilega
breyting á endi bálksins. Í fyrri gerð lauk hon-
um á ljóði sem nú er númer 58 og dr. Gunnar
Kristjánsson segir kannski vera miskunnar-
lausasta ljóðið í verkinu í fyrrnefndum inn-
gangi að endurgerðinni:
Eins og bráðin lamast í kjafti
villidýrs
og skelfist ekki lengur,
þannig tekur þú frá okkur
óttann og kvíðann
þegar við liggjum varnarlausir
í gini dauðans
og bíðum
Þrátt fyrir nálægð guðs er þetta sannarlega
myrkur og hrollkaldur endir á annars vonar-
fullu skáldverki. Sennilega segir hann sitt um
heimssýn sjöunda áratugarins: maðurinn beið
örlaga sinna í gini dauðans.
Í endurgerðinni lýkur flokknum á stuttu,
ótölusettu ljóði, sem lýsir óvissri heimsmynd
aldalokanna, einsemd og dauðköldu tilbreyt-
ingarleysi – en samt er von:
Ein
við snjóhvítt
endalaust föl
En þú á næstu grösum.
Sálmar á atómöld kom fyrst út í ljóðabókinni Fagur er dalur 1966. Ljóðaflokkurinn kom út í sér-
útgáfu, breyttur og aukinn, árið 1991. Nýjasta útgáfa hans er þýðing Knuts Ödegaards frá því í
fyrra en þýsk þýðing Wilhelms Friese kom út árið 1996. Dönsk þýðing Poul P. M. Pedersens
kom út ásamt fleiri ljóðum Matthíasar árið 1968 og Ivar Orgland gaf út nýnorska þýðingu á
flokknum ásamt fleiri ljóðum Matthíasar árið 1980.
throstur@mbl.is
Stóðum á Stiklarstöðum
straumkast sögunnar
skall á því eilífa
andartaki
sáum ilbleika erni
snúa vængjum
að vindköldum
fjöllum
litum til sólar
sáum geisla hverfa
til jarðar
eins og hvísl
af himni,
vissum það sem Einar
Skúlason flutti
í Kristskirkju
Niðaróss
átta öldum
áður,
að göfugt ljós
boðar geisli
gengum undir sólstaf
þessa andartaks
sem fylgir hverju
skrefi
inn í óvissa
framtíð, Kristur ræður
krafti hæstum
kular við sverðbeitt
grös
þar sem þú gengur
við sólstaf
og minnir á jarteiknir
Ólafs undir hríðblásnum
himni
þar sem blærinn gulnar
í visnuðum stráum
og öld bregður
við aðra,
en nú grær jörð
sem áðan.
Skýringar:
Straumkast, sbr. sólar straumur í 28. erindi Geisla eftir Einar Skúlason, á 12. öld, frumflutt
við vígslu Niðaróssdómkirkju.
Ilbleikir, sbr. 43. erindi Geisla.
Göfugt ljós boðar geisli , sbr. 1. erindi Geisla.
Kristur ræður krafti hæstum, sbr. 4. erindi Geisla.
Hríðblásnum , sbr. 7. erindi Geisla.
Öld bregður við aðra , sbr. 13. erindi Velleklu eftir Einar Helgason skálaglamm, d. 995.
Nú grær jörð sem áðan , sbr. 16. erindi Velleklu.
MATTHÍAS
JOHANNESSEN
Í NIÐARÓSI