Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 15 Björn Steinar Sólbergsson við orgel Akureyrarkirkju. FJÓRÐU tónleikar tónleikaraðar-innar Sumartónleikar í Akureyr-arkirkju verða á morgun kl. 17.Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti kirkjunnar, leikur á orgelið að þessu sinni og flytur öll orgelverk Páls Ísólfs- sonar. Þú flytur einvörðungu verk eftir Pál. Hvers vegna? „Undanfarna mánuði hef ég verið að æfa verk Páls en síðla árs kemur út á veg- um Skálholtsútgáfunnar geisladiskur þar sem ég leik öll orgelverkin hans. Einnig eru á þessu ári 110 ár frá fæðingu Páls.“ Hvað laðar þig að tónlist hans? „Páll Ísólfsson er einn af frumkvöðlum og máttarstólpum íslenskrar tónlistar- sögu. Hann var mjög fjölhæft tónskáld og samdi m.a. hljómsveitarverk, orgelverk, kórverk, sönglög, píanólög og leikhúsverk. Hann helgaði sig uppbyggingu íslensks tónlistarlífs og var mjög virkur á öllum sviðum þess; kom fram á tónleikum, fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, einn af stofnendum Tónlistarfélagsins í Reykjavík, fyrsti formaður Félags ís- lenskra organleikara, dómorganisti og svo mætti lengi telja. Auk alls þessa var hann afkastamikið tónskáld.“ Hvernig lýsir þú tónlist Páls? „Orgeltónlistin ber mark þess tíma sem hún var samin á. Hann var mjög undir áhrifum frá rómantíska tímabilinu. Hann lærði í Þýskalandi, m.a. hjá tónskáldinu Max Reger sem skrifaði mikið fyrir orgel. Tónlist Páls ber þessi merki en hann hefur þó sinn persónulega stíl. Páll samdi líka talsvert mikið fyrir píanó og mikið af söng- lögum sem eru e.t.v. þekktust eftir hann. Þar eru margar perlur sem Íslendingar þekkja. Það var alveg með ólíkindum hvað hann afkastaði miklu miðað við hvað hann var upptekinn. Hann var svo mikill eldhugi og mótandi á svo mörgum sviðum og þurfti að gera svo margt áður en hann gat sest niður og farið að semja.“ Hvaða verk verða leikin á morgun? „Þrjú stór orgelverk og tólf smærri sálmforleiki. Chaconne um stef úr Þorláks- tíðum, Ostinato et fughetta, Introduction og Passacaglia og Sálmforleiki op. 3.“ Hefur tónlist Páls staðist tímans tönn? „Mér finnst tónlist Páls eiga erindi til okkar í dag, ekki síður en þegar hún var samin. Tónlist er í raun sígilt fyrirbæri. Í dag erum við að hlusta á tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar.“ Hvernig er að fá fólk á tónleika yfir há- sumarið? „Þetta er 17. starfsárið og aðsóknin hef- ur aukist ár frá ári. Í sumar hefur aðsóknin verið alveg hreint frábær. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem vita að það eru tónleikar hérna alla sunnudaga í júlí og mjög margir taka mið af því í sínu sumarfríi.“ Finnst þér fólk sýna orgelleik áhuga? „Já mér finnst fólk sýna þessari tónlist áhuga. Það er mjög mikið um að innlendir og erlendir ferðamenn skoði kirkjuna. Þegar ég er að æfa mig og fólk fær tæki- færi til að heyra í orgelinu þá er það alsælt og mikið um að fólk kemur og þakkar mér fyrir.“ Tónleikarnir eru um klukkustundar langir. Björn Steinar mun leika þessi verk í Reykjavík í haust. Orgeltónlist í léttleika sumarsins STIKLA Orgel- tónleikar í Akureyr- arkirkju Næsta v ika Laugardagur Hallgrímskirkja kl. 12 Lars Frederiksen orgelleikari við Frúarkirkjuna í Óðinsvéum. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 14 Í tengslum við sýninguna Humar eða frægð Smekk- leysa í 16 ár. Tónleika- myndband Sykurmolanna. Kl. 15 leiðir Ólafur Engilbertsson gesti um sýninguna. Kl. 15.30 leikur Kritikal Mazz nokkur lög og kl. 16 verður sýnd upptaka frá tónleikum djass- hljómsveitarinnar Konráðs Bé sem fram fóru haustið 1990 á Hótel Borg. Kaffi Sólon Víðir Ingólfur heldur einkasýningu á olíu- verkum sínum til 23. ágúst. Sýningin ber heitið „Minn- ing“. Árbæjarsafn Ríta og Páll sýna í Listmunahorninu í dag og á morgun, skartgripi og aðra muni úr horni, hrosshári, ull og fiðu. Sunnudagur Smábýlið Krókur, Garða- holti, Garðabæ kl. 13–17 Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti al- þýðufólks á þessum lands- hluta á fyrri hluta 20. aldar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 14 Tónleika- myndband Sykurmolanna. Kl. 15 leiðir Ólafur Engilbertsson gesti um sýninguna. Kl. 16 myndband Konráðs Bé. Hallgrímskirkja kl. 20 Lars Frederiksen leikur verk eftir Dietrich Buxtehude, Niels Otto Raasted, Rued I. Langgaard og Max Reger. Edinborgarhúsið á Ísafirði kl. 20.30 Ife Tolentino, söngvari og gítarleikari, Óskar Guð- jónsson saxó- fónleikari, Ómar Guð- jónsson rafgít- arleikari og Helgi Svavar Helgason slagverksleikari flytja sömbur og bossanóvur. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Svava Krist- ín Ingólfsdóttir messósópran, Magnús Ragnarsson píanó- leikari og Ingi- björg Guðlaugs- dóttir básúnuleikari flytja verk frá Ís- landi og Skand- inavíu. M.a. eft- ir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Þóru Marteinsdóttur, Mist Þor- kelsdóttur og Gösta Nyström. Listasafn Rvíkur – Hafn- arhús kl. 12 Tónleika- myndband Sykurmolanna, Á Guðs vegum. Fimmtudagur Hallgríms- kirkja kl. 12 Eyþór Ingi Jóns- son orgel. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 12 Tónleika- myndband Syk- urmolanna, Á Guðs vegum. Föstudagur Ráðhús Reykjavíkur kl. 12.15 Tríó Cantabile leikur franska tónlist. Tríóið skipa Birna Helgadóttir píanó, Em- ilía Rós Sigfúsdóttir flauta og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngur. Eyþór Ingi Jónsson Óskar Guðjónsson Lars Frederik- sen Þóra Marteinsdóttir Myndlist Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratug- urinn. Á sýningunni er fylgst með sex Reykvíkingum á ólíkum aldri í amstri hvers- dagsins á árunum 1950– 1960. Til 1.9. Galleri@hlemmur.is: Hrafnhildur Halldórsdóttir. Til 3.8. Gallerí Skuggi: Samsýn- ingin Jauðhildur. Verk eiga Ragnhildur Magnúsdóttir, Auður Sturludóttir og Jó- hannes Dagsson. Til 3.8. Gallerí Sævars Karls: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Til 1.8. Gerðarsafn:Jóhannes Kjarval. Úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Til sýnis upp- lýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar – 1983– 2003. Til 4.8. Úr einkasafni Wang Shucun. Barbara Cooper. Til 28.7. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Sumarsýn- ing. Til 31.8. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Úr eigu safns- ins – Sýnishorn íslenskrar hönnunar 1952–2002. Til 1.9. Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu: Erla Norð- dahl.Til 27.7. Kling & Bang, Lauga- vegi 23: Snorri Ásmunds- son. Til 4.8. Listasafn ASÍ: Úr eigu safnsins: Nína Tryggvadótt- ir, Svavar Guðnason og Kristján Davíðsson. Til 3.8. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon. Til 31.7. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Reykjanes- bæjar: Sossa Björnsdóttir. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmund- ur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri samtíma- ljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Mokkakaffi: Gylfi Gísla- son. Til 29.7. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Ljós- myndir Ragnars Th. Sig- urðssonar við texta Ara Trausta Guðmundssonar.Til 31.8. Norska húsið, Stykkis- hólmi: Ebba Júlíana Lár- usdóttir. 15 félagsmenn Samlagsins á Akureyri. Til 28.7. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Matthew Barney. Til 27.7. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. Safn – Laugavegi 37: er opið mið–sun, kl. 14–18. Þar eru til sýnis á þremur hæðum íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk. Saltfisksetur Íslands, Grindavík Daði Guð- björnsson. Til 31. ágúst. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.: Gripir úr Þjóð- fræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir er Staðar- listamaður 2003. Til 1.9. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Sýningin á fundargerðabók Þjóðfundarins. Íslend- ingasögur á erlendum mál- um. Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Sam- spil texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910– 2002 . Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leiklist Borgarleikhúsið: Grease, lau., mið., fim. Iðnó – Ofleikur: Date, þrið., fim. Ferðaleikhúsið: Light Nights, mán., fös. Þjóðsög- ur og íslenskt efni flutt á ensku. Nýlendan, Nýlendu- götu 15 a: Reykvíska lista- leikhúsið – Líknarinn, sun., þrið., fim. Á SUMARTÓNLEIKUM við Mývatn í kvöld kl. 21 flytja Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fjöl- breytta efnisskrá í Reykjahlíð- arkirkju. Meðal verka eru tangóar og danslög frá fyrri hluta aldarinnar í útsetningu Fritz Kreisler og einnig Róm- ansa eftir Árna Björnsson og sónötuþættir eftir Beethoven. Sólveig Anna Jónsdóttir Hildigunnur Halldórsdóttir Tangóar og danslög KLEZMER-hljómsveitin Schpilkas heldur tónleika á Jómfrúnni í dag kl. 16 og á Café Kúltúre við Hverfis- götu kl. 23. Klezmertónlistin er þjóðlagatónlist gyð- inga og á rætur að rekja til Austur-Evrópu. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal, Bb klarínett, Helgi Sv. Helgason á trommur/slagverk. Nicholas Kingo frá Danmörku á harmóníku og danski kontra- bassaleikarinn Peter Jörgensen. Schpilkas, (Með maura í buxum) var stofnuð í Kaup- mannahöfn í september í fyrra. Út er komin hjá 12 tónum glæný plata hljómsveitarinnar sem nefnist Sey mir gesunt og verður á tónleikunum flutt tónlist af plöt- unni. Einnig heldur sveitin tónleika í Deiglunni á Ak- ureyri kl. 21.30 á fimmtudag. Þrennir tónleikar verða á Hótel Reynihlíð í ágúst., 1., 2. og 3., kl. 22 alla dag- ana. Klezmer-sveifla Haukur Gröndal, Nicholas Kingo, Helgi Helgason og Peter Jörgensen. STAR of the North Concert Band, Stjarna norðursins, leikur á Ingólfstorgi kl. 16 í dag. Hljómsveitin er skipuð 50 blásurum frá Minnesota í Bandaríkjunum. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1994 til að auðga enn frekar blómlegt tónlistarlíf í Minne- sota og gefa hæfileikaríkum heimamönn- um tækifæri til að leika saman, þróa hæfileika sína og efla tengsl tónlistar- manna bæði heima fyrir og erlendis. Hljómsveitin leikur m.a. marsa, klassísk verk, dixieland, big band og söngleikja- tónlist. Star of the North er þýðing á frönsku gælunafni Minnesota fylkis, L’etoile du Nord, sem stendur á innsigli fylkisins og á öllum opinberum skjölum. Það vísa til þeirrar staðfestu og hugrekkis sem einkenndi frönsku landkönnuðina og ferðalangana sem léku mikilvægt hlut- verk í sögu landsins sem varð Minnesota. Sveitin hefur leikið víða í Minnesota og farið í mörg tónleikaferðalög s.s. til Ástr- alíu, Nýja Sjálands, Wales, Englands og Grikklands og í sumar er ferðinni heitið til Íslands og Noregs. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Wayne Feller. Lúðraþytur á Ingólfstorgi SÓPRANSÖNGKONURNAR Margrét Hrafnsdóttir og Karen Bandelow halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20 á mánudagskvöld. Undirleikari á píanó er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Á efnisskrá eru ljóðasöngvar, óperuaríur og dúettar eftir Scarlatti, Mozart, Wolf, Grieg, Bellini og Rossini. Margrét og Karen eru á lokastigi söngnáms í Stuttgart í Þýskalandi. Ljóðasöngvar í Fríkirkjunni Margrét Hrafnsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.