Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 13 GUÐRÚN Óskarsdóttir semballeikarileikur þrjár franskar svítur eftir Jo-hann Sebastian Bach á tónleikum íSkálholti um helgina, fyrst klukkan 17 á laugardaginn og aftur á sunnudaginn, klukkan 15. Tónleikarnir eru liður í Sumartón- leikum í Skálholtskirkju. Nokkuð langt er um liðið frá því að Guðrún lék síðast á einleikstónleikum í Skálholts- kirkju, eða níu ár. Það þýðir þó ekki að hún hafi tekið sér frí frá sembalnum, því hún hefur leik- ið með Bach-sveitinni í Skálholti undanfarin sumur, auk þess að leika með ýmsum öðrum tónlistarhópum. Spurð um verkin sem hún leikur í Skálholti, segir Guðrún Bach hafa sam- ið frönsku svíturnar milli 1722 og 1725. „Þær eru alls sex og ég leik helminginn af þeim.“ Hvers vegna heita þær „frönsku svíturnar“? „Það var nú ekki Bach sjálfur sem gaf þeim þetta heiti, heldur varð það til seinna. þær eru heldur ekki til í endanlegri gerð eftir hann sjálfan. hugsanlega gaf hann sér aldrei tíma til að ganga frá þeim, þar sem þær voru ekki gefnar út meðan hann lifði. svítur 1 til 5 skráði hann í nótnabók fyrir konu sína, Önnu Magda- lenu Bach, þegar hann var að kenna henni á sembal. Þar eru einnig fleiri verk eftir hann og önnur tónskáld. Síðan eru þessar svítur til í mismunandi handritum eftir nemendur Bachs. þær eru mikið notaðar í píanókennslu og því eru margir sem þekkja þessi verk.“ Gott að geta einbeitt sér að Bach Hvað kom til að þú ákvaðst að halda ein- leikstónleika aftur eftir níu ára hlé? „Mér fannst ég tilbúin til þess; börnin orðin nógu stór. Það var orðið tímabært fyrir mig að hella mér út í þetta, sem er heilmikið átak. Það tók mig líka langan tíma að manna mig upp í að spila Bach á tónleikum. Það er alltaf dálítið mikið mál. Hins vegar er mjög hollt að æfa Bach og mér fannst mjög gott að geta ein- beitt mér að honum einum í þetta sinn.“ Guðrún kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þegar hún er spurð hvort margir semballeikarar séu starfandi á Íslandi, segir hún svo ekki vera. „Við erum þrjár sem höfum semballeik sem að- alstarf og lítur ekki út fyrir að okkur fjölgi mikið í bráð. Það er til dæmis enginn að læra á sembal sem aðalhljóðfæri í dag.“ Hvers vegna valdir þú sembalinn? „Ég hafði verið að fylgjast með Helgu Ing- ólfsdóttur, hlusta á hana spila og smám saman laðaðist ég meira og meira að þessu hljóðfæri. Helga var mín stóra fyrirmynd.“ Að hvaða leyti er semballinn ólíkur píanó- inu? Þetta er allt annað hljóðfæri. Þótt þau hafi hljómborðið sameiginlegt er mekaníkin allt önnur og áslátturinn gerólíkur. Það er allt öðruvísi tónlist skrifuð fyrir sembalinn en pí- anóið. Semballinn og orgelið voru helstu hljómborðshljóðfæri barokktímans. Píanóið kom seinna.“ Hvers vegna er enginn að læra á sembal sem aðalhljóðfæri hér núna? „Ég held að ástæðan sé helst hræðsla og for- dómar. Það álíta margir að semballinn bjóði upp á litla möguleika á túlkun og lítið sé um verkefni fyrir semballeikara. En það er ekki rétt. Semballinn er kammerhljóðfæri og gert ráð fyrir honum í nær allri tónlist frá barrok- tímanum og jafnvel lengur. Það má meira að segja finna sembal í resitatívum í óperum eftir bæði Rossini og Mozart.“ Fuglasöngur og ferðamenn Hvernig leggjast tónleikarnir um helgina í þig? „Mjög vel. Það er gaman að spila hérna í Skálholti. Kirkjan er besta sembaltónleikahús á Íslandi. Hér er líka friðsælt og gott að æfa sig við fuglasöng og spila fyrir ferðamennina í kirkjunni. þeir eru svo rólegir í rigningunni.“ Sem fyrr segir hefjast tónleikar Guðrúnar klukkan 17 á laugardaginn, en það verður eng- inn svikinn af því að mæta fyrr á staðinn, því klukkan 14 fjallar Jaap Schröder fiðluleikari um strengjaverk Josephs Haydn. Einnig leik- ur hann með strengjakvartett á tónleikum klukkan 15. Þar verður leikinn strengjakvart- ett Haydns, „Sjö orð Krists á krossinum“, og með Jaap Schröder, sem leikur á fiðlu, leika Rut Ingólfsdóttir einnig á fiðlu, Svava Bern- harðsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló. Sr. Egill Hallgrímsson staðarprestur sér um upplestur. Á sunnudaginn endurtekur Guðrún semb- altónleika sína klukkan 15. Klukkan 16.40 hefst tónlistarstund fyrir messu. Þar leikur Hilmar Örn Agnarsson íslensk orgelverk. Messa hefst síðan klukkan 17.00. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis. Franskar svítur í Skálholti Morgunblaðið/Arnaldur „Skálholtskirkja er besta sembaltónleikahús á Íslandi,“ segir Guðrún Óskarsdóttir. Guðrún Óskarsdóttir semballeikari kemur fram á tvennum einleikstónleikum í Skálholti, í dag og á morgun, eftir níu ára hlé. SÚSANNA SVAVARSDÓTT- IR ræddi við Guðrúnu um efnisskránna og sembalinn. UNGMENNAKÓR Nýja Íslands í Kanada er staddur á Íslandi og mun kórinn halda tón- leika víðs vegar um landið næstu daga. Um 30 kórfélagar eru í hópnum og með þeim um 20 aðstandendur. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Vesturfarasetrinu á Hofsósi sunnu- daginn 27. júlí kl. 15.00. Þriðjudaginn 29. júlí heldur kórinn svo tónleika í Glerárkirkju á Akureyri kl. 20.00. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Rósa- lind Vigfusson sem getur rakið ættir sínar til Ólafsfjarðar í gegnum Krossaættina, til Flat- eyjardals og Hvassafells í Eyjafirði og Stóra- gerðis í Myrkárdal. Einar Vigfusson útskurð- armeistari, eiginmaður hennar, er líka af Krossaætt og svo ótrúlegt sem það kann að hljóma, þá eru þau bæði algjörlega kyn- hreinir Íslendingar. Sömu sögu er að segja um David Gislason bónda á Svaðastöðum við Árborg sem er fararstjóri hópsins. Forfeður Davids voru m.a. frá Arnarnesi í Arnarnes- hreppi og Dvergsstöðum í Eyjafirði. Ungmennakór Nýja Íslands (The New Ice- land Youth Choir) var stofnaður haustið 1999 eftir að Graduale-kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar hafði verið í heim- sókn í Íslendingabyggðum Kanada sumarið áður og vakið mikla hrifningu. Þar vestra er mun minni söngmennt en almennt gerist á Ís- landi. Þar er söngmennt lítil í skólum og skólakórar eru varla til. Þess vegna er afrek Rósalindar þeim mun merkilegra, að stofna kór sem syngur fyrst og fremst íslensk lög og aðallega á íslensku, þó svo að unga fólkinu sé íslenskan að sjálfsögðu engan veginn jafntöm og foreldrum þeirra, hvað þá öfum og ömm- um. Rósalind hafði þó kynnst kórsöng sjálf hjá föður sínum, Jóhannesi Palsson, sem var fiðluleikari og tónlistarkennari þar vestra og stjórnaði þar ýmsum kórum barna og fullorð- inna. Kórinn hefur vaxið úr 16 félögum í 27 sem búa í Arborg, Riverton, Geysir, Hnausa og Gimli sem eru lítil sveitarfélög á kanad- ískan mælikvarða við sunnanvert Winnipeg- vatn í Manitoba. Kórinn hefur vakið verðskuldaða athygli þar í landi. Hann hefur komið víða fram og sungið fyrir forseta Íslands, forsætisráð- herra og biskup Íslands og var valinn til að syngja fyrir Elísabetu Englandsdrottningu sl. haust þegar hún var þar í opinberri heim- sókn. Hann hefur sungið á Íslendingahátíð- um og þorrablótum vestra og sungið í útvarp og sjónvarp. Þá kom út geisladiskur með söng kórsins fyrir rúmu ári. Frá Akureyri liggur leið kórsins um Mý- vatnssveit til Egilsstaða en þar verða tón- leikar í kirkjunni fimmtudaginn 31. júlí kl. 20. Daginn eftir verða tónleikar í kirkjunni á Höfn í Hornafirði. Tónleikaferðinni lýkur svo í Reykjavík, þar sem haldnir verða tónleikar 3. og 4. ágúst. Morgunblaðið/Kristján Fyrstu tónleikar Ungmennakórs Nýja Íslands verða í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Ungmennakór Nýja Íslands í tónleikaferð STEINUNN Þórarinsdóttir myndhöggvari tekur um þessar mundir þátt í alþjóðlegri högg- myndasýningu í Nurnberg í Þýskalandi. Sýningin ber yfir- skriftina „Haltestelle!Kunst“ eða List á stoppistöðvum og er við Zeltnerschloss-kastalann í mið- borg Nurnberg og einnig á nokkr- um áningarstöðvum strætisvagna í borginni. Kastalinn er frá 14. öld og á sér merkilega sögu en þar dvaldi m.a. málarinn Albrect Dur- er en hann er einn af þekktustu sonum Nurnberg. Síðustu áratugi hefur þar verið menningarmiðstöð sem er rekin af hinu opinbera. 30 listamenn frá 28 löndum taka þátt í sýningunni en Steinunni var boð- ið af skipuleggjendum sýningar- innar að taka þátt og er hún eini Íslendingurinn. Menntamálaráðu- neytið og Myndstef styrktu þátt- töku hennar. Sýningin er skipu- lögð í samvinnu við borgaryfirvöld og hefur verið í undirbúningi í tvö ár. Steinunn sýnir útilistaverk sem hún nefnir þar ytra „Being There“. Verkin eru staðsett við síkið sem umlykur Zeltnerschloss- kastalann og eru sérstaklega búin til fyrir sýninguna. Tveir menn í fullri líkamsstærð, annar úr áli en hinn úr pottjárni, hafa fengið sér sæti á garðbekkjum, en slíkir bekkir eru staðsettir víðsvegar við síkið og eru gjarnan notaðir af áhugasömum veiðimönnum. Sýningin hefur vakið mikla at- hygli og verið fjallað um hana í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum í Þýskalandi. Mikill fjöldi manns hefur séð sýninguna en henni lýkur eftir nokkra daga. Höggmynd- ir Steinunn- ar vekja athygli Eitt af verkum Steinunnar Þórarinsdóttur á sýningunni í Nurnberg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.