Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003 13
V
IÐ erum afskaplega ánægð
með að fá tækifæri til að
sýna þessi verk hér í safn-
inu,“ segir Birgitta Spur
safnstjóri Listasafns Sigur-
jóns Ólafssonar, en í dag
verður opnuð sýning á
skúlptúrum helstu meistara
20. aldar í Evrópu undir heitinu Meistarar
formsins. „Sýningin er að grunni til frá Rík-
islistasafninu í Berlín, en kemur hingað frá
Listasafni Akureyrar, þar sem hún var í sum-
ar. Við höfum átt mjög gott samstarf við
Hannes Sigurðsson safnstjóra, en undirbún-
ingur sýningarinnar hefur staðið á annað ár.“
Meistarar formsins er sannarlega réttnefni
þar sem á sýningunni eru m.a. verk eftir
heimsþekkta listamenn eins og Edgar Degas,
Auguste Renoir, Ernst Barlach, Alexander
Archipenko og Henry Moore. Alls er 31 verk
á sýningunni í Sigurjónssafni eftir 22 lista-
menn.
„Vegna þess að rýmið er talsvert minna hjá
okkur en á Akureyri tókum við þá ákvörðun
að sýningin hér í Sigurjónssafni yrði afmark-
aðri í tíma og með ákveðna tengingu við fjóra
íslenska listamenn 20. aldar, þá Einar Jóns-
son, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og
Gerði Helgadóttur, “ segir Birgitta.
„Á sýningunni má sjá hvernig hugmyndir
um efni og form hafa verið á sveimi á sama
tíma. Það má t.d. sjá að konan og kvenlík-
aminn er listamönnunum hugleikinn, einnig
eru þjóðfélagsleg tengsl sterk í mörgum verk-
anna og loks eru pólitísk verk þar sem lista-
mennirnir taka mjög ákveðna afstöðu gegn
hernaði og stríðsrekstri. Mér finnst til dæmis
mjög athyglisvert hvernig þrír listamenn
vinna hver um sig úr stríðsógnuninni, Henry
Moore með Hjálmhöfuð frá 1975, Sigurjón
með verkið Atómsprengjan frá 1979 – hvoru
tveggja þegar kalda stríðið stóð sem hæst –
og þýski myndlistarmaðurinn Axel Lischke,
sem lét gera hina margumtöluðu vopnatösku
(Án titils) 2001. Að setja vopnin á sýning-
arstall er í raun táknræn athöfn, þeir gera
vopnin óvirk og hættulaus. Boðskapurinn gæti
verið: Sendum vopnin á minjasöfn og hættum
að berjast.“
Verkin eru öll fígúratív, þar sem maðurinn
er í fyrirrúmi og sker verk Gerðar Helgadótt-
ur sig úr þar sem um hreina óhlutbundna
„kompósisjón“ er að ræða. Sameiginlegt ein-
kenni allra verkanna er að þau eru lítil um sig
en Birgitta bendir á að mörg þeirra séu
„monumental“ í byggingu þannig að lista-
mennirnir hafi jafnvel hugsað sér útfærslu
þeirra í mun stærra formi.
Birgitta leggur áherslu á hversu einstakur
fengur sé að þessari sýningu og hefur verið
útbúið ítarlegt kennsluefni um sýninguna fyr-
ir kennara í grunn- og framhaldsskólum sem
vilja nýta sér tækifærið og fræða nemendur
sína um höggmyndalist 20. aldarinnar í tíma
og rúmi.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
opnar sýninguna klukkan 15 í dag að loknu
ávarpi Johanns Wenzl sendiherra Þýskalands
á Íslandi.
MEISTARAR FORMSINS Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SENDUM
VOPNIN Á
MINJASÖFN
Morgunblaðið/Arnaldur
Sigurjón Ólafsson. Á leið til elskunnar minnar, 1954-55.
Morgunblaðið/Arnaldur
Auguste Renoir. Litla þvottakonan 1916-19. Í bakgrunni er verk Einars Jónssonar Dögun, 1906.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ernst Barlach. Móðir með barn II, 1935.
HRINGEKJUR lífsins nefnist einkasýning
Eyjólfs Einarssonar sem opnuð var í Lista-
safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í gær.
Á sýningunni er áherslan lögð á stór ol-
íumálverk sem listamaðurinn hefur verið
að vinna undanfarin ár og ekki hafa verið
sýnd áður. „Eyjólfur er einn af fremstu
listmálurum sinnar kynslóðar og hefur
notið vaxandi athygli hin síðari ár fyrir af-
ar persónulegt myndmál og túlkun sem
endurspeglar tíðarandann með sérstökum
hætti,“ segir í fréttatilkynningu frá safn-
inu.
Sunnudaginn 28. september kl. 15 verð-
ur Eyjólfur með Listamannaspjall. Hann
mun skoða sýningu sína ásamt gestum og
taka þátt í umræðum um verkin.
Sýningin stendur til 12. október. Kjar-
valsstaðir eru opnir alla daga kl. 10–17. Valdabarátta, olía á striga, eftir Eyjólf Einarsson.
EYJÓLFUR
EINARS-
SON Á
KJARVALS-
STÖÐUM
SÝNING á verkum fjögurra norskra textíl-
hönnuða verður opnuð í Listhúsi Ófeigs kl. 16 í
dag. Listamennirnir eru Hilde Horni, Torill
Haugsvær Wilberg, Tove Nordstad og Inger
Lise Saga. Tvær þeirra eru innanhússarkitekt-
ar, sú þriðja tannlæknir og sú fjórða barna-
skólakennari. Verk þeirra eru úr þæfðri ull í
bland við silki, viskós og lín. Sýningin nefnist
„4 colours 4 ladies“.
Listhús Ófeigs er opið 10–18 virka daga, 13–
16 laugardaga. Sýningin stendur til 17. sept-
ember og er aðgangur ókeypis.
FJÓRIR TEXTÍL-
HÖNNUÐIR
HJÁ ÓFEIGI
Kjóll úr þæfðri ull, viskós og líni.