Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 3
H EILBRIGÐI skiptir sköp- um fyrir velferð almenn- ings um allan heim. Þetta á ekki bara við um Afr- íku, þar sem auðlæknandi hitabeltissjúkdómar eins og berklar og malaría og margar aðrar pestir og plágur, sumar illlæknandi eins og eyðni, drepa börn og fullorðna í þúsundatali með hörmulegum afleiðingum á hverjum ein- asta degi. Nei, heilbrigði skiptir einnig sköpum í okkar heimshluta, þar sem líf fólksins og líðan heldur áfram að lengjast og batna jafnt og þétt, sumpart fyrir tilstilli læknavísindanna. Við verjum æ meira fé til heilbrigðismála eftir því sem árin líða, og útgjaldagleðin hefur borið árangur. Heil- brigðisútgjöld í OECD-löndum nema víða um 50 þúsund krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, sums staðar meiru, og útgjöld til menntamála nema reyndar öðru eins. Af þessum útlátum öll- um má ráða mikilvægi þessara tveggja málaflokka í mannfélagi nútímans. En útgjöld eru ótryggur mælikvarði á árangur hvort sem er í heilbrigðismálum eða menntamálum, af því að útgjöldin nýt- ast misvel. Hér þarf að greina aðföng frá afurðum. Fjárútlát eru aðföng til heilbrigð- isþjónustu og almannafræðslu, en afurðin er heilbrigðisþjónustan sjálf og fræðslan. Og afurðin skiptir höfuðmáli, ekki aðföngin. Tökum heilbrigðismálin. Útgjöld til þeirra hafa aukizt myndarlega síðustu ár, svo að Ísland sómir sér nú vel í samanburði við önnur OECD-lönd. Samkvæmt nýjum tölum frá OECD fyrir árið 2000 verja Ís- lendingar næstmestu almannafé til heil- brigðismála miðað við landsframleiðslu á OECD-svæðinu; Þjóðverjar einir eru ofar á blaði. Íslendingar verja á hinn bóginn sára- litlu einkafé til heilbrigðisþjónustu; þar er- um við nálægt botni. Til samanburðar verja Bandaríkjamenn næstum því jafnmiklu einkafé til heilbrigðisþjónustu og al- mannafé, og þeir veita á heildina litið lang- mestu fé til heilbrigðismála miðað við landsframleiðslu á OECD-svæðinu. Þeir verja hvorki meira né minna en 120 þúsund krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu til heilbrigðismála á móti 65 þús- und krónum hér heima. Munurinn er m.a. sá, að Bandaríkjamenn stunda blandaðan búskap í heilbrigðismálum: þeir halda úti dýru heilbrigðiskerfi fyrir ríkisins reikning, enda þótt heilbrigðistryggingum þar vestra sé að vísu mjög ábótavant, og þeir halda jafnframt úti fjölbreyttu og umfangsmiklu einkaheilbrigðiskerfi, svo að kostir einka- rekstrar og samkeppni fái að njóta sín. Svipuðu máli gegnir um Sviss: þar slaga einkaútgjöld til heilbrigðismála hátt upp í ríkisútgjöld í sama skyni. Í mörgum Evr- ópulöndum, þar á meðal Frakklandi, Hol- landi og Þýzkalandi, nema einkaútgjöld milli þriðjungs og fjórðungs af heildar- útgjöldum til heilbrigðismála. Hér heima nema einkaútgjöldin á hinn bóginn aðeins um sjöttungi heildarútgjaldanna. Þarna munar miklu. Fleira hangir á spýtunni. Að réttu lagi ætti heilbrigðisþjónusta að kosta minna á Íslandi en víðast hvar í löndunum í kringum okkur, af því að aldurssamsetn- ingin er önnur hér en þar. Hér er hlutfalls- lega meira af ungu fólki, svo að heilbrigð- isþjónustan ætti þá að kosta okkur minna en ella eins og sakir standa (og mennta- málin mættu þá kosta meira). Þrátt fyrir mikil útgjöld til heilbrigð- ismála hér heima líður varla svo vika, að ekki berist neyðarfréttir af fjárþröng heil- brigðisstofnana, þar sem sjúklingar þurfa að bíða mánuðum saman eftir brýnum að- gerðum, aðrir þurfa að liggja á göngum spítalanna, þar eð sjúkrastofurnar eru yf- irfullar, og enn aðrir eru sendir heim of snemma, að þeim sjálfum finnst og fjöl- skyldum þeirra, til að losa sjúkrarými. Hverju sætir svo ómannúðlegt ástand alls- nægtaþjóðfélagsins? Ástæðan er sú, sýnist mér, að síauknar fjárveitingar til heilbrigð- ismála nýtast ekki nógu vel, þar eð búskap- arlagið í heilbrigðiskerfinu er ekki nógu hagkvæmt. Rekstur heilbrigðisþjónust- unnar á að ýmsu leyti meira skylt við mið- stjórn en markaðsbúskap. Þetta er ekki séríslenzkur vandi, heldur samevrópskur, og hann verður að leysa. Ella er hætt við því, að ófremdarástand heilbrigðismálanna verði varanlegt. Vandinn er ekki sá, að rík- inu sé ofaukið í heilbrigðiskerfinu, alls ekki. Almannavaldið á að láta heilbrigðismál til sín taka og einnig menntamál, enda er sá háttur hafður á um allan heim vegna þess, að frjáls markaður er ófær um að veita al- menningi viðundandi heilbrigðisþjónustu og menntun á eigin spýtur. Það stafar af því, að heilbrigði og menntun eru öðrum þræði sameign: það er ekki einkamál hvers og eins, hversu heilsufari hans og menntun er háttað, því að við njótum þess öll í sam- einingu að búa í samfélagi, þar sem hvort tveggja er í góðu lagi. Nei, vandinn er sá, að almannavaldið kann ekki nógu vel að skipta verkum með einkageiranum og þá ekki heldur að leyfa frjálsri verðmyndun á markaði að fá að njóta sín, svo að fjármunir heilbrigðiskerfisins nýtist sem bezt. Frjáls verðmyndun hjálpar mönnum að gera sér grein fyrir því, hvað hlutirnir kosta: til þess er hún. Biðraðirnar í heilbrigðiskerfinu segja í rauninni allt, sem segja þarf um þetta mál. Biðraðir eru alls staðar og ævinlega fylgi- fiskur miðstýringar og ein birtingarmynd þeirrar óhagkvæmni, sem fylgir því úrelta búskaparlagi. Við erum hætt að stunda áætlunarbúskap í flestum greinum: við er- um hætt að norpa í biðröðum fyrir utan búðir og banka, eins og tíðkaðist hér um langt árabil. Hagskipulag heilbrigðisþjón- ustunnar er eftirlegukind, þrjózkur arfur frá fyrri tíð, því að við eigum eftir að gera það, sem gera þarf til að eyða þessum leif- um miðstýringar og meðfylgjandi hugs- unarháttar í heilbrigðisgeiranum (og einnig í skólakerfinu, en látum það eiga sig að sinni). Lífseigir fordómar gegn markaðsbúskap og skyldar hugmyndir um algera sérstöðu heilbrigðisþjónustu í samfélaginu virðast eiga talsverðan þátt í ríkjandi ástandi. Margir stjórnmálamenn fórna höndum, þegar minnzt er á markaðsbúskap á þeim vettvangi. Þeir segjast ekki mega til þess hugsa, að fólk geti keypt sér læknishjálp á frjálsum markaði – læknishjálp, sem Ís- lendingar kaupa sér raunar í stórum stíl nú þegar bæði heima og erlendis. Þarna er á ferðinni gömul og virðuleg jafnaðarhug- sjón, sem hefur snúizt upp í andhverfu sína í allsnægtaþjóðfélagi nútímans, því að hvaða réttlæti er í því að skikka sárkvalið fólk til að bíða mánuðum saman eftir lækn- ishjálp, sem það myndi fegið greiða fyrir að fá strax á frjálsum markaði? Flestum finnst nauðsynlegt, að heilbrigðiskerfið mismuni sjúklingum ekki eftir efnahag, um það sjón- armið ríkir sátt í samfélaginu, og til þess höfum við heilbrigðistryggingar. Eigi að síður þurfa menn að hafa frelsi til að kaupa sér heilbrigðisþjónustu að vild eins og aðra vöru og þjónustu, því að áhugi manna og óskir beinast í ólíkar áttir. Það ber enga þörf til þess að setja heilbrigðiskerfið allt úr skorðum til að ná æskilegum jafn- aðarmarkmiðum í heilbrigðismálum. Lífs- kjarajöfnuði, réttlæti og velferð stafar yf- irhöfuð engin hætta af markaðsbúskap, sé vel og hyggilega á málum haldið, hvorki í heilbrigðismálum né annars staðar. Öðru nær: miðstýringu og meðfylgjandi sóun fylgir ævinlega mikið ranglæti. Velferð- arríkið eins og við þekkjum það væri óhugsandi án þeirrar hagkvæmni, sem blandaður markaðsbúskapur einn getur tryggt. Hvað þarf þá að gera til að bæta ástand- ið? Það þarf meiri og betri einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni, einkarekstur eins og þann, sem þegar hefur rutt sér til rúms með góðum árangri undangengin ár við hlið heilsugæzlu á vegum ríkisins. Þessari þró- un fylgir aukin samkeppni, frjálsari verð- myndun, næmari kostnaðarvitund báðum megin borðs og meðfylgjandi aðhald að kostnaði, fjölbreytni, sem kemur til móts við ólíkar óskir og þarfir almennings, og þannig áfram. Heilbrigðisþjónusta er svo dýr, að það er hægt að spara mikið fé með því að fara betur með það fé, sem fyrir er. Það þarf ekki að skera niður, heldur skera upp – og gera þá um leið upp við gamlar hugmyndir um miðstjórn og meðfylgjandi forsjárhyggju í heilbrigðismálum. Æskileg afskipti almannavaldsins mega ekki standa í vegi fyrir heilbrigðum markaðsbúskap. HEILBRIGÐI ER HAGSTÆRÐ RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N gylfason@hi.is LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI Leikrit Matthíasar Johannessen eru fjölmörg og sennilega fleiri en margan grunar. Árni Ibsen fjallar um leikrit- unarferil Matthíasar sem spannar langan tíma og breitt svið. Roni Horn gefur Háskólanum á Akureyri verk sitt Some Thames í dag. Fríða Björk Ingv- arsdóttir ræðir við Horn um list hennar. Hver á Halldór Laxness? spyr Jón Karl Helgason í grein þar sem hann setur deilurnar um einkabréf Hall- dórs Laxness að undanförnu í sögulegt samhengi. Arnold Schwarzenegger er orðinn ríkisstjóri í Kali- forníu en ímynd hans tengist frek- ar hetjuímyndum hvíta tjaldsins. Heiða Jóhannsdóttir fjallar um kvik- myndaímynd Arn- olds Schwarzen- eggers. FORSÍÐUMYNDIN er af Roni Horn á Thames-ánni í London. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR ÚR VÆNGJA- HURÐINNI 47 Ef ég ætti að daðra við þig, færi ég í fullkomið kerfi. 48 Ef ég ætlaði samt að daðra við þig, myndi ég reka spjót í gegnum hjartað á þér. 49 En ef ég daðraði einsog almennileg manneskja, léti ég útbúa tjörn með lótusblómum. 50 Sjáðu, ég kem mér ekki að efninu, fyrir mér ert þú efnið, sprotinn úr jörðinni, enginn er meiri jörð en þú. 51 Þessi dularfulla jörð sem ég kann ekki að yrkja um, en ásækir mig stöðugt. Og svarar aðeins í draumi. Elísabet Jökulsdóttir á að baki ljóðabækur, skáldsögu, smásögur og örsögur. Ljóðin eru úr ljóðabókinni Vængjahurðin (2003).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.