Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 3 Þ EGAR ég var stelpa sögðu pabbi og mamma okkur systr- unum stundum frá árunum í Moskvu, þar sem pabbi var sendiherra í lok seinni heim- styrjaldarinnar. Það voru frá- sagnir af furðulegu samfélagi sem var í heljargreipum ofur- eftirlits. Yfirvöld vissu svo miklu betur en fólkið hvað því var fyrir bestu og einstakling- urinn skipti engu gagnvart hagsmunum rík- isins. Í landi jafnaðarins voru vélbyssuvædd- ir eftirlitsmenn í verslunum til að varna almenningi aðgangs að deildum með forrétt- indavarningi fyrir kommissara flokksins og aðra gæðinga. Engum var treystandi, allir tortryggilegir og þess vegna gengu jafnt lög sem óskráðar reglur út á nauðsyn þess að vernda ríkið gegn borgurunum. Eyrun voru á stilkum við að hlera, hlusta eftir mögulegu ráðabruggi, hljóðnemar alls staðar. Njósnanetið lá um samfélagið allt og þeir sem voru grunaðir um græsku hurfu einfald- lega. Það var nauðsynlegt fyrir heill heildar- innar að eyða þeim sem ekki var treystandi. Við þetta bjuggu foreldrar mínir eins og aðrir, hjá þeim var húsið morandi af hljóð- nemum, jafnt á heimilinu sem sendiráðs- skrifstofunni, hvergi hægt að tala saman inn- anhúss án tilfinningar um að sívökult eyra þess sem allt vissi betur, fylgdist með hverju orði. Hafandi plokkað niður hljóðnema úr ljósakrónum og speglum brugðu menn al- mennt á það ráð að fara í gönguferð ef þeir vildu tala saman í trúnaði. Það tók drjúgan tíma að ávinna sér traust skrifstofustúlkunnar Korotkovu, hún var hrædd og vör um sig. Enda þekkti fjölskylda hennar af eigin raun afleiðingar þess að treysta óverðskuldað. Systursonur hennar barnungur hafði sagt kennara sínum frá samtali sem hann hafði orðið vitni að við eld- húsborðið heima hjá sér. Daginn eftir voru faðir hans og föðurbróðir sóttir og ekkert hafði til þeirra spurst síðan. Korotkova sagð- ist vita að þetta væri ekki barninu að kenna, en hún réði ekki við sig, hún þyldi ekki að sjá drenginn, návist hans væri sér óbærileg. Með tímanum lærði Korotkova að treysta foreldrum mínum og með þeim tókst gagn- kvæm vinátta og væntumþykja. Dag einn kom pabbi að henni grátandi. Þau fóru í gönguferð og stúlkan upplýsti að sér væri uppálagt að mæta til yfirvalda vikulega og greina frá öllu sem hún yrði vísari í sendi- ráðinu. Þetta var orðið henni óbærilegt, hún vildi ekki bregðast lengur trausti velgjörða- manna sinna, og þar að auki vissi hún ekkert hverju hún ætti að ljósta upp. Pabbi hug- hreysti hana og bauðst til að hjálpa henni að semja vikulegu skýrsluna. Þar með var sá vandi úr sögunni. Þótt ég kynntist henni ekki sjálf, fannst mér vænt um Korotkovu og ég hafði samúð með henni. Svo lærðist manni að hún var heppin miðað við aðra í þessu samfélagi, sem var gegnsýrt af kúgun, valdníðslu og spill- ingu. Ofstjórnarríki, sem átti eftir að halda þegnum sínum í heljargreipum í marga ára- tugi enn, þar til það féll undan eigin þunga. Mikið vildi ég að hann faðir minn hefði orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá Sovétríkin hrynja. Hann hafði alla tíð barist svo ein- arðlega gegn þessari stjórnskipan, af sann- færingu þess, sem þekkir innviðina ekki bara af bók, heldur af eigin raun. Á unglingsárum mínum virtust andstæð- urnar skýrar. Kúgun í austri, frelsi í vestri. Lengi býr að fyrstu gerð og maður er ekki undir það búinn að endurskoða grundvall- arlínurnar í heimsmynd sinni. Þó er mann- kynssagan full af dæmum um snöggar um- byltingar á stjórnarháttum sem höfðu víðtækar og alvarlegar afleiðingar. En tryggð er dyggð og menn seinþreyttir til vandræða. Þar að auki er óþægilegt að taka heimsmyndina til endurskoðunar því það ógnar öryggiskenndinni. En undirmeðvit- undin er nú samt á vaktinni og punktar hjá sér helstu fréttir og að því kemur að hún fer að senda viðvaranir. Viðbúið var að reglur útlendingaeftirlits, lögreglu og varnarsveita í Bandaríkjunum yrðu hertar í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Hins vegar óttuðust margir, að þau öfl sem vilja takmarka frelsi borg- aranna næðu yfirhöndinni og þjóðin yrði hneppt í heimatilbúna fjötra. Í nafni al- mannaheilla yrði alið á óöryggi og tor- tryggni. Fólki yrði talin trú um nauðsyn ör- yggisráðstafana sem gengju langt út yfir eðlileg mörk. Það hefði í raun verið ætlun óvinanna: að veikja Bandaríkin innan frá. Fá þau til að taka upp stjórnarhætti sem ganga þvert á það sem þau hafa staðið fyrir. Fá þau til að bregðast trausti sinna eigin þegna og ganga fram af vinum sínum. Grafa þannig eigin gröf. Eins og hvað? Af nógu er að taka, en órök- studdar handtökur og meðferð fanga, ásamt sjálfumglaðri fullvissu um eigið ágæti standa uppúr. Kannski er skýrasta dæmið löggjöfin sem gengur undir stuttheitinu „Patriotic Act“ og samþykkt var í vetur. Hún heimilar að menn séu orðalaust teknir úr umferð ef yfirvöldum sýnist svo, án þess að eiga rétt á lögfræðiaðstoð eða aðstandendur séu látnir vita hvað orðið hafi um þá. Minnir það ekki á mág hennar Korotkovu? Það er svo yfirvalda að meta hvort viðkomandi telst falla undir skilgreininguna stríðsfjandi „enemy combat- ant“, en þá fara hinir grunuðu fyrir herdóm- stól. Þarna koma ekki aðrir að, sömu aðilar handtaka, yfirheyra og dæma og enginn möguleiki er á áfrýjun. Stríðsféndur eiga engan rétt samkvæmt viðteknum réttar- reglum, hvorki varðandi meðferð málsins né aðbúnað í fangelsi, lögfræðiaðstoð eða sam- neyti við aðstandendur. Fanginn fellur utan þeirra ramma um meðferð grunaðra sem sið- væddar þjóðir hafa verið að leggja frá því á miðöldum. Heimilt er að halda föngum án ákæru, sem gengur gegn allri réttarhefð og alþjóðasamningum. Talið er að síðan í sept- ember 2001 hafi þúsundir fanga þurft að hlíta slíkri meðferð. Af öryggisástæðum eru ekki haldin hefðbundin og opin réttarhöld í máli þeirra, heldur fara þeir fyrir lokaðan herdómstól þar sem ekki þarf vitna við. Hver tryggir rétt þessara fanga? Hver ákveður hverjir teljast stríðsféndur og hvaða starfs- reglur er stuðst við? Er þar geðþóttinn einn að verki? Sum dæmi benda til þess. Því er haldið fram að þessir fangar séu ekki beittir harðræði í fangelsum í Banda- ríkjunum, því þar sé farið að reglum um mannúðlega meðferð fanga. Sama máli gegn- ir hins vegar ekki um samstarfsstofnanir þeirra hér og þar um heiminn. Þangað eru þeir sendir sem ekki þykja samvinnuþýðir og meðferðin á föngunum þar er ekki á ábyrgð sendandans. Fullyrt er að svona fangar hafi verið beittir grimmilegu harðræði og meira að segja lyfjameðferð, meðan þeir voru krafðir svara við spurningum bandarískra yfirvalda. Skref fyrir skref ganga hrakspárnar eftir. Umbreytingin á sér stað fyrir augunum á okkur, en eins og svo oft áður í sögunni, láta menn sem ekkert sé. Bandarískir vinir mínir segja að þar í landi þori enginn að andmæla, allir láti sem þeir séu sammála. Að hluta til sé það múgæsingin, þunginn í straumi fjöldans, sem menn þora ekki að leggjast gegn, og að hluta til eru menn einfaldlega hræddir um eigin hag ef þeir láta efasemdir í ljós. Það óhugnanlegasta sé skorturinn á vit- rænni umræðu í samfélaginu. Þótt einstaka greinar birtist í blöðum, sé engin umræða í ljósvakamiðlum sem, eins og allir vita, hafa margföld áhrif á við blöðin. Svokallaðir um- ræðuþættir í sjónvarpi einkennist af sam- róma klisjukór, sem viðheldur óáreittu al- menningsáliti. Meira að segja í þinginu vanti gagnrýnar raddir. Jafnvel Clinton segi ekk- ert. Þögnin ríki meðan Bandaríkin kalli yfir sig geigvænlegar takmarkanir á mannrétt- indum. Heimsbyggðin horfi agndofa á, með- an sjálfskipaðir siðgæðisverðir veraldar, þeir sem alltaf vita betur, snúa hengingaról um eigin háls. Í nafni frjálsrar þjóðar. Sé gamla máltækið rétt, að vinur sé sá er til vamms segi, er þá ekki kominn tími til að vinir Bandaríkjanna láti í sér heyra? FRJÁLSAR ÞJÓÐIR RABB G U Ð R Ú N P É T U R S D Ó T T I R EINAR SKÚLASON ÚR GEISLA Eins má óð og bænir, allsráðanda hins snjalla mjög er fróðr sás getr greiða, guðs þrenning mér kenna. Göfugt ljós boðar geisli gunnöflugr miskunnar, ágætan býðk ítrum Ólafi brag, sólar, þeirars húms í heimi heims myrkrum brá, þeima, og ljós meðan var, vísi veðrs kallaðist hallar. Sá lét bjartr frá bjartri berast mannr und skýranni, frægr stóð af því, flæðar, förnuðr, röðull stjörnu. --- Bæn hefk, þengill, þína, þrekrammr, stoðað framla. Eflaust höfum jöfri unnið mærð sem kunnum. Ágætr, segið ítran, Eysteinn, hve brag leystak. Hás elskið veg vísa vagnræfrs; en eg þagna. Einar Skúlason var tólftu aldar skáld og orti Geisla, sem er helgikvæði um Ólaf helga Nor- egskonung, að áeggjan Eysteins konungs Haraldssonar og frumflutti við vígslu Nið- arósdómkirkju árið 1153. Í fyrri vísunum tveimur býður hann Ólafi, sem hann kennir við sól, ágætan brag og segist fá skáldskapinn frá guði. Í síðustu vísunni tekur hann fram að hann hafi gert eins vel og hann gat og spyr hvernig konungi (Eysteini) hafi líkað kvæðið um leið og hann fer fram á greiðslu fyrir viðvikið. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 Á R G A N G U R EFNI FORSÍÐUMYNDIN Kristinn Ingvarsson tók myndina undir Eyjafjöllum. Sálmar á atómöld voru ortir í nýju formi í nýjum heimi, í hættulegu formi í hættulegum heimi – bráðum glötuðum heimi, að mati sumra, segir Þröst- ur Helgason í grein um ljóðaflokk Matthíasar Johann- essen sem verður til umfjöllunar á dag- skrá á hátíð- arhöldum Norð- manna vegna 850 ára afmælis Nið- arósbiskupsdæmis. Rómarganga var stunduð til forna, en hvers vegna? Hvað höfðu menn fyrir stafni þegar til borg- arinnar var komið? Helgi Þorláksson rekur spor Nikulásar ábóta og Sturlu Sighvats- sonar þar suður frá. Íslenskur fræðirita- markaður hefur tekið nokkr- um breytingum á undanförnum misserum. Björn Þór Vilhjálmsson segir frá breyt- ingum á Tímariti Máls og menning- ar, tilkomu Ritsins svokallaða og vef- rita með fræði- legan metnað, auk þess sem síungir öldungar á borð við Skírni og Andvara koma við sögu. Empire nefnist bók eftir Michael Hart og Antonio Negri sem Viðar Þorsteinsson segir hafa farið eins og eld í sinu jafnt á meðal mótmæla- glaðra stúdenta og sprenglærðra kenn- ara, enda sameini hún hina „neikvæðu heimspeki“ póst- módernískra gagn- rýnenda og þá já- kvæðu, hvetjandi og siðferðislegu nálgun sem sé öllum mótspyrnuhreyfingum nauð- synleg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.