Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003
BRESKI rithöfundurinn Martin
Amis sendir nú í september frá
sér sína fyrstu skáldsögu frá því
bók hans The
Information
vakti mikla
athygli í
heimalandi
hans. Sagan
sem hann nú
sendir frá sér
nefnist Yell-
ow Dog, eða
Guli hundur
og er að sögn útgefanda kómedía
lituð af atburðum 11. september
2001. Þegar „drauma-eiginmað-
urinn“ Xan Meo verður fyrir hat-
ursfullri árás í ölgarði eins af
pöbbum Lundúna hlýtur hann
höfuðáverka sem valda því að
persóna hans breytist og Xan
verður fyrir vikið andstæða alls
þess sem hann áður var. Í Yellow
Dog tekur Amis á þeim breyti-
lega heimi sem við búum í en
ekki síður því sem e.t.v. er
óbreytanlegt, feðraveldinu og
ásýnd karlmennskunnar.
Snúið aftur heim
NÝJASTA bók rithöfundarins
Carol Birch hefur fengið lofsam-
lega dóma hjá breskum gagnrýn-
endum, og
sagði breska
dagblaðið
Guardian bók-
ina m.a. vera
„djúpa og
áhrifamikla
ritsmíð“, en
Sunday Times
sagði hana
sýna að hin
hefðbundna
frásagnarhefð lifði góðu lífi.
Bókin, sem nefnist Turn Again
Home eða Snúið aftur heim, er
saga þriggja ættliða og hefst í
Manchester á fjórða áratugnum.
Þar ala þau Bessie og Sam
Holloway upp þau Nell, litla
bróður hennar Bobby og stjúp-
systur þeirra Violet. Dýrmætar
heimsóknir frá Benny, systur
Sams, lita líf barnanna sem ann-
ars alast hálfpartinn upp í verk-
smiðju. Benny er hins vegar
drottning danssalanna þar sem
djasstónlistin dunar fram eftir
nóttu og Benny svífur um á
frægðarskýi og í viskívímu.
Tennur tígursins
BANDARÍSKI metsöluhöfund-
urinn Tom Clancy sendi nú í lok
ágústmánaðar frá sér nýja skáld-
sögu, Teeth of
the Tiger eða
Tennur tíg-
ursins eins og
útleggja má
heiti hennar á
íslensku. Líkt
og í fyrri bók-
um Clancys
kemur hetjan
Jack Ryan við
sögu og ætti
hann því að vera orðinn aðdá-
endum rithöfundarins að góðu
kunnur. Að þessu sinni beinist at-
hyglin þó einnig að syni hans,
sem í félagi við frændur sína vel-
ur sér starfsvettvang sem út-
sendari í baráttunni gegn
hryðjuverkum.
Sjónauki Schopenhauers
SAGA rithöfundarins Gerard
Donovan, Schopenhauer’s Tele-
scope eða Sjónauki Schopen-
hauers, gerist í ónefndu þorpi í
Evrópu í miðri borgarastyrjöld.
Þar grefur einn maður gröf á
meðan annar fylgist með. Smám
saman fara mennirnir síðan að
tala saman og í ljós koma þeir
skelfilegu atburðir í land þeirra
sem valdið hafa gjánni milli
þeirra sem hin sídýpkandi gröf
táknar.
ERLENDAR
BÆKUR
Guli hundur
Martin Amis
Tom Clancy
Carol Birch
Þ
VÍ hefur verið haldið fram að vand-
ræðagangurinn í kynferðismálum
Viktoríutímabilsins birtist berlega
í þeirri siðferðilegu fágun sem ein-
kenndi allt yfirborðslíf aldarinnar
á sama tíma og framhjáhald,
klám, vændi og almenn lausung
kraumaði undir yfirborðinu.
Hamrað var á dyggðum hjónabandsins og hrein-
leika konunnar í allri opinberri umræðu og svo
laumuðust karlarnir út á kvöldin og eyddu
löngum stundum á vændishúsum. Í augum
flestra nútímamanna liggur öfuguggaháttur
tímabilsins ekki síst í tvískinnungnum, í þeirri
óyfirstíganlegu þversögn sem liggur milli orða
og gjörða.
Mér hefur lengi þótt tóbaksvarnaumræðan
hér á Íslandi einkennast af svipaðri hræsni. Á
Íslandi er tóbak lögleg söluvara sem íslenska
ríkið hefur talsverðar skatttekjur af. Á sama
tíma eru sett lög á Alþingi þar sem kaup-
mönnum er skipað að fela þessa löglegu sölu-
vöru sína, nánast afneita því að hún sé til. Og
það er ekki nóg. Í sömu lögum um tóbaksvarnir
er lagt bann við því að fjalla um einstakar teg-
undir tóbaks í fjölmiðlum „til annars en að vara
sérstaklega við skaðsemi þeirra“. Brotamenn
má sekta og síbrotamenn eiga á hættu að vera
hnepptir í allt að tveggja ára fangelsi. Þessu er
hægt að líkja við það að eiturlyfjasali banni
fíkniefnaneytanda að tala vel um vöruna sem
hann selur honum. Það er ekki bannað að selja
vöruna, það er ekki bannað að neyta hennar. En
það má aðeins tala neikvætt um sjálfa neysluna.
Þetta hlýtur að teljast stórfenglegur öfugugga-
háttur.
Síðustu dagar hafa verið tíðindamiklir í sögu
íslenskra tóbaksmála. Í pistli sem Karl Th. Birg-
isson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
birti í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fjallar hann
um ást sína á Viceroy-sígarettum og ögrar um
leið ríkisvaldinu og þeim mörgu flokkssystk-
inum sínum sem tóku þátt í að samþykkja lögin
á Alþingi. Hann segir: „Áður en ég skýri mál
mitt er rétt að gefa út viðvörun: Næsta setning í
þessum pistli er ólögleg. Mér þykja Viceroy-
sígarettur góðar. Það er reyndar ekki ólöglegt
að þykja Viceroy gott tóbak. Held ég. En það er
að minnsta kosti ólöglegt að segja frá því hér í
Fréttablaðinu með þessum hætti.“ Síðan bætir
hann við: „Viceroy eru beztu sígarettur sem fást
á Íslandi. Bragðið er langt, svolítil selta í gómi,
hunang aftarlega á tungunni og tælandi kitl í
hálsi, sem stafar líklega af hóflegri mýkt í
reyknum.“ Mér þótti miður að sjá Karl taka upp
innantómt og örlítið klisjukennt tungutak vín-
smakkara í umræðu sinni um ágæti tóbaks-
neyslu – já, og svo hvernig hann ögraði löggjöf-
inni um samræmda stafsetningu sem var óþarfa
tilgerð hjá honum þegar haft er í huga að zetan
var réttilega gerð útlæg úr íslensku máli nokkru
áður en Karl komst til vits og ára.
En stafsetningarlöggjöfin virtist ekki þvælast
fyrir þeim glaðbeittu fulltrúum lögreglu og tób-
aksvarnaráðs sem rætt var við í fréttatíma
Stöðvar 2 daginn eftir, en þar kom fram að Karl
yrði hugsanlega sóttur til saka vegna orða sinna.
Sá möguleiki að samborgari þeirra yrði kærður
fyrir það eitt að hrósa ákveðinni tóbakstegund
virtist ekki angra þá. Ekki náðist í Össur Skarp-
héðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem
samkvæmt fréttinni var einn af þeim þingmönn-
um sem greiddu atkvæði með tóbaksvarnalög-
unum. Ætli hann krefjizt þess ekki að Karl biðj-
izt opinberlega afsökunar á orðum sínum. Hann
á að minnsta kosti að taka afstöðu til málsins.
Nú síðast á fimmtudaginn hófst svo málflutn-
ingur í kæru erlends tóbaksframleiðanda gegn
íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. For-
svarsmenn fyrirtækisins telja að bannið við tób-
aksumfjölluninni í fjölmiðlum og feluleikurinn
sem er viðhafður á sölustöðum brjóti í bága við
ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi,
friðhelgi eignarréttar og atvinnufrelsi. Nú verð-
um við bara að bíða og sjá hvort tóbaksrisarnir
bjargi ekki Karli og mannréttindunum úr klóm
heilsuvarnasinnanna sem í þessu máli eru þeir
einu sem vaða reykinn.
AÐ VAÐA REYKINN
Nú verðum við bara að bíða og
sjá hvort tóbaksrisarnir bjargi
ekki Karli og mannréttind-
unum úr klóm heilsuvarna-
sinnanna sem í þessu máli eru
þeir einu sem vaða reykinn.
G U Ð N I E L Í S S O N
EINHVER af nágrönnunum á hana
sem galar klukkan fjögur á nótt-
unni. Einkennileg ráðstöfun í rík-
mannlegu úthverfi á 21. öldinni.
Eru Baunar svona miklir sveita-
menn? Reyndar dáldið flott þegar
hanagalið blandast við máva-
gargið. Hvað eru þeir annars að
gera hérna lengst uppi í landi?
Birgir
www.birgir.com
Evrópa
Ég er á leiðinni þangað. Ég fer
þangað eftir tvo daga…ekki á
morgun heldur hinn! Á þessum síð-
um mun ég reyna að fanga
stemmninguna eins og hún kemur
mér fyrir sjónir. Reyna að segja
ykkur frá því sem er að gerast. En
annars er voðalega lítið að frétta.
Er algerlega hugmyndasnauður,
hugsa bara um ferðalög, stelpu,
flutninga, skóla, vinnu, lífið, dauða
ofl. Bara þetta venjulega.
Sivar
www.sivar.blogspot.com
Haust
Ég held að það sé næstum því
óhætt að segja að það sé komið
haust. Nú er ég ekki að reyna að
vera skáldleg og nota „haust“ sem
myndlíkingu fyrir ástarsorg eða
slæmt sálarástand. Ég hef það
bara fínt. Ég er að nota það yfir
mánudag allra árstíða, þegar lauf-
in verða allskonar á litinn og detta
svo af trjánum án mikillar mót-
stöðu. Þessir þrír mánuðir sem
koma í veg fyrir að allir Íslending-
arnir flytji ekki til heitari landa eru
næstum því á enda. Kannski ég
fari og kaupi mér ljósakort.
Óskímon
www.oskimon.com
Pönkarar í stofunni
Mánaðarflakk í Kaliforníu er
heldur ekki svo skuggaleg til-
hugsun að ég liggi andvaka. Búinn
að næla mér í gistingu hjá nokkr-
um pönkurum þarna og hlakka til
að kynnast nýju fólki. Í morgun
mættu sjö pönkarar í stofuna til
okkar. Hljómsveitin LET IT BURN
hefur Evróputúr sinn í stofunni hjá
okkur.
Siggi pönk
www.helviti.com/punknurse
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Flugumferð?
BLOGG
IWoody Allen telur sig hafa orðið fyrir barðinu áþví að fólk kunni almennt ekki að gera grein-
armun á lífi og list. Þó að hann búi til myndir
sem byggist að einhverju leyti á ævi hans og leiki
meira að segja í þeim sjálfur einhvern mann sem
virðist í flestu tilliti vera ákaflega líkur þeim
Woody Allen sem bíógestir þekkja þá þykir honum
það ekki sjálfsagt að hann sé að fjalla um sjálfan
sig og sitt eigið líf eins og það er í raun og veru.
Hann hefur þvert á móti margoft bent á að mynd-
ir hans séu alls ekki um hann heldur séu þær
skáldskapur sem sé byggður á reynslu hans eins
og skáldskapur annarra höfunda sé iðulega einn-
ig.
IIÁhorfendur mynda hans hafa ekki viljað fall-ast á þetta. Og lái þeim hver sem vill. Myndir
Allens hafa flestar allt frá Annie Hall verið svo
nátengdar því sem hefur verið að gerast í lífi
hans að það hefur verið nánast ómögulegt að
hafa þann túlkunarmöguleika ekki í huga. Þetta
varð raunar sérstaklega áberandi í mörgum
myndum hans á tíunda áratugnum, eins og rakið
er í grein hér í Lesbók í dag, þegar hann gekk í
gegnum erfiðan skilnað við fyrrverandi eiginkonu
sína Miu Farrow og tók saman við ættleidda
dóttur hennar Soon-Yi. Gríðarlegt fjölmiðlafár
varð í kringum skilnaðinn sem að nokkru leyti
snerist um það hvort myndir Allens væru ekki
sjálfsævisögulegar.
IIIMaureen Dowd, einn af virtustu dálkahöf-undum New York Times, tók þátt í um-
ræðunni og vakti athyglisverðar spurningar. Hún
hafði verið mikill aðdáandi Allens og verið í hópi
þeirra blaðamanna í New York á áttunda ára-
tugnum sem höfðu aðgang að honum. Skilnaður-
inn við Farrow og þau mál sem fylgdu honum
hneyksluðu Dowd hins vegar nóg til þess að hún
missti álitið á Allen. Og myndirnar sem Allen
sendi frá sér í kjölfarið þóttu henni bæta gráu of-
an á svart. Í þeim þótti henni Allen vera í út-
spekúleraðri herferð til þess að bæta ímynd sína
með spunaaðferðum eins og þeim sem þekktust
meðal harðsvíraðra pólitíkusa. Þó að Mighty
Aphrodite (1995) hafi verið kynnt sem gam-
anmynd hafi hún verið bláköld „áróðursmynd,
væmin tilraun til sjálfseflingar“. Dowd benti á að
það hafi verið líkindin á milli Allens og persón-
anna sem hann lék í myndum sínum sem gerðu
hann að vinsælum kvikmyndagerðarmanni og
þau líkindi séu enn til staðar hvað sem Allen
segi. Og það sem gerir hann ógeðfelldan nú, að
mati Dowd, er að hann heldur áfram að skapa
sér ímynd í myndum sínum á sama tíma og
hann neitar því að myndirnar fjalli um hann.
IVAllen gerði sér fulla grein fyrir þessariklemmu. Hann var orðinn fangi sinnar eig-
in ímyndar, sinnar eigin listar, kannski sinnar
eigin áru eins og bandaríski kvikmyndafræðing-
urinn Sam Girgus segir. Og hann lék leikinn til
enda í myndum eins og Deconstructing Harry
(1997) og Celebrity (1998), eða því sem næst.
Þetta eru kannski þær myndir eftir Allen sem
ögra hvað mest, ekki aðeins vegna þess að þær
leika sér að mörkum lífs og listar heldur einnig
vegna þess að þær reyna mjög á siðferðisvitund
almennings.
FJÖLMIÐLAR
NEÐANMÁLS