Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 5
Glerbrotum, sjónvarpsgerð þess 1988, að
þarna var óvanalegt leikrit sem hafði ýmsa
dramatíska kosti langt um fram það að vera
fyrsta verkið þar sem minnst er á hugsanlegt
ástarsamband tveggja kvenna. Það var þó ekki
hin meinta, óumræðilega og „óheimila“ kyn-
hvöt sem olli fjaðrafokinu, því menn véku sér
hreinlega undan því að tala um það, rétt eins
og engin afstaða var tekin til þess þáttar í upp-
færslu Þjóðleikhússins þar sem menn tipluðu í
kringum hann eins og köttur í kringum heitan
graut, heldur hitt að efni leiksins vísaði til þá
nýlegs fjölmiðlafárs, hins svonefnda Bjarg-
máls. Það sérstaka mál er nú flestum gleymt
en eftir stendur þetta leikrit sem unnt er að
skoða og meta fyrir þá kosti sem það býr yfir
sem drama.
Leikritið greinir frá ömurlegu hlutskipti
unglingsstúlku, Maríu, sem býr við andstyggi-
legar heimilisaðstæður; faðir hennar stórtæk-
ur drykkjumaður, en lýsing hans er reyndar
naum frá hendi höfundar, og stjúpmóðirin ön-
uglynt skass, ef til vill sakir drykkju mannsins.
Afi stúlkunnar býr líka á heimilinu og er þeim
vel til vina, en hann er orðinn utanveltu og hef-
ur brostið kjark til að hafa nokkra meiningu
eða taka klára afstöðu. María er í uppreisnar-
hug gagnvart umhverfi sínu og aðstæðum, en
uppsker aðeins fyrirlitningu stjúpu sinnar og
föður. Þau grípa til þess auðvelda ráðs að
senda stúlkuna á „hæli“ fyrir vandræðastúlk-
ur, þ.e. stúlkur sem samfélagið áleit einfald-
lega hysknar, þjófóttar og lauslátar.
Dvölin á hælinu verður eitt ómengað helvíti
fyrir stúlkuna, gæslukonurnar halda ekki orð
sín og vista Maríu í einangrun hvað sem taut-
ar; þær ýmist beita skjólstæðinga sína jafn-
framt andlegu ofbeldi eða leita á þá kynferð-
islega. Að lokum strýkur María og kemst heim
til sín aftur, en þar er ástandið síst skárra en
það var áður og nú verður tilvist hennar að
hreinni martröð. Þar með færist atburðarásin
endanlega frá því hálfvegis jarðbundna og inn
í hugarheim hennar, og andlegar píslir og
áreiti taka við. Merkilegt stílbragð sem kallar
á afgerandi stíl í leik. Þjóðleikhúsið var ágæt-
lega í stakk búið til þess að takast á við
raunsæisleg verk á þessum árum, en þó svo að
nokkrar ágætar sýningar í öðrum stíl (t.d. á
verkum Brechts, Becketts og Ionescos) hefðu
litið dagsins ljós á sjöunda áratugnum, þótti
ekki sjálfsagt að íslenskir höfundar væru eitt-
hvað annað en raunsæir. (Eina undantekning-
in var ef til vill Forsetaefnið eftir Guðmund
Steinsson 1964).
Fjaðrafok er ekki raunsæisverk og hefði ef
til vill þurft að finna sýningu þess stíl við hæfi.
Að minnsta kosti leysist atburðarásin upp í
eins konar expressjónískan leik þar sem hlut-
skipti Maríu litlu verður metafóra fyrir „litlu
manneskjuna“ bjargarlitlu. Hún leitar á náðir
afa síns til þess að losna undan ásóknunum, en
hann hefur ekki sama jarðbundna kraftinn og
Kerlingin hafði í Gullna hliðinu til þess að
verja aðþrengda sálina fyrir ásókn hinna illu
útsendara. Loks linnir hríðinni og leikritið
endar á von um að annars staðar sé betri heim-
ur.
Fjaðrafok er samfélagsádrepa, ekki flókið
drama en býr yfir góðri snerpu, víða fallega
skrifað og samúð skáldsins með litlu mann-
eskjunni er ósvikin.
Um þær mundir sem verkið kom fram var
sú hugsun áleitin í tímanum að þegnum sam-
félagsins bæri að huga að því hvernig einstak-
lingurinn er mótaður til þess að þjóna þörfum
samfélagsins í stað þess að fá næði til að
þroskast sem einstaklingur. Um þetta fjallaði
til dæmis söngleikurinn Hárið, Poppleikurinn
Óli og leikrit Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í
blýhólknum? (1971). Og þetta er meginstef
Fjaðrafoks.
Þessu leikriti Matthíasar var hins vegar illa
tekið af hluta gagnrýnenda og gengu sumir
fram af töluverðu offorsi, því miður ekki fyrsta
og ekki seinasta skipti þegar leiklist hefur ver-
ið annars vegar hér á landi og ekki síst ef um
ný innlend verk hefur verið að ræða. Fjaðra-
fokið í fjölmiðlum í kjölfar frumsýningarinnar
er reyndar lítt skiljanlegt í dag því það líkist
helst ys og þys út af engu, en rót þess er í hinu
svonefnda „Bjargmáli“, sem er að nokkru fyr-
irmynd atburðanna í leikritinu. Það er þó ekki
svo að leikritið fjalli um það óþægilega mál, því
Fjaðrafok er metafóra um hlut lítils og ráð-
villts einstaklings í köldu samfélagi. Lausn
vandans sem lýst er felst í von um ást og um-
hyggju fremur en fyrirlitningu, fordóma og
forræði. Það sem ætla hefði mátt að færi fyrir
brjóstið á gestum Þjóðleikhússins 1970 er hins
vegar hin opinskáa umfjöllun um samkyn-
hneigð, en enginn virðist hafa tekið eftir henni.
Það var enda engin afstaða tekin til þess þátt-
ar í uppfærslu leikhússins, en stiklað yfir það
eins og eitraðan læk.
Næsta leikrit Matthíasar var sögudrama,
Sólborg (1975). Verkið er skrifað strax í kjöl-
far Fjaðrafoks og fjaðrafoksins sem því fylgdi.
Til stóð að Þjóðleikhúsið sýndi þetta verk líka,
það var samþykkt af stjórn leikhússins, hand-
rit þess var fjölfaldað svo unnt væri að hefja
æfingar, en ekkert bólaði síðan á uppfærsl-
unni, hver sem ástæðan var. Þetta var reyndar
ekki í fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið heyktist
á því að bera ný íslensk leikrit á borð fyrir
áhorfendur á þessum árum og væri hægt að
hugleiða í löngu máli hver þróunin hefði orðið
ef þetta flaggskip hefði ekki brostið kjark jafn-
oft og það gerði. Dæmi um verk sem aldrei
komst á fjalirnar í Reykjavík var Brönugrasið
rauða, eftir Jón Dan.
Til stóð að Þjóðleikhúsið sýndi það leikrit
þegar árið 1956, handrit var fjölfaldað og flest
var til reiðu, en ekkert varð af uppfærslu
verksins fyrr en Leikfélag Akureyrar bar það
loks fram árið 1970, hálfum öðrum áratug eftir
að það var skrifað og voru þá komnir töluvert
aðrir tímar. En þetta er önnur saga.
Hver sem ástæða þess var að ekki kom til
uppfærslu Sólborgar í Þjóðleikhúsinu, skortur
á kjarki eftir meðferðina á Fjaðrafoki, skortur
á trúnaði við leikskáldið, nema hvorttveggja
sé, þá er það skaði því þetta er eitt besta leikrit
skáldsins og með betri íslenskum leikritum um
söguleg efni. Sólborg kom loks fyrir sjónir al-
mennings þegar leikritasafn Matthíasar kom
út 1975, en það er mjög ómaklega ennþá ósýnt.
Atburðarás leiksins byggir á víðkunnu sifja-
spellsmáli í Þingeyjarsýslu undir lok nítjándu
aldar og ungur skáldmæltur lögfræðingur,
Einar Benediktsson, fékk þar sitt fyrsta alvar-
lega sakamál til að fást við. Seinna ritaði Thor
Vilhjálmsson hina frægu skáldsögu sína Grá-
mosinn glóir (1986) um þetta sama efni. Líkt
og í Fjaðrafoki er Matthías að fjalla þarna öðr-
um þræði um þann eilífa harmleik er þræl-
skipulegt samfélag mannanna leitast jafnan
við að kúga ástina, líkt og lýst er til dæmis í
Rómeó og Júlíu og leikritum García-Lorca.
Í leikriti Matthíasar um Sólborgu er farið
mjög sparlega með lýsingu tíðaranda og um-
hverfis en þeim mun meiri áhersla lögð á per-
sónusköpun og hinar mannlegu tilfinningar
sem málið vekur, enda býr verkið yfir tölu-
verðri snerpu. Í þessu ljósi er til dæmis for-
vitnilegt að Matthías skuli gera Guðbjörgu,
móður hálfsystkinanna Solveigar og Sigur-
jóns, að einni helstu persónunni, en hennar er
hins vegar hvergi getið í gögnum um málið.
Guðbjörg er þarna í eins konar Jobs-hlutverki,
góð og grandvör manneskja sem hlýtur ómak-
lega þung og óbærileg högg af guði sínum. Í
leikslok stendur hún ein eftir yfir líki dóttur
sinnar og fræðir sýslumanninn unga um að
Sólborg hafi „hvorki kynnst ástúð né hlýju“.
Ástleysið var hlutskipti hennar, en „réttlæti
mannanna er sverð“, eins og þar stendur.
IV.
Að auki hefur Matthías samið nokkur leik-
verk fyrir útvarp og sjónvarp, Sókrates (1972),
sem er smellin heimspekileg fantasía og gerist
í tímalausri kyrrð „asttralplansins“, lýsir
ástandi fremur en framvindu, eitt af bestu
verkum Matthíasar. Þá kom Ófelía (1975) út-
varpsverk um óhamingju Ófelíu og Hamlets
sem þau bera undir Shakespeare, framhalds-
leikritið, eða „leiksagan“ Guðs reiði (1984), eitt
ágætasta leikverk Matthíasar, sem segir frá
því er Kristján fjórði Danakóngur verður leið-
ur á að vera myndastytta, stígur niður af eir-
fáki sínum og gefur sig á tal við íslenskan
sagnfræðing og fyrrverandi kennara sem nú
er á bísanum í Kaupmannahöfn. Þarna lýstur
tvennum tímum saman á óvæntan hátt og
verður af því góð skemmtun. Seinast kom frá
hendi Matthíasar sjónvarpsleikritið Sjóarinn,
spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og
Sveinn (1991), sem þrátt fyrir að vera ekki
lengsti leikritstitill á íslensku, er mikið safn af
einkennilegu utangarðsfólki sem lifir í ein-
hverju lofttómi í tímanum, rétt eins og persón-
urnar í Sókratesi, ákaflega ljóðræn og falleg
lýsing á þeim útskúfuðu sem hafa tapað erindi
sínu og kallast á við Jón gamla, einþáttunginn
ágæta.
Persónurnar í leikritum Matthíasar eru
stundum fullmælskar til að lýsingu þeirra
megi kalla raunsæja og skáldlegar líkingar eru
þeim jafneiginlegar og höfundi þeirra. Þó er
stíllinn á leikritum hans jafnan á lipru talmáli
og aldrei upphafinn nema til háðs eins og í
Guðs reiði, að því er virðist. Sumt í andblæ
verkanna minnir raunar á síðrómantískt eða
impressjónískt andrúmsloftið innan raunsæis-
rammans í leikritum Jökuls Jakobssonar á sjö-
unda áratugnum og eru bæði Jón gamli og
Fjaðrafok ágæt dæmi um þetta, ef til vill
vegna þess að þau gerast á svipuðum slóðum í
Reykjavík og á svipuðum tíma og Jökull var að
fjalla um. Þetta á við um Jón gamla, suma
drætti Fjaðrafoks og um Sjóarann, spá-
konuna, blómasalann, skóarann, málarann og
Svein, en Eins og þér sáið er annars eðlis,
fremur kaótísk háðsádeila sem freistandi væri
að kalla „absúrd“. Hugmyndin að Eins og þér
sáið kann reyndar að vera ættuð úr þeirri al-
kunnu þjóðsögu Nú skyldi ég hlæja væri ég
ekki dauður. Atburðir leiksins eiga sér stað í
kirkju við útför þekkts stjórnmálamanns sem
lætur sér ekki lynda að hvíla í friði heldur rís
upp til að skoða kirkjugesti og tjá sig um
bresti þeirra. Líkið gerir þannig óskunda í
sinni eigin jarðarför og er leikritið nokkuð
hnyttið fyrir vikið. Önnur leikrit Matthíasar
lýsa gjarnan útskúfuðu fólki í jaðri samfélags-
ins og má því segja að þau séu efnislega af ekki
ósvipuðum meiði og gömlu útilegumannaleik-
ritin, einstaklingurinn andspænis hinu þræl-
skipulagða samfélagi, smáa manneskjan and-
spænis órétti og útskúfun. Leikritið Jón gamli
er þannig í eðli sínu einræða þess útskúfaða og
reyndar merkileg mannlýsing, enda byggð á
þáttum úr nokkrum einstaklingum sem skáld-
ið kynntist á blaðamannsferli sínum. Ein per-
sónan í Sólmyrkva heitir reyndar líka Jón
gamli, en þessir nafnar eru þó ekki skyldir
nema að litlum hluta.
Atburðarás leikrita Matthíasar Johannes-
sens flyst gjarnan frá veruleikanum yfir á ann-
að svið og stundum fara þau að öllu leyti fram
á þessu „öðru sviði“, eins og gerist í Sókratesi,
þó svo hann búi áfram við gamalkunnar búk-
sorgir úr veruleikanum eða lífinu. Þetta annað
svið getur verið eins konar draumheimur eða
martraðarheimur, heimur hugans, dauðans.
Veruleiki dauðra persóna er þó aldrei fjarri,
eins og þegar Kristján fjórði harmar hlut sinn
af engu minni ákafa en hásetinn í frægu kvæði
Fjallaskáldsins.
Helstu heimildir:
Fjaðrafok og fleiri leikrit, 1975.
Sólmyrkvi, 1962.
Höfundur er leikskáld og leikhúsfræðingur.
Ljósmynd/Óli Páll
Ljósmynd/Óli Páll
Jón gamli, Þjóðleikhúsið 1967. Lárus Pálsson og Valur Gíslason.
Eins og þér sáið, Þjóðleikhúsið 1967. Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson.
Ljósmynd/Óli Páll