Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 S VIPTINGAR hafa átt sér stað undanfarin misseri á íslenska fræðiritamarkaðnum og getur það talist fréttnæmt af ýmsum ástæðum, ekki síst þeirri að öllu jöfnu er hér ekki um ýkja sviptivindasaman vettvang að ræða. Breytingarnar sem hér er vísað til felast ekki einvörðungu í ritstjóra- skiptum eða útlitsbreytingum, en hvort tveggja getur talist eðlilegur hluti af tilveru og æviskeiði fræðirita, heldur hafa tímarit sem lif- að hafa með þjóðinni horfið og önnur litið dags- ins ljós; fornfræg rit hafa breytt um áherslur og nýjum þátttakendum á markaðnum hefur fylgt ný sýn á fræðasamfélagið. Tilkoma net- miðlanna hefur einnig átt stóran þátt í um- rótinu þar sem hraði og aðgengileiki þeirra hefur aukið samkeppni í upplýsingamiðlun og breikkað vettvang fræðilegrar umræðu. Full ástæða er því til að gefa breyttri ásýnd fræði- ritasamfélagsins nánari gaum. En áður en at- hyglinni er að fullu beint að umhverfinu eins og það lítur út um þessar mundir er kannski rétt að líta um öxl og rifja upp hvernig fræðirita- markaðurinn leit út ekki alls fyrir löngu. Sendiherrar faglegrar orðræðu Úrval íslenskra fræðirita hefur í gegnum tíðina verið umtalsvert og í raun fjölbreyttara en margur skyldi ætla, sérstaklega ef tekið er mið af litlu þjóðfélagi og agnarsmáu háskóla- samfélagi. Þegar litið var yfir framboðið á ár- um áður blasti vitanlega fyrst við virðuleg, ábúðarfull og eilítið þungbúin ásýnd Skírnis, rits sem lengi hefur verið óumdeildur leiðtogi á ritamarkaðnum og eftirsóknarverðasti vett- vangur fræðimanna sem birta vilja niðurstöð- ur rannsókna í hugvísindum. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Skírnir er elst íslenskra rita og státar af sögu, hefð og félagslegu hlutverki sem gerir það einstakt í röð fræðirita hér á landi. Tímarit Máls og menningar (TMM) var í samanburði við Skírni dálítið eins og litli bróð- ir, sprækari og kom oftar út. Ekki jafnalvöru- þrunginn og stóri bróðir og hafði þess vegna ef til vill víðari skírskotun meðal almennings, en hafði á móti ekki alveg sambærilegan þunga. Þessi tvö ágætu rit voru andlit fræðasam- félagsins, sendiherrar faglegrar orðræðu og einn helsti samræðuvettvangur hugvísinda- manna, skálda og þeirra sem áhuga höfðu á þjóðlegri og alþjóðlegri menningu. Ekki má þó gleyma fræðiritum með minni útbreiðslu sem gegnt hafa hliðstæðu en afmarkaðra hlutverki, Andvara, Jóni á Bægisá og Sögu (hér skal jafn- framt minnast skammlífari inngripa líkt og Tímarits Bjarts og frú Emilíu og Fjölnis, en hið síðarnefnda kom aðeins út í tveimur heft- um). Í grófum dráttum leit tímaritalandslagið svona út fyrir skemmstu, tvö sögufræg rit og í kringum þau sveimuðu ýmsir fylgihnettir. Skjálftar áttu sér hins vegar stað á fleiri svið- um en því jarðfræðilega árið 2000. Látið var af útgáfu TMM það ár og vaknaði í kjölfarið mik- ið umtal, sem ekki minnkaði er arftakinn kom fram á sjónarsviðið. Nú hafa hins vegar borist fréttir um að Mál og menning muni með öllu láta af tímaritaútgáfu, frá og með næsta hausti, og markar það enn ein tímamótin. Árið 2001 var hins vegar hafin útgáfa fræðirits á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritsins, en slíkt framtak er eitt og sér vitan- lega fréttnæmt en í þessu tilviki bætist við sú staðreynd að verið var að fylla ákveðið tóma- rúm, jafnvel að bregðast við fráfalli TMM í sinni upprunalegu mynd. Tímarit Máls og menningar eða Tímarit um menningu og mannlíf Þrjú ár eru liðin frá því að látið var af útgáfu TMM og óhætt er að telja þann atburð marka ákveðin skil í sögu fræðirita á Íslandi. Um ára- tuga skeið var TMM vettvangur fyrir gagn- rýna, fróðlega og pólitíska umræðu um menn- ingarmál og í seinni tíð, undir ritstjórn Friðriks Rafnssonar, var í auknum mæli leit- ast við að kynna íslenska lesendur fyrir erlend- um straumum í bókmenntum og hugvísindum. Auk þess var TMM jafnan mikilvægur vett- vangur fyrir frumbirtan skáldskap, smásögur jafnt sem ljóð. Vart er mögulegt að minnast einstakra framlaga í þessu samhengi. Merk- ustu skáld og fræðimenn þjóðarinnar skrifuðu í ritið og skildu þar eftir sig verk á ýmsum svið- um sem lesendur eiga vafalaust eftir að halda áfram að kynna sér af áhuga um ókomna tíð. Tómarúmið sem fráfall Tímarits Máls og menningar skildi eftir sig var ekki fyllt af Tímariti um menningu og mannlíf sem einnig er gefið út af Máli og menningu og hóf göngu sína skömmu eftir opinbert andlát fyrrnefnda ritsins. Enda virtist það alls ekki eiga að vera hlutverk hins nýja TMM, eða ætlunarverk rit- stjóra þess, Brynhildar Þórarinsdóttur, að feta sömu eða svipaða slóð og gert hafði verið í tíð forverans. Breytingarnar sem birtust lesend- um við útkomu fyrsta heftisins í apríl 2001 voru of róttækar til að sú hugsun gæti hvarflað að nokkrum að aðeins um útlitsleg umskipti væri að ræða. Reyndar birtist hér nokkur vandi varðandi dánartilkynningu TMM. Enda þótt umrædd skil hafi verið afgerandi, ekki var um að villast að TMM var ekki lengur til, þá var útgáfu þess ekki hætt í sama skilningi og jafnan fylgir slíkum yfirlýsingum – svo und- arlega sem það kann nú að hljóma – heldur var haldið í hefðina með annarri hendi meðan henni var vísað á bug með hinni. Þetta birtist í þeirri staðreynd að haldið var í upphafsstafi eldri útgáfunnar – hálfgert lógó hins sögu- fræga tímarits – þótt nafninu sjálfu og flestu öðru væri varpað fyrir róða. Þannig áttu sér stað yfirgripsmiklar breytingar á stefnu, inni- haldi, markhópi og útliti tímaritsins en samt var gerð tilraun til að halda í þann virðing- arljóma sem felst í stöfunum TMM. Tímaritið hafði áður verið hannað og hugsað á grundvelli textamiðlunar. Lítið var um myndskreytingar og því kannski óhætt að full- yrða að 120 blaðsíður með jöfnu svörtu letri – og nær engu öðru – hafi aðeins höfðað til af- markaðs lesendahóps og auglýsendur hafi ekki tilheyrt honum. Nýja blaðið reynir augljóslega að auka aðdráttarafl sitt, hönnun (útlit, um- brot, uppsetning) er í fyrirrúmi með tilheyr- andi myndskreytingum, greinar eru styttri og almennari og fókus á poppkúltur (áður nánast óþekktur) orðinn áberandi. Breytingarnar eru sem sagt svo víðtækar að ekki er annað hægt en að líta á nýja ritið sem nýtt og sjálfstætt tímarit. Það er í þessu samhengi sem spurn- ingar kunna að hafa vaknað um gildi þess að viðhalda upphafsstöfunum. Var TMM einfald- lega ekki framliðið? Hefði núverandi tímarit útgáfuforlagsins ekki betur hafið göngu sína án þess að hafa fortíðina hangandi yfir hverju hefti? Þannig hefði vafalaust mátt skapa nýju framtaki réttlátara umhverfi og það hugsan- lega átt auðveldara með að finna eigin rödd. Andlitslyftingar og elliglöp – eða endurnýjun? Sitt sýnist vafalaust hverjum um þessar spurningar, og ljóslega hafa aðstandendur tímaritsins verið á báðum áttum ef marka má síðbúna nafnabreytingu þar sem tímaritið sem átti að vera um mannlíf og menningu hvarf eins og vondur draumur og upphafsstöfunum var ljáð upphafleg merking þar sem ritið var aftur eignað Máli og menningu. Það kann hins vegar að reynast óþægilega auðvelt að spyrja spurninga sem þessara nú þegar allt útlit er fyrir að endalok núverandi endurholdgunar TMM sé á næsta leyti. Og kannski mátti alltaf líta á áframhaldandi notkun vörumerkisins sem virðingarvott við gamla ritið. Að upphafs- stöfunum hafi verið ætlað að halda minning- unni um eldra ritið á lofti. Þeirri staðreynd að erfðagripnum var einnig ætlað að gegna mark- aðslegum skyldum er svo sem heldur ekki mið- lægasta umræðuefnið í þessu samhengi, og átti aldrei að byrgja mönnum sýn á jákvæðar hlið- ar framtaksins. Í dómsuppkvaðningunni um gildi breytinganna og verðleika arftakans skiptir innihaldið sköpum, sú stefna sem rit- stjóri tímaritsins tekur (tók?) og hvað fram- reitt hefur verið fyrir lesendur. Rétt er að minnast þess að skoðanir voru mjög skiptar um gildi umbreytinganna sem áttu sér stað á hinum vel metna miðli – andlits- lyftingar, myndu sumir segja, en þar sem slík aðgerð ber ellimörk, ef hún er ekki vitnisburð- ur um hrein elliglöp, má hugsanlega teljast ósanngjarnt að nota hugtakið í þessu samhengi – en gagnrýnin fólst meðal annars í ásökunum um ósmekklega markaðsvæðingu rits sem um áratugaskeið hafði verið helgað menningar- málum, og hefði því ef til vill átt að vera hafið yfir slík sjónarmið. Sumum fannst skiptin fá- tækleg. Þeim fannst sárt að sjá gamla TMM víkja fyrir riti sem virtist tilheyra dægur- og markaðsmiðuðum blöðum. Nóg væri af slíku fyrir. Slík gagnrýni ætti að sjálfsögðu rétt á sér ef ofangreind lýsing félli að hinu nýja TMM. Staðreyndin er hins vegar sú að TMM reyndist að mörgu leyti búa til nýtt þrep á tímaritamarkaðnum (reyndar mætti líka benda á tímaritið Veru í þessu samhengi). Það sagði skilið við veröld fræðirita í ströngum skilningi orðsins en engu að síður staðsetti nýja tímaritið sig mörgum þrepum fyrir ofan yfirborðskennda útlitsdýrkun og ímyndasmíði rita á borð við Nýtt líf og Mannlíf. Í senn styðst það þó (að nokkru leyti) við poppað og aðgengi- legt útlit þessara mánaðarrita. Kannski mætti halda því fram að á þessu tímabili líktist TMM eina helst hannaðri og auglýsingavænni útgáfu af bandaríska tímaritinu New Yorker. Með öðrum orðum, formið og stefnan sem ritið tók upp var áhættusöm en metnaðarfull. Efni þess yfir þriggja ára tímabil hefur jafnan verið Skjálftar áttu sér stað á fleiri sviðum en því jarðfræðilega árið 2000. Látið var af útgáfu Tímarits Máls og menningar það ár og vaknaði í kjölfarið mikið umtal. Árið 2001 var hins vegar hafin útgáfa fræðirits á vegum Hugvísindastofn- unar Háskóla Íslands, Ritsins, en slíkt framtak, eitt og sér, er vitanlega fréttnæmt en í þessu tilviki bætist við sú stað- reynd að verið var að fylla ákveðið tómarúm, jafnvel að bregðast við fráfalli hins eldra tímarits. BREYTT ÁSÝND FRÆÐIRITAMARKAÐAR E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N Fornfræg rit hafa breytt um áherslur og nýjum þátttakendum á markaðnum hefur fylgt ný sýn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.