Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 F YRIR jólin 2002 komu út tvær bæk- ur þar sem pílagrímsferðum Ís- lendinga á miðöldum eru gerð góð skil. Önnur er söguleg skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson og nefnist Leiðin til Rómar. Hina samdi Jón Björnsson og nefnir Á Jakobsvegi. Hugsað upphátt á pílagrímsleiðinni til Santiago de Compostela. Þetta er eins konar dagbók um pílagrímsferð höfundar til Jakobs- borgar á Norður-Spáni með sagnfræðilegu ívafi og hugleiðingum höfundar. Fyrirhöfn fólks sem tók staf og skreppu og hélt gangandi til Jakobs- borgar eða til Rómar má þykja furðuleg. Til voru pílagrímar sem röltu allt frá Norðurlöndum um Róm og gengu síðan og sigldu til Jórsala (Jerúsal- ems). Af hverju tróðu þeir svo langa stigu? Hvað höfðu þeir fyrir stafni í hinum helgu borgum? Tekist er á við slíkar spurningar í umræddum bókum. Íslenskar miðaldaheimildir geta um allmarga Íslendinga, karla og konur, leika og lærða, sem sóttu til Rómar. Ein með þekktari og eftirminni- legri frásögnum Sturlu Þórðarsonar í Íslendinga- sögu í Sturlungu er um Sturlu Sighvatsson sem fór í yfirbótarferð til Rómar árið 1234 og fékk lausn fyrir sig og Sighvat föður sinn. Hún er á þessa leið: Sturla fékk lausn allra sinna mála í Rómaborg og svo föður síns og tók þar stórar skriftir. Hann var leiddur [berfættur] á millum allra kirkna í Rómaborg og ráðið fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það drengiliga, sem líkligt var, en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmuliga leikinn og máttu eigi vatni halda, bæði konur og karlar. (Sturlunga í útgáfu Kålunds, 450-451). Hinar stóru skriftir voru fólgnar í því að Sturla hlaut ráðningu sem merkir að hann var hýddur og má bera saman við skriftaboð Þorláks biskups helga frá lokum 12. aldar þar sem segir, ‘taka ráðning föstudag hvern um langaföstu, fimm högg hið fæsta af vendi eða ólu, svo að sárt verði við’. Frásögnin í Sturlungu er líklega einkum kunn vegna hins myndræna niðurlags sem ber tæpast að skilja mjög orðagrannt. Um hitt verður varla efast að Sturla fór til Rómar og skriftaði. Ástæðan var framkoma hans, og þeirra feðga beggja, við Guðmund biskup Ara- son og hið beina tilefni var hversu prestar hans voru leiknir. Þeir feðgar áttu aðalsök á því að einn eða tveir voru felldir og tveir geltir. Annað kirkju- þingið í Laterani í Róm var haldið 1139 í tíð Inn- ósensíusar páfa II og áskildi páfunum rétt til að fjalla sérstaklega um ofbeldisfullar árásir á klerka og munka. Í þessu birtist sú viðleitni að marka sérstöðu þeirra í samfélögum og var mikið áhugamál Eysteins erkibiskups í Noregi og eftir- manna hans við lok 12. aldar og í byrjun 13. aldar. Stefnunni var fylgt fram af fullum þunga á Íslandi um 1230 og Sturla varð að súpa seyðið af henni. Rómarför hans er til marks um vaxandi páfavald á Íslandi. Þeir fetuðu skömmu síðar í slóð Sturlu verald- legu höfðingjarnir Kolbeinn ungi Arnórsson og Órækja Snorrason, víst báðir til að bæta fyrir af- töku tveggja feðga sem voru klerkar. Aðrir kunn- ir höfðingjar Sturlungaaldar sem fóru í yfirbót- arferðir til Rómar eru Þorvaldur Vatnsfirðingur Snorrason og Gissur Þorvaldsson, síðar jarl. Íslenskur ferðamaður í Róm, áhugasamur um miðaldafræði og pílagrímsferðir, undrast hinn mikla fjölda fornra og veglegra kirkna í borginni. Það er ekki laust við að hann skynji nálægð Sturlu og spyr því sjálfan sig hvar líklegt sé að Sturla hafi farið og hvar hann hafi verið hýddur. Er unnt að fá einhverja vitneskju um þetta? Það kann að þykja ótrúlegt að páfi hafi sjálfur staðið fyrir að láta hýða Sturlu og valdið honum þannig líkamlegum miska. Á hitt er að líta að hann gat ákveðið refsinguna og síðan falið hana veraldlegum yfirvöldum. Hápunkturinn í verð- launasögu Thors Vilhjálmssonar, Morguþulu í stráum, er frásögn af því er múgur manns í Róm leiddi Sturlu milli kirkna undir forystu dulbúinna manna sem létu svipuhöggin ríða um bak honum við guðshúsin. Öll athöfnin var eins konar ærsla- fullur helgileikur og páfi hvergi viðlátinn en í hans stað var maður einn í páfagervi. Og höggin voru ósvikin og bakið illa leikið. Sturlu var óljóst hverj- ir leyndust á bak við leikgervin enda mállaus, timbraður, iðrandi og dofinn af svipuhöggum. Í frásögn Sturlungu af för Sturlu segir beinlínis að hann hafi farið á fund páfa sem þá var Gregor IX (1227-1241), strangur lagamaður og mikill vin- ur þeirra Dóminikusar og Frans frá Assisi, sem eru upphafsmenn tveggja betlimunkareglna sem við þá eru kenndar. Páfi sat þá í Lateranshöll, sem er fyrir sunnan hið fræga hringleikahús Kól- osseum, en ekki í Vatíkani, sem er handan Tíb- erfljóts, fyrir norðvestan Kólosseum. Í Vatikan- inu komu páfar sér fyrst upp aðalaðsetri árið 1377 en sátu þar samfellt frá 1420. Kirkja Jóhannesar skírara er í Laterani (San Giovanni in Laterno) og spurn vaknar um það hvort ekki sé líklegt að þarna í páfagarði hafi Sturla verið hýddur, að því gefnu að rétt sé farið með í Íslendingasögu Sturl- ungu. Og hvernig var yfirbótarför Sturlu háttað í þessari seiðmögnuðu borg? Svarið hlýtur einkum að felast í því að vita hvaða höfuðkirkjur voru í Róm um 1230 og hvar þær lágu. Árið 1750 ákvað þáverandi páfi að pílagrímar sem sóttu til Rómar yrðu að koma við í fjórum höfuðkirkjum, í Péturs- kirkjunni í Vatíkaninu, í Pálskirkju, í Maríukirkju ( Santa Maria Maggiore) og í kirkju Jóhannesar skírara í Laterani (Green 16). Ætli svipaðar regl- ur hafi gilt um 1230? Það er ekki víst, kirkjur höfðu mismikið aðdráttarafl frá einni öld til ann- arrar og hylli dýrlinga var mismikil eftir tímabil- um. Stjórnvöld og áhrifamenn höfðu líka mismun- andi hugmyndir um hvað bæri að sjá. Filippo Neri, sem uppi var í Róm á 16. öld og lét sér annt um velferð pílagríma, setti fram þá hugmynd að þeir ættu ekki aðeins að koma við í ofantöldum fjórum kirkjum heldur líka í San Sebastiano, Santa Croce og San Lorenzo og fylgja ákveðinni röð. Öldum saman hlíttu pílagrímar þessari for- sögn hans. Skáldið Petrarca, sem uppi var á 14. öld, hafði líka ákveðnar hugmyndir um hvað píla- grímum bæri að sjá (Politikens turen går til Rom (1998), 50-51). En hvað gilti þá í tíð Sturlu, árið 1234? Tvær ís- lenskar heimildir amk. eru til um höfuðkirkjur í borginni á hámiðöldum, önnur er leiðarvísir Nikulásar ábóta á Munkaþverá frá um 1155 en hin er lýsing sem tekin var upp í Hauksbók (fyrir 1306-10) og mun því vera frá 13. öld. Pétur Gunnarsson harmar það eðlilega hversu fáorður og þurrlegur Nikulás sé í frásögnum sín- um. Af fræðiritum má hins vegar ráða að hann beri af öðrum pílagrímum á miðöldum sem sögðu frá för sinni til Rómar, frásögn hans þykir óvenju- bitastæð og rækileg, þótt stutt sé. En vissulega vilja margir vita meira. Nikulás skoðar Róm Nikulás, síðar ábóti, var í Róm einhvern tíma um 1150, hefur vart verið kominn fyrr en 1149 og síðan hélt hann til Jórsala og hefur tæpast verið þar síðar en 1153 (Birch (1998), 10). Eftir það fór hann heim og gerðist ábóti á Munkaþverá. Nikulás nefnir þessar fimm Rómarkirkjur fyrst sem hann segir vera biskupsstóla (sjá með- fylgjandi uppdrátt): 1. Jóns kirkju baptista. 2. Maríukirkju. 3. Kirkju Stefáns og Lárensíusar. 4. Agnesarkirkju. 5. Kirkju Jóhannesar postula. Síðan koma þessar í upptalningunni: A. Maríu- kirkja. B. Kirkja Jóhannesar og Páls, píslarvotta. C. Allra heilagra kirkja. D. Pálskirkja. E. Péturs- kirkja í Vatíkani. Þar sem byrjað er í Laterani og endað í Vatíkani, vaknar grunur um að þarna fylgi Nikulás röð sem pílagrímum bar að fylgja. Ætli það það sé sennilegt? Í nafnaskrá í ritinu Al- fræði íslenzk I frá 1908 tilgreinir útgefandinn, Kristian Kålund, hvaða kirkjur það eru sem hann telur að Nikulás miði við og er stuðst við það. Sami maður skrifaði líka rækilega um efnið árið 1913 í Aarböger svonefndar (sjá heimildaskrá). Um legu kirkna er stuðst við tvö vönduð leið- sögurit sem algengt er að ferðamenn hafi við höndina, Michelin, The Green Guide (1999), nefnt Green, og Eyewitness Travel Guide (1997), nefnt Eyewitness. Er vitnað rækilega til þessara rita þar sem samantektin er einkum miðuð við áhuga- sama Rómferla, forvitna ferðalanga sem gætu hugsað sér að fylgja í fótspor Nikulásar og fá hug- mynd um slóðir Sturlu. Biskupsstólar í Róm að sögn Nikulásar ábóta. (Texti Nikulásar er skáletraður). Þar eru fimm biskupsstólar. Einn er að Jóns [Jóhannesar] kirkju baptista [skírara] … Þar er páfastóll. Þar er blóð Kristi og klæði Maríu og mikill hlutur beina Jóhannis baptista. Þar er um- skurður Kristi og mjólk úr brjósti Maríu, [hluti] af þorngjörð Krists og af kyrtli hans og margir aðrir helgir dómar, varðir í einu gullkeri miklu. Þetta er auðsæilega hið tilkomumikla guðshús San Giovanni in Laterno sem er að grunni til frá 4. öld (Eyewitness 182-3. Green 248). Jónskirkjan er dómkirkja Rómar og liggur um 1 km í suð- austur frá Kólosseum. Formlegt embætti páfa er að vera Rómarbiskup og því er biskupsstóll hans í Laterani. Þar sem líkami Krists hvarf, var þess ekki að vænta að jarðneskra leifa hans gætti mjög og mun því hafa þótt mikið koma til helgra dóma í Jóns kirkju skírara. Annar biskupstóll er að Maríukirkju. Þar skal páfi messu syngja jóladag og páskadag. Vart er vafa undirorpið að þetta er Santa Maria Maggiore sem nefna mætti ‘Maríu meiriháttar’ enda er hún stórbrotin. Hún er að hluta frá 5. öld (Eyewitness 172-3, Green 260-63). Í seinni tíð telst hún ein af fjórum höfuðkirkjum Rómar. Maria Maggiore er nálægt Termini (brautastöð- inni) um 1 km í norður frá Kólosseum. Hún er í um 1,3 km göngufæri í norður frá Jóhannesar- kirkjunni í Laterani. Þriði er að kirkju Stephani et Laurenti. Þar skal páfi syngja messu hinn átta dag jóla og hátíð- ir þeirra sjálfra [dýrlinganna]. Nikulás á vafalítið við San Lorenzo fuori le Mura (utan borgarveggja) því að þar eru auk jarðneskra leifa Lárensíusar jarðneskar leifar Stefáns. Sagt er að Lárensíus píslarvottur hafi verið steiktur lifandi í Róm yfir hægum eldi árið 258. Hann hafði geysimikið aðdráttarafl fyrir pílagríma. Stefán taldist einn hinna elstu píslar- votta, og er hermt að hann væri barinn grjóti af Gyðingum. Kirkjan var endurreist 576 og síðan aukin mjög (Eyewitness 264-5 og Green 254-5). Hún er við Via Tiburtina þar sem nefnist Campo Verano og er mikill kirkjugarður, um 2 km í norð- austur frá Kólosseum. Hinn 18 til 19 km langi borgarveggur var reistur í tíð Árelíanusar keis- ara (270-75 e. Kr.) og er kenndur við hann. Róm- verjar jarðsettu lík við vegi utan borgarmúra og gegndi sama máli um kristna píslarvotta og aðra. Þegar kristni varð ríkistrú á 4. öld, risu kirkjur við ætlaða grafstaði píslarvottanna. En austur þaðan tvær mílur er Agnesarkirkja. Hún er dýrligust í allri borginni. Hana lét gera Konstantía dóttir Konstantíni konungs er hún tók fyrri trú en hann og bað hún leyfis að láta gera Agnesarkirkju en konungur leyfði henni utan borgar að ráði Sylvestri páfa. Kirkjan er vafalaust Sant’ Agnese fuori le Mura. Agnes dó að sögn 13 ára sem píslarvottur árið 304. Sagan segir að hún hafi læknað Konst- ansíu af holdsveiki þegar hún baðst fyrir við gröf hennar og Konstansía hafi síðan látið reisa kirkj- una sem telst halda enn grunnmynd sinni frá 4. öld (Eyewitness 264, Green 134). Hún er við Via Nomentana, norðaustur frá miðbæ, nálægt Santa Costanza, um 4 km í norð-norðaustur frá Kólos- seum. Þaðan eru fjórar mílur í borgina austan í hlið það er heitir Ante Portam Latinam. Þar er kirkja Jóhannis postula. Frá kirkju Jóhannis er skammt til hallar þeirrar er átti Deoklesianus konungur. Þetta er San Giovanni a Porta Latina sem var endurbyggð 720 og liggur rétt við Via Latina (Eyewitness 194, Green 270). Er nálægt Karak- allaböðunum, tæpan 1 km í suður frá Kólosseum. Nikulás hefur tengt böð Karakalla ranglega við Díóklesíanus keisara, böð hans, enn umfangs- meiri en Karakalla, voru annars staðar í borginni. Baðhús í Róm voru sum ótrúlega stór og marg- brotin, í senn líkamsræktarstöðvar og menning- armiðstöðvar með bókasöfnum. Orðalagið gæti bent til að Nikulás hafi gengið utan borgarmúra frá Agnesarkirkju til Jóhannesarkirkjunnar. Ella hefur hann farið eftir Via Nomentana og inn í borgina að nýju um hliðið Porta Pia, eða því sem næst (sjá uppdrátt). Aðrar helstu kirkjur að sögn Nikulásar. A.Þá er Maríukirkja. Í Alfræði íslenzkri I (nafnaskrá) getur Kålund þess til að átt sé við Santa Maria in Domnica. Þetta er sennilegt, sé þess gætt að næsta kirkja (B hér á eftir) má heita ótvíræð og umrædd Mar- íukirkja er á milli hennar og Jóhannesarkirkj- unnar (5 að ofan) og hér væri því óslitin röð. Kirkjan telst vera frá 7. öld (Green) eða 9. öld (Eyewitness) og er á Celio-hæðinni, skammt fyrir suðaustan Kólosseum (Eyewitness 193, Green 146). B. Þá er kirkja Johannis et Pauli martirum. Þeir voru hirðmenn Konstansie. Þetta er fortakslaust Santi Giovanni e Paolo. Dýrlingarnir eru ýmist taldir hafa verið róm- verskir herforingjar Konstantínusar keisara, sem dóu píslarvættisdauða, eða austurlenskir. Kirkj- an er sögð halda ýmsum upprunalegum einkenn- um frá lokum 4. aldar (Eyewitness 192, Green, 146-7). Hún liggur á milli A og Kólosseum. C. Þá er Allraheilagrakirkja, mikil og dýrlig og er opin ofan sem Pulkrokirkja í Jerúsalem. Þetta er auðsæilega Panþeon sem hefur op efst í hvelfingunni, í 43,3 m hæð. Var reist (að hluta endurreist) í tíð Hadríanusar keisara (118-25) sem hof. Árið 609 var byggingin helguð sem Santa Maria ad martyres (Eyewitness, 110-11, Green 201-2). Nikulás tengir hana við alla heilaga. Hún tengdist amk.öllum píslarvottum en var vígð sem kirkja á Allraheilagramessu. D. Vestur frá borginni er Pálskirkja. Þar er munklífi og borg um utan er gengur úr Róma. Þar er staður sá er heitir Catacumbas. Þetta er allt fyrir utan Tífur. Hún fellur í gegnum borgina Róma. Hún hét forðum Albana. Þetta er San Paolo fuori le Mura. Lokið var við smíði kirkjunnar 395 og hún þótti stórfengleg. Jó- hannes VIII páfi (872-82) lét gera vegg utan um kirkjuna og munklífið þar vegna árása. (Eyewitn- ess 267, Green 256-8). Hún er austur frá Tíber og suður frá borginni gömlu, hátt í 2 km þar frá sem Via Ostiense liggur út um borgarhliðið, fyrir sunnan Aventino-hverfið. Katakombur eru neð- anjarðargöng og hvelfingar þar sem líkum var komið fyrir. Kristnir menn létu sér annt um jarðneskar leifar trúsystkina sinna og stunduðu trúarlíf í katakombunum áður en trúarbrögð þeirra hlutu náð fyrir augum stjórnvalda á 4. öld. Líklegt er að Nikulás eigi við katakomburnar sem kenndar eru við píslarvottinn Sebastian (San Sebastiano) og eru við Via Appia Antica, tæpa 2 km í austur frá Pálskirkju. Þær teljast elsti graf- reitur í kristni og hafa allt frá 3. öld verið fjölsótt- ar af kristnum mönnum. Sagan segir að Sebast- ian, sem var herforingi og staðfastur í trú sinni, hafi verið dæmdur til að vera skotinn með örvum til bana. Hann lifði af örvahríðina og varð heill sára sinna en keisarinn Díoklesíanus lét þá berja hann til bana með lurkum. E. Kreskentíuskastali er hæstur í borginni fyr- ir héðan ána, harðla ríkur. Þar er kauphús Péturs postula, harðla mikið og langt. Þá er hin göfga Péturskirkja, harðla mikil og dýrlig. Þar er lausn öll of vandræði manna of allan heim og skal aust- an ganga í Péturskirkju og altari í miðri kirkju. Þar er Pétursörk undir altara og þar var hann í myrkvastofu. [Kirkjan sögð 460 x 230 fet] og því nær stóð kross Petri þá er hann var píndur sem nú er háaltari. Í þeim eru hálf bein Petri et Pauli, guðs postula, og hálf hvortveggi eru í Pálskirkju … Pétursnál er úti hjá fyrir vestan. Svo hafa rétt- orðir menn sagt að engi sé svo fróður að víst sé að viti allar kirkjur í Rómaborg. Kastalinn er væntanlega Engilsborg, Castel Sant’ Angelo, kastalinn mikli, fyrrum grafhýsi Hadrianusar keisara og síðar varnarkastali páfa. Nafnið sem Nikulás notar mun vera sótt til höfð- ingjans Kreskensíusar sem gerði uppreisn gegn Ottó keisara III árið 998 og kom sér þarna fyrir. Óvíst er um kauphúsið, sem var etv. basar ætl- aður pílagrímum, og hefur verið í hverfinu Borgo þar sem Nikulás mun hafa dvalist, milli Engils- borgar og Péturskirkju. Nálin er egypsk óbeliska sem var flutt til Rómar árið 37 e. Kr.og stendur á miðju Péturstorgi. Eftir að hin mikla Péturs- kirkja var risin á 16. öld, var nálin flutt úr stað og endurreist á torginu að tilskipun páfa 1586. Að sögn tók það 900 menn og 140 hesta fjóra mánuði að færa nálina um set, enda er hún 25 m há. Ekki er víst að Nikulás lýsi venjubundinni leið pílagríma, eins hugsanlegt að lýsingin vitni um sérstök áhugamál hans. Hann orti kvæði um Jó- hannes postula og kann að hafa haft dálæti á hon- um og eins Agnesi (og Konstansíu). Á hitt er líka að líta að áherslan í vali kirkna er öll á frum- kristnina, þar með Jóhannes postula, og á elstu píslarvotta, þar með Agnesi, og var það líklega samkvæmt venju pílagríma. En úr mörgu var að velja og ekkert liggur fyrir um það að pílagrímar hafi jafnan fylgt þeirri röð sem Nikulás lýsir eða hafi almennt komið í kirkjurnar sem hann nefnir. Þó má alveg hafa fyrir satt að allir hafi komið í höfuðkirkjurnar. Áður er komið fram að árið 1750 töldust höfuðkirkjurnar, sem pílagrímum bar sækja til, vera fjórar, nr. 1 og 2 og D og E í upp- talningu Nikulásar. Á miðöldum mun nr. 3 í sömu upptalningu, venjulega nefnd Lárensíusarkirkja, hafa talist til höfuðkirkna líka og verið fjölsótt af Rómarförum (Birch (1998), 109; Aarböger, 75). Stræti öll roðin í blóði heilagra Etirfarandi lýsing mun vera frá 13. öld: Rómaborg er yfir öllum borgum og hjá henni eru allar borgir að virða svo sem þorp því að jörð og steinar og stræti öll eru roðin í blóði heilagra manna. Þar eru hinir æðstu höfðingjar, Petrus og Pálus, og Lárensíus og heilagur dómur sankti Andréss ... Í Rómaborg eru fimm yfirmusteri, í NIKULÁS OG STURLA Í RÓM Nikulás ábóti á Munkaþverá og Sturla Sighvatsson gengu til Rómar eins og sögur segja. Af hverju tróðu þeir svo langa stigu? Og hvað höfðu þeir fyrir stafni í hinni helgu borg? Í þessari grein er leitað svara við þessum spurningum. E F T I R H E L G A Þ O R L Á K S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.