Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 9
Hið sama á við um verkið „Keys and Cues“
sem ég vann upp úr textum Emily Dickinson, en
þar má segja að áhorfandinn gangi inn í ákveðið
rými um leið og hann hefur lesið textann sem
finna má á verkinu. Verkin vinna á áþekkan
máta og bók hvað það varðar; á bak við textann
bíður heill heimur. Verkið sjálft, sem áþreifan-
legur hlutur getur aldrei komið því til skila sem
textinn gerir, þótt það þjóni auðvitað mikilvægu
hlutverki sem einskonar stikkorð eða lykill inn í
þann heim sem bíður manns handan textans.
Svo verður áhorfandinn að sjálfsögðu að virkja
lesturinn sem leið inn í þennan innri heim. Það
sama á við um öll textaverk sem ég hef skapað,
það rými sem þau fela í sér er hvergi að finna
nema innra með áhorfandnum sjálfum.“
En má ekki líta allt rými þessum sömu aug-
um?
„Jújú, að sjálfsögðu hefur maður skynræna
tilfinningu fyrir öllu rými sem maður ferðast um.
En í þessu ákveðna tilfelli erum við að fjalla um
sambandið á milli sjálfsins og efniviðarins fyrir
utan mann sjálfan.“
Ef við víkjum að þessum eiginleikum flæðis,
eða skörunar, sem mörg verka þinna búa yfir –
eru þeir ekki eitthvað sem þú myndir tengja
hugmyndum þínum um hið innra landslag, eins
og t.d. í Becoming a Landscape/Að verða lands-
lag í Íslands-seríunni To Place?
Becoming a Landscape“ fjallar að mínumati um það þegar eitthvað er orðið svomargþætt að það getur ekki einungisverið það sjálft, heldur hlýtur að vísa út
fyrir sig. Í mínum huga er landslag þannig. Það
er svo flókið í sjálfu sér að það gefur vísbendingu
um heiminn sem heild. Það sem við sjáum í þess-
ari bók af Íslandi gæti þess vegna í rauninni ver-
ið stórborgin New York eða hvaða staður annar
sem fellur að hugmyndum okkar um landslag.
Ég held þó að sjálf hafi ég fundið þessa hugmynd
hér á Íslandi – og reyndar fleiri hugmyndir
tengdar eðli landslags – því þrátt fyrir að ég
væri stödd hér þá var eins og landið bæri mig
alltaf með sér eitthvert langt í burtu frá því
sjálfu. Landið vísaði ætíð til einhvers sem var
langt handan við það sjálft; það var einskonar
frækorn að því sem verkin mín síðan urðu í
minni úrvinnslu.“
Samskonar yfirfærsla á raunar við um svo
mörg verka þinna, svo sem eins og Another Wat-
er/Annað vatn, Dictionary of Water/Orðabók um
vatn og Some Thames/Svolítið af Thames þar
sem þú dregur óendanlega marga óskylda þætti
inn í verk sem á yfirborðinu virðast frekar ein-
föld?
„Já, því þessi verk – og þetta tengist e.t.v. til-
finningunni fyrir völundarhúsinu sem þú minnt-
ist á áðan –“ svarar Roni, „gefa okkur hugmynd
um ána Thames í miðri stórborginni London en í
rauninni er allur heimurinn fólginn í því mynd-
máli sem verkið felur í sér. Og það á máta sem
kom mér satt að segja á óvart. Myndmálið í
„Dictionary of Water“ hafði t.d. svo víða skír-
skotun að ég þurfti að lokum að takmarka það
með markvissum hætti. Í rauninni má segja að
frá einhverju ákveðnu augnabliki hafi nánast
hvað sem er átt greiða leið inn í verkið. Þess
vegna nefni ég það „Dictionary“ [orðabók].
Í „Another Water“, er þessi flæðandi eigin-
leiki enn meira áberandi, því þar er formið eins
og árfarvegur og óendanlegt sem slíkt – hluti af
stærri heild. Í rauninni má segja að það sé sama
hvaðan maður tekur glas af vatni; vatnið í glas-
inu hefur ferðast um aldir alda. Bæði sjónrænt
séð í formi árinnar og efnislega í formi bókarinn-
ar stendur áhorfandinn frammi fyrir þessum
óendanleika – áin endurspeglast í formi verksins
og öfugt. Þar að auki bætist við ákveðinn vitund-
arheimur sem birtist í textum í neðanmálsgrein-
um, en þeir eru hluti af myndmáli flæðisins eða
árinnar.
Það sem ég var að reyna að koma á fram-færi formrænt séð í þessu verki er þettainnhverfa samband er felst í vatninusjálfu. Maður stendur frammi fyrir þessu
vatnsmagni – áhugi minn beindist sérstaklega
að ám en ekki vötnum af því ár eru auðvitað
tengdar tímahugtakinu á mjög sérstakan hátt –
og flæði tímans, mannsandans og vatnsins sjálfs
verður augljóst. Um leið rennur upp fyrir manni
hvernig hugarflæðið virkar innra með manni
sjálfum, þar sem ein hugsun leiðir af annarri án
þess að þær myndi endilega samfellu. Neðan-
málsgreinar hafa þennan sama eiginleika, þær
vísa út fyrir sig með hætti sem líkir eftir því
hvernig hugurinn reikar án þess að vera njörv-
aður í einhverskonar söguþráð. Ég vil þó taka
það fram að ég reyni mjög meðvitað að forðast
söguþráð í þessum verkum mínum, þar sem mig
langar til að reynsla áhorfandans byggist á
strúktúr sem er sértækari en um leið framand-
legri en söguþráður býður upp á – það verður
frekar til eins konar safn hugsana.“
Þetta tengist ef til vill því sem vísa mætti til
sem metafýsískra þátta í verkum þínum, eins og
þegar þú í texta lýsir augnabliki í svartri eyði-
mörkinni þar sem einstaklingurinn rennur sam-
an við umhverfi sitt?
„Ja, þessir þættir snúast ef til vill ekki um
samruna – því þar er um að ræða frekar úthverft
sjónarhorn – heldur fremur þá tilfinningu að
maður geti ekki greint á milli sjálfs sín og um-
hverfisins. Þetta er einskonar innri óreiða, þar
sem maður spyr sig hvar maður eigi upptök sín
og endalok. Ég upplifði þarna óttablandna lotn-
ingu á stað sem var í rauninni mjög lítið gefandi,
eiginlega bara eyðimörk. Staðir á borð við þenn-
an hafa þau áhrif á mann að maður verður að
raða brotum sjálfs sín saman vegna þess að þeir
veita manni svo lítinn stuðning, ef miðað er við
gróðursælan stað. Og ef litið er til reynslu af
þessu tagi þá má auðvitað líkja henni við völund-
arhús skynjunarinnar.“
Ef við víkjum að enn einni birtingarmynd völ-
undarhússins, sjálfu minninu, þá leikur mér hug-
ur á að vita hvort þú veltir stundum fyrir þér
muninum á sértæku minni einstaklingsins og al-
mennu minni samfélagsins?
„Mér finnst umræðan um þann mun afar
áhugaverð, án þess þó að ég geti fundið henni
stað með beinum hætti í mínum verkum. En auð-
vitað dreg ég t.d. mínar eigin ályktanir um þær
AUGNABLIKIÐ
Key and Cue no. 351/Lyklar og stikkorð nr. 351; 1994.
„Að þessu sinni eru tveir
fletir [í verkinu]. Tveir;
tala sem tileinkuð er
samneyti, tvöfaldri
ánægju, pörun, mökun –
ofan á hvor öðrum. Sem
endurspegla og gefa frá
sér ljós. Þegar Roni
sýndi mér þetta nýja
verk sagði hún; „það er
sviti á milli þeirra“. „Ég
vissi það.“
(Felix Gonzalez-Torres um seinni gerð verksins Gold Field/
Gullflötur sem honum og Ross var tileinkað.)
Gold Mats, Paired – For Ross and Felix/Gullþynnur, par – tileinkað Ross og Felix; 1994–95. Hreint gull (99.99%).