Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003
G
UNNAR Guðbjörnsson
tenórsöngvari var vart af
unglingsaldri þegar farið
var að tala um hann sem
eitt mesta söngvaraefni
þjóðarinnar í langan
tíma. Hann lauk burtfar-
arprófi í söng frá Nýja
tónlistarskólanum í janúar 1988, eftir fimm ára
nám. Hann var einn af mörgum góðum söngv-
urum sem nutu leiðsagnar Sigurðar Demetz
Franzsonar. Mánuði síðar var hann kominn á
svið Íslensku óperunnar, þar sem hann söng
hlutverk Don Ottavios í Don Giovanni eftir
Mozart. Í umfjöllun um sýninguna í Morgun-
blaðinu sagði Jón Ásgeirsson tónlistargagn-
rýnandi að Gunnar hefði slegið í gegn: „Gunnar
er rétt rúmlega tvítugur og á margt eftir að
læra en er þegar orðinn nokkuð slyngur söngv-
ari og auk þess fæddur með „gullbarka“.“ Eftir
fyrstu ljóðatónleika Gunnars í Gerðubergi
skrifaði Jón aftur: „Það þarf ekki mikinn spá-
mann til að sjá fyrir sér framtíð þessa efnilega
söngvara, því Gunnari er allt gefið sem til þarf
að verða mikill listamaður og því er rétt að
biðja Músurnar að sjá til með honum.“
Síðan þá hafa Músurnar vissulega vakað vel
yfir unga manninum með gullbarkann.
Gunnar hefur starfað óslitið við erlend óp-
eruhús frá því hann lauk framhaldsnámi í
Lundúnum; fastráðinn við óperuhúsin í
Wiesbaden í Þýskalandi, Lyon í Frakklandi,
eftir það í lausamennsku, en svo fastráðinn við
Ríkisóperuna í Berlín, þar til fyrir rúmu ári,
þegar lausamennskan tók aftur við. Það eru
fimmtán ár frá því að hann fór til Berlínar í
framhaldsnám. Þar var hann eitt ár og tvö ár í
Lundúnum. Það eru því tólf ár síðan hann steig
sín fyrstu skref á óperusviðinu í Wiesbaden.
Óperan hefur verið aðalstarf Gunnars, en alla
tíð hefur hann líka sinnt tónleikahaldi, tónleik-
um með hljómsveit, óratoríum, og ekki síst tón-
leikum með ljóðatónlist, rómantíska sönglag-
inu, sem á ekkert síður við hann – og röddina
hans – en óperan.
„Mér finnst frábært að vera kominn heim,“
segir Gunnar, nýkominn til landsins og nýbú-
inn að pakka upp öllu sínu hafurtaski og koma
sér, Ólöfu Breiðfjörð konu sinni og þremur son-
um fyrir í indælli risíbúð í Hlíðunum. Hann er
fluttur heim, en langt frá því að vera hættur að
syngja. „Þetta er heilmikil breyting, og ekki
enn komið í ljós hvernig það gengur að búa hér
og vinna úti, en ég hef enga ástæðu til að ætla
að þetta gangi ekki. Þetta hafa fleiri en ég gert.
Það hefur margt breyst. Ferðaþjónustan hefur
batnað til muna, en það skiptir líka máli hvað
öll samskipti eru orðin auðveld. Maður getur
verið í stöðugu sambandi við fólk úti í heimi all-
an daginn, gegnum Netið, án þess að það kosti
svo mikið. Ég er líka með minn þýska gemsa
með mér hér, og þeim sem þurfa að ná í mig
þaðan þarf ekki að finnast þeir vera að hringja
til útlanda. Það er stundum verið að biðja mann
að hlaupa í skarðið með mjög stuttum fyrirvara
og þá er gott að hafa þessi samskiptatengsl í
lagi.“
Kollegi Gunnars, Kristinn Sigmundsson,
hefur sagt að það að vera söngvari, búa á Ís-
landi en vinna erlendis, sé ekkert ósvipað því að
vera farmaður. Sjómenn leggist í túra sem geti
verið svipað úthald og hjá óperusöngvaranum.
Íslendingar þekki þetta. Gunnar tekur undir
orð Kristins og segir það oft hafa komið fyrir að
hann hafi verið hér heima, þegar hringt hafi
verið að utan og hann beðinn að koma og leysa
einhvern af með skömmum fyrirvara. „Þetta er
ekkert mál lengur.“ Það eru stuttu túrarnir.
Úthaldið er lengra þegar söngvarinn tekur þátt
í heilum óperuuppfærslum, og þarf að dvelja á
staðnum allt æfingatímabilið og svo auðvitað á
sýningum. Gunnar er bókaður í þrjú slík verk-
efni í vetur og sennilega verða þau fleiri. „Ég
syng næst konsert í Þýskalandi; frumflutning á
Jóhannesarpassíu eftir Carl Philip Emmanuel
Bach, og það verður líka hljóðritað á geisladisk.
Fyrstu tónleikarnir voru í Berlín 24. septem-
ber, en þeir næstu í Bremen 8. október. Á und-
an þeim tónleikum mæti ég þó á æfingar í Wex-
ford á Írlandi, en ég kem til með að vera þar
með sýningar frá miðjum október. Í millitíðinni
er ég hér heima að syngja með Kristni, Diddú
og Jónasi Ingimundarsyni um allt land. Í októ-
berlok, að loknum sýningum á óperunni Die
drei Pintos eftir Weber, hittumst við Kristinn
aftur þegar við syngjum saman í Bastilluóper-
unni í París, konsertuppfærslu á Meistara-
söngvurunum frá Nürnberg eftir Wagner. Um
miðjan nóvember kemst ég í smá frí, og verð í
verkefnum hér heima fram í miðjan desember.
Þá syng ég í Töfraflautunni í Ríkisóperunni í
Berlín fyrir og eftir jól. Eftir áramótin hef ég
meiri tíma, þar til í vor að ég syng stýrimann-
inn í Hollendingnum fljúgandi á Ítalíu, og það
verður tveggja mánaða törn.“ Gunnar er ekki
lengur fastráðinn neins staðar, – kostur – segja
þeir sem hafa verið lengi í bransanum. Fast-
ráðningar gefa minna í aðra hönd og söngv-
arinn er þá algerlega skuldbundinn því húsi
sem hann starfar við, og syngur það sem hon-
um er sagt að syngja. Í lausamennskunni er
Gunnar eigin herra, getur valið þau verkefni
sem honum finnst áhugaverð og hafnað þeim
sem eru ekki spennandi eða henta ekki rödd-
inni. En það getur líka haft ókosti að vera í
lausamennsku, og framtíðin ekki alltaf jafn
trygg og hjá þeim fastráðnu. „Það kemur fyrir
að maður er hálfbókaður í ýmislegt, en veit svo
ekki af eða á fyrr en kannski tveim vikum fyrir
tímann. Það er líka oft að tilboð ber upp á sama
tíma og þá þarf maður að velja, og alltaf dettur
eitthvað uppfyrir. En í þessu tilliti er gott að
vera á Íslandi. Þá er einfalt að snúa sér bara að
öðru. Mér hafa boðist tvö verkefni með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands sem hefðu verið spenn-
andi, en var upptekinn í bæði skiptin. Hins-
vegar er ég með ljóðatónleika í sigtinu og það
er eitthvað sem ég ætla að sinna meira á næst-
unni.“
Erfiðleikar í þýsku óperunni
Ástandið í menningarmálum í Þýskalandi
hefur versnað til muna á síðustu árum, að sögn
Gunnars, vegna fjárhagserfiðleika menningar-
stofnana. Samningar eru ekki gerðir við söngv-
ara fyrr en á elleftu stundu og tilboð eru oft
dregin til baka vegna þrenginga.
„Þjóðverjarnir eru orðnir seinni að ganga frá
hlutunum en Ítalir, og þá er mikið sagt.
Ástandið er hræðilegt. Gamalgróin og virt óp-
eruhús eins og Münchenaróperan og Ríkis-
óperan í Berlín eiga mjög erfitt, og þegar hús í
þeim stærðarflokki eiga í hlut er ástandið orðið
mjög alvarlegt. Það hefur verið talað um að
sameina óperuhús og loka öðrum, og mörgum
óperu- og leikhúsum hefur í raun verið lokað og
hljómsveitir verið lagðar niður. Metropol-óper-
ettuleikhúsið hefur til dæmis verið lagt niður.
Þetta hefur grafið mjög undan menningar-
starfseminni í Þýskalandi. Það sem hefur gerst
er það að húsin hafa mjög háan fastakostnað af
hlutum sem þau geta ekki breytt. Þau bera
skyldur gagnvart eftirlaunaþegum, og það get-
ur kostað mikla peninga, ekki síst þegar fólk
fer snemma á eftirlaun – kerfið er byggt þannig
upp að fólk getur það. Eftirlaunaþegunum
fjölgar meðan fjárveitingar til húsanna standa í
stað. Skrifstofubáknið er líka mikið og afskap-
lega dýrt í Þýskalandi. Hljómsveitin er yfirleitt
æviráðin, þannig að húsin sitja uppi með hljóð-
færaleikara og geta ekki fækkað í hljómsveit-
unum, nema að bíða eftir því að fólk fari á eft-
irlaun. Þannig er þetta flókið dæmi, og erfitt að
láta það ganga upp. Það sem húsin geta gert í
þessari stöðu er að spara í skammtímasamn-
ingum, og það eru einmitt samningar við ein-
söngvarana. Ríkisóperan í Berlín og München-
aróperan hafa ekki þurft að ganga svo langt
hingað til, en mér skilst að nú sé ástandið þar
að verða svona, og í Köln, sem ég var í góðu
sambandi við, ætla þeir ekki að ráða einn ein-
asta gestasöngvara í mínu fagi. Þeir voru búnir
að lofa því að bjóða mér, en af því verður ekki.
Þýskaland er orðið eins og eyðimörk, og allir að
keppast um að fá þau fáu verkefni sem í boði
eru.“
Þótt ástandið í Þýskalandi, þar sem Gunnar
„ÞETTA VAR ÍSLENDING-
URINN – EKKI ALAGNA!“
Gunnar Guðbjörnsson
óperusöngvari er fluttur
heim eftir 15 ára dvöl er-
lendis. Það er ekkert sem
bindur hann lengur í
Þýskalandi, þar sem hann
hefur búi og starfað að
undanförnu, og þar er
óperan í kreppu. BERG-
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
heimsótti Gunnar, þegar
hann var nýbúinn að taka
upp úr kössum og koma
sér fyrir, og bað hann að
segja frá ástæðum þess
að hann kýs nú að gera
út héðan, og frá fram-
tíðarverkefnum á enn
suðlægari slóðum. Morgunblaðið/Jim SmartGunnar Guðbjörnsson óperusöngvari: „Þetta eru góðu djobbin. Það þykir mjög gott að fara í fimm daga vinnuferð til Berlínar og taka inn góðan
pening, fara svo heim með tekjur sem duga allan mánuðinn. Þetta vil ég auðvitað gjarnan gera áfram, en fastráðning er ófreistandi kostur.“
„Ég er þegar kominn
með um 26–7 bók-
anir í þessum löndum
í vetur, og þær munu
að líkindum fara
uppí um 35, og það
er mjög fínt. Lífið er
jú ekki bara salt-
fiskur.“