Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 Í OKTÓBER árið 2000 sendi nefnd á vegum íslenska þingsins frá sér álit um nýtingu á þeim auðlindum sem eru eða kunna að vera sameign ís- lensku þjóðarinnar. Nefndin var skip- uð í framhaldi af deilum um kvóta- kerfið í sjávarútvegi en auk þess ræddi hún um nýtingu á vatnsafli, rafsegulbylgjum og umhverfisgæðum og gjaldtöku af þeim sem notfæra sér þessar náttúruauðlindir. Í áliti auðlindanefndar kom fram að starf hennar miðaðist ekki við „verðmæti sem menn hafa skapað þótt orðið auðlind sé oft notað um þau í almennri um- ræðu“. Nefndin sagðist í þessu sambandi eiga við mannauð, þekkingarkerfi og gagna- grunna en við þá upptalningu mætti bæta fyrirbærum á borð við íslenska tungumálið, fornminjar, þjóðhætti, hugverk, jafnvel viss- ar opinberar byggingar og stofnanir. Hér er í raun um að ræða kjarna þess sem kallast í daglegu tali íslensk menning, mikilvæga þjóðarauðlind sem er í raun einkennilegt að nefndin hafi litið framhjá. Ólíkt náttúruauðlindum virðist menningin að vísu vera ótakmörkuð auðlind. Ekki verð- ur séð að frjáls aðgangur að henni leiði til ofnýtingar eða sóunar. Á hinn bóginn hefur Íslendingum löngum þótt nauðsynlegt að vernda menningu sína fyrir óæskilegum áhrifum, með svipuðum hætti og brýnt þyk- ir að verja náttúruna gegn spjöllum og mengun. Slíkar áhyggjur hafa meðal annars beinst að erlendum áhrifum í tungumálinu. Saga þjóðarinnar á tuttugustu öld leiðir ennfremur í ljós að harðvítug átök geta orð- ið um yfirráðin yfir vissum sviðum menning- arinnar, ekki síður en fiskistofnum í hafinu umhverfis landið. Nærtækt er að benda á deilur ólíkra stjórnmálaafla um rekstur og stjórnun Ríkisútvarpsins – stofnunar sem hefur sjálf kosið sér kjörorðið „þjóðareign í þína þágu“. Enn nærtækari er sú umræða sem hefur á undanförnum vikum staðið um ritun ævisagna Halldórs Laxness. Dæmin sanna að sum menningarfyrirbæri þykja eftirsóknarverðari en önnur eða betur fallin til nýtingar en markmið slíkrar nýtingar geta verið fjárhagslegur ávinningur, pólitísk ítök, aukið menningarlegt sjálfstraust eða svigrúm til frekari menningarstarfsemi. Hlutabréfin í okkur sjálfum Í sjónvarpsávarpi til Íslendinga um ára- mótin 2001–2002 sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra að með „sigrum sínum á rit- vellinum, sem síðar færðu honum æðstu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotn- ast“, hefði Halldór Laxness, öðrum mönnum fremur, eflt „sjálfsmynd og sjálfstraust þessarar þjóðar“. Ummælin voru hluti af umfjöllun um margvíslega velgengni Íslend- inga á erlendri grund, velgengni sem að sögn Davíðs snerti „viðkvæman streng í brjósti okkar flestra. … Við samgleðjumst þeim innilega og þykir sem hlutabréfin í okkur sjálfum hækki pínulítið, þegar þeir skora mörk, syngja hátt og snjallt, mála vel og jafnvel græða meiri peninga af iðju sinni erlendis en nokkurn gat órað fyrir að væri hægt.“ Þessi samlíking á milli þegna ríkisins og hlutafélaga á verðbréfamarkaði kallast á við athyglisverðar kenningar erlendra fræði- manna, einkum félagsfræðinga, um tengsl menningar, efnahagslífs og samfélags. Að baki býr sú hugmynd að félagsleg og menn- ingarleg samskipti fólks rati eftir brautum sem séu hliðstæðar brautum peningakerf- isins. Svo hnykkt sé á ummælum forsætis- ráðherra fólu þau í sér að afreksfólk á borð við Halldór Laxness hækkaði gengi ís- lenskrar menningar og þar með hlut sér- hvers Íslendings í henni. Ísraelski fræðimaðurinn Itamar Even- Zohar hefur vakið athygli á að hægt sé að skipta rannsóknum á menningu niður í tvo flokka: Annars vegar líti menn á menningu sem vöru, sem geti gengið kaupum og söl- um, og hins vegar sem ákveðna tækni eða aðferð sem einstaklingar og samfélög noti, ýmist til að skilja veruleikann og gefa hon- um merkingu eða til að takast á við hann og móta. Þegar ég spyr í titli þessarar greinar hver eigi Halldór Laxness snýst spurningin ekki um einstaklinginn Halldór Guðjónsson (1902–1998) eða innihald verka hans heldur um Halldór Laxness sem vöru og vöru- merki. Áþreifanlegasta og hefðbundnasta form þessarar vöru er líklega bók eftir Hall- dór Laxness. Margir Íslendingar eiga slík „hlutabréf“ í skáldinu uppi í hillu hjá sér. Ástæðan kann að vera sú að hér sé um ágætar bækur að ræða en það felst líka viss yfirlýsing í því að stilla þeim upp á áberandi stað á heimilinu. Það var til dæmis athygl- isvert hvernig sumir frambjóðendur til emb- ættis forseta Íslands árið 1996 létu taka af sér auglýsingamyndir með ritsafn Halldórs Laxness í bakgrunni. Þjóðareign og byggðakvóti Í umfjöllun sinni um menningarleg vöru- skipti bendir Even-Zohar á hvernig skáld og listamenn voru fyrr á tímum oft í þjón- ustu tiltekinna valdhafa. Á síðustu öldum hafi þetta eignarhald hins vegar orðið tákn- rænna og færst frá höfðingjum, konungum, keisurum og páfum til þjóðarinnar eða þjóð- ríkisins. Þjóðarbókmenntir eru í flestum löndum hins vestræna heims hluti af þeirri sjálfsmynd sem þegnarnir spegli sig í. Til að mynda, segir Even-Zohar, geti Þjóðverji sagt við sjálfan sig: „Ég er mikilsháttar því ég tilheyri þeirri þjóð sem gat Goethe af sér.“ Áramótaræða Davíðs Oddssonar skar úr um það að Halldór Laxness væri ná- kvæmlega slík þjóðareign. Í ræðunni til- kynnti forsætisráðherra að íslenska ríkið hefði í hyggju að kaupa hús skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellssveit og var gengið frá kaupunum nokkrum mánuðum síðar. Líta má á þau viðskipti sem táknræna stað- festingu á eignarhaldi þjóðarinnar á skáld- inu. Þær deilur sem orðið hafa um kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi minna okkur hins vegar á að þótt þjóðin eigi eitthvað í sam- einingu er ekki þar með sagt að allir þegnar landsins öðlist sama rétt til að ráðstafa þjóðareigninni. Í umræðum um kvótakerfið er tekist á annars vegar um eignarrétt þjóð- arinnar á fiskistofnunum umhverfis landið og hins vegar um atvinnurétt útvegsmanna og sjómanna. Með sama hætti er hægt að stilla táknrænum eignarrétti þjóðarinnar á Halldóri Laxness upp andspænis höfund- arrétti ættingja skáldsins, útgáfurétti bóka- forlaga á verkum hans og loks þeim rétti sem einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar geta aflað sér með því að leggja rækt við minningu Halldórs og fé til starfsemi sem honum tengist. Enda þótt Íslendingar allir kunni að eiga hlutabréf í Halldóri Laxness eiga sumir stærri hlut eða kvóta í honum en aðrir og meira undir því að gengi hans haldist stöð- ugt eða hækki. Þannig var merkingarbært að jafnhliða kaupum ríkisins á Gljúfrasteini var greint frá áformum Mosfellsbæjar um að sýna minningu skáldsins sóma með sýn- ingarhaldi og annarri starfsemi. Rétt eins og Dalamenn hafa fjarfest í Leifi Eiríkssyni, Strandamenn í galdraöldinni, Siglfirðingar í síldarárunum og Borgfirðingar í Snorra Sturlusyni hafa yfirvöld í Mosfellsbæ tryggt sér umtalsverðan byggðakvóta þegar kemur að Halldóri Laxness. Skáld landstjórnarinnar Átök um hlutabréfin í Halldóri Laxness eiga sér langa sögu. Framan af snerust þau einkum um meint eignarhald pólitískra fylk- inga á skáldinu og voru menn ekki á eitt sáttir um hvort slíkt eignarhald væri til þess fallið að hækka eða lækka gengi við- komandi stjórnmálaflokks. Þessar deilur voru hafnar strax árið 1927 þegar fram- sóknarmaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu kallaði Halldór Laxness „skáld landstjórn- arinnar“ í grein um Vefarann mikla frá Kasmír. Birst hafði jákvæð umsögn um bók- ina í Verði, málgagni Íhaldsflokksins sem þá sat í ríkisstjórn, og tilfærði Jónas setningar úr Vefaranum um skækjur og kynvillu til að sýna lesendum Tímans hvers konar hug- myndir íhaldsmenn aðhylltust. Kosningar voru á næsta leiti. Sambærilegar deilur tengdar Halldóri Laxness hafa blossað upp með reglulegu millibili síðan, nú síðast á vordögum 2001. Þá var það hægrimaðurinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson sem hélt því fram að vinstrimenn ættu enn eftir að bókfæra það gengistap sem skrif Halldórs Laxness um Stalín og Sovétríkin mannsaldri fyrr hefðu í för með sér fyrir þá sjálfa. Kveikja umræð- unnar var skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Höfundur Íslands, kosningar voru á næsta leiti og fyrr en varði virtist málið vera farið að snúast um hver ætti Hallgrím Helgason og hvort hann væri orðinn skáld landstjórn- arinnar. Hallgrímur afþakkaði þann titil síð- ar þetta ár með blaðagrein sinni um „bláu höndina“. Eftir að Halldór Laxness fékk Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 1955 hófst hins vegar það ferli sem virtist innsiglað með kaupum ríkisins á Gljúfrasteini. Á þessu tímabili verða að vísu athyglisverðar breytingar á útgáfuréttinum á verkum hans. Sá réttur færist á níunda áratugnum frá Ragnari í Smára í Helgafelli til Ólafs Ragn- arssonar í Vöku-Helgafelli, á þeim tíunda kaupir Fjárfestingarbanki atvinnulífsins 50% hlut í fjölskyldufyrirtæki Ólafs og eign- ast þar með óbeint hlut í Halldóri Laxness, og svo dregur enn til tíðinda í byrjun nýrrar aldar þegar Mál og menning, undir forystu Halldórs Guðmundssonar, sameinast Vöku- Helgafelli undir heiti Eddu. Um hríð átti Bókmenntafélag Máls og menningar meiri- hluta í fyrirtækinu en eftir frekari svipt- ingar er svo komið að Björgólfur Guð- mundsson hefur eignast ráðandi hlut í Eddu, eins og fleiri íslenskum fyrirtækjum. Enginn þessara aðila, nema ef vera skyldi Halldór Guðmundsson, tengjast íslenskum vinstrimönnum sterkum böndum, en erf- iðara er að fullyrða nokkuð um tengsl þeirra við landstjórnina á hverjum tíma. Vörumerkið HKL Auk þess sem útgáfurétturinn á verkum Halldórs Laxness er nokkurs virði í bein- hörðum peningum hefur hann töluvert tákn- rænt gildi. Má í því sambandi rifja upp þeg- ar bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness voru auglýst í fyrsta sinn snemma á tíunda áratugnum. Boðuð samvinna Vöku-Helga- fells og menntamálaráðuneytisins um verð- launin vakti umræður á Alþingi sem minna örlítið á nýleg skoðanaskipti um ríkisábyrgð vegna lyfjaþróunarfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ólafur Ragnar Grímsson kvöddu sér hljóðs á Al- þingi og lýstu yfir áhyggjum af því að hand- ritasamkeppni á vegum eins forlags með styrk af opinberu fé skekkti samkeppn- isstöðu á bókamarkaði, ekki síst vegna þess að verðlaun sem kennd væru við höfuð- skáldið Halldór Laxness gætu dregið til sín rjómann af ungum rithöfundum þjóðarinn- ar. Ekki var nóg með að þau Ólafur og Ingi- björg gerðu athugasemd við opinbert fjár- HVER Á HALLDÓR LAXNESS? Morgunblaðið/Einar Falur Vinnuherbergi Halldórs. Í skjalaskápnum lengst til hægri voru bréf Halldórs sem Auður Laxness hefur afhent Landsbókasafni og styrinn stendur um að nokkru leyti. „Umræða undanfarnar vikur um væntanlegar ævi- sögur Hannesar Gissurarsonar og Halldórs Guð- mundssonar um Halldór Guðjónsson benda til þess að átökum um eignarhaldið á Halldóri Laxness sé hvergi nærri lokið. Útlit er fyrir að þau geti orðið jafn spennandi og dapurleg og átökin um Skeljung, Eim- skip og Íslandsbanka undanfarin misseri. Með vissum hætti er hér einnig um að ræða endurtekningu og framhald á átökum sem áttu sér stað á vettvangi íslenskrar menningar á liðinni öld.“ E F T I R J Ó N K A R L H E L G A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.